Þjóðviljinn - 25.02.1959, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.02.1959, Blaðsíða 5
Enskir fiskimenn krefjast einnig stærri landhelgi Kvarta yfír ágengní er!endra fogara 20- 30 $}óm!!ur frá ensku ströndinni Enskir fiskimenn sem stunda veiðar á heimamiðum kvarta mjög yfir ágengni erlendra togara og vilja því að fiskveiðilögsagan verði stækkuð. Blaðið Nortliern Daily Mail, af sniáfiski séu veidd nokkrar eem kemur út í West Hartle-I míiur frá ströndinni, þá liljóti pool í norðausturhluta Eng-j það að spilla veiffi á grunn- lands sagði þannig 14. febrú- ar, að landhelgisdeila Bretlands og Islands mætti ekki dylja það fyrir mönnum að „Bretar sjálf- ir eiga í vandræðum vegna (á- gengni) erlendra fiskiskipa“. Hartlepool verður verst fyrir íbarðinu á hinum erlendu tog- íurum, segir blaðið, og heldur áfram: Fiskimenn í Hartlepool kenna miklum afla erlendra togara um núverandi ástand. Síðasta árs- fjórðung síðasta árs var afli dragnótabáta frá Hart’epool lé- legur, en það er athyglisvert að síðasta mánuð þess tima- bils bötnuðu aflabrögðin, þeg- ar fislrimiðin, að því talið er, höfðu haft tíma til að jafna fiig aftur eftir að útlendu tog- ararnir voru famir af þeim“. Blaðið hefur eftir málsvara fiskimanna að „það myndi á- reiðanlega gleðja marga þá sem Btunda veiðar á gfrunnmiðum ef landhelgi okkar væri stæklcuð". Blaðið heidur áfram: „Það kemur sér ef tií vill llla að brezkir fiskimenn skuli gera kröfur um stækkun land- helginnar á sama tíma og Bret- land heldur fram rétti sínum við Island samkvæmt gildandi alþjóðalögum. En allir land- krabbar munu samt fallast á, að sé það rétt að hundruð lesta iniðunuin“. Blaðið skýrir hins vegar frá því að erlendu togararnir veiði strördinni og það hljóti því að verða erfitt að koma í veg fyrir ágengni þeirra með stækk- un landhelginnar. Grein blaðs- ins lýkur á þessum orðum: „Engu að síður er það fylli- iega Ijóst, að Bretar myndu ekki endilega í öllum tilfellum tapa á því ef samningar yrðu gerðir um almenna stækkun áðallega 20—30 mílur frá' fiskveiðiiögsögunnar“. Inflúensufaraldur er nú í uppsiglingu í Evrópu Innflúensufaraldur er í uppsiglingu í Evrópu og hefur þégar breiðzt út um stóran hluta álfunnar. Faraldurinn er þó talinn held- ur vægur eftir aðstæðum og hvergi mikil hætta á ferðum. Það hefur þó verið gripið til þess ráðs víða á meginlandinu að loka skólum til að hefta út'- breiðslu veikinnar. I borginni Celle í Vestur- Þýzkalandi hefur öllum barna- skólum verið lokað, enda bafa 1500 af 5000 skólabörnum tekið veikina og 30 kennarar eru rúmfastir. Skólum hefur einnig verið lokað víða í Neðra-Sax- landi. I Danmörku eru það einnig helzt skólabörn sem hafa veikzt og mörgum skólum hefur einnig verið lokað þar. Heilbrigðisyfirvöldin í Bret- landi tala enn ekki um infú- enzufaraldur, en sjúklingum hefur þó f jölgað þar ört. I fyrri viku dóu 445 úr infúenzu í iiíkur á eðlilegu stjómmála- sambandi USA og Ungverja Ríkisstjórn Bretlands sendir sendiherra til Ungverialands Ungverski stjórnarfulltrúinn í Washington, hefui* Bkýrt frá því, að bandaríska utanríkisráöuneytiS hafi tjáö sér, aö