Þjóðviljinn - 11.04.1959, Qupperneq 7
Laugardagur 11. apríl 1959 — ÞJÓÐVILJINN -— (7
Vill íslenzka þjóðin
sökkva x djixpið?
Helgi. Hjörvar á snjallt og
athyglisvert greinarkom í
Morgunblaðinu 7. þ. m. þar
sem hann talar um hina nýju
yíjrtungu á íslandi. Eftir að
hai’a rætt um hin niðurlægj-
andi áhrif dönskunnar á ís-
landi fyrr á árum segir Helgi
Hjörvar:
„Sjáandi sjá þeir ekki og
heyrandi heyra þeir ekki hina
nýju yfirtungu, sem nú smýg-
ur eins og veirudrep um allar
æðar íslenzkunnar. Segja
mætti þó, eftir afmælisdag-
skrá Alantshafsbandalagsins í
útvarpinu í kvö’d: Hvað þurf-
um vér nú framar vitnanna
við? Hann guðlastar!
Sá ungi og víðförli og lærði
maour. sem aðalerindið flutti,
hann lét sig hafa það, og þjóð
sína hafa það, að halda allmik-
inn hluta erindis síns á fram-
andi tungu, hinni nýju yfir-
tungu. enskunni. Það var auð-
heynlegt að ungi maðurinn
var blásaklaus. Hann var eins
og rómverska lögrerdan á
Goigata; hann vissi ekki hvað
hann gerði. Hann lætur
danskan ráðherra tala fyrir
sig. ianga langa stund, tvisvar,
— á ensku. Hann skírskotar
sjá'Jfur elaðklakkalega til
þessarar löngu ensku, til nán-
ari ski.lningsauka fyrir íslenzk-
an aJmúga. án bess að hvða
neitt — rétt eins og enskan
væri bænarmál íslenzkra
bama. jafnvel töluð á dönsku.
Hann hefur löng ’ álvktarorð
og máJslok s.iálf á framandi
tun«u, býddi ekkert. Hann lét
dauðann mann kveðia fyrir
sie — á ensku. Hann hvarf og
dó siálfur út í enska geiminn.
Þetta er fáránlegt hnevksli,
og ætti að vera einsdæmi. En
því miður er ekki. svo með
öllu. oe væri betta út af fyr-
ir sig vert nánari athugunar,
ef tími væri til. En hvað sem
öðru líður: ræðumaðurinn
sjálfur, uppvaxandi leiðtogi
þjóðar sinnar í stjómmálum
og bókmenntum, hann framdi
mikið ódæði, í forenskuðu
sakleysi. Og — með leyfi að
segja — laust við öll stjórn-
mál, laust við heimsfrið, laust
við alþjóðleg föðurlandssvik:
enginn málsstaður er svo góð-
ur, að ekki sé svívirða að boða
hann íslenzkri þjóð á þennan
hátt.“
Hér heyrist ósvikin íslenzk
rödd, sem túlkar hina djúpu
virðingu fyrir móðurmálilnu,
sem öllum góðum og sönnum
íslendingum er í blóð borin.
Þessi rödd er svo tímabær og
hvöss aðvörun til íslenzkrar
æsku í dag, að ég gat ekki
stillt mig um að biðja Þjóð-
viljann að vekja athygli á
henni.
Hinn unei leiðtogi. sem lof-
söng svo fjálglega Atlanzhafs-
bandalaeið á 10 ára afmælis-
vöku þess í Rikisútvarpinu,
hlífði að vísu íslenzkri tungu
að nokkru með bvi að beita
enskunni, bar sem mest bótti
við burfa. t.il heiðurs afmælis-
barninu. Mörgum íslendingum
hlýt.ur að vera tregt tungu að
hræra til lofs Atlanzhafs-
bandalaeinu eins og nú horf-
ir og mun þvi vei hæfa að
Ját.nir menn séu fengnir til
sliks verkefnis enda mæli
beir á enska tungu, móðurmáli
banda’agsins. En ekki mun á-
minnst hlífð við íslenzka
iuneu veita hinum unga leið-
to«a uppreisn i augum HeJ«a
Hiörvar. né annarra góðra fs-
]endin«a heldur nýft sakar-
efni Ber bar til að sjá'fsagt
hebir binn ungi ræðumaður í
„forenskuðu sakleysi‘“ ætlað
enskunni þann hlut að varpa
sérstæðum ljóma og hátíðar-
svip á mál sitt.
Þvílíku hlutverki gegndi
dönsk tunga á íslandi þá er
vér lutum danskri mekt. En
nú er það enskan, sem smog-
ið hefur gegnum forenskað
sakleysi til þess hlutverks að
vera yfirtunga á íslandi, eins
og Helgi Hjörvar bendir svo
réttilega á.
Nú er það hin enska makt
Atlanzhafsbandalagsins, m. a.
sú, er vér sjáum daglega í ís-
lenzkri iandhelgi, sem hita
skal og því er enskan tilvalin
yfirtunga til hátíðabrigða á
afmælisdegi Atlanzhafsbanda-
lagsins.
