Þjóðviljinn - 25.01.1959, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 25.01.1959, Qupperneq 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 25. janúar 1959 Ertu með eða mófi? Heimsósómi á 20. öld ' Framhald af 7. síðu. Útflutningsatvinnuvegirnir eiga ad fá 77,7 millj. kr. Eg held að þessi tala sé einnig Of lág — og það er kannski fróð- iegt að athuga hvernig hún er fengin. Það er nýbúið að semja við útvegsmennina á grund- velli þessa frumvarps, og við skulum muna það, að í fyrra- vor, þegar lögin um efnahags- ráðstafanir voru samþykkt, þá fengu útgerðarmennirnir þau að fullu bætt og talið var að þá hefði verið samið við þá a. m. k. fullvel. En þegar búið er að afnema kauphækkunina og þeir búa svo að segja við sömu kjör og þeir bjuggu við í vor, þá er búið að láta þá hafa, bátana og togarana, a. m. k. C3—fi5 millj. kr. í viðbót. Vegna þess að bátarnir fá auknar bætur, ei2a Þe-ir t. d. að fá fúavátrygginguna ókeypis, — út á það verðúr iandbúnaður- inn að fá sitt H'ka, og svo síld- veiðarnar í sumar. Allt þetta reiknar forsætisráðherra með að verði 77,7 millj. kr, cn ég er næstum alveg viss um að þetta er of lág upphæð, — liún á eftir að hækka. Eg er alveg viss um að þessi heildarupp- hæð á eftir að fara yfir 200 miilj. kr. — en forsætisráð- herra reiknar með henni 174 millj. Hvaöa tekjur eiga að koma þarna á móti? Það á í fyrsta lagi að hækka áætlun á tekjum fjárlaga um 80 miilj. kr. Ja, hver Iifir nú aðeins a hækkuðum áætlunum ef ekkert er á bak við bær? Forsætisráð- herra segir að Það eigi að spara á fjárlögum um 40 millj. kr. 55 millj. kr. á að fá af tóbaki og áfengi, og 20 millj. kr. á að fá af tekjuafgangi árs- ins 1958. AÐ AFSTÖÐNUM KOSN- INGUM KEMUR ÓGREIDD- UR VÍXILL Hvað er nú raunverulegt í þessu? Það að hækka tekjuá- ætlun fjárlaganna er náttúr- lega í hæsta máta óraunhæft ef ekki er séð fyrir því að haldist, og Alþýðuflokkurinn þarf til þess a. m. k. samþykki Sjálf- stæðisfiokksins — mér er ekki vitanlegt að Sjálfstæðisflokk- urinn háfi sambykkt það. Ilann þarf Hka samþykki — leyfi — Sjálfstæðisflokksins til þess að sker.a1 niður 40 millj. Bjami Ben. h'éfur sagt nei. Það eru tvennar kosningar fyrir dyrum, og þetta er sjálfsagt ekki neitt létt verk fýrir Sjálfstæðisflokk- inn að gera. Enga tryggingu hefur hann heldur fyrir því að tekjuafgangurinn fáist til að standast straum af þessum kostnaði; allt er í óvissu nema það eitt að kaupið á að lækka. Eg held það sé nokkurn veg- inn alveg öruggt að í liaust, að afstöönum kosningum, þá kem- ur ógreiddur víxill, og þá verð- ur komið til okkar og sagt: þið verðið að borga. Og þá er líka búið að búa i haginn fyrir það sem alla þessa flokka dreymir um, og það er að framkvæma gengislækkun. Það er þetta sem við blasir. Arás á SAMNINGA- RÉTTINN En verra en kaupskerðingin í raun og veru er þó hitt, sem í þessu frumvarpi felst, og það er að afnema með lögum samningsbundin ákvæði í samningum verkalýðsfélaga í samningum við atvinnurekend- ur. Þetta er leið sem verkalýðs- hreyfingin hlýtur að skera . upp herör gegn, það er ekki spurn- ingin um það hve miklu skerð- ingin nemur, heldur hitt, að framkvæma það á þennan hátt. Haldið þið að það sé ekki létt verk fyrir livaða afturlialds- stjórni sem væri, sem fyndist eitthvað í ólagi