Þjóðviljinn - 25.02.1959, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 25. febrúar 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (9
Það er skammt stórra frétta
á milli frá Handknattleiks-
samb. Islands, því að varla
er þornuð prentsvertan er
sagði frá landskeppni karla
í þremur Norðurlandanna, og
'fréttir berast um að enn
standi fyrir dyrum landsleik-
ur í handknattleik, þar sem
ísland komi til með að keppa
við sömu lönd, en nú í
kvennaflokki.
Þessar fréttir hafði stjórn
handknattleikssambandsins að
flytja fréttamönnum í fyrradag,
er hún boðaði þá til viðtals.
Hafði Ásbjörn Sigurjónsson orð
fyrir stjórninni, og skýrði frá
því að það hefði verið ákveðið
að taka þátt í Norðurlanda-
Stanley Eldon
keppni kvenna, sem fram fer í
Þrándheimi í Noregi dagnna 19.
til 21. júní. Þar verða hin Norð-
urlöndin með, nema Finnland
sem ekki sendir flokk að þessu
sinni.
Þetta er í annað sinn sem Ts-
land sendir lið í Norðurlanda-
meistaramót í handknattleik
kvenna. í fyrsta sinn var tekið
þátt í móti þessu 1956 en þá fór
það fram í Ilelsinki í Finnlandi.
Leikirnir í það sinn fóru þann-
ig að ísland vann Finna með
6:5 og er það fyrsti landsleikur
í handknattleik sem vinnst af
íslenzku liði. Hinum leikjunum
tapaði ísland, fyrir Noregi 9:3,
Danmörku 11:2 og Svíþjóð
12:3.
Á leið sinni til Helsinki háði
íiðið landsléik vð Norðmenn og
fóru leikar fram á Bistlet. Var
hann einnig tap en ekki svo al-
varlegt, 10:7.
HAFA ÆFT SÍÐAN
í NÓVEMBER
Á fundinum voru og formaður
landsl-iðsnefndar, Valgeir Ár-
sælsson, og þjálfarinn, Frímann
Gunnlaugsson, sem lika er í
landsliðsnefnd.
Lögðu þeir fram lista yfir 21
stúlku (þær eru raunar nokkrar
giftar og hafa um heimili að
hugsa og börn; heill sé þeim!)
sem voru valdar í nóvember í
Finnskir skíða-
menn utilokaðir
Tveir af frægustu skíðamönn-
um Finnlands, þeir Arto Tiain-
en og Ero Kolemainen, voru ný-
lega útilokaðir frá keppni í 10
daga. Var það skíðasamband
Finnlands sem það gerði. Máttu
þeir byrja aftur á fimmtudag-
inn var, eða daginn áður en
finnska meistarakeppnin á skíð-
um byrjaði.
Ástæðan til útilokunar þessar-
ar var sú, að þeir höfðu brotið
reglur skíðasambandsins um það
að skíðamaður má ekki taka
þátt í keppni tvo daga í röð, á
stöðum utan héraðsins sem þeir
eiga heima í.
Bezti árangur Breta í frjáls-
um íþróttum 1958
vetur og hafa þær æft síðan
einu sinni í viku í íþróttahúsi
Vals. Hefur æfingasókn stúlkn-
anna verið með þeim ágætum að
á betra verður ekki kosið, upp-
lýslu þeir félagar. Sögðu þeir að
bráðlega yrði æfingatímin'n
lengdur um helming, þetta eina
kvöld. Það er miðað við að æf-
ing þessi komi sem aukaæfing
og að stúlkumar æfi eftir sem
áður með félögum sinum.
LIÐIÐ MUN STERKARA
EN 1956?
Þegar þeir félag'ar voru spurð-
ir um styrk liðsins í samanburði
við iið það sem fór til Finnlands,
sögðu þeir að ástæða væri til
að ætla að það væri sterkara.
