Þjóðviljinn - 11.04.1959, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 11.04.1959, Qupperneq 6
ÞJÓÐVILJTNÍs — Laugardagnr 11. april 1959 þJÓDVILJINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson íáb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Eysteinn Þorvaldsson, Guðmundur Vigfússon,, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður V. Friðþjófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- greiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 30 á mánuði. — Lausasöluverö kr. 2. Er það nokkur furða? fveim mönnum sem stofnuðu Alþýðuflokkinn og háðu hina liörðustu baráttu í önd- verðu fyrir vexti hans og við- gangi, myndi hafa þótt það fráleitur og fáránlegur spá-< iómur að hagsmunasamtök auðmanna og atvinnurekenda aettu eftir að mynda og efla ríkisstjórn leiðtoga Alþýðu- flokksins og verja hana eins og votan sekk. En jafnvel ninir fáránlegustu spádómar geta rætzt þegar menn missa sjónar á hugsjónum sínum og fara í staðinn að elta völd, auð og metorð. Sú stjórn sem nú situr við völd er mynduð af Sjálfstæðisflokkn- nm í þágu auðmanna og at- /innure'kenda, og íhaldið get- ar ekki hugsað sér neitt á- •ijósanlegra fyrirkomulag. Þessi ríkisstjórn gerir allt sem ihaldið kærir sig um að gert sé, en hinir rau.iverulegu valdamenn, leiðtogar Sjálf- stæðisflokksins fela sig á bak- við hana. Fíflunum er sem sé att á foraðið, og siðan ætla Jlafur Thors og féiagar hans ið stikla yfir þá án þess að óhreinka sig. ¥ Tm síðustu áramót þótti atvinnurekendum og auð- nönnum tímabært að lækka kaup verkafólks. Þeir skipuðu nkisstjórn Alþýðuflokksins fyrir verkum, og ekki stóð á iilýðni hennar; ráðherrar Al- lýðuflokksins fóru í kaup- .imslag hvers einasta laun- pega og hirtu þaðan sjöunda nluta. Og nú segja leiðtogar Sjálfstæðisflokksins; við höf- im sannarlega enga forustu im það að skerða kjör al- mennings. Það var tillaga rík- sstjórnarinnar, og hver væn- r flokkinn sem kennir sig við alþýðuna og stofnaður var jafnhliða Alþýðusambandi Islandg um að gera annað en pað sem alþýðusamtökunum er fyrir beztu? Jafnhliða því sem kaupið var lækkað þótti íhaldsstjórn- . nni í Reykjavík tímabært að íækka álögurnar á bæjarbúa, smáar og stórar, allt frá mndlaugagjöldum til útsvara. Þeir sendu beiðni um þetta til ríkisstjórnarinnar, og ekki stóð á ráðherrunum að heim- .la það að meira væri hirt úr umslögum launþega í Reykjavík. Og þegar bæjar- vfirvöldin eru kölluð til á- oyrgðar svara þau með því að óenda á ríkisstjórn Alþýðu- fiokksins; hún taldi það sjáif- sagða ráðstöfun að gjöldin nækkuðu á sama tíma og taupið lækkaði. Y” msir atvinnurekendur hafa ekki látið sér það nægja að hirða þann stórfellda hagn- að sem leiddi af kaupskerð- ingunni, heldur hafa þeir krafizt þess af ríkisstjórninni að fá enn meira í sinn hlut. Og e'kki stóð á ráðherrum Alþýðuflokksins. Þannig hafa þeir þegar afhent útgerðar- mönnum og fiskframleiðend- um hátt í 100 milljónir króna •fram yfir það sem þeir höfðu á s.l. ári, þrátt fyrir kaup- lækkunina sem er mjög veiga- mikill liður einmitt hjá þess- um aðilum. Alla þessa fúlgu verður almenningur auðvitað að greiða af sínu skerta kaupi. Sama er að segja um ýmsa þá atvinnurekendur sem selja vinnu sveina; þeir fóru fram á að álag þeirra yrði hækk- að — og ríkisstjórn flo'kks- ins sem kennir sig við alþýð- una lét ekki á sér standa. Nú seinast hafa ríkustu og að- gangshörðustu auðfélög lands- ins — olíuhringarnir — kraf- izt þess að fá að auka gróða sinn um 6—7 milljónir kr. á ári, og ríkisstjórn Alþýðu - flokksins sagði þeim að hækka benzínverðið um 5%; hverju máli skiptir það þótt ferða- lög og fargjöld og ýmsar aðr- ar vörur hæ'kkuðu að sama skapi. Það er ekki ónýtt fyrir alla þessa atvinnurekendur að geta vísað til þess að þeir hafi í raun og veru ekki ráð- ið neinu; það hafi verið rík- isstjórn Alþýðuflokksins sem tekið hafi ákvörðun um öll þessi atriði af hinni alkunnu umb"'— sinni fvrir kjörum verkafólks, ’ ’[f 1,’JiÖ.l:. 