Þjóðviljinn - 19.04.1959, Page 10

Þjóðviljinn - 19.04.1959, Page 10
101 — ÞJÓÐVTLJINN Sunnudagur 19. apríl 1959 Spánn IL Framhald af 7. síðu vígstöðvum. En í sama mund gerðist alþýðan æ róttækari. Verkalýðssamband sósíalista hafði vaxið mjög á þessum ár- 'um: 300.000 taldi það árið 1931, en árið 1934 átti það á að skipa 1.250.000. Sveitaverkamenn voru nú fjölmennasta deild verkalýðssambandsins fal- andi tákn um mikilvægi jarð- r.æðismálsins í hinu spánska þjóðfélagi. Sósíalistaflokkur Spánar færðist einnig æ meir til vinstri undir forustu Largo Caballeros. Flokkurinn stofn- aði byltingarnefndin víðs vegar um landið og aflaði sér vopna til þess að vera við öllu búinn, ef afturhaldið mundi leggja ti 1 atlögu við lýðveldið. Allt benti til að svo mundi verða, þegar þrír menn úr Bandalagi hægri manna vor.u teknir. í ríkis- stjórnina í október 1934. Sósí- alistar og borgaralegir vinstri menn óttuðust að með slíku áframhaldi myndi lýðveldið smám saman rotna innan frá, og bjuggust til varnar. í Madrid höfðu sósíalistar við- búnað til að hefja uppreisn gegn stjórninni og ná á sitt vald hermannaskálum borgar- innar, en uppreisnin mistókst með öilu. En í Astúríu á Norð- ur-Spáni, mestu námahéruðum landsins, hervæddist verkalýð- urinn og tók völdin í sínar hendur í öllu héraðinu að heita mátti. í Astúriu höfðu sðsíal- istar, anarkistar og kommún- istar myndað með sér sam- fylkingu — Union de Hernian- os Proletarios — Samband ör- eigabræðra. Verkamenn tóku borgina Ovideo herskildi og fengu ógrynni vopna í her- gagnabúrum borgarinnar. Þeir höfðu búizt við því, að verka- menn um allan Spán mundu fara að dæmi þeirra. En þeim varð ekki að von sinni. Ríkis- stjórnin sendi márískar her- sveitir og flugvélar til Ast- úríu til að bæla niður upp- reisnina og eftir tólf daga or- Dalai Lama Framhald af 1. síðu. heimamálefni sín. í samnVgun- um sem gerðir vom við Kina 1951 hefðu Kínverjar heitir Tíb- etbúum sjálfstjórn í heimamál- efnum sínum. KTiVerjar hefðu þó haft töglin og hagldirnar um öll málefni Tíbet, sagði trúar- höfðjnginn. Árið 1955 hefðu byrjað óeirðir í einu héraði landsins og hefðu Kinverjar drepið marga munka í þeirri viðureign og sent aðra í vega- vinnu tjl Kína. Einnig hafi kl'austur orðið iyrir h(njaski. Þessar óeirðir hefðu náð há- marki 1956 og verið undanfari uppreisnarinnar í Lhasa í marz- mánuðj s.l. ustur gáfust verkamenn upp eftir hetjulega vörn, en höfðu áður falið vopn sín og komið þeim undan. Márar og hin spánska útlendirigahersveit fóru æðandi um námuhéruð Astúríu og gáfu mönnum nokkurn forsmekk af því, sem vænta mátti af yfirstétt Spán- ar er hún legði til úrslitaat- lögu við spánska lýðveldið. Þótt verkamenn Astúríu hefðu verið sigraðir þá var kjarkur þeirra óbugaður. í uppreisninni höfðu þeir kennt afls síns. En þeir höfðu verið einangraðir, spánska þjóðin ekki sinnt kalli þeirra. Þó var þeirra í rauninni sigurinn. Því sú samfylking, er hinir tvístr- uðu flokkar í Astúríu, höfðu myndað með sér, varð allri spánsku þjóðinni til fyrir- myndar rúmu ári síðar er hún reis upp til baráttu fyrir til- veru lýðveldisins. Spánska lýðveldisstjórnin hélt áfram sinni pólitísku feigðarför. Bandalag hægri manna fékk um vorið 1935 tvo menn til viðbótar í ríkisstjórn- ina, og var annar þeirra leið- toginn sjálfur, Gil Robles. Margir bjuggust nú við gagn- byltingu af hálfu afturhalds- flokkanna, en andspyrna vinstri aflanna var svo máttug, að þeir treystu sér ekki til stórræðanna fyrst í stað. í des- embermánuði krafðist Gil Robles forsætisráðherraemb- ættisjns, en Zamora forseti neitaði að verða við kröfunni, leysti upp þingið og efndi til nýrra kosninga. 