Þjóðviljinn - 19.06.1959, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.06.1959, Blaðsíða 9
Föstudagur 19. júní 1959 — ÞJÓÐÍVILJINN — (9 L isval Á annað þús. íþróttamenn komu fram í sýningum Það verður ekki sagt að veð- urguðimir hafi litið í náð til landsmanna, hvað snertir að njóta hátíðahaldanna 17. júní. Sumstaðar varð að af- lýsa þeinr vegna kulda, storms og jafnvel snjókomu. Hér i Reykjavík var vígsla Laugardalsvallarins einn aðal- þáttur í hátíðahöldunum, og hafði verið hafður mikill við- búnaður til að gera hana glæsilega. Fimleikasýningar stúlkna og drengja úr barnaskólum bæjar- ins og ennfremur stúlkna úr gagnfræðaskólum, Kvennaskóla Reykjavíkur og Menntaskólan- um, höfðu verið undirbúnar um nokkurt skeið. Það var því ekki efnilegt að láta fáklætt fólk út á bersvæði í þeim veðurham sem var, og í rauninni varla við þVí að búast að klæddir áhorfendur fjölmenntu út í garrann. En íþróttafólkið og áhorf- endur buðu norðannepjunni byrginn og létu hana engin áhrif á sig hafa, og nokkuð á annað þúsund íþróttafólks kom þama fram í skrúðgöngu og sýningum, og áhorfendur fjölmenntu meir en nokkru sinni fyrr til vígslu þessa glæsilega mannvirkis. Vígsluhátiðin hófst með því að fjöldi 'íþróttafólks á öllum aldri f rá íþróttafélögunum í Reykjavik gekk inn á völlinn í fríðri fylkingu undir fánum félaga sinna og í búningum þeirra, en fyrir hópnum fór fýlking skáta, sem mynduðu stóra fánaborg með 'íslenzkum fánum. Þessum fagra og fjöl- menna hóp var svo smekklega raðað umhverfis hinn fagur- græna völl, og stóð þar nokk- UKskonar heiðursvörð meðan hin fonnlega afhending vallar- ins fór fram; en á báðum lang • hliðum vallarins stóðu skátarn- ir vörð með fána sína með jöfnum millibilum. Hin formlega afhending Fyrstur tók til máls við þétta tækifæri forseti Islands herra Ásgeir Ásgeirsson. Lét harni í ljósi ánægju sína yfir því að þessum áfanga hefði verið náð. Sagði hann líka að það hyllti undir íþróttahöll og sundlaug, og að æsku Reykja- víkur væru nú búin hin beztu skilyrði tij íþróttaiðkana. Kvaðst hann vona að allt þetta yrði til þess að efla drengskap meðal æskunnar í landinu, því að ef drengskapurinn er dreg- inn frá íþróttinni, sagði for- setinn, verður berserksgangur- inn einn eftir. Hann kvað æskufólk það sem á vellinum stæði hina fegurstu sýn og það væri gleðistund að sl'íkur leikvangur væri opnaður. Þá tók til. máls formaður Laugardalsnefndar, Jóhann Hafstein. Gat hann þess að hér væri aðeins um byrjun á vígslunni að ræða, hún hélöi áfram fyrstu helgina í júlí með þátttöku erlendra iþróttamanna og íþróttamanna utan af landi. Hann kvað nefndina skila nú af sér fyrsta áfanga eða verk- efni sínu sem væri leikvangur- inn. Gat hann þess að um 10 ár væru síðan byrjað hefði verið á verkinu, og að þar hefði verið margt að vinna. Sagði hann að Almenna byggingarfélagið hefði annazt byggingarframkvæmdir á staðnum og Sigurður Thorodd- sen hefði séð um allar mælingar varðandi mannvirkið. Þá hefði Benedikt Jakobsson verið mjög til ráðuneytis. En sá maður- inn sem hefði borið mestan hita og þunga af verkinu væri Gísli Halldórsson arkitekt, sem hefði teiknað leikvanginn. Kvað