Þjóðviljinn - 31.01.1959, Síða 1

Þjóðviljinn - 31.01.1959, Síða 1
Funtlir í öllum deildum uæstkomandi mánudag. Sósíalistaí'élag Eeykjavíkur. Laugardagur 31. janúar 1959 — 24. árgangur — 25. tölublað. Kauplækkunarfrumvarpið lö Framsóknarflokkurínn samábyrgur AlþýSuflokknum og SjálfsfœSis- flokknum um misbeifingu Alþingis til árásar á launakjör verkamanna Kauplækkunarfrumvarp rík- ur gert sams konar grein fyr- Ríkisstjórn Alþýðuílokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur komið gegnum^ Alþinni löggjöf um kauplækkunarárás sína. Var kauplækkunarfrumvarpið samþykkt endanlega á fundi efri deildar Alþingis síðdegis í gær með 8 at- kvæðum stjórnarliðsins gegn 3 atkvæðum bingmanna Alþýðubandalagsins. Framsóknarþingmennirnir sátu hjá og hafa með því gerzt samábyrgir stjórn- arflokkunum um þessa ósvífnu beitingu löggjafarvaldsins til að stórlækka laun allra launþega og skerða samninga verkalýðsfélaganna, en Fram- sókn hefði getað fellt frumvarpið með því að greiða atkvæði gegn því, ásamt Alþvðubandalaginu. Tillaga um stóraukn- ar fjölskyldubætur Á síðdegisfundinum hélt Finnbogi K. Valdimarsson hvassa ræðu og rökfasta, gegn frumvarpinu og fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar, og kynnti eina tillögu þeirra félaganna, er hann var fyrsti flutnings- maður að, um stórauknar fjöl- skyldubætur handa láglauna- fólki, og hefði samþykkt henn- j ar dregið að mun úr kjara- skerðingu frumvarpsins, eink- um fyrir tekjulágar barnafjöl- ekyldur. Var tillagan flutt sem viðaukagrein í 1. grein frum- varpsins og miðuð við 1. fe- brúar eins og önnur ákvæði Framhald á 3. síðu. isstjórnarinnar kom til 2. umr. á fundi efri deildar í gær og lauk þeirri umræðu á síðdegis- fundi. Var þá alllangt liðið á sjöunda tímann, en forseti, Bernharð Stefánsson, setti nýj- an fund og tók málið til þriðju umræðu. Stóð hún stutt og fór endanleg atkvæðagreiðsla um frumvarpið fram laust eftir kl. sjö. Enginn íhaldsmaður tók til ir hjásetu Framsóknarmanna í neðri dei’.d. Mótmæli verkalýðs- ins flutt þingmönnum Fjárhagsnefnd, efri deildar þríklofnaði um málið eins og f járhagsnefnd neðri deildar, því Framsóknarflokknum mun hafa þótt viðkunnanlegra að sýna máls við afgreiðsluna í efri framan í einhvern ágreining. deild! Björn Jónsson, fulltrúi Alþýðu- Þingmenn Alþýðubandalags- bandalagsins í fjárhagsnefnd, ins og Framsóknarflokksins skilaði ýtarlegu nefndaráliti og fluttu allmargar breytingatil- birti sem fylgiskjöl efnahags- lögur við 2. og 3. umræðu máls-j málasamþykkt Alþýðusam- ins í efri deild, en þær voru bandsþings, sem mjög hefur allar fellidar og fékk málið því komið við sögu í umræðunum, endanlega afgreiðslu að lokinni þriðju umræðu í deildinni, frumvarpið afgreitt sem lög í því formi sem það kom frá neðri deild. Eins og í neðri deild afsak- aði Framsókn hjásetu sína, sem raunverulega tryggði fram- gang málsins, með því að hún vildi ekki bregða fæti fyrir þann göfuga tilgang frumvarps- ins að taka aftur af verkamönn- um og öðrum þær launahækkan- ir sem urðu á s.l. sumri og hausti! Flutti Hermann Jónas- son þennan boðskap í efri deild en Eysteinn Jónsson hafði áð- mótmæli stjómar Alþýðusam- bandsins gegn kauplækkunar- frumvarpinu og mótmæli verka- lýðsfélaga. Flutti Bjöm framsöguræðu og rökstuddi þá afstöðu sína í nefndinni að fella bæri frum- varpið. Gerði hann jafnframt skýra grein fyrir nokkrum breytingatillögum þeirra Al- þýðubandalagsmanna, er flutt- ar væru í því skyni að draga úr hinum háskasamlegu áhrif- um frumvarpsins á kjör alþýðu manna. Verður skýrt frá þeim tillögum og afgreiðslu þeirra siðar. Sovézku vísindamennirnir sem sendu geimflaugina í átt tll tunglsins