Þjóðviljinn - 18.03.1959, Blaðsíða 12
Grivas fagnað sem þjóðhetju
við komuna til Grikklands
Fór huldu höfði í fjögur ár er hann
stjórnaði EOKA-samtökunum á Kýpur
Grivas, foringi EOKA-samtakanna á Kýpur kom til
Aþenu í gær frá Kýpur og var honinn fagnað sem þjóð-
hetju af miklum mannfjölda. Var mikið um dýrðir í
borginni og fánar blöktu hvarvetna. Kona Grivasar og
Averoff utanríkisráðherra Grikklands voru meðal þeirra
sem tóku á móti honum á flugvellinum.
Borgarstjórinn. og erkibisk-
upinn í Aþenu tóku einnig. á
móti Grivasi og skömmu síðar
boðaði Karamanlis forsætisráð-
lierra hann á sinn fund.
Útvarpið í Aiþenu skýrði frá
því að Grivas hefði afhent
'borgarstjóranum í Aþenu
skrín, sem hafði að geyma
mold frá Kýpur, vætta blóði
fallihna Kýpurbúa.
Makarios erkibiskup var á
meðal þeirra sem kvöddu Griv-
as er hann hélt frá Kýpur.
Grivas birtist opinberlega í
fyrsta sinn í fjögur ár skömmu
Þriðja innbrotið
Yrá því í baust
Aðfaranótt sl. sunnudags
v(ar brotizt inn í verzlunina
Ölduna í Hafnarfirði.
Þetta er þriðja innbrotið í
verzlun þessa frá því á sl.
ihausti, fyrst var brotizt þar
inn í september, aftur í nóv-
ember og nú aðfaranótt
sunnudagsins. f þessu inn-
broti var stolið 17 „kartonum"
af sígarettum, 60 pökkum af
súkkulaði, 1 kassa af stórum
vindlum og 5 pökkum af smá-
vindlum.
í irmbrotinu í vetur hafði
verið brotin rúða í hurðinni
og var því settur járnhleri svo
ekki væri hægt að opna þann-
ig og nú var brotin rúða á
foúðinni sjálfri.
Skarst í andliti
við árekstur
3ja bifreiða
Á ellefta tímanum í gær-
kvöldi rákust þrjár bifreiðir
saman á mótum Nóatúns ag
Borgartúns. Talið er að árekst-
urinn hafi orðið af völdum ís-
ingar. Einn maður, Kristján
Jónsson, Baugsvegi 17, skarst
töluvert í andliti af völdum
rúðubrota, og var hann fluttur
í Slysavarðstofuna. Það voru
tvær fólksbifreiðar og ein
sendiferðabifreið er lentu í á-
rekstrinum.
áður en hann hélt til Aþenu.
Kom liann þá út úr húsi einu
í úthverfi Nikosiu. Þrátt fyrir
ákaflegar tilraunir Breta, hafði
þeim dkki tekizt að hafa hend-
ur í hári skæruliðaforingjans
öll þau fjögur ár, sem hann
stjórnaði EOKA-félagsskapn-
um.
Áður en Grivas flaug frá
Kýpur átti hann tal við nán-
ustu viní sína og gríska blaða-
nenn. Hann kvaðst ekki vera
óvinur Breta, en þeir hefðu
gert mikið til þess að valda
sér reiði. Hann skoraði á
vinstri. og hægrisinnaða Kýp-
urbúa að taka höndum saman
til þess að vinna landi sínu
sem mest gagn.
Sehna Lagerlöf
Sœnskar kvik-
myndir sýndh
ar í
Tvær sænskar kvikmyndir
verða sýndar í 1. kennslustofu
Háskólans í kvöld. Önnur er ný
litmynd um ævi grasafræðings-
ins Carl von Linné. Hin kvik-
myndin var samin í fyrra í
tilefni af 100 ára afmæli skáld-
konunnar Selmu Lagerlöf.
Kvikmyndasýningin hefst kl.
8.30 og er öllum heimill ókeypis
aðgangur.
þlÓÐVIUINN
Miðvikudagur 18. marz 1959 — 24. árgangur — 64. tölufotað.
byggt við Skúíatorg og Borgartin
Verkamannafél. Dagsbrún hefur fyrir sitt leytí sam-
þykkt að skipta á lóö félagsins við Skólavöröutorg og lóö
viö Skúlatún og Borgartún. — Lóöin við Skúlatún er all-
miklu stærri og því heppilegxi undir Dagsbrúnarhús.