3) Á þeim árum er spánska lýð- veldið barðist sjálfu sér sund- urþykkt við vaxandi samheldni afturhaldsins, festi samfylking- arhugmyndin rætur í spánskri alþýðuhreyfingu. Saga hvers líðandi dags á öndverðum fjórða áratugi aldarinnar stað- festi þann einfalda þólitíska sannleika, að sundruð alþýða fékk ekki reist rönd við hol- skeflu afturhaldsins, fasisman- um og nazismanum. Síðasta dæmið var valdataka Ilitlers í janúar 1933. Rúmu árj síðar virtist franska lýðveldið ætla að verða ofurliði borið fyrir sókn Eldkrossins, hinna frönsku fasistasamtaka. Fyrir sameiginlegt átak franskra kommúnista, sósíaldemókrata og róttækra tókst að afstýra þejrra hættu. í beim kosíiing- um sem fóru í hönd á Spáni r febrúar 1936, gafst vinstri flokkunum færi á'að sjgra fas- ismahættuna á hösluðum velli / pólitískrar baráttu. Þeir báru gæfu til að nota þetta sögulega tækifæri. f janúar 1936 sömdu hinjr sundurleitu vinstri flokk- ar Spánar um stofnun Alþýðu- fylkingar. Aðilar þessara sam- taka voru: Vinstri lýðveldis- flokkurinn undir stjórn Azana, Lýðveldisbandalagið undir stjórn Martjnez Barrio, Komm- únistaflokkurinn, Sósíalista- flokkurinn, Vinstri flokkur Kataloniu, Sósíalista- og Kom- múnistaflokkar Kataloníu og Almenna verkalýðssambandið, Anarkistár voru enn sem fyrr sjálfum sér trúir og vildu hvorki fylkja liði með öðrum né taka þátt í kosningum. En leiðtogar anarkista höfðu ekki lengur slík áhrif á fylgismenn sína og fyrr. Það kom í ljós, að óbreyttir anarkistar höfðu gengið þúsundum saman til kjörstaðar og kosið Alþýðu- fylkinguna. Úrslit kosninganna urðu mikill sigur vinstri flokk- anna og hjnnar pólitísku hug- myndar, sem fólgin var í Al- þýðufylkingunni. Samtök vinstri manna fengu 266 þing- sæti, hægri flokkamir 142 og Miðflokkurinn 66. Áhrifanna af þessum sigri mátti kenna um allan heim. Þegar mörgum virtist sem fas- isminn væri að hvolfast yfir heiminn eins og myrk nótt, lík- astur óyfirstíganlegu náttúru- afli. Þá reis spánsk alþýða upp í fullkomnu æðruleysi og bjartsýni og sýndi hverjum heilskygnum manni, að fasism- inn var því aðeins pólitískt náttúrulögmál okkar tíma, að viðnámið væri máttlaust vegna sundrungar og tvídrægni. Á þeirri stundu hafði Spánn skip- að sér í fylkingarbrjóst er bar- izt var um lýðræði og mann- frelsi í Evrópu. MÁL 0 G MENNING: Nýtt tímarit — Ný félagsbók BERFÆTLINGAR eítir ZAHARIA STANCU. Síðara bindi. Zaharia Stancu er rúmenskur rithöfundur. Skáldsaga sú er hér birtist sem félagsbók Máls og menningar er höfuðverk hans. Hann hefur einnig ritað fleiri skáldsögur og gefið út eftir sig ljóðabók, í sögu þessari styðst ihann við sína eigin ævisögu fram til þess er hann, unglingur að aldri, straúk til höfuðborgarinnar, örsnauður og fatlaður, frá hörmulegu lífi í sveitaþorpinu, fæð- ingarstað sínum, til að afla sér menntunar. Með gáfum og dugn- aði tókst honum loks, þrátt fyrir rnikla fátækt og erfiða vinnu, að ná háskólaprófi og er nú einn þekktasti rithöfundur Rúmena. Bók þessi er rituð af ihispursleysi, þekkingu og sannleiksást og iýsir ekki aðeins örlögum einstaklings heldur er um leið þjóðarsaga. Henni verður helzt jafnað til sjálfsævisögu Gorkís. Sagan er full af fróðleik um það tímabii sem hún gerist á, spennandi og atburðarik. En sérstaklega er fólki því sem við sögu kemur lýst af mikilli snilld. Lesandinn kynnist því ekki aðeins iheldur gleymir því ekki aftur. Skáldsaga þessi hefur þegar verið þýdd á yfir tuttugu tungu- mál og hvarvetna fengið ágæta dóma. Tímarit MÁLS 0G MENNINGAR Þorsteinn Valdimarsson: Til Þórber.gs Þórðarsonar sjötugs. Kristinn E. Andrésson: Ræða tii heiðurs Þórbergi Þórðarsyni. Nazim Hilanet: Um lífið. Thor Vilhjálmsson: Þátturinn af unga mannimun. Jóhann Hjálmarsson: Hetjuljóð. Brynjólfur Bjarnason: „Stökkið mikla“ í Kína. Hermann Pálsson; Þættir um mannanöfn og nafngiftir. Halldór Kiljan Ljaxness: Breytiþróun skáldsögunnar eða dauði. M. I. Stéblin-Kamenskíj: Þáttur dróttkvæða í heimshókmenntunum. Juan Ramón Jiménez: Tvö kvæði. Sigurður Jónsson frá Brún: Ljóðhönd o,g stemniur. Umsagnir um bækur. Bókin og tíinaritið liafa verið send uinboðsmönmim um land ' allt. Félagsmenn í ReykjavSi vitjl livomtveggja í BÓKABUÐ MÁLS OG MENNINGAR, Skólavörðustíg 21. Styðjið æskulýðssamband þjóðkirkjunnar Merki seld í Reykjavík, Kópavogi og Hafnlarfirði í dag. Sölu- börn. Kynnið ykkur afgreiðslustaði merkjanna í dagblöðunum. NEFNDIN.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.