Þjóðviljinn - 22.04.1959, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 22. apríl 1959
Málstaður íslands og A-bandalagið
Framhald a£ 5. siðu.
henni verða og á oftast erfitt
uppdráttar um alla virðiugu.
Fyrsta ofbeldisárás á Is-
land eftir stríð upphefst
< í brjóstvirki Atlanzliafs-
bandalagsins.
< Á 'það var minnzt á 10 ára
afmæli Atlanzhafsbandalags-
ins að vér íslendingar (þó
án þjóðaratkvæðagreiðslu
hefði mátt taka fram), hefð-
um lánað hluta af landi voru
undir herstöð til þess að
verja oss fyrir árásum og
styrkja sameiginlegar varnir
vestrænna þjóða.
Við þetta hefðu ræðumenn
okkar á 10 ára afmælinu
gjarnan mátt bæta þessu:
Islendingar hafa verið beitt-
ir ofbeldi úr óvæntri átt. Vér
vitum naumast hvort vér
megum kalla það ofbeldi úr
því það kemur ek'ki að heiman
frá sér austan járntjalds, þar
sem oss hefur verið sagt að
allt ofbeldi eigi heima. Más(ke
eru ránsveiðar Breta hér af-
brigðileg athöfn vestræns lýð-
ræðis, sem vér ekki skiljum
fyllilega. En hvað um það,<j>
utanríkismálaráðherra íslands
sagði í hástemdri útvarps-
ræðu á 10 ára afmæli Atlanz-
hafsbandalagsins, iað hann
væri fullviss um öryggi Is-
lands og góð úrslit í landhelg-
ismálinu vegna aðildar okkar
að Atlanzhafsbandalaginu og
samstöðu með Bretum þar
gegn hverskonar ofbeldi!
Það má þvi telia það nokkra
fóm af hálfu íslenzkra stjórn-
málamanna á altari vest-
ræns lýðræðis og Altanzhafs-
bandalag3ins, að þeir hafa
flestir undrazt að hapma mik..
ið tilfinningum þjóðar sinnar
í landhelgismálinu og beðið osS
fremur vægðar í auðmýkt en
réttar í krafti þjóðlegrar
sjálfsvirðingar og reisnar
feðra vorra, sem brutu erlent
ok af íslandi og skiluðu því
frjálsu í hendur okkar til
varðveizlu. Mörgum fyrir-
mönnum Islands í dag er vest-
rænt lýðræði svo ginnheil-
agt nafn að þeir hafa það
hástöfum jafnvel þótt það
birtist oss í svo torkennilegu
gervi sem' hervernduðum ráns-
veiðum í islenzkri landhelgi.
I stað þess að túlka til-
fimiingar þjóðar sinnar og
málstað hennar sem sótt er á
af erlendu ofbeldi hrópa þeir
þvi hærra upp um tilfinn-
ingar sínar fyrir Ungverja-
landi og Tíbet. Og þetta gera
þeir af lotningu og tillitssemi
við Atlanzhafsbandalagið,
sem stendur jafnlengi og trú
þjóðanna endist á yfirlýsingar
þess og fagurorðaða stefnu-
skrá.
þessu máli, telja þeir að gætu
orðið andstæðingum Atlanz ■
hafsbandalagsins til gleði og
ávinnings. Þessvegna sé betra
að bera harm íslands varlega
á torg í þessu máli og halda
öllum viðskiptum við Breta í
eðlilegu horfi eins og ekkert
hafi í s’korizt. Og til afsök-
unar þessum vinnubrögðum
færa þeir til þá trú sína, að
málið muni fá góðan endi fyr-
ir íslendinga fyrir styrk Atl-
anzhafsbandalagsins, enda
þótt málstaður IBreta, mál-
staður ofbeldisins, sé þar í
meirihlutaaðstöðu a.m.k. nú.
Ekki skal fullyrt hér um
það hvar reynsluhæf þessi
auðmjúka varfærniskenning
kann að verða, eða hvort hún
gæti orðið forskrift fyrir við-
brögð annarra smáþjóða, sem
fyrir ofbeldi verða af hálfu
sér sterkari ríkja. En hitt
mun nokkurnveginn fullvíst
að yrði þessari kenningu
framfylgt í raun af umkomu-
litlum þjóðum, þá yrði næsta
auðvelt fyrir stórveldin að
reka friðsamlega nýlendupóli-
tík. Og til staðfestingar slík-
um friði gætu þau óttalaust
að fornri venju dregið
krossfána krists og lýðræðis-
fánann að hún yfir litlum
þjóðum, sem teldu sér bezt
borgið með því að láta’ van-
mætti sinum fylgja auðmýkt
og undirgefni undir vilja hins
sterka.