Jóliann að leikvangurinn fyllti allar kröfur nútímans um leik- velli. I dag rúmar hann um 12 þúsund áhorfendur en mögu- leikar eru á að koma fyrir á- horfendasvæðum fyrir um 30 þúsund áhorféndur. Gat Jóhann þess að í mann- virki þetta væru komnar um 16,5 milljónir króna. Næsti áfángi væri útistirtd- laugin og hefði verið lagt til hennar á síðustu fjárhagsáætl- un 1,5 millj. króna og væri það ætlunin að hraða fram- kvæmdum eftir því sem hægt væri. Kvaðst hann að lo'kum vilja lýsa því sem ósk nefndar- innar að þetta mannvirki mætti verða góður grundvöllur kom- andi kynslóða æsku Reykjavík- ur og landsins alls til eflingar íþróttum. Næst tók til máls Gunnar Thoroddsen borgarstjóri og þakkaði þeim mörgu sem lagt hefðu hönd að verki þessu. Þakkaði ihann Gunnari Þor- steinssyni sem á s'ínum tíma hefði lagt fram tillögu um það að reistur yrði leikvangur og sundlaug á þessum stað. Hann þakkaði Laugardalsnefnd, bæj- arfulltrúum sem jafnan hefðu lagt máli þessu gott lið, og ennfremur fulltrúum r'íkisins sem mál þetta hefði snert. Þá kvaðst borgarstjórinn vilja þakka útsvarsgreiðendum Reykjavíkur sem möglunarlítið hefðu lagt fram fé í mannvirki þetta. Að lokum óskaði Gunnar þess að gæfa og gengi fylgdi íþróttunum um komandi ár. Menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason flutti ávarp og kvað það mikla ánægju að færa forráðamönnum íþróttamála Reykjavíkur þakkir og árnaðar- óskir. Hann kvaðst einnig óska æsku Reykjavíkur til hamingju með það að hafa eignast glæsi- legasta jþróttamannvirkið sem reist hefur verið á landi hér. Kvað hann það ánægjulegt hvað ísland hefur eignast marga afreksmenn á sviði í- þrótta; það sannaði okkur að hér býr dugmikið fólk og táp- mikið. Kvað ráðherrann það einlæga ósk sína að reykvíslc æska mætti sækja drenglyndi og heilbrigði í íþróttirnar í- þróttavöllurinn væri góður skóli, þar verða menn að læra að sigra og tapa, en það væri mikils virði í lifinu. Menn yrðu að læra að hafa vald á sjálf- um sér. Það væri einlæg ósk sín að sérhver karl og kona mættu sækja fram með trú á sjálft sig og traust á land - ið, sagði ráðherrann að lok- um. Að síðustu fiutti forseti ÍSÍ, Benedikt G. Waage ávarp og kveðjur frá stjórn ÍSÍ. Vildi hann þakka öllum þeim sem unnið hefðu að líkamsment Is- lendinga á umliðuum árum. Kvað hann framkvæmdastjórn ÍSÍ hafa ákveðið að sæma for- mann Laugardalsnefndar Jó- hann Hafstein gullmerki ÍSÍ. Hann -kvaðst álíta að nú þyrftu íþróttamenn ekki að kvarta yfir slæmri aðstöðu til íþróttaiðkana. Nú væri það undir þeim sjálfum komið hve langt þeir næðu á íþróttabraut- inni. Glæsile,gar fimleiklasýningar Fyrsta atriði sýninganna var það að 560 telpur á aldrinum 9 til 12 komu í skipulegum röðum inn á leikvanginn, sem síðan skiptust í smærri raðir við langhliðina, fjær stúkunni. Komu þær s'íðan í mörgum röðum fram á völlinn og dreifð- ust um hann allan. Vegna kuld. ans voru þær í allavega litum skjólbúningum og afsakaði stjórnandi mótsins Þoi’steinn Einarsson það að nokkru, en það var mesti óþarfi, því að þetta litskrúð setti svip á hóp- inn, þar komu líka fram sér- einkenni hvers einstaklings en hinar sameiginlegu