Formaður Dagsbrúnar, Hann- máli, lagði fram uppdrætti af
Franski kommmústafl. fékk
flest atkvæði í kosningunum
Hin nýja kosningalöggjöf kom í veg fyrir
lýðræðislega skiptingu fulltrúa
Franska innanríkismálaráðu-
neytið hefur birt lokaniður-
stöðurnar varðandi skiptingu
fulltrúa í nýafstöðnum bæjar-
og sveitarstjórnarkosningum í
Frakklandi.
Kommúnistaflokkurinn fékk
20454 sæti í bæjar. og sveit-
arstjórnum, Sósíaldemókrata -
flokkurinn 52145 sæti, Gaull-
istar (UNR) 22253 sæti, MRP-
flokkurinn 22347 sæti og ó-
háðir 169140.
Enda þótt Kommúnistaflokk-
urinn fengi fleiri atkvæði í
þessum kosningum en í síð-
ustu bæjarstjórnarkosningum
árið 1953, fá þeir nú miklu
færri sæti í bæjar- og sveita-
stjórnum en síðast vegna hinna
illræmdu nýju kosningalög-
gjafar de Gaulles.
Áður voru viðhafðar hlut-
fallskosningar í öllum kjör-
dæmum í bæjar. og sveitar-
stjórnaricosningunum, en núna
aðeins í stærstu borgunum.
Atkvæðatölurnar í kosning-
unum voru ekki birtar í
skýrslu ráðuneytisins, en þær
einar gefa til kynna raun-
verulegt fylgi flokkanna með-
al þjóðarinnar. Kommúnista-
flokkurinn kom sem stærsti
flokkur Frakkiands út úr þess-
um kosningum eins og undan-
farið.
es M. Stephensen skýrði frá
þessu á framhaldsaðalfundi
Dagsbrúnar í fyrrakvöld.
Bæjarstjórnin veitti Dagsbrún
lóðina við Skólavörðutorg þegar
félagið átti 50 ára afmæli, en
lóðamálið hafði verið á döfinni
um mörg ár áður. Við Skóla-
vörðutorgið hefðu engin bíla-
s+æði fylgt Dagsbrúnarhúsinu,
og auk þess kom það á daginn
þegar til alvörunnar kom og
skiputagið hafði loks verið á-
kveðið, að byggja hefði þurft
húsið með inndregnum stöllum.
Hannes kvað einnig hafa verið
rætt um lóð við Kringlumýrar-
veg, en húsnefnd Dagsbrúnar,
stjórn og fjölmargir aðrir Dags-
bi-únarmenn hefðu komizt að
þeirri niðurstöðu að betra væri
að fá lóðina við Skúlatorg. Hann
lýsti einnig nánar skilyrðum
fyrir byggingu á þessari lóð, en
hún er mjög stór og rúm fyrir
bílastæði, enda gerð krafa um
það. Þarna myndi einnig verða
hægt að byggja húsið í áföngum.
Sigvaldi Thorarson arkitekt,
en bann gerði tillöguteikningar
að húsi við Skólavörðutorg ög
hefur verið ráðunautur Dags-
brúnarstjómarinnar í þessu
Bókamarkaði Máls og
menningar senn að ljúka
lóðinni við Skúlatorg og út-
skýrði hana og fyrirhugaða bygg
ingu Dagsbrúnarhússins.
Nokkrar umræður úrðu í
þessu sambandi, sem ekki er á-
sjtæða til ,að rekja að sinni. Að
loknum umræðum var eftirfar-
andi einróma samþykkt:
„Framhaldsaðalfundur Verka-
mannafél. Dagsbrúnar, hald-
inn 16. marz 1959, samþykkir að
félagið afsali sér byggingalóð
sinni við Skólavörðutorg í skipt-
um fyrir byggingalóð við Skúla-
torg norðan Boreartúns, sam-
kvæmt þeim skilmálum og upp-
dráttum, sem lagðir hafa verið
fyrir fundinn.
Fundurinn felur-stjórn og hús-
nefnd félagsins að ganga frá
nauðsynlegum samningum varð-
andi Ióðaskiptin.“
Rétt er að taka fram að lóð-
armálið er enn á viðræðustigi
milli starfsmanna' bæjarins og
húsnefndar og stjórnar Dags-
brúnar. en málið mun fljótlega
koma fyrir bæjarráð og bæjar-
étjórn, og þá væntanlega til
fullnaðarafgreiðslu.
Alþýðubandalags-
fundur að Hótel
Borgarnesi í kvöld
Fundur AlþýðiibaudalaKtSÍns í
Mýrasýslu verður lialdimi að
Bókamarkaöi Máls og menningar á Skólavöröustíg
21 fer senn aö ljúka. Bókaskrá er væntanleg og verður Hótel Borgamesi í kvöld, mið-
hún send félagsmönnum til að auövelda þeim að sjá viku<l|aginn 18. marz og hefst
hvað þá kann að vanta af útgáfubókum félagsins.
hrsteimi Pétursson ráðinn
starfsmaðnr fulltníaráðsins!
