Þjóðviljinn - 25.02.1959, Blaðsíða 12
ing útflutnlngsins sl. árrösklega
37 millj. kr. meirf en innf lutningsins
Alls nam innflufningurinn 1958 nœr 1406
millj., en útflufningurinn um 1069 millj.
Samkvæmt nýútkomnum Hagtíðindum fluttu íslendingar
inn vörur á síðasta ári fyrir 1405 millj. 946 þús. kr., en út-
flutningur íslenzkra afurða nam á sama tíma 1069 millj.
144 þús. kr. Samsvarandi tölur fyrir árið 1957 voru: Inn-
flutningur 1361 millj. 705 þús. kr. og útflutningur 987 millj.
602 þús. kr.
Eins og sjá má af þessum
tölum liefur innflutningurinn á
érinu 1958 aukizt um 44 millj.
241- þús kr., en útflutningur-
inn um 81 millj. 542 þús kr.
Hins vegar hefur innflutning-
urinn 1958 verið 336 millj. 802
þús. kr meiri en útflutningur-
inn, en érið 1957 var mismun-
urinn á inn- og útflutningi
374 millj. 103 þús. kr. eða
37 millj. og 301 þús. kr. meiri
en í fyrra.
Viðskiptin við einstök lönd
■ Á árinu 1958 skiptu Islend-
ingar mest við Sovétríkin. Inn-
flutningur þaðan nam 244
millj. 510 þús. kr. (278 m.
451 þ.) og útflutningurinn til
þeirra 176 millj. 249 þús. kr.
(212 m. 947 þ.). Tölurnar í
svigunum sýna inn- og út-
flutninginn 1957. Næst í röð
inni voru Bandaríkin. Frá þeim
fluttum við inn fyrir 193 millj.
491 þús. kr. (181 m. 231 þ.)
og til þeirra fyrir 133 millj.
034 þús. kr. (90 m. 798 þús.).
Önnur mestu innflutnings-
löndin voru þessi: Bretland
150 millj. 332 þús. kr. (158 m.
151 iþús.), Danmörk 134 millj.
742 þús. kr. (95 m. 048 þ.),
V-Þýzkaland 131 millj. 845
þús. kr. (104 m. 208 þ.),
Tékkóslóvakía 107 millj. 168
þús. kr. (75 millj. 120 þús.
kr.), Finnland 66 millj. 512
þús. kr. (63 m. 406 þ.), A-
Þýzkaland 64 millj. 111 þús.
kr. (61 m. 397 þ.).
Helztu löndin, sem flutt var
út til, önnur en Sovétríkin og
Bandaríkin voru: V-Þýzkaland
112 millj. 570 þús. kr. (84 m.
483 þ.), A-Þýzkaland 81 millj.
761 þús. kr. (43 m. 992 þ.),
Bretland 81 millj. 104 þús. kr.
(93 m. 237 þ.), Tékkóslóvakía
73 millj. 061 þús. kr. (56 m.
677 þ.), Svíþjóð 55 millj. 977
þús. kr. (46 m. 353 þ.).
Aukin viðskipti
Heildarviðskiptin, inn- og út-
flutningur, hafa aukizt mest
á árinu við V-Þýzkaland, innfl.
um 27 millj. 637 þús. Ikr. og
útfl. um 28 millj. 087 þús.
kr. Þá koma Bandaríkin, innfl.
þaðan hefur aukizt um 42
millj. 236 þús. kr., en útfl.
þangað um 12 millj. 260 þús.
kr. Þriðja í röðinni er Tékkó-
slóvakía með 32 miilj. 048
þús. kr. aukningu á innfl. það-
an og 16 millj. 384 þús. kr.
aukningu á útfl. þangað. Litlu
minni er aukningini á viðskipt-
unum við Danmörku og A-
Þýzkaland.
Um inn- og útflutning ein
stakra vörutegunda á árinv
sem leið verður síðar getið
hér í blaðinu.
ÓÐVILflNN
Miðvikudagur 25. febrúar 1959 — 24. árgangur — 46. tölublað.
500. fyndtir Hins íslenzka
prentaraféiags fgölsóttur
Hið íslenzka prentarafélag hélt 500. félagsfund sinn
sl. sunnudag'. Var fundurinn haldinn 1 Framsóknar-
húsinu við Fríkirkjuveg og' var mjög fjölsóttur.
I fundarbyrjun minntist for-
maður félagsins, Magnús Ást-
marsson, sjómannanna sem fór-
ust með b.v. Júlí og v.s. Her-
móði, en síðan var samþykkt að
félagið legði 5000 kr. í hina al-
mennu söfnun til stuðnings að-
standendum þeirra er fórust.
