Þjóðviljinn - 26.06.1959, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.06.1959, Blaðsíða 5
Föstudagur 26. júni 1959 — ÞJÖÐVILJINN — (5 Sovétstjórnin bar í gær fram tillögu um svæði án kjamorkuvopna og eldflauga í Evrópulöndum viö aust- anvert Miðjarðarhaf. Sendiherrum þeirra ríkja sem hlut eiga að máli og Vestur-' veldaima þriggja var í gær af- hent orðsending um þetta efni j í utanríkisráðuneytinu í Mosk- va. Þar er lagt til að engum: kjarnorkuvopnum verði komið fyrir né eldflaugnastöðvum komið upp í Rúmeníu, Júgó- slavíu, Búlgaríu, Albaníu, Grikklandi, Tyrklandi og á Ítalíu. Gert er ráð fyrir að alþjóðlegu eftirlitskerfi verði komið á til að sjá um að samningur um þetta efni sé haldinn. í orðsendingunni segir, að fyr- irætlanir Bandarikjamanna um að koma sér upp stöðvum fyrir kjarnorkueldflaugar á Ítalíu og í Tyrklandi ógni friði og öryggi um suðaustanverða Evrópu. Þegar Krústjoff, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, var á ferð í Albaníu í vor, sagði hann að eldflauga- og kjarnorkustöðv- ftigning hindraði heimsmeistarasiag um í löndum A-bandalagsins á þessu svæði hlyti að verða svar- að í sömu mynt í löndum Var- sjárbandalagsins. Lagði hann til að Balkanskagi og löndin við Adríahaf yrðu gerð að svæði án kjarnorkuvopna og eldflauga. Sigurður Kristjánsson Ekkert varð af því að Patt- erson og Bergman kepptu um heimsmeistaratitilinn í hnefa- leikum í gær. í New York gerði úrhellis rigningu og leik- vangurinn Yankee Stadium blötnaði svo að tíu klukkutíma samfellt sóJskin þarf til að gera hann keppnishæfan á ný. Ekki er víst að unnt verði að hafa keppnina heldur í dag, því að meiri rigningu er spáð. Sigurður Kristjánsson skip- stjóri á Ármanni, einum bát- anna sem gerðir eru út frá Rifi, var afiakóngur við Breiðaíjörð og á Vestfjörðum. Var afli bátsins 954 lestir. Alls voru gerðir út 6 bátar frá Rifi í vetur og var heildar- afli þeirra 3340 lestir. Á ver- tíðinni í fyrra var afli Rifsháta 2450 lestir og voru bátarnir þá einnig 6. Hvað hef ur lækkað? Framhald af 12. síðu. mjólk er engin raunveru- leg verðlækkun, heldur er hún eingöngu framkvæmd með niðurgreiðsium úr ríkissjóði — og eins og Ólafur Thors hefur játað: ,,AlIt það fé á fólkið sjálft eítir að greiða, ýmist með nýjum sköttum eða minnkandi framkvæmdum liins opinbera í þágu al- mennings.“ Metkaupkraía frá þrem milljónusn Samband félaga verkamianna i skipasmíðaiðnaðinum í Bret- landi samþykkti í gær á árs- þingi í Eastbourne að bera fram kröfur um hækkað kaup, styttan vinnutíma og lengt or- lof til handa yfir þrem milljón- um félagsmanna. Forseti vél- smiða sagði, að þetta væri mesta kjarabótakrafa sem sam- bandið hefði nokkru sinni gert. Samninga- boð í Kerala Fylkjsstjórn kommúnjsta í Kcrala í Indlandi bauð í gær stjórnarandstöðuflokkunum vjð- ræður um ágreiningsmál, sem valda því að stjórnarandstaðan hefur beitt sér fyrir óhlýðnis- herferð til að hrekja stjómina frá völdum. Nambúdiripad for- sætisráðherra kvaðst gera þetta boð að tillögu Nehru, forsætis- ráðherra Indlands, sem er ný- kominn úr ferðalagi um Kerala. Við komuna til Delhi sagði Nehru, að hann gæti ekki fall- izt á starfsaðferðir flokks. síns í Kerala. Ilægt værj að gera út um deiluna með því að efna til nýrra kosninga, en það væri fylkisstjórnarinnar að ákveða, hvort horfið yrði að því ráði. Indlandsstjórn hefði engar fyr- irætlanir um að skipta sér af deilunni í Kerala sem stendur. Skæðtir dýrbítur í Þmgvallasveit Dýrbítur leggst nú á fé bænda í Þingvallasveit og hafa a.m.k. 20 kindur fundizt þeg- ar dauðar. Fé það sem finnst dautt er aðallega í Gjábakka- og Svartagilslandi. Smölun hef- ur ekki verið framkvæmd og óttast menn að fleira kunni að finnast þegar að er