Þjóðviljinn - 18.03.1959, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagnr 18. marz 1959
------ ÚPtMl
OSHÐ O/D MIPO oaf/
^LUipimUU,
Vi3 vegamót’
FramhaM af 7. síðu
köllun né verið stærra í snið-
um en yfirstandandi öld. Ó-
neitanlega öld óttans, en um
leið öld ómælanlegra mögu-
leika.
Það sem mestu varðar á
næstunni er, hversu til tekst
um hugkvæmni og hugmynda-
auðgi mannkj'nsins i heild í
leit þess að lausn hinna
mörgu vandamála, sem ör-
lögum ráða. En um árangur
þeirrar leitar getur brugðið
til heggja vona.
Margir leggja mikið upp
' úr óttanum. Telja, að hræðsl-
an við tortímingu muni
nægja til þess að aftra mann-
kyninu frá því að æða í
glötunina.
Og ekki skortir efni til þess
að draga upp dökka og ægi-
lega mynd af ófriði og eyði-
leggingu til stuðnings þessu
sjónarmiði.
En nægir óttinn einn til
þess að aftra mannkyninu
frá því að ganga veginn til
glötunar?
Væri ekki vænlegra til
árangurs að draga fram og
benda á þá möguleika já-
kvæðs eðlis, sem kjarnorku-
öldin hefur í sér fólgna?
Því skyldu ekki heilir
skarar vísindamanna og sér-
fræðinga setjast við að draga
upp bjarta og jafnframt .á-
reiðanlega og rannhæfa mynd
af möguleikum á uppbygg-
ingu nýs heims, sem skapa
mætti með tilkomu kjarnork-
unnar. Einkunnarorð slíkrar
myndar mættu gjarnar vera:
Sjá, þannig ef oss í dag
fært að gjöra oss jörðina
undirgefna.
Mynd þessi, með öllum sín-
um ævintýrablæ, yrði jafn-
framt að vera þannig úr
garði gerð, að hún stæðist
gagnrýni, eins og um væri að
ræða tilboð í meiri liáttar
mannvirki, og mætti raunar
líta svo á, að hér væri um
tilboð að ræða, sem lagt væri
fram fyrir alheim, en að til-
boðinu stæði hinn öflugasti
og traustasti aðili: Tækni og
vísindi nútímans.
Ættum vér nú ekki, menn
tækni og visinda í öllum lönd-
um heims, að leggja á það
megináherzlu, að með einum
eða öðrum hætti verði því
til leiðar komið, að úrval
tækni- og vísindamenn taki
sér fyrir hendur að draga
upp hugmyndariss, er sýni
öllum iheiminum í stórum
en skýrum dráttum, hvernig
heimkynnj megi búa mann-
kyni öllu á þessari jörð, þeg-
ar tillit er tekið til allra
þeirra möguleika, sem mann-
kynið hefur nú yfir að ráða.
Ættum vér ekki að telja það
skyldu vora að leggja fram
vorn skerf til þess að koma
í veg fyrir, að heimurinn á
þessum mikilvægu tímamót-
um velji í blindni um hinar
öriagaríku leiðir, sem fram-
undan eru ? Er það ekki
skylda vor að sýna fólki
hvarvetna á jörðinni skýra
mynd einnig af hinu bjartara
hlutskipti, sem bíða kann
allra, í skjóli nútímatækni og
-visinda, ef mannkynið ber
gæfu til þess að velja rétt?
Á boðstólum höfum vér
að vísu enga paradís á jörðu.
Aðeins sæmilega vistarveru
öllum mönnum. En jafnvel
það á enn langt i land víða
um heim.
Engri kynslóð hafa nokkni
sinni áður staðið opnir slíkir
möguleikar sem nú. Aldrei
áður hefði raunsæjum mönn-
um með ábyrgðartilfinningu
verið kleift að draga upp og
ábyrgjast gildi jafnglæsilegr-
ar framtíðarmyndar.