Samstjóm íhaldsins og Alþýðuflokksins í Fulltrúa-
ráði verklýðsfélaganna í Reykjavík hefur nú unnið
fyrsta afrek sitt. Hún hefur sagt upp störfum Sigurði
Guðgeirssyni, sem verið hefur starfsmaður fulltrúaráðs-
ins undanfarin tvö ár og aflað sér almenns trausts fyrir
skyldurækni og árvekni í staifi. íhald og hægri kratar
telja auðsjáanlega að þeirra eiginleika sé nú ekki leng-
ur þörf, þvi í staðinn hefur verið ráðinn Þorsteinn Pét-
uússon, og mun hann hafa tekið til starfa í gær.
Full ástæða er fyrir verklýðsfélögin í Reykjavík að
spyrja stjóm Fulltrúaráðsins, hvernig á þessari á-
ikvörðun standi. Eru ekki ýms verkefni brýnni hjá
verklýðshreyfingunni en slíkur pólitískur eltingaleikur ?
Félagsmenn þurfa að bregða
við þegar þeir hafa fengið fé-
lagaskrána að ná í þær þækur
sem þeim leikur hugur á, eða
ef þeir geta ekki komið að
panta eftir skránni, en óðum
gengur nú á ýmsar útgáfubæk-
ur félagsins.
Áttu Ijóð þeirra?
Á markaðnum em m.a. þess-
ar ljóðabækur: Ljóðasafn Guð-
mundar Böðvarssonar, Ljóða-
safn Jóhannesar úr Kötlum og
þær ljóðabækur sem út hafa
komið eftir að ljóðasafnið var
gefið út. Bækur Jóns úr Vör:
Með hljóðstaf og Með örvalaus-
um boga. Stolnar etundir eftir
Halldór Helgason. Um veðrið
og fleira eftir Ólaf Jóhann Sig-
urðsson. Skrifað í vindinn, eft-
ir Jón Óskar og einnig bók
hans: Mitt andlit og þitt. Og
síðast en ekki sízt: Ljóð frá
ýmsum löndum, úrval úr þýð-
ingum Magnúsar Ásgeirssonar.
Tvær ófáanlegar
Á markaðnum eru bækur
Bryn jólfs B jarnasonar: Forn
og ný vandamál og Ráðgátan
mikla. Eins eru Veturnótta-
kyrrur Jónasar Árnasonar fá-
anlegar þarna enn — en varla
lengi — en fyrri bækur hans:
Fólk og Sjór og menn eru
alveg þrotnar.
Skáldsögur —- Ferðabækur.
Af skáldsögum má nefna
sagnabálk Jóhannesar úr Kötl-
um: Dauðsmannsey, Siglingin
Framhald á 3. síðu
marz
hann klukkan 8,30.
Á fundinum verður raett um
stjórnmálaviðhorfið og undir-
búning alþingiskosninganna.
Lúðvík Jósepsson alþingismað-
ur mætir á fundinum og flyt-
ur framsöguræðu um dagskrár-
málin.
Þesg er vænzt að stu'ðnings-
menn Alþýðubandalagsins í
Mýrasýslu fjölmenni á fund-
inn.
Sovétríkin og Ástralía taka npp
stjórnmálasamband að nýju
Stjórnir Sovétríkjanna og Ástralíu hafa gert meö sér
samning þar sem ákveðiö er að tekiö skuli upp stjórn-
málasamband milli ríkjanna áö nýju, en þaö Tofnaöi
fyrir fjórum árum.
Þeir Nikolaj Ferjupin varaut-
anríkisráðherra Sovétríkjanna
og Casey utanríkisráðherra
Ástralíu ræddu við fréttamenn í
gær í þessu tilefni
Samningaumræður um málið
hafa staðið f nokkrar vikur og
tók Menzis forsætisráðherra
Ástralíu þátt í þeim umræðum
auk áðurgreindra ráðherra.
Ferjupin sagði á blaðamanna-
fundinum að Sovétstjómin fagn-
aði því mjög að eðlilegt stjórn-
málasamband yrði nú tekið upp
að nýju milli ríkjanna og skoð-
aði það sem skref í þá átt að
binda endi á kalda stríðið.
Casey lét mjög svipuð orð falla
fyrir hönd ríkiss.tjórnar sinnar,
og kvað umræðurnar hafa farið
mjög vingjarnlega fram.