Bandaríkjastjóm hafi í hyggju að koma á „eðlilegu ástandi“ í stjórnmálasambandi Ungverjalands og Bandaríkjanna. Stjórn Ungverjalands haföi áður lagt til, að þetta yröi gert. Síðan uppreisnin varð í Ung-, í 20 mínútur. Eftir þann fund Verjalaruii haustið 1956 hefur aðeins verið sendiráðsritari fyr- Ir hönd Bandaríkjanna í Búda- pest og Bandaríkjastjórn hefur Heitað að senda þangað sendi- herra. Einnig hefur hún neitað að taka á móti sendiherra frá Ungverjalandi til Bandaríkj- anna. Fyrir nokkru sendi Ungverja- larudsstjórn orðsendingu til Bandaríkjastjórnar og benti á, að nú væri kominn tími til að löndin tækju upp eðlilegt dipló- matískt samband. Ungverski stjórnarfulltrúinn I Washington heimsótti í fyrri Viku Livingston Merchant, ráð- herra í Bandaríkjastjórn, sem fer með málefni er varða Evr- j&pu, og áttj við hann viðræður sagði stjórnarfulltrúinn: „Bæði Merchant og ég létum í ljós óskir um að báðum löndunum væri fyrir beztu að komið yrði á eðlilegra og betra sambandi milli Ungverjalands og Banda- ríkjanna". England hefur þegar viður- kennt ríkisstjórnina, sem tók við völdum í Ungverjalandi eft- ir uppreisnina 1956. Fyrir •skömmu afhenti Nicholas Cheet- ham, fyrrverandi fulltrúi Bret- lands í fastaráði Atlanzhafs- bandalagsins, embættisskilríki sín sem sendiherra Breta i Ungverjalandi. Eftir að hafa afhent forseta Ungverjalands skilríki sín, sagði hann: „Þeg- ar á allt er litið, er sambúð Bretlands og Ungverjalands nú góð“. Englandi og Wales og hafði manndauðinn af völdum sjúk- dómsins þrefaldazt frá því í vikunni á undan. Þar leggst veikin aðallega á gamalt fólk. í Bandaríkjunum er inflú- enzau ekki útbreiddari en venjulega á þessum tíma árs, en heilbrigðisyfirvöldin þar hafa þó þegar gert ráðstafanir til að bregðast við faraldri. Pasternak flýr blaðamenn Sovézka skáldið Boris Past- ernak hefur yfirgefið heimili sitt og falið sig, til að losna við ásókn blaðamanna frá Vestur- Evrópu og Ameríku. Fréttaritari bandarísku fréttastofunnar Asso- ciated Press í Moskva hefur þetta eftir vinum skáldsins. Pasternak fór úr húsi sínu í ritliöfundaþorpinu Peredelkino í síðustu viku og skýrði einnig frá, hvar hægt væri að ná í sig. Vinir hans segja bandaríska fréttaritaranum, að hann muni ekki snúa aftur heim fyrr en blaðamannaskarinn, sem fylgdi Macmillan, forsætisráðherra Bretlands, til Sovétríkjanna, er farjnn á brott. Sagði Pasternak vinum sínum, að hann kærði sig ekki um fleiri heimsóknir vest- rænna fréttamanna í bráð. Hann hefði engan vinnufrið fyrir si- felldum átroðningi, og auk þess hefðu sumir blaðamennirnir komið lúalega fram við sig. Átti hann þar við brezka blaða- manninn Brown, sem seldi blað- inu Dajly Majl Ijóð eitt úr syrpu, sem hann hafði heitið að' fá í hendur vini Pasternaks, bókaverði við Tolstoj-safnið í Paris. Þegar Pastemak frétti þetta fór hann hörðum orðum um menn eins og Brown, sem reyndu að nota nafn sitt í eig- inhagsmunaskyni og til áróðurs. Kvað hann auðsætt hvað fyrir brezka blaðamanninum vakti með því að birta einmitt þetta Ijóð, úr stórri syrpu margskonar Ijóða hefðj hann valið það sem bölsýnast væri