í þeim hópi sem valinn hefði
verið til æfinga væru 8 sem
hefðu verið með í Finnlandsferð-
inni, og á þeim tíma sem siðan
er liðinn hafa þær fengið mikla
og dýrmæta reynslu.
Leikið verður á stórum völlum
eða 20x40 m, og reynir það meira
á þol og kunnáttu en litlu vell-
irnir.
Tekna fyrir ferð þessa verður
aflað eins og þegar piltarnir fóru
með leikjum og happdrætti og
fleii-u, og svo greiða þær úr eig-
in vasa það sem á vantar.
Fararstjórar hafa verið kjörn-
ir í ferð þessa þeir Rúnar
Bjamason og Axel Einarsson.
Verður flogið til Osló. Norð-
menn annast hópinn meðan hann
er í Noregi, en farið verður heim
um Kaupmannahöfn og með
skipi þaðan.
Stúlkur þær sem valdar hafa
verið til æfinga eru frá 7 }é-
lögum, og er ein þeirra frá ísa-
firði. Annars eru 7 frá KR, 6
frá Ármanni, 3 frá Fram, 2 frá
Þrótti og frá Val og Víking eru
ein frá hvoru félagi.
Endanlega verða svo valdar 15
til fararinnar.
Bretar hafa um fjölda ára
átt góða frjálsíþróttamenn og
áriega koma fram menn sem
vekja heimsathyg'i. Sérstak-
lega þó í hlaupum og í kúlu-
varpi, en þar eru þeir að nálg-
ast 18 metra.
Hér fer á eftir skrá yfir
bezta mann Breta í hverri grein
á árinu 1958.
100 m Peter Radford 10,3
200 — P. Radford 20,8
400 — J. Wrighton 46.3
800 — B. Hewson 1.47.0
1500 — B. Hewson 3.40.8
5000 — St. Eldon 13.50.4
10.000 — St. Eldon 29.02.8
110 — grind. Hildreth 14.4
400 ------ Goduge 51.3
3000 — hindrunarhlaup Eric
Shirley 8.51.0
Hástökk Crowford Fairbrother
2.01
Stangarstökk G. Elliott 4.30
Langstökk K Wilmshurst 7.28
Þrístökk K. Wilmshurst 15.40
Kúluvarp Arthur Rowe 17.96
Kringlukast G. Carr 52.37
Sleggjukaat M. Ellis 59.10
Spjótkast Colin Smith 70,02
Þýzkt skautamet
sett í Alma Ata
Austarþýzkt skautafólk var ný-
lega í heimsókn í háfjallaskauta-
"brautinni í Alma Ata í Sovét-
ríkjunum og voru við það tæki-
færi sett 6 ný met.
Gúnther Tilch hljóp 500 m á
42,9 sek. sem er met og átti hann
sjálfur eldra metið, 43,5. Helm-
uth Kuhnert bætti einnig met
sitt á 1000 m úr 1,30,0 í 1, 28,3.
f kvennahlaupunum setti Helga
Haase met á 500 m á tímanum
47,3 sek. og á 1000 m á 1,37,7.
1500 m hljóp hún á 2,37,4. Sov-
ézka stúlkan Tamara Rykova
vann 500 m á 45,7 og 1500 m á
2,30,2..
1 Sovétrílíjunum er áriega emt tii meistaramóts í svokallaðri
listleikfimi kvenna. Myndin var tekin á síðustu meistara-
keppninni í vetur og sýnir flokk félagsins Trud sem hlaut
önnur verðlaun í flokkakeppninni.
SUNDFRÉTTIR
Trúlofunarhringir, Steinhringir
Hálsmen, 14 og 18 kt. gull
Bandarísk stúlka af sænskum
ættum, Chris von Saltza að
nafni, sem á heima í Santa
Clara í Kaliforníu, náði mjög
góðum tíma í sundi á 55 jarda
braut nýlega. Hún synti 220
jarda á 2,16,0 og bætti þar með
eigið met um 1,1 sek. sem er
aðeins 1,3 frá heimsmeti Dawn
Fraser frá Ástralíu. Á 440 jörd-
um náði hún 4,50,4 mín. og kom
með þeim árangri nærri beztu
sundkonum Ástralíu Lorraine
Crapp, sem á 4,48,5 mín. og Xlse
Konrads á 4,48,4.