En sá galli fylgir þessari
kenningu að skyti hún rótum
austan járntjalds, þá yrðu
aldrei framar uppreisnir í
Ungverjalandi eða Tíbet. En
slíkar uppreisnir hafa reynzt
mikill fjörgjafi sumum ís-
lenzkum stjórnmálamönnum
og hitað þeim sýnu meir um
hjartarætur en það þótt
Bretar, öndvegisstólpi vest-
ræns lýðræðis, beiti þjóð vora
ofbeldi.
,,Og þú líka, bróðir minn
Brútus“ segja íslenzkir stjórn-
málamenn, lofsyngja Atlanz-
hafsbandalagið því hærra sem
Islendingum sárnar meira of-
beldi Breta og hneigja sig
síðan í forenskaðri lotn-
ingu fyrir þeirri vernd, sem
vestræn stórveldi láta oss
aumum í té. Og finnst mönn-
um svo ekki vel séð fyrir
málstað íslands?
Árni Ágústsson.
Túskildingsóperan
KÚPAVOGUR
Sósíalistafélag Kópavogs.
ÁRSHÁTÍÐ
félagsins verður haldin í kvöld síðasta vetrar.
dag), í Félagsheimili Kópavogs kl. 8.30.
Dagskrá:
Ávarp: Páll G. Bjarnason, formaður félagsins.
Eftirhermur; rl Guðmundsson, leikari,
Gamanþáttur: Gunnar Eyjólfsson, Bessi Bjarnason.
Aðgöngumiðar afhentir í kvöld að Bjamhólastíg 14,
sími 14358.
Eiga Islendingar að fórna
málstað sénum til þess að
varna þeim, að Atlanzhafs-
bant^alagið bíði álitshnekki
vegna ofbeldis Bréta við
minnstu þjóð samtakanna?
Sumir leiðtogar okkar telja
þvi landhelgisdeiluna við
Breta mesta vandamál- vegna
þess hve erfitt sé að samræma
lathafnir þeirra í íslenzkri
landhelgi við stefnuskrá Atl-
anzhafsbandalagsins, sem þeir
telja að vér séum teiigdir
helgum bróðurböndum. Hörð
viðbrögð af Islands hálfu í
UNGLINGUR
óskast til blaðburðar um
Grímstaðaholt.
ÞJÓÐVILJINN
sími 17-500.
SMPAUIC.tKB RIKISIN.S
Herðubreið
austur um land til Bakkafjarð-
ar hinn 27. þ.m. Tekið á móti
flutningi til Hornafjarðar,
Djúpavíkur, Breiðdalsvíkur,
Stöðvarfjarðar, Borgarfjarðar,
Vopnafjarðar og Bakkafjarðar
í dag. Farseðlar seldir árdegis
á laugardag.
Giródany
bamavagnar nýkomnir.
Hagstætt verð.
Verzlunin HELMA,
Þórsgötu 14. Sími 11-877.
Auglýsið í
Þjóðviljanum
Framhald af 7. siðu
þekking og djúpur skilningur
að baki. Hann er hæfilega ó-
hugnanlegur í sjón og raun,
breytulegur í limaburði, við-
sjáll og verulega lymsku-
legur á svip, meinhægur
annað veifið, en að jafn-
aði napur og ónotalegur í orð-
um; svik verða ekki fundin
í mnnni leikarans. Gervið er
kostulegt og minnir helzt á
Sam frænda, og svo vel fer
honum konungsskikkja betl-
arans að það er eins og for-
tíð og nútíð renni saman í
eitt, hann hefði sómt sér vel
á dögum faróanna gömlu,
þessi aldurhnigni útfarni svíð-
ingur. Nína Sveinsióttir leik-
ur frú Peachum, en hverfur
allmjög í skugga manns 6Íns,
bezt er hún þegar gamla kon-
an rambar um sviðið dauða-
drukkin í fyrsta þætti, ósvik-
in fuglahræða. Leikurinn er
yfirleitt smekklegur og öfga-
laus og sýnir að Nína er enn
á framfaraskeiði.
Polly heitir einkadóttir
hinna alræmdu hjóna, korn-
ung og óspjölluð í upphafi
æiksins, liljan frá Soho sem
verður fantinum Macheath að
auðveldri bráð. Sigríður Haga-
lín leikur hana af ósviknum
þrótti, hún er ekki nógu
barnslega ung, en lagleg og
létt á fæti og auðsæilega
greind og hagsýn þrátt fyrir
allt sitt óstýrilæti. Hún söng
vísurnar frægu um Sjóræn-
ingja-Jenny mjög rösklega,
þó ekki nytu þær sín í öllu,^
og lilaut fyrir lof áheyrenda.
Macheath gerist auðvitað tvi-
kvænismaður ofan á allt ann-
að, hann á konu fyrir þegar
hann kvænist Polly: það er
Lucy sem Þóra Friðriksldótt-
ir leikur skýrt og skörulega,
ung og gervileg stúlka, óhefl-
uð og ósvífin í orðum og
framkomu og stígur ekki í
vitið. Harðvítug viðureign
þessarra keppinauta er veiga-
mikið atriði í leiknum, en
verður tæpast nógu fyndið í
meðförum hinna dugmiklu
leikkvenna.