og gefið því frá eigin brjósti nafnið „Nóbelsverð- launin“. Rílösútgjöld Vestur-Þý/.kalands eru alls 30.100 milljónir marka. Af þeirri upphæð renna 15.700 milljónir, 40 |af hundraði, til hervæðingar. Fyrir skömmu var hleypt af stokkunum í skipa- smiðastöðinitl Stiilclíen í Hamborg fyrstu freigátunni, sem smíðuð hefur verið í Þýzkalandi siðan stríði lauk. Þetta er fyrsta herskipið af lieilum flokki. Tveir drengir, átta og tíu ára, látnir lausir vegna mótmæla víða um heim Yfirvöldin í bandaríska fylkinu North Carolina hafa séð að sér og látið lausa tvo drengi, annan átta ára og hinn tíu ára, sem sendir voru í ungmennafangelsi fyrir að kyssa sjö ára gamla telpu. Eldri drengurinn heitir Jimmy Thompson og sá yngri David Simpson. Þeir voru teknir frá mæðrum sínum, sem báðar eru einstæðar, með lögregluvaldi 29. október í haust og lokaðir inni eins og stórhættulegir afbrota- menn. Kynþáttahatrið „Sök“ drengjanna var að þeir höfðu í leik með öðrum börnum kysst sjö ára gamla leiksystur sína. Slíkt getur haft örlaga- ríkar afleiðingar í för með sér í Monroe í North Carolina. Drengirnir eru nefnilega báðir svertingjar en telpan sem þeir kysstu var livít. Móðir telpunnar kærði dreng- ina þegar í stað og dómstól- arnir litu afbrot þeirra mjög alvarlegum augum. Án máls- rannsóknar og án réttarhalda úrskurðaði dómarinn (auðvitað hvítur) að þessir skálkar skyldu sitja í uppeMisfangelsi fyrir afbrotaunglinga um ó- ákveðinn tíma. Framfarafélag hörundsdökks fólks í Bandaríkjunum tók mál drengjanna að sér, en varð í fyrstu ekkert ágengt. Urskurð- ur dómarans í Monroe var stað- festur allt upp í Hæstarétt North Carolina, Walter John- ston hæstaréttandómari taldi auðsætt að náungar af þessu tagi væru stórhættulegir um- hverfi sínu og ættu hvergi heima nema bakvið lás og loku. 1 síðustu viku var þó dóm- inum hrundið og börnunum sleppt úr haldi. Ástæðan er að meðferðin á þeim var orðin al- þjóðlegt hneyksli. Hvar sem sem fregnin um fangelsun drengjanna hefur birzt, hefur mótmælum rignt yfir sendiráð Bandaríkjanna. Sömuleiðis hafa Eisenhower Bandaríkjaforseta og Hodges fylkisstjóra í Lousi- ana borizt tugþúsundir bréfa, þar sem skorað var á þá að beita valdi sínu til að hindra að líf tveggja barna væri eyði- lagt af staurblinidu kynþátta- hatri. .Nýr flokkur í Danmörku í síðustu viku var stofnaður í Danmörku nýr stjórnmála- flokkur, Sósíalistiski þjóðflokk- urinn. Formaður hans er Axel Larsen, sem lengi var formaður Kommúnistaflokks Danmerkur, en var vikið úr honum í fyrra. Stofnfundur nýja flokksins var haldinn eftir að rúmlega 15.000 kjósendur höfðu skorað á Larsen að sitja áfram á þingi. í stjórnmálaályktun stofnfund- arins segir, að flokkurinn starfi á grundvelli marxismans og muni vinna að einingu danskrar verkalýðshreyfingar. Auk Larsens sitja meðal ann- arra í stjórn flokksins Willy Brauer, formaður prentarafél. í Kaupmannahöfn, rithöfundur- inn Kai Moltke og prófessor Morten Lange. Meðal stofnenda flokksins er prófessor Mogens Fog er um tíma sat á þingi i Kaupmannahöfn fyrir kommún- ista.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.