Iíeppa rnn skák-
meistaratitil
Reykjavíkur
Enda þótt enn sé ólokið
nokkrum skákum úr níundu og
síðustu umferð í meistaraflokki
á Skákþingi Reykjavíkur, er nú
Ijóst hverjir keppa munu um
meistaratitilinn.
Eins og kunnugt er var
meistaraflokki skipt í tvo riðla
og keppa þrír þeir efstu úr
hvorum riðli til úrslita. I A-
liði eru það Stefán Briem sem
hefur hlotið vinning, Ingi
R. Jóhannsson 7 vinninga og
biðskák og Arinbjörn Guð-
mundsson 6j/2 vinning. Úr B-
riðli komast í úrslitakeppnina
Benóný Benediktsson sem hlot-
ið hefur 6 vinninga, Jón Þor-
steinsson einnig með 6 vinninga
og Jónas Þorvaldsson með 5V2
vinning.
Einstæð samþykkt í sögu verkalýðssamtakanna
Framsób biðnr EmO ú Jtalda
fasf vil meiri kanplæbkanir
Verkakvennafélagið Framsókn hélt aðalfund sinn s. 1.
sunnudag. Fundur þessi gerði þá samþykkt — sem er
einstæð í sögu nokkurra verkalýðssamtaka, að skora
á ríkisstjóm Alþýðuflokksins sem Sjálfstæðisflokkurinn
myndaði, að „halda fast“ við þá stefnu að lækka kaupið!
Þjóðviljinn hefur fengið eft-
irfarandi frá Verkakvennafélag-
inu Framsókn:
Formaður félagsins frú Jó-
hanna Egilsdóttir flutti skýrslu
félagsstjómar og kom m.a. fram
í henni að kaup félagskvenna
hefði hækkað tvisvar á sl. ári,
samkvæmt samningum við at-
vinnurekendur.
Fyrri kauphækkunin tók gildi
3. ágúst, og hækkuðu þá allir
taxtar um 6%, en eftir að Dags-
brún hafði samið um kauphækk-
un í okt. sl. fór félagsstjómin
þess á leit við atvinnurekendur
að fá samsvarandi hækkun án
uppsagnar samninga.
Eftir nokkrar viðræður féll-
ust vinnuveitendur á að hækka
taxtann samsvarandi þeirri
hækkun sem verkamenn höfðu
fengið og tók sú hækkun gildi
19. okt. s.l.
Við samningagerð félagsins um
kaup og kjör félagskvenna, er
taka mánaðarkaup hjá Mjálkur-
stöðinni og Bæ j arþvottahúsinu
náðist fram sú kjarabót m. a.
að eftir tveggja ára samfellt
starf hækkar kaupið um 5%.
Þegar löggjöf var sett á s.i.
vori um dýrtíðarráðstafanir, þar
sem lögboðin var 5—7% launa-
hækkun þá var reynt að fá
nokkra launahækkun til þeirra
lægst launuðu, þ.e. að fá nokkuð
dregið á karlmennina og þannig
fengust þessi 7% til kvenna, sem
lögin ákváðu.
Þá vakti hún athygli á lög-
gjöf þeirri, sem sett var um
uppsagnarfresti og veikinda-
réttindi verkafólks.
Loks ræddi hún nokkuð um
nýjustu aðgerðir ríkisstjórnar-
innar í efnahagsmálum, og lagði
stjórnin fram svofellda tillögu,
sem að loknum umræðum var
samþykkt einróma:
„Forseti Aiþýðusambandsins
lagði þær upplýsingar fyrir síð-
asta þing Alþýðusambandsins að
verðbólga og vaxandi dýrtíð
Framh. á 3. síðu
Þjófótti
kéngurinn
Ein af. i>ersónunum í
barnaleikritmu „Undraglerj-
unum“ eftir Óskar Kjartans-
son, sem frumsýnt verður í
Þjóðleikhúsinu kl. 6 síðdegis
á morgun, er þjófótti kóng-
urinn. Valdimar Ilelgason
leikur kónginn og sést hann
hér á myndinni, sem tekin
var á æfingu um helgina.
Stjórn Félags
blikksmiða endur-
kjörin
Félag blikksmiða hélt aðal-
fund sinn e.l. laugardag. Stjórn
félagsins var öll endurkjörin,
en hana skipa: Magnús Magn-
ússon formaður, Bjarni Helga-
son ritari, Ólafur Á. Jóhannes-
son gjaHkeri. I varastjórn
voru kjörnir: Jón Rögnvaldsson
og Einar Finnbogason.
Skálholtsbækurnar 4 seldusi í gær fyrir
Fimmtán jwsnnd og fimm bundruð k
Skálholtsbókin frá 1688 — fjórar bækur bundnar
saman — seldist fyrir 15500.00 kr. á uppboði Sigurðar
Benediktssonar í gær.
Auk þessa boös var óvenjumikið líf í tuskunum á
uppboöinu, þótt kannske sé ekki hægt að segja að
uppboðstiyll i ng'ur hafi gripið um stg — almennt.