Knæpu-Jenny nefnist sú af
ótal vinkonum Makka hnífs
sem svíkur hann í hendur lög-
reglunni með júdasarkossi,
skækja að atvinnu. Steinunn
Bjamadóttir er jafnvíg á söng
og leik, eðlileg og frjálsmann-
leg og túlkar með safaríkum
hætti grátt gaman ekáldsins,
og er sú sem ætla má að næst
komist anda og eðli hins lit-
ríka háðleiks. Þátttaka henn-
ar í öðrum lokasöng er til
sannrar fyrirmyndar: „Á
hverju lifa menn?“ Stallsyst-
ur hennar f jórar láta ekki sitt
eftir liggja og lýsa hinni fyr-
irlitnu stétt feimnislaust og
af meiri dirfsku en við eigum
að venjast, en þær eru Guð-
rún Ásmundsdóttir, Guðrún
Stephensen, Auróra Hall<dórs-
dóttir og loks Hólmfríður
Pálsdóttir sem vekur sérstaka
athygli — gervi hennar minn-
ir réttilega á frægar teikning-
ar snillingsins George Grosz,
samherja Brechts.
Bófunum fjórum, handbend-
um og þjónum Makka hnífs,
er líka hnittilega lýst á ýms-
an hátt, þar er Ámi Tryggva-
son fremstur í flokki, orð-
heppinn og fyndinn og hár-
viss í sinni sök. Gervi Valde-
mars Lámssonar er ágætt og
Baldur Hólmgeirsson er ærið
stórkarlalegur ásýndum og
grófur í bezta lagi, en leikur
fremur af kröftum en lagni.
Karl Guðmundsson gerir við-
rini úr sínum manni og gerír
það vel, þessi penpíulegi stiga-
maður er skemmtilega ólíkur
lagsbræðmm sínum.
Brown, hinn spiilti og fá-
ránlegi lögreglustjóri, varð
því miður ekki nógu skopleg-
ur og aðsópsmikill í höndum
Knúts Magnússonar. Leik-
arinn skilur hlutverkið rétt
og leggur sig allan fram, í*l
er oftlega stirðlegur og lítt
sannfærandi, ekki sízt í lokin,
en þá á að kveða verulega að
honum, hann á að vera stór-
kostlegur eins og rómverskur
sigurvegari. Guðmunldur Páls-
son gerir í öllu skyldu sína í
hlutverki hins mútuþæga og
gjálífa lögregluþjóns, og um
hinn sællega prest Karl Sig-
urðsson og betlarann unga
Þorstein Gunnarsson gegnir
sama máli. Steindór Hjörleifs-
son er götusöngvarinn og fer
vel með vísurnar um Makka
hníf í upphafi leiksins, hæfi-
lega sakleysislegur á yfir-
borði, en skálkur undir niðri.
Vinsældir „Túskildingsóper-
unnar“ á landi hér þarf ekki
að draga í efa — hún á eftir
að veita íslenzkum leikgestum
margar ánægjustundir, vikka
sjónhring þeirra, gera þá
reynslunni ríkari.
Á. Hj.
Ölafur
lyuojonsson
Minningarorð
I dag fer fram útför Ólafs
Guðjónssonar verkamanns,
Ránargötu 31. Ólafur var
fæddur hér í Reykjavík 12.
ágúst 1916. Hann lézt 13. þ.m.
er hann var á leið til vinnu
sinnar hjá Eimskip, en þar
vann hann frá því 1932. Ólafur
var svo laginn við verk sitt að
hann var eftirsóttur af öllum,
sem tii hans þurftu að leita.
Hann var hrókur alls fagnaðar
og átti áreiðanlega engan ó-
vildarmann. Mér er ljúft að
minnast þessa trygga og góða
vinar, sem ég þekki í 30 ár
og aldrei bar neitt á milli.
Vinur.
Skuggar
Framhald af 6. síðu
✓
minnisstæð, þrungin sársaukc
og smán, og varpa stónun og
ljótum skuggum á blessac
landið okkar.
Þessir skuggar og margii
fleiri munu þjaka islenzki
þjóðina og byrgja henni sólar
sýn gleðinnar í landi sínu, þai
til öflug samtök fólksins
feykja þeim burt. Það er míi
heitasta ósk á þessum degi
að þjóðinni auðnist sú gæfc
að finna köllun sína og máti
til að létta af íslenzka lýð
veldinu öllum skuggum, sen
nú skyggja á hamingju of.
heill landsins bama.
Sólbakka, Stokkséyri,
28. marz 1959.
Viktoría Halldórsdóttir