með efnahags- málin, að fara í þessi spor? Jú áreiðanlega. Það er alveg sérstaklega þetta sem ég vil undirstrika við ykkur, Dags- brúnarfélagar, og þetta er hlut- ur sem við megum aldrei láta ómótmælt. HLUTDEILD LAUNÞEGA HEFUR FARIÐ MINNKANDI Við skulum gera okkur ljóst af hverju stafar þessi vandi sem nú er sagt að að okkur steðji. Það er sagt að kaupið sé of hátt, við höfum hækkað kaupið meira en Það sem til' skiptanna var. Er þetta nú rétt? Er kaup verkamanna svona gífurlega hátt og hans hlutur svo mikill í afrakstri þjóðarbúsins sem þessir menn vilja vera láta? Framkvæmdabankinn hef- ur látið gera útreikninga sem sýna, að á árunum 1952 til 1956 jókst þjóðarfram- Iciðslan um 41% á hvert mannsbarn í landinu — og þá tekið tillit til fólksfjölg- unarinnar. En á árunum 1948 til 1957 jukust atvinnu- tekjur verkamanna, sjó- manna og iðnaðarmanna að meðaltali um 37% — liitt var 41%. Þetta sannar ó- tvírætt að lilutdeild laun- þega í lieildarafrakstri þjóðarbúsins hefur farið minnkandi en ekki vaxandi. 120—130 MILLJÓNIR OFTEKNAR Verkalýðssamtökin hafa allt- af viljað stöðva verðbólguþró- unina og talið sér hana óhag- kvæma. Eg vil mjnna á varn- aðarorð okkar í vor. Við sögð- um þá að það væri rangt að farið, það ætti að vinna að því að halda stöðvuninni áfram, en ekki að því að hleypa þessari skriðu af stað. Við bentum á, og ráðherrar Al- þýðubandalagsins og þingmenn alveg sérstaklega, að það væri um of ætlað fyrir tekjum. Hváð sýnir nú reynslan? Reynslan sýnir okkur það, að greiðsluafgangur ríkissjóðs á sl. ári er a.m.k. á milli 60 og 70 millj. kr. Við þetta bætast svo 63 millj., sem upplýst var á Alþingi í gær, af Lúðvíki Jósepssyni, að ríkissjóði liefði áskotnazt vegna laganna í vor af lántökum sem ríkisstjórnin tók, og útflutningssjóður varð að borga ríkissjóði 63 millj. kr. Þessar 63 millj. kr. voru not- aðar á þann hátt, deilt. þannjg upp síðustu dagana áður en stjórnin fór frá, af Framsókn og Alþýðuflokknum, gegn at- kvæðum Alþýðubandalagsráð- herranna, að Sementsverk- smiðjan fékk 17 mjlij. kr., Ræktunarsjóður 18,5 millj, kr. Fiskveiðasjóður 14,5 millj. kr., rafbrka í dreifbýlinu 13 inillj. kr. Þetta sýnir það, að á síðasta ári hefur verið oftekið í skött- um, neyzlusköttum af alrnenn- ingi sein svarar 120 til 130 millj. kr., hreint og beint tek- ið um of, fram yfir þarfir. Þetta hefur hækkað verðlagið í iandinu sem a.m.k. nemur 15 vísitölustigum. Það er hægt að stjórna á þennan hátt, koma svo til verkamanna og allra iaunþega og segja: Ykkar lilut- ur er of stór! VERKALÝÐSHREYFINGIN BENTI Á LEIÐIR Það er ekki bara kaupið, sem hefur áhrif á verðmynd- unina í landinu, það er margt annað, og ekki sízt fjármála- stjórn ríkisins, bæjarfélag- anna, bankanna o.s.frv. En verkalýðshreyfingin við- urkennir þrátt fyrjr -allt, að nú hafi verið nauðsynlegt, eins og raunar fyrr, að spyrna við fótum, og á Alþýðusambands- Þingi, sem er nýafstaðið, sagði hún alveg til um það, hvernig hún teldi að þetta ætti að gera. Hún lýsti sig fylgjandi því að það yrði reynt að stöðva verðbólguna þannig, að framfærsluvísitalan yrði ekki hærri en 202 stig og kaup- gjaldsvísitalan 185. Og það var bent á leiðir til að gera þetta, en það var jafnframt mjög jgreinilega tekið fram, að það yrði að gera án þess að