Hér eru nokkur dæmi: tíma-
ritin Perlur og Rauðir pennar
fóru hvort um sig fyrir 500
krónur. Ársrit Skógræþtarfé-
lagsins (allt) fór fyrir 510 kr.,
og ýmis lítt merkileg tímarit,
fóru fyrir hlutfallslega hærra
verð. Fuglatal Benedikts Grön-
dals, smárit, fyrir 210 kr., —-
fyrsta útgáfa af Ljóðmælum
Jónasar Hallgrímssonar árituð
af Brynjólfi Péturssyni seldist
fyrir 1050.00 kr., Ferðabók
Þorvaldar Thoroddsen seldist
nú fyrir 1850.00 kr. — en verð-
ið hefur stundum skipt nokkr-
um þúsundum, svo sá markað-
ur virðist eenn mettur. Orða-
bók Sigfúsar Blöndals, fyrsta
útg. í alskinni, fór nú fyrir að-
eins 550.00 kr. —- en „Grútar“-
biblían (titilblaðslaus) seldist
á 160.00 kr. Norðurfari Gísla
Brynjólfssonar fór á 975 kr.
og „Eðlisútmálun manneskjunn-
ar“, géfin út á Leirá, seldist á
800.00 kr. — Guðhræddur mað-
ur keypti „Heilagra manna
sögur“ fyrir 550.00 kr. — auk
allmargra annarra guðsorða-
bóka er hafa fátt sér til ágætis
annað en ellina — og veri menn
svo með ásakanir um að „guðs-
orð“ eé fyrirlitið í landinu! —
Nokkrar sögur Laxnéss seldust
nú á „hálfvirði“, þ.e. 650 kr.
en hafa hæst farið á 3 þús. kr.
Öður einyrkjans seldist fyrir
500.00 krónur.
— Auk þess er áður segir
um Skálholtsbækurnar þá mun
sá maður er mest keypti hafa
,á þessu uppboði keypt fyrir eitt-
hvað á sjötta þúsund krónur.
Magnús Ástmarsson flutti
þessu næst ávarp og minntist
hinna merku tímamóta í sögu
H.I.P., en síðan las ritari fé-
lagsins Árni Guðlaugsson,
fyrstu fundargerðina frá 4.
apríl 1897. Þá fluttu fjórir
heiðursfélagar ávörp. Jón Árna-
son, sá eini af stofnendum Hins
íslenzka prentarafélags sem enn
lifir, talaði fyrstur, en síðan
þrír fyrrverandi formenn fé-
lagsins: Ágúst Jósefsson, Ein-
ar Hermannsson og Hallbjörn
Halldórsson.
Ellert Magnússon, varafor-
maður H.I.P., tilkynnti að fé-
lagsstjómin hefði ákveðið i til-
efni af 70 ára afmæli Hall-
björns Halldórssonar á s.l. ári
að láta gera málverk af hon-
um og var það afhjúpað á fund-
inum. Þá skýrði Björgvin Bene-
diktsson prentari frá því, að
samstarfsmenn Magnúsar H.
Jónssonar, sem um langt skeið
var einn af forystumönnum
H.I.P., hefðu látið gera málverk
af honum og var það afhent
félaginu að gjöf.
I fundarlok drukku fundar-
menn kaffi Lboði félagsins og
flutti þá Hannibal Valdimars-
son, forseti Alþýðusambands Is-
lanids, ávarp. Síðan vár kvik-
myndasýning og m.a. sýnd
mynd frá ferð prentara til
Hóla 1940.
Fyrirtœki heiti
ísl. nöfnum
Frumvörp ílutt á Alþingi
um það mál
Gunnlaugur Þórðarson hefur
tekið sæti á Alþingi í fjarveru
Péturs Péturssonar. Ilefur
Gunnlaugur þegar flutt tvö
frumvörp og miða bæði að því
að skylda eigendur fyrirtækja
á Islandi til þess að láta fyrir-
tækin bera íslenzk nöfn.
1 greinargerð frumvarpsine
vitnar flutningsmaður í nöfn
eins og City Hotel á fyrirhug-
uðu hóteli hér í bæ og Lido,
sem er „baðstaður í Feneyjum,
Orðið er ítalskt og merkir sand-
rif“. Sem fylgiskjal hirtir
Gunnlaugur útvarpsþátt er Árni
Böðvarsson flutti nýlega um
málspjöll af völdum elíkra
nafngifta.
Sósíalistafélag Akraness
heklur skemmtifund fyrir fé-
laga og gesti í Baðstoíunni
kl. 9 í kvöld, miðvikudag.
Dagskrá: Upplestur.
Ferðaminningar frá
Póllandi.
Félagsvist.
Skemmtinefndin.