Þjóðviljinn - 30.06.1959, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.06.1959, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 30. júní 1959 — Þjóövirjinn — (9 ÍÞRÓTTM* Lið Málmeyjar valið (14.00). Kringlukast: Leif Jönsson (45) og Wachenfelt (42). Spjótkast: Jan Stranberg (63). Sleggjukast: Lars Rocksen, og S. G. Hassland (báðir yfir 50 m). 4x100 m: Norldbeek — Malm- roos — Palm — Sjögren, 41,7. 4x400 m: Anderseon — Malmroos — Strandberg — Karlsson. — Báðar boðhlaups- sveitirnar eru sænskir meist- arar. Lið Reykjavíkur. Stjórn Frjálsíþróttaráðs R- víkur gekk frá vali Reykjavík- urliðsins á laugardaginn. Reykjavík vinnur bæjakeppn- ina við Malmö segir S. Anderson Meira um Orænlandsilug en áður 1 byrjun síðustu viku var bæjarlið Málmeyjar, sem keppa á við A-lið Reykjavíkur á vígslumóti Laugardalsvallar í byrjun júlí, valið. Þó vantar nöfn í 2 greinar. Lið Málmeyjar er þannig skipað (árangur í svigum): 100 m: Björn Malmroos (10.6), Bertil Nordbeck (10.8), báðir landsliðsmenn. 200 m: Björn Malmroos og Bertil Nordbeck. 400 m: Malmroos og Bertil Anderson, 48,5 og 49,0. 800 m: Bosse Karlsson (1.54) og Olle Sjöstrand (1.55). 1500 m: Bo Karlsson (3.57) og Leif Persson (4.02). 3000 m: Stig Jönsson og Áke Nilsson, Jönsson keppti á EM í fyrra. 5000 m: Stig Jönsson og Áke Nilsson. Jönsson hefur hiaupið á 14.35. 110 m. grind: Per Sjögren og K. J. Eriksson, báðir 15,5. 400 m. grind: Per Sjögren (50.0) og Kj. Áke Gunnarsson (57.0). Hástökk: Nils Bertil Nevrup, fyrrv. sænskur meistari og Bo Landin, báðir 1.90 m. Stangarstökk: Tore Carbe (4.07). Langstökk: Jan Strandberg 6,87 og Bengt Palm. Þrístökk: Jan Strandberg og Bengt Palm. Kúluvarp: T. von Wachenfelt (16.00) og Leif Jönsson Geðbilaðir fangar gera uppreisn 1 geðveikrasjúkrahúsi ríkis- fangelsisins í Springfield í Bandaríkjunum hafa 115 geð- bilaðir sjúklingar gert uppreisn. Fangamir hafa tekið fimm varðmenn fasta og hafa þá í haldi sem gisla. Hóta hinir geð- biluðu að drepa varðmennina, ef fangelsisstjórnin ætlar sé að beita valdi til þess að ná þeim á sitt vald. Ekki er kunn- Ugt um orsök uppreisnarinnar. Lögreglulið, útbúið byssum og táragasi, hefur slegið þre- faldan hring um sjúkrahúsið. fþróttasíðan átti stutt rabb víð sænsku kfcppenduma að lokinni keppni sjðara kvöld af- mælismóts KR í frjálsum í- þróttum, Sagði Sjg Anderson að sér fyndist ailtof kalt hér og að hann nyti sín ekki fil fulls, eða að hann vaeri ekki vel fyrir kailaður Þegar Stig var spurð- ur um brautina sagði hann, að sér fyndist hún of þung og hafa of Htið fjaðurmagn. Hann sagð- ist hafa keppt á 6 mótum í sum- ar og stokkið nokkrum sinnum yfir 2 m og einu sinni 2,03 m, in bezti árangur sinn væri 2,05. Þegar hann var spurður um keppinautinn Jón Pétursson, sagði Stíg að hann gæti orðið miklu betri með meiri keppni og þátttöku í mótum. Vildi hann á- líta að hann gæti komizt 10 sm hærra en hann gerði á mótinu (1,95) og sagðist hann hafa veilt því a-thygii að hann hefði verið um 10 sm íyrir ofan rána þegar bann fór yfir síðast. Stig sagðist hafa heyrt að Jón ætlaði að fara til Svíþjóðar síðar í sumar og taka þátt { keppnj á nokkrum stöðum þar og sagði hann að það gæti verið honum góður skóli, og mundi það gleðja sig að sjá hann þar aftur. Hann sagðist hafa skoðað nýja iþróttavöllinn í Laugardal og iauk hlanin m,iklu jofsorði á hann. Sagðist hann sannfærður um, að hann yrði áður en langt um liði fyrsta flokks kappnis- völ’ur fyrir frjálsar íþróttir. Þegar Stig var spurður um það, hvernig að hann héldi að bæjakeppnin Reykjavík Malmö í frjálsum íþróttum rnundi fara, svaraði hann samstundis að þar mundi Reykjavík sigra örugg- lega, og það þó Malrnö ætti nokkra góða menn mundi það ekki duga gegn jafnara liði hér. Þegar hann var spurður hvað væri framundan hjá honum, þegar heim kæmi og hvort hann fengi ekki hvíld um stund, brosti hann aðeins og dró upp minnisbók sína og blaðaði í henni, Nei, það virðist sem ég eigi að keppa í 7 daga af þeim næstu 8 sem ég verð heima, og er eitt mótanna í Karlstad, þar sem Vilhjálmur Einarsson kepp- ir í þrístökki en það er stórmót með þátttöku víða að, sagði hinn geðþekki Svíi að lokum. I Ánægður með árangurinn, sagði KaUevágh Þetta var skemmtileg keppni, sagði Kallevágh eftir hlaupið. Mér fannst brautin