Sú glæsilega framtíðarmynd,
sem hér um ræðir, hefur jafn-
framt I sér fólgið ómetanlegt
siðferðilegt gildi. Bjartari
vonir um markvissa viðleitni
hugar og handa í þjónustu
mannkynsins. Þetta siðferði-
lega viðhorf varpar Ijósum
bjarma á hina myrku baksýn
hins verra hlutskiptis.
Það mætti hugsa sér eftir-
farandi lokaþátt í sjónleik,
þar sem aðalsviðið væri jörð-
in, og áhorfandinn væri ein-
hversstaðar úti í himingeimn-
um: Umhverfis jörðina í
rústum, þar sem geislavirkni
hefur eytt öllu, sem einu sinni
var líf, sveima nokkrir ein-
manalegir gervimánar. Hin
lífvana jörð ber vitni auðnu-
leysi mannanna, sem einu
sinni áttu þar iheimkynni —
og gervitunglin, sem sveima
eftir brautum sínum, mynda
einskonar sigurboga til minja«
um frábæra — en misnotaða
— tækniþekkingu og snilli
jarðarbúa.
Tjaldið fellur. Harmleikn-
um er lokið.
En mannkynið óskar ekki
eftir slíkum lokaþætti. Það
óskar eftir þvi, að örvænt-
ing snúist 'í nýja von, að
eigi verði lokaþáttur heldur
Eftirtektarverð sýning
Framhald af 4, síðu
málarans og ber teiknikunn-
áttu hans órækt vitni.
Vel og kunnáttusamlega gerð-
ar eru nokkrar temperalita-
myndir frá ítaliu (71-81), lík-
lega allar gerðar um sama leyti.
Mann grunar þó, að þetta sé
ekki eimnitt sá stílþ sem Kára
hentar bezt. Hann nær betri
og frumlegri árangri í mynd-
um þeim sem áður voru
nefndar.
Sérkerinilegar eru myndirn-
ar „Mosi“ (11), „Staksteinar“
(17) og „Septembermorgunn11
(24), einfaldar svipmyndir
úr náttúrunni og þekkar á
að horfa, þó að þær sýni hver
um sig aðeins ofurlítinn blett
mosagróins svarðar. „Vor“
(53) er þessum myndum eigi
óáþekk. 1 henni er vorleg
grænka, en þessari vorhygð er
gjörspillt með aukaformum,
sem ekki er sýnilegt, að hafi
neinn sérstakan tilgang. Svip-
að á sér stað um fjölda ann-
arra mynda, sem þarna eru,
og oft í ennþá ríkara mæli.
Mikið af þeim má víst kalla
nokkurs konar athuganir á
yfirborðsáferð landsins. Mál-
arinn tekur sér til fyrirmynd-
ar lítinn flöt grassvarðar,
hrauns, mels eða moldarbarðs
og gerir að uppistöðu í mynd.
Þetta er í sjálfu sér ágæt og
einkar skemmtileg hugmynd,
sem Kári ætti að geta gert
sér miklu meira úr en þarna
hefur tekizt. Flestar þessara
mynda verða í rauninni að
hálfgerðum óskapnaði fyrir þá
sök að reynt er að teygja og
toga þessar eðlilegu jarðvegs-'
myndanir út í alls kyns ónátt-
úrleg og lífvana abstrakt-
form. Mynd eins og „Klofn-
ing“ (46) verður til dæmis
lítils verð sem listaverk þrátt
fyrir kunnáttusamlegt hand-
bragð, vegna þess að tengslin
við náttúruna, sem myndin er
sýnilega upp úr sprottin,
verða þar ekki nógu sannfær-
andi, en formin hins vegar
allt of handahófs'eg til þess
að geta út af fyrir sig veitt
listmæta fullnægingu. Svipuðu
máli gegnir um „Urð og grjót“
(57), „Haust“ (1), „Terra“
(3) og margar fleiri myndir.
1 myndum eins og „Fantasíu“
(60) eru öll tengsl við nátt-
una úr sögunni, að því er séð
verður. Þetta eru í raun og
veru algerar „abstraktíónir“,
lieldur ófróðJegar á að horfa
og ruglingslegar í formum, þó
að þær beri vitni um meiri
leikni í meðferð pentils en
reglustikumálverk þau, sem
vér höfum átt að venjast hér
í seinni tíð. Þessar og þvítim-
líkar myndir kunna að hafa
haft persónulegt gildi fyrir
málarann, sem nokkurs kon-
ar æfingariss, en þær eiga
lítið erindi á opinbera mynida-
sýningu.