Svo herma oss frásagnir frá
niðurlægingartímum íslands
að þá hafi þeir íslendingar,
sem mestan ljóma og lífsfögn
uð sáu í danskri konungsmakt
talað dönsku á sunnudögum.
Hvað skyldi verða langt
þangað til að einhverjum af
stjórnmálamönnum vorum
þykir tilhlýðilegt að tala
ensku um helgar eða a.m.k.
til að byrja með á afmælisdegi
Atlanzhaf.sbandalagsins: Er
ekki jafnvel sú vá fyrj.r dyr-
um, hafi liún þá ekki þegarj
náð fótfestu innan dyra, að
jafnvel stiórnmálamenn geti í
fm-enskuðu sakleysi framið
þióðskemmdir jafnvel landráð,
sak’ausir eins og börn. án
minnstu vitundar um nokkuð,
er gæti hrópað sök að þeim,
Því dýpra, sem þjóðin sekk-
Ur í saklausu andvaraleysi til
auðmýktar og niðurlægingar
því hærra og f jær henni
standa hin veraldlegu máttar-
völd og bví meiri ljóma staf-
ar frá þeim niður í diúnið.
Þá lifna aftur draumar
hinna dæmdu, ný æfintýri
verða til um kotadreng og
kóngsdóttur, og nú verður
kónesdóttjrin ensk en ekki
dönsk og enskan verður hátíða-
mál hinna nýju æfintýra, van-
máttugrar þjóðar niðri í djúp-
inu.
En vill þjóðin falla í þetta
djúp í forenskuðu sakleysi
undir herverndaðri leiðsögn
Atlanzhafsbandalagsins?
Getur áfengi og bifreiða-
akstur farið saman?
Mánudagsblaðið er af mörg-
um talið með ómerkilegustu
blöðum, sem út koma á Is-
landi. Ber þar einkum tvennt
til: 1 fyrsta lagi er það afar
óvandað að heimildum og í
öðru lagi grípur það fo.gins
hendi hverja skrípamynd,
sanna eða logna, sem það nær
í, af íslenzku þjóðlífi og þjóð-
lifsháttum. En sökum þess
að blaði þessu hefur tekizt að
fá nokkra heiðvirða þjóðfé-
lagsþegna tii að rita í það
grein og grein, tekur einstaka
maður mark á því og má því
ekki láta því líðast án mót-
mæla, að halda uppi rógi og
illmælum um það sem vel er
gert og skammlaust hefur
tekizt að framkvæma.
I blaði þessu, sem út kom
6. auríl s.l. er grein um á-
fengi og bifreiðaakstur. Grein-
arhöfundur er æstur og reið-
ur út í bifreiðalögin og þá
einkum vegna þess að þau
heimila e'kki akstur undir á-
hrifum áfengis. Að vísu seg-
ir hann það sjálfsagt að ekki
skuli sá fá að aka ibifreið,
sem sé áberandi drukkinn.
Hvernig hann ætlar að finna
meðalveginn vefst að vonum
fyrir honum að útskýra. Helzt
má þó skilja það svo af grein
hans að lögreglumenn eigi að
sjá það af eigin hyggjuviti
hvort viðkomandi ökumaður
sé mátulega drukkinn. Sé
hann ofdrukkinn er sjálfsagt
að taka hann úr um.ferð, en
fari hann, að dómi lögreglu-
manns, ekki yfir það mátu-
lega, r.é öllu óhætt.
Hvemig lízt nú mönnum á
röksemdafærslu sem þessa?
Á einum stað í umræddri
grein, heldur höf. því fram,
að undir vissum kringum-
stæðum, geti menn verið hæf-
ari til að aka bifreið hafi
þeir neytt áfengis. Staðhæf-
ingar þessar eru auðvitað,
eins og annað í grein þessari,
H A N N E S SIGFUSSON;
VEÐSETT MANNSLIF
Ilannes Sigfússon
Uppeldisvísindi eru nú mjög
á dagskrá. Sálfræðinga'r beita
fræðigrein sinni. til að rekja
afleiðingar til oreaka í sálar-
lífi bama og- brýna fyrir for-
eldrum mikilvægi heilbrigðs
upþeldis. En það ér fátíðara
að þeir láti sig nokkru skipta
uppéldisaðferðir stjórnarvald-
anna. Þó er hinna dýpstu
raka um harnauppeldi að leita
þar.
Siðferðilega blindur maður
er illa fær um að ala upp
börn, — um það eru sálfræð-
ingar sammála. En siðferði-
lega blindir stjórnmálamenn
með áróðursvopn blaða, út-
varps og ræðustóls á höndum
geta siðblindað lieila þjóð.
Það sannar reynslan bitur-
lega.
Hvaða fræðiorð nota sálvís-
indin um þá manngerð sem er
blind á eðli þeirra glæpaverka
sem hún fremur sjálf og vel-
ur þeim fögur nöfn sér til
réttlætingar? Og hvernig
bregðast þau við því ef slík
manngerð notar aðstöðu sína
til að rugla dómgreind heill-
ar þjóðar ?