skerða kaupmátt launanna. DÝRTÍÐ VERKAMANNA EYKST, DÝRTÍÐ ATVINNU- REKENDA MINNKAR Þegar vanda ber að höndum sjá atvinnurekendur og þeirra flokkur aldrei nema eitt ráð, þetta ráð er að lækka kaupið. Og þeim hefur alltaf tekizt að fá til liðs við sig verkfæri i verkalýðshreyfingunni. Og þeim hefur tekizt þetta líka núna, það eru B-listamennirn- ir. Og til þess að ná þessari kauplækkun fram er nú beitt þeirri blekkingu, að um sé að ræða niðurfærslu dýrtiðar. En dýrtíðar hvers? Minnkar dýrtíð verkamanns- ins við það að kaup hans er lækkað og að liann fær minna af vörum fyrir kaup sitt en áður? Mjnnkar dýrtíð verka- mannsins við það? Nei áreið- anlega ekki. En dýrtíð at- vinnurekandaras ininnkar hún við það, að hann þarf að borga lægra kaup? Jú, dýrtíð atvinnurekandans minnkar. Við skulum varast það, að gera okkur ekkj fulla grein fyrir því hvaða er dýrtíð og livað ekki dýrtíð. Þetta er orðið svo margþvæit, en verkamenn verða að hafa í huga, að dýrtíð er aðeins það, þegar þeir fá of lítið af vörum fyrir sína peninga, sitt kaup. Verðbólgan er allt annað. Dýr- tíð atvinnurekendanna minnk- ar við þessar ráðstafanir, dýr- tíð verkamannsins eykst. Þess vegna vinna B-listamennirnir fyrir atvinnurekendurna og gegn verkamönnum. En verkalýðshreyfing-Q unni hefur ávallt tekizt um síðir, ab koma með sigur af hólmi, og ég efast ekki um, að svo mun enn verða, og ekki sízt .fyrir tilstilli Dags- brúnarmanna. Og góðir fé- lagar, við byrjum nú þessa Framhald af 6. síðu. hreinar skuggamyndir. Þær eru sigraðar áður en sagan hefst; þær freista engrar upp- reisnar gegn örlögum sínum. Af þessum sökum skortir sög- una spennu, átök. Persónurnar eru dæmdar beinagrindur, en ekki lifandi fólk í harðri bar- áttu. Sagan af því verður óhugtæk og fær ekki á les- andann. Ljós dæmi þess hve Lofti Guðmundssyni er ósýnt um lifandi mannlýsingar eru frá- sagnir hans af ástafari per- sónanna, þar sem hann hefur þó í frammi nokkra viðleitni að klæða beinin holdi. En hann getur ekki sagt þær sögur á einfaldan og ljósan hátt, heldur blandar hann inn í þær allskvns táknunum og gerist um leið svo háspeki- lega tyrfinn að við fátt verð- ur jafnað — nema helzt Gunn- ar frænda minn Gunnarsson, þegar hann kostar sér öllum til. Persónur Lofts fá aldrei að þróast í friði, ekki einu- sinni á ástarnóttum, vegna þess að hann þarf alltaf að leggja einhverjar dýpri merk- ingar í orð þeirra og æði; hann er sífellt að grípa fram í fyrir þeim með einhverri speki. Eg fjölyrði ekki um það framar; en hér eru tvö lítil dæmi um ritmennsku Lofts, þegar hann stefnir hátt og leggst' djúpt: ,,Og hefði eitthvað orðið til þess að rjúfa heiðkyrrð næt- urinnar eða einmanaleika um- hverfisins; hefði eitthvað orð- ið til þess að rjúfa vítahring draumsins og tengja sýnina hversdagslegum veruleika .... þótt ekki hefði verið annað en það, að ós.jálfráður við- námskippur hefði farið um líkama hennar, varir hennar titrað eilítið, bládjúp augna hennar gárazt .... þá mundi honum eflaust hafa fundizt öðru sinni þessa nótt, sem eitthvað brysti innra með honum .... strengur, s.em í æði óttans við þögnina, myrkr- ið og tómleikann hefði verið knúinn unz hann brast með sárum, fölskum hljóm, er dó út í þögn og tóm, þyngra og myrkara en fyrr“. Og: ....... nóttina, þegar