og umhverfis sólina sögðust með því vilja hylla Kommúnistaflokk Sovétríkjanna og 21. þing hans sem nú stendur yfir í Moskvu, og á þinginu liafa þeim verið færðar þakkir sovétþjóðanna fyrir lúð mikla þfrek. Hér sjást þrír helztu geimvísindamenn Sovétríkjanna, prófessor Blagonravoff (í miðju), prófessor Evald R. Mustel (til vinstri) og prófess- or Toptséff, varaforseti sovézku vísindaakademíunnar. I»eir eru að gefa fréttamönnum skýrslu um ferð geimfjau.garinnar. Danskt Grænlandsfar, Hans Hedtoft, rakst á ísjaka 130 með skipinu sem i gœrkvöld var taiiÖ i mikiíli hœttu um 20 milur austur af Hvarfi Dauðaslys á Ægisgötu Togaraskrúfa féll af bílpalli ofan á mann sem vann að flulningi hennar í gærmorgun vildi það slys til á Ægisgötunni aö starfsmaöur í Héöni beiö bana er skrúfa af togara féll á liann. Var þaö Skarphéðinn Jósefsson til heimilis aö Framnesvegi 1. Slysið varð um kl. 8 í gær- morgun á Ægisgötu móts við Ný- lendugötu. Verið var að flytja skrúfu á togara frá Héðni í Slippinn, Var hún flutt á bílpalli og var Skarphéðinn á bílnum hjá skrúfunni. Halli nokkur er þama á götunni og mun skrúf- an hafa runnið undan hallanum á pallinum og Skarphéðinn ætl- að. að forðá sér undan henni. Stökk hann niður á götuna, en féll á grúfu,. en .skrúfan rann af bílpakinum og ofan á hann. Togaraskrúfur þessar eru á þriðju lest að þyngd. — Snjór mun hafa verið á bilpallinum og hann því hálli en ella. Eng- ar skorður munu hafa verið setfar við skrúfuna til að varna því að liún rynni til; fékk Þjóð- viljinn þær upplýsingar í gær að þannig myndi vcra venja að flytja skipssknifur. Skarphéðinn Jósefsson var kvæntur og átti 2, uppkomnar dætur. Hann var 51 árs að aldri. Danska grænlandsfariö Hans Hedtoft rakst í gær á ísjaka um 20 sjómílur suöaustur af Hvarfi og var talið í mikilli hættu þegar síöast fréttist í gærkvöld. Veöm: var slæmt á slysstaönum. Skipið rakst á ísjakann klukk- an 16.30 eftir grænler.zkum tíma í gær, og skömmu síðar bár- ust neyðarskeyti frá því. Var þar sagt að sjór væri tekinn að streyma inn i vélarrúmið og mikil hætta væri á ferðum. Veður var slæmt á slysstaðn- Um í gærkvöld, hvasst og lág- skýjað. Flugvél sveimar yfii Neyðarskeytin heyrðust m. a. í Halifax í Kanada og var þá þeg- ar send þaðan flugvél á slys- staðinn og i gærkvöld fréttist að hún hefði fundið skipið og myndi sveirna yfir því og leið- beina skipum sem væru á leið- inni því til aðstoðar. Vitað var að á þessum slóöuni voru staddir nokkrir erlendir togarar, þ. á. m. færeyski togar- inn Jóanues Patursson og þýzk- ur togari, Johanne Kreuz. Seint i gærkvöld barst sú frétt að þýzki togarinn væri kominn á slysstaðinn. Siysavarnafélag íslands reymlí i gær að ná sambandi við íSr lenzka íogara sem vitað var að nnindu vera á nálægum slóðuni á leift til og frá Nýfundnalands- miðum. Búizt var því því að tog- ariun Geir myndi vera næstur Framhald á 11. siðu. Lækkun álagninoar nemur tæp- lega einu vísitolustigi! Stjórnarblöð Alþýðuflokksins og íhaldsins guma mjög af því að heildsalar og kaupsýshuneim liafi nú fengizt til að lækka álagningu SiiB(a um 5%. Hal'a ]>ó sjaldan birzt stærri fyrirsagnir af minna tilefni. Staðreyndin er sú að þessi álagningarlækkim mun. lækka vísitöluna inn — tæplcga eitt stig! Gagnvart launþegum er vísitalan skert um 33 stig, miðað við verðlagið rnn árainót, þar af um 13 stig með niðurgreiðslum, meira og minna fölsuðum, en 20 stig em skert með lagaboði 1. febrúar. Á móti áttu svo að koma framlög annarra stétta til þess að milda kjaraskerðing- una — og frainlag liaupsýslustéttarinnar er eins og áður er sagt tæplega eitt vísitölustig!

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.