gáð. Veiði- málastjóri mun hafa farið aust- ur í gær til að athuga málið. Sýning kosninga- SJOÖS Framh. af 12. síðu. mundsson og óþekktan höf- und. Ennfremur allmargar endurprentanir, hæði eftir innlenda málara og erlenda, m. a. gullfallegar endurprent- anir af málverkum gamalla meistara eins og Rembrandts og Rafaels. Allar eru myndirnar á sýn. ingunni seldar afar lágu verði, endurprentanirnar t. d. innrammaðar á kr. 75—200 hver. Býðst fólki því ein- stakt tækifæri til að eignast falleg listaverk til heimilis- prýði fyrir lítinn pening, um leið og lagt er af mörkum til kosningasjóðs Alþýðu- bandalagsins. Alþýðuflokkurinn heldur því fram að hann hafi liug á að stöðva verðbólguna. Því er þó öfugt farið. Það var Alþýðubandalagið sem knúði fram stöðvunarstefn- una í tíð vinstristjórnarinnar. 1 upphafi árs 1958 hróp-. aði Alþýðublaðið hins vegar hástöfum dag eftir dag: Stöðvunarstefiaán hefur gengið sér til liúðar. Og um sömu muridir báru ráðherrar Alþýðuflokksins f'ram í ríkisstjórninni tillögur um stórfellda .gengislækkun eða að minnsta kosti 90% yfirfærslugjald. Þeir fengu, því ekki ráðið, en þeir komu fram 55% hækkun á yfirfærslu- gjaldinu, en sú ráðstöfun leiddi til mikillar verðbólgu- skriðu. Og í útvarpsumræðunum í fyrradag talaði Gylfi Þ. Gíslason af miklum skilningi um þær tillögur Sjálfstæðisflokksins að gengið skyldi lækkað og kaup- ið bundið, m.a. með breyttri vinnulöggjöf, en þær að- gerðir myndu 'í senn magna verðbólguna um allan helming og brjóta rriður mótstöðukra.í't launþega gegn henni. Þarf ekki að rökstyðja hver álirif slík stefna myndi t.d. hafa á kjör þeirra sem eigh afkomu sína undir hinmn naumt skönuntuðu bótum trygginganna. Sf-Lawrence- leiom vigú Eisenhower Bandaríkjaforseti og Elísabet Bretadrottning vígja í dag skipaleiðina eftir St.- Láwrence-fljóti frá Atlanzhafi til vatnanna miklu í miðri Norð- ur-Ameríku. Er nú hafskipum fær leiðin til Chicago og ann- arra borga við vötnin. eait mefnad itám Stúdentar í Höfðaborg efndu til mótmælafundar í gær, vegna þess að stjórn Suður-Afríku bannaði svertingjastúdent að fara úr landi til náms. Stúd- entinn hafði fengið styrk til náms við háskólann í Osló, en daginn sem hann átti að leggja af stað til Noregs var hann sviptur vegabréfi og þar með kyrsettur. Segja yfirvöldin, að hann hafi staðið í sambandi við ,,undirróðursöfl“ og fái því ekki að stunda nám erlendis. Sýningin í salnum Þing- holtsstræti 27 verður opin í dag og á morgun kl. 1—7 síðdegis. Louis Hrmsfrong berst við daaðann Jassleikarinn Louis Arm- strong liggur þungt haldinn í sjúkrahúsi í Spoleto á ítalíu. Um tíma í gærmorgun var hon- um ekki hugað líf, en hann hjarnaði heldur við þegar á rdaginn leið. Enn er hann þó milli heims og helju. Líflæknir Armstrongs sagði blaðamönnum í gær, að hann væri með bráða lungnabólgu. Það gerði illt verra að lungna- blöðrurnar væru óeðlilega þandar út af 45 ára stöðugri áreynslu við trompetblástur. Armstrong er 59 ára gamall. Síjöntur óku á addá-endur Þrjátíu manns duttu í gær og margir þeirra meiddust, þegar kvikmyndaleikarinn Gerini ók bíl sínum á fullri ferð á mann- fjölda í borginni Cosenza í Ral- abríu á ítaþu. Fólk hafði safn- azt saman um bíl hans við benzinstöð, en Anita Ekberg var í bílnum með honum. Þegar búið var að láta benzín á bíl- inn sté Gerini benzíngjöfina í botn og ók beint á aðdáendur þeirra skötuhjúa. Þrettán ára telpa slasaðjst hættulega. Í.S.I Landsleikurinn (01ympíu-keppnin> K.S.Í ÍSLAND -------------- DANMðRK íer íram á Laugardalsvellinum í kvöld, íöstudaginn 26. júní klukkan 8,30.* Forsala á aðgöngumiðum á Melavellinum og í ftusturstræti við Útvegsbankann. Aðeins þessi eini leikur. K.S.Í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.