Saltza þessi og önnur stúlka
af finnskum ættum, Sylvia
Ruuska, fara í þessum mánuði
til Ástralíu og keppa þar við
Fraser Crapp og Ilse Konrads.
Taka þær m. a. þátt í áströlsku
meistarakeppninni í Hobart.
Frá Brisbane kemur frétt um
unga efnilega sundmenn, sem
ekki eru sérlega þekktir. Seytján
ára unglingur, Warwick Webster
að nafni, synti 100 m á 56,6 sek.
og í öðru sæti var sænskur
„innflytjandi“ Peter Ericson á
57,2. Búizt var við að þriðji
unglingurinn mundi láta til sín
taka á móti þessu, hann hafði
synt áður á 57,4 sek. en hann
var dæmdur úr leik í undanrás.
í Bremen var nýlega sundmót
og náðist þar mjög góður ár-
angur í sundlaug sem er með
25 m braut. Bezti tíminn á 400
m var 4.46.4 mín. og átti það
Larsson frá Danmörku. 100 m
baksundið vann Frakkinn
Christophe á 1.02.5 mínútum.
Tékki vann 200 m flugsundið
á 2.22.0; hann heitir Pzadirek.
4x100 m f jórsund kvenna vann
hollenzka stúlkan Robben á
5.00.3. 400 m skriðsund kvenna
vann Koster á 4.57.0 min. og
þrjár næstu í sundinu voru all-
Auglýsið í
Þjéðviljanum
ar frá Hollandi. 200 m bringu-
sund kvenna vann þýzka stúlk-
an Urselmann á 2.45,9 (met).
Daginn eftir hélt mótið á-
fram og þá synti Þjóðverjinn
Baumann 100 m á 56,5 sek. og
Baumann vann einnig 200 m á
2,06,8 mín. 200 m bringusund
vann Tröger á nýju þýzku meti,
2,36,8. Pzadirek vann líka 100
m flugsundið á 1,02,2. í 4x100
m fjórsundi voru á sama tíma
Bremen og Búdapest á timan-
um 4,22,3 mín., og var það
þýzkt met hjá sveit Bremen.
100 m skriðsund kvenna vahn
Gastelaars frá Hollandi • á
1,03,7 mín. Urselmann vann 100
m bringusund kvenna á 1,18,7
mín. sem var met, og 100 m
flugsund vann Voorbij Holland
á 1.11,7.
Hollenzk stúlka vann einnig
100 m baksund á 1,12,3 mín.
og heitir hún Dobber.
ísknattleikslið
vann Sví-
þjóð ineð 14:1
Eins og frá var sagt um dag-
inn, er ísknattleikslið Kanada
sem leika á á H.M. í ísknattleik
í Tékkóslóvakíu í byrjun næsta
mánaðar, komið til Norðurlanda
og mun leika þar nokkra leiki.
Fyrsta leikinn léku Kanada-
mennimir í Noregi og unnu
5:2 og næsti lejkur fór fram í
Karlstad i Svíþjóð og var keppt
við úrval úr 6 félögum, sem talið
er að nálgast landsliðið. Fóru
leikar þannig að eftir tvo fyrri
leikhlutana gtóðu leikar 11:0
(7:0 og 4:0) en í leikslok stóðu
mörkin 14:1. í leik þessum not-
uðu Kanadamenn A-framlínu
sína sem ekki var með í Noregi
og segja sérfræðingar að það
hafi verið sannkölluð A-lína, því
að leikur sá sem þeir sýndu var
frábær. Þess má geta að kanad-
íska liðið er einstakt félag
heitir McFarlands.