— Það, sem gerir þessa
sýningu Kára Eiríkssonar svo
lærdómsríka, er fyrst og
ný byrjun.
Vér, sem höfum helgað
störf vor tækni og vísindum,
höfum hlotið þá skyldu og
köllun að sýna ‘heiminum hið
fvrirheitna takmark, sem
veitir lifinu tilgang. Vér erum
þess megnugir að hefja upp
merkið, sem glætt getur von-
ir um nýja dagrenning.
fremstþað, hversu hún leiðir
manni tiltakanlega skýrt fyr-
ir sjónir gæðamun náttúru-
mynda og abstraktmynda eins
og sama málara. Þegar Kári
leyfir ásköpuðu listamannseðli
sínu að fara sinna ferða, nær
hann að skapa falleg og sér-
kennileg listaverk, sem marg-
ur ágætismálari gæti verið
fullsæmdur af, þó að eldri
væri í hettunni, en þegar
hann fér lengra en góðu hófi
gegnir í því að gjalda tízk-
unni tollinn, þá er eins og
honum vilji ekki verða neitt
úr sínum góðu hæfileikum.
Það má skilja, að ófrjó ab-
strakt-stefna verði þrautaleníd-
ing margra þeirra, sem ekki
hafa hæfileika til annars, og
hafa þó líka hæfileikamenn
stundum orðið henni að bráð.
Kári þarf áreiðanlega ekki
á þessari þrautalendingu
að halda, því að hann hefur
neistann í sér. Og beztu myníd-
ir hans sýna líka og sanna,
að hægt er að vera nútíma-
legur í myndgerð án þess að
útskúfa sjálfu hinu lifanda lífi
úr listaverkinu.
Það, sem ég átti við, er ég
fullyrti í upphafi, að þessi
ungi málari ætti sigur vísan,
ef hann reyndist sjálfum sér
trúr, var einmitt það, að hon-
um myndi vel farnast, ef
hann gætti þess ávallt að
hlusta eftir og hlýða hinni
hljóðlátu rödd listeðlisins í
brjósti sér, en láta hávaða-
hróp tízkustefnunnar sem
vind um eyru þjóta.
Björn Franzson.
KjördæmamáliS
Framhald af 6. síðu
ingur um það að ný kjördæma-
skipun þurfi ,að tryggja full-
komlega áhrif strjálbýlu hérað-
anna á alþingi og landstjóm —
aðeins ekki það að Framsókn-
armenn í þeim héruðum fái
alræðisvald!
Hvað segja vinstrisinnað-
ir menn um afturhalds-
tillögurnar
Innan Framsóknarflokksins
eru sem kunnugt er til vinstri-
sinnaðir, frjálslyndir menn. Ó-
gæfa flokksins er hins vegar
sú að þessi vinstrisinnuðu öfl
hafa eftki fengið að ráða neinu
heldur hefur hægrisinnuð klíka
undir forustu Eysteins Jóns-
sonar og með peningavald SIS
að bakhjarli ráðið lögum og
lofum. Það var hægri klíkan
sem algerlega neitaði að semja
við verklýðsflokkana um kjör-
dæmamálið í tíð fyrrverandi
stjórnar þvert ofan í hátíðleg
loforð sín, og sú skammsýni olli
mönnum miklum áhyggjum á
flokksþingi Framsóknarflokks-
ins. En í stað þess að flokks-
fuJltrúar lærðu af reynslunni,
hefur hægri klíkan auðsjáan-
lega verið látin vaða uppi á
flokksþinginu með svo fráleita
afturhaldsstefnu að sJíks eru
fá dæmi, og birtist það gleggst
í hinum einstæðu tillögum um
kjördæmamálið. Er ekki kom-
inn tíma til að vinstrisinnaðir
menn sem fylgt hafa Fram-
sókn að málum læri af þessari
reynslu?