hreyfingar bundu svo hópinn saman í heild. Var þetta mjög vel heppnað hjá hinu unga fólki. Var sýningunni stjórnað af Selmu Kristiansen, en til að- stoðar voru Elín Sigurvins- dóttir, Kristín Helgadóttir, Halldóra Friðriksdóttir, Nanna Úlfsdóttir og Ólöf Þórarins- dóttir. Undirleik annaðist Carl Billich. Þá kom sýning drengja undir stjórn Hannesar Ingibergsson- ar, en til aðstoðar voru Árni Njálsson, Einar Ólafsson og Skúli Magnússon og tókst sú sýning einnig vel. Voru það 240 drengir sem tóku þátt í þeirri sýningu. Að síðustu var sýning stúlkna 13 ára og eldri og tókst hún með afbrigðum vel og mun það bezta sem hér hefur sézt af þv'í tagi. Uppröðun hópsins ein útaf fyrir sig var í listrænum stíl og hreinir litir hennar settu líka svip á niðurröðun- ina Sjálfar æfingarnar voru skemmtilega samsettar og í þeim mikil hreyfing og til- breytni. Hafa stjórnendur þeir sem séð hafa um undirbúning hópanna unnið þarna gott verk og mikið. Sýningarnar gefa líka von'r um að méira vérði gert af því áð koma á hóp- sýningum við hátíðleg tækifæri en gert hefur verið til þessa. Það gæti líka orðið til þess að glæða áhuga fyrir fimleikum yfirleitt. Þorsteinn Einarsson lét þess l'íka getið við undir- ritaðan að það hefði verið mjög skemmtilegt að vinna með þessu unga fólki sem hefði af miklum áhuga unnið að þessu verkefni. Að síðustu var sýning bama Er íþróttainenn höfðu gengið fylktu liði inn á leikvanginn skipuðu þeir sér í röðl um- hverfis grasvöllinn einsi og myndin sýnir. — (Ljós- mynd: Sig. Guðmundsson). úr Þjóðdansafélagi Reykjavík- ur undir stjórn Mínervu Jóns- dóttur og Helgu Þórarinsdóttur. Veður hindraði góðan ár- angur í frjálsum íþróttuni Að sýningunum loknum hófst keppnin í frjálsum íþróttum. Veðurhamurinn sá fyrir þvi að árangur varð ekki góður. Eigi að s'íður er þetta mjög sögu- legt mót fyrir frjálsíþrótta- mennina þar sem þeir kepptu í fyrsta sinni á þessum nýja. leikvangi, en hann er búinu betri aðstöðu en áður var á Melavellinum, því að þar eru stökkbrautir fyrir langstökk og þrístökk á öðrum stað en stangarstökk og hástökk ÖV» að mótin eiga að geta gengið betur en áður. Nú eru lika- 6 hlaupabrautir í stað 4 sem áður var. Virðast brautir vera góðar miðað við það að þær eru allar nýjar. í 100 m hlaupinu voru þeir Valbjörn Þorláksson og Guð- jón Guðmundsson svo jafnir að mynd átti að skera úr hvor væri sigurvegari. I þetta hlaup- vantaði Hilmar Þorbjörnsson,. sem ekki fékk frí frá lögreglu- störfum ( og sama var un- Jón Pétursson). Það kom á óvart að Valbjörn. fór ekki jdir byrjunarhæöi a. 4 m, og felldi í öll þrjú skipt- in. Það kom líka mjög á óvarfc að Hafsteinn Sveinsson skyldr verða á undan Kristjáni Jó- hannssyni í 5000 m hla-upinu. Annars var árangur fyrrt daginn sem hér segir: 100 m hlaup: 1.—2. Guðjón Guðmundsscn KR 11,0. 1. —2. Valbjörn Þorláksson ’ ÍR 11,0. 3. Einar Frímannsson KK 11,1. 4. Grétar Þorsteinsson .4 11,1. 800 m lilaup; l.Svavar Markússon KR 2.03,4 2. Guðm. Hallgrimsson UIA 2,08,5. 3. Reynir Þorsteinsson KR 2,10,3. 5000 m. hlaup: l.Kristleifúr Guðbjörnsson. KK 15,43,8. Framliald á 11. síðtj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.