feigð- arsár einmanaleikinn knúði raddbönd hennar til að mynda hið fyrsta spurnarhljóð og eðlislægt hugboðið um óbrú- anlegt fjarlægðardjúp nálægð- arinnar lagði undanbragðs- hreim í svarhljóð hans . .. ■ “ Ritmennska af þessu tagi fær því einu áorkað að myrkva persónurnar fyrir sjónum les- andans — á sama hátt og enginn er neinu nær um vandamál samtímans af lestri sögunnar í heild. Loftur Guðmundseon hefur talsvert auðuga íslenzku á valdi sínu; og hann er ekki minni stíluður en svo, að hvor meginþáttur verksins er rit- aður sínum stíl. Þáttur A er baráttu með því að senda B-listamennina fylgisrúna heim til föðurhúsanna. Við fylkjum okkur allir um A- listann og gerum sigur hans á morgun og sunnu- daginn glœsilegan. ritaður í svona heldur hvers- dagslegum stíl, með nútíma- orðavali og nútímasetninga- skipan; en þáttur B er saminn í fornlegum stíl, með fvrnd- um orðmyndum og miklu skrauti oft og tíðum. En hann er ekki alveg samkvæmur sjálfum sér og dettur stund- um niður. 1 hátíðleikanum á bls. 52 talar höfundur skyndi- lega um að „láta álla ættrækni eiga sig“. Og í báðum þáttun- um bregður fyrir slæmu máli: „enda vissi hann sig skorta flest í það“ (bls 13); „þegar allt kom til alls“ (bls 126). „Einum“ neðst á bls. 59 er rangt fa.ll; þar á að standa ,,einir“. „Að það var hon- um“ segir á bls. 123, en á að standa ,,hann“. Báðar þessar villur stafa af málfræðilegum misskilningi. Eg virði Loft Guðmundsson fyrir vilja sinn til að glima við örðug og mikil viðfangs- efni. Og þótt hin skáldlega skynjun hans í sögunni sé ekki langt fyrir ofan núll- punktinn, þá hefur eigi að síð- ur þurft ærinn hugsunarþrótt til að koma henni saman. En þegar litið er á Gangrimla- hjólið í heild, verður manni enn einu sinni að efast um sannleiksgildi hins forna orðs að Viljinn dragi hálft hlass. B. B. Myndir Framhald af 6. síð». myndum: nautið í paðreimn- um er „plantað litlum spjót- um“; „gatan (er) eins og gil í jarðskorpuna“ ; „brjóst þeirra strengja á þröngum blússunum og rísa eins og gyllt bugspjót í kvöldsólinni“ — ég var að segja, að maðurinn hefði eitt- sinn stundað sjó. Og þetta, kalla ég viðkunnanlegan fít- onsanda í frásögn: „mjólkur- sölukonan ...... sætir nú lagi að komast yfir götuna og smokrar sér brosandi og heilsandi á milli farartækj- anna, en gamli vínsalinn sem er fullur í dag eins og alla aðra daga, er kominn út í dyr og horfir stjörnufullum aug- um á umferðarstifluna, trufl- aður til sálar og líkama, en burðast þó við að steyta hnefana út í pípandi veröld- ina“. Það er líka auðsætt, að Jóhannes Helgi skynjar mann- lífið vörmu hjarta; og honum tekst oft að ljá frásögn sinni harmrænan undirtón. En hann má vara sig á viðkvæmni sinni. Hún er stundum ekki nema snertispöl frá tilfinn- ingaseminni, sem er krabba- mein öllum góðum skáldskap. Bókin morar i prentvillum; og er nú tímabært að fram- kvæma þá fornu tillögu undir- ritaðs, að nafn prófarkalesara sé jafnan prentað aftan á titil- síðu bóka — þeir kynnu þá að láta öðru hverju rifa í glyrn- urnar yfir verki sínu. Átta fyrstu línur eftirmálans eru réttlætanlegar, en afgangur- inn er eins og gúmmiblaðra hafi ritað hann: skyndilega fer maðurinn að belgja sig allan út af hérumbil engu. B. B.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.