Sálvísindin þegja.
En ég spyr sálvísindin:
Hvernig má það vera að
íslenzk þjóð, sem sjálf hefur
verið ánauðug og nýverið
lilotið frelsi, skuli vera komin
í fóstbræðralag við nýlendu-
kúgara og uppvísa böðla og
veiti þeim siðferðilegan og
beinan stuðning til óhæfu-
verka í Alsír, í Kenya, í
Njassalandi, í Rhodesíu, og til
skamms tíma á Kýpur? Ef
þjóðin væri einstaklingur og
málið kæmi fyrir dómstóla
yrði hún tvímælalaust dæmd
meðsek — og uppeldisfræðing-
um yrði sennilega falið að
kanna sálarlíf þessa siðblinda
unglings.
Að hvaða niðurstöðu mjuidu
sálvisindin komast?
Barátta fyrir lýðfrelsi,
mannréttindum, sálfsákvörð-
unarrétti þjóð — sjálf nafn-
giftin á glæpaverkunum bend-
ir til sálklofnings á háu stigi.
En þegar við bætist að þessi
unglingur hefur ekki aðeins
leyft óbótamönnum afnot af
húsi sínu gegn borgun, held-
ur einnig veðsett málstað
þeirra líf sitt í þeirri skin-
helgu trú að þar með sé hann
í hópi „krossfara Krists“; þá
er siðblindan komin á svo
hátt etig að orðið geðveilti
hlýtur að verða sálfræðingum
efst í huga.
Ef þessi síðasti áratugur
stríðsgróða og siðferðilegrar
upplausnar hefur leyft þjóð-
inni nokkurri ekynsemisglóru
er meii-a en tími til kominn
að hún beiti henni.
Herinn verður að fara. ís-
land verður að segja sig úr
Atla nzhaf sbandalaginu. ís-
lendingar verða að bjarga lífi
sínu og fraintíð undan þessu
fáránlega veði.
algjörlega út í bláinn og af
engum staðfestar, nema
nokkrum hrokafullum sjálf-
birgingum. Hitt er staðreynd
og margstaðfest r,f kunnáttu-
mönnum, að hvað lítið áfeng-
ismagn sem er gerir skynfæri
mannsins ófærari til að gegna
hlutverki sínu og um leið fara
viðbrögð og athafnir manns-
ins eftir því. Þegar svo mað-
ur, sem sljógvað hefur skyn-
færi sín með áfengisneyzlu,
sezt undir stýri á bíl sínum,
reiknar hann skakkt getu
sína og verður um leið hættu-
legur öðrum vegfarendum,
enda mjög mörg umferðarslys
því um að 'kenna að menn
voru ekki allsgáðir við starf
sitt. Um það verður því ekki
deilt, að áfengi og bifreiða-
akstur geta aldrei farið sam-
an. Og þó að óvandaðir skrif-
finnar, sem halda vilja öðru
fram, telji til þúsund dæmi
erlend máli sínu til stuðnings
í þessum efnum, þá viljum
við, íslenzkir vegfarendur
tryggja okkur gegn þeirri
hættu, sem greinarhöfundur
dýrkar og dásamar.
Það má efalaust margt að
starfi götulögreglunnar finna.
Hún er langt frá því nógu
vökul um það að umferðar-
lögum og reglum sé hlýtt.
Efalaust gæti hún og unnið
betur að því að taka úr um-
ferð þá hættulegu náungak
sem ekki treysta sér til að
aka heim til sín að dagsverki
loknu nema taka tvo „sjússa“
áður en lagt er af stað. Al-
þýða manna harmar engan
veginn þótt slíkir burgeisar,
sem eta miðdegisverð með til-
heyrandi vínum, kannski dag-
lega á fínustu veitingahúsum
bæjarins, verði að ganga heim
til sín eða taka almenoings-
vagna.
Um áróður templara í þessu
sambandi þar.f ekki að ræða.
Hann er ótviræður. Það er
hárrétt hjá greinarhöfundi
að templarar liafa komið
stórkostlega miklu til leið-
ar og speglast það meðal
annars í umferðarlögunum.
nýju varðandi ákvæðin um
neyzlu áfengis við akstur.
Það er starf og stefna templ-
ara að- koma fram til góðs
meðbræðrum sínum osr systr-
um og þar með þjóðfélaginu
i heild. Og það er að lokum
bezt að segja greinarhöfundi
það í fullri hreiiskilni, að
templarar munu halda starfi
sínu ótrauðir áfram þar til
Mánudagsblaðið telur ekki
heppilegt lesenda -:nna vegna,
að birta jafn fávislega og
frcmúrskarandi hrokafu la
grein og hér hefur verið gerð
að umtalsefni.
Stefán II. Ilalldórsson.
411ra síðasta siíin
Leikfélag Rey'kjavíkur sýnir
Alla syni mína á sunnudags-
kvöldið. Verður það 40. sýn-
ing leiksins — og sú allra
siðasta.