61 ¥^að er því sannarlega tákn- * rænt að það skuli enn gerast, þegar „hrein Alþýðu- flokksstjórn" er á íslandi, Alþýðuflokksmaður í emb- ætti menntamálaráðherra og Alþýðuflokksmaður formað- ur útvarpsráðs, að verk- lýðssamtökunum er neitað um dagskrá í ríkisútvarpinu á hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí. Öll önnur félagssamtök skulu hafa greiðustu leið inn í útvarp ríkisins, kristileg stúdentafélög og átthagafélög og hernaðarfélög og reið- mannafélög — aðeins ekki þau samtök sem Alþýðuflokkurinn var upphaflega stofnaður til þess að efla og venda og voru óaðskiljanlegur hluti hans um áratuga skeið. Alþýðuflokks- menn í ráðherrastóli — og lalþýðan rænd bæði kaupi, samningsfrelsi og málfrelsi í útvarpi ríkisstjórnarinnar; er no'kkur furða þótt hagsmuna- samtö'k atvinnurekenda séu ánægð og telji þessa stjórn þá beztu og hagkvæmustu sem setið geti við völd? Malcolm Muggeridge stýr- ir einhverjum hvassasta penna í brezkri blaða- mennsku. Á yngri ár- um var hann fréttaritari I brezkra bíaða víða um heim, á stríðsárunum starf- aði hann í leyniþjónustu f hersins, eftir stríðið var hann valinn til að biása nýju lífi í hið aldurhnigna gamanblað „Punch“. Eftir að liafa skilað því verki með sóma gerðist Muggeridge sjónvarpsmað- ur og hlaut miklar vinsæld- ir, en var útilokaður frá útvarpi og sjónvarpi brezka ríkisins, fyrir grein um brezku hirðina, þar sem ekki þótti skrifað um Elísau betu drottningu af tilhlýði- legum undirdánugheitum. í vetur fylgdi Muggeridge Eisenlimver og Dulles á fundi æðstu manna í Cíenf 1956. Dauðir menn við slvii Malcolm Muggeridge lýsir Bandarikjasfiórn Macinillan forsætisráðherra á ferðum hans til Moskva og Washington, og hér fer á eftir meginhluti greinar sem liann skrifaði í „New Statesman“ eftir heimkom- una úr síðara ferðalaginu. ¥ íkiega hefur ekkert stórveldi ■*-* í sögunni búið við jafn steindauða ríkisstjórn og þá sem nú situr í Bandaríkjunum. Þar amar fleira að en krank- leiki tveggja helztu mannanna — Eisenhowers forseta og Johns Fosters Duliesar. Burtséð frá því að annar er kominn að fótum fram og hinn liggur fyr- ir dauðanum, er ríkisstjórnin sjálf naumast starfhæf. Rikis- stjórnin, sem þeir eru svo við- eigandi tákn fyrir, er búin að vera, enda t>ótt hún verði að lafa að nafninu til í tvö ár enn. Þetta dapurlega ástand var sýnt á áhrifamikinn hátt í sjónvarpi. fyrst mannlaust herbergi í sjúkrahúsi, svo kem- ur Duiles inn frá vinstri í slopp og Eisenhower' og Mac- milian á móti honum frá hægri. Eg hef aldrei séð ó- hugnanlegri sýningu. ¥»etta þýðir auðvitað ekki, að sjá’f ríkisstjórn Eisenhow- ers sé óvinsæl. Flestir sérfræð- ingar eru á einu máli um, að éf gamli forsetavesalingurinn þeirra. sem alltaf er að slá útí fyrir, byði sig fram á ný (en það hvorki vill hann né getur af stjórnlagaástæðum) gæti hann gert séð góðar vonir um að ná endurkosningu. Góðleg og flatneskjuieg kyrrstöðu- stefnan sem hann er fulltrúi fyrir á með öðrum orðum vel við marga Bandaríkjamenri. Meðvitað eða ómeðvitað hafa þeir veður af öflum sem stuðla að upplausn og breytingum, og þeir viija leiða þau hjá sér. Þeir eru eins og maður i köldu baði, sem hefur mesta til- hneigingu tij að forðast allar hreyfingar. É g horfði á Eisenhower í sjónvarpi rétt áður en Mac- millan kom. Hann liktist mest góðlátlegum, gömlum með- hjáipara, sem þylur bænina svo meinleysislega og áherzlu- laust, að jafnvel orð um reiði guðs og dag dómsins missa öll áhrif. Hann fékkst við orðin -í setningunum frekar en merk- ingu þeirra. Áreynslan sem fylgdi því einu að lesa virtist krefjast allrar orku hans, svo að engin var afgangs til að bera fram né svo mikið sem gera sér grein fyrir merking- unni. Þetta var átakanleg en aumkunarverð frammistaða. Með hana til hliðsjónar efast ég um, að Eisenhower hafi haft nema ól.iósa hugmynd um það sem Macmillan var að segia lionum þegar beir hittust í Camo David Ó’íklegt er að Maemillan hafi tekjð eftir bví þótt svo hafi verið. Höfuð- borgaflakk af því tagi sem hann hefur stundað udd á síð- kastið á það til að koma stjórn- málamönnum í sæluvímu. . . IJurtséð frá einstöku tiigangs- ** lausum kippum, eins og því að senda landgöngusveitir til Líbanon, hafa Bandaríkin . undir stjórn Eisenhowers ekki átt neitt frumkvæði neinsstað- ar um nokkurn hlut. Bílarnir og steikurnar hafa stækkað og stækkað, fjárveitingar til aðstoðar við önnur lönd hafa einhvernveginn verið herjaðar út úr þinginu og peningarnir sendir rétta boðlejð til sömu, gömlu viðskiptavinanna. Væn- um skerf af þjóðartekjunum liefur verið fleygt í landher, flota og flugher og varið til að efla kjarnorkumátt Bandaríkj- anna, að svö miklu leyti sem þessar stofnanir höfðu krafta til slíks eftir rifrildið um skiptingu fjárveitingarinnar. Bandaríkjn hafa sofið undir stjórn Eisenhowers; að vísu hafa óhrjáleg en skámmvinn martröð M’cCarthyismlans og fyrirboðar kjarnorkustríðs raskað ró þeirra; en þau hafa sofið, náttlampinn hefur varp- að þægilegri skímu og gömlu fóstrurnar tvær hafa vakað, önnur þeirra, Eisenhower, dott- að sjálf öðru hvoru, en hin, Dulles, sífellt vakað yfir skjól- stæðing sínum. ¥|etta er ástæðan til að líkleg brottför Dullesar af stjóm- máiasviðinu hefur orðið slíkt áfall, meira að segja fyrir þá Bandaríkjamenn, sem bann- syngja hann fyrir hvernig hann hefur haldið á bandarísk- um utanríkismálum. Hann er allt og sumt sem þeir hafa. Skoðanir hans kunna að vera þröngsýnislegar og rangar, en enginn maður annar í ríkis- stjórninni hefur nokkra einustu skoðun. Það er skelfilegt að hugsa til þess, ef Eisenhower þarf að mæta Krústjoff á fundi æðstu manna. Hann er hreinlega enginn maður til þess. Það mátti þó alltaf treysta því að Dulles yrði þrár. Hann myndi sitja við sinn keip. Sannfæring haiis um að kommúnisminn sé vélabrögð djöfulsins og það sé hlutskipti Bandaríkjanna að þáu nái ekki fram að ganga. er ei"s sterk og sannfæring Krúst.joffs um að múrar auðvaldsskioulagsins hljóli að hrynja og bað sé hlut- skipti Rússlands að feúa þá. Mönnum finnst að forsétinn verði alveg sannfæringarlaus, ef Dulles er ekki viðstaddur til að dæla henni í hann. ¥ji’átt fyrir þetta algera tóm á æðstu stöðum, verður varf órólegs titrings í óæðri lim- um. Til dæmis virðist banda- rískt méhntalíf vera að vakna af nokkurra ára móki. Þar að auki hafa margir gömlu púls- hestanna í þinghúsinu horfið og í þeirra stað komið ný og iífleg andlit. Að mínu áliti er ITubert Humphrey öldunga- deildarmaður þeirra athyglis- verðastur. . . Hvort sem nokkr- ar líkur eru á því eða ekki að Humhrey takist að ná útnefn- ingu í forsetaframboð fyrir demókrata að tveim árum liðn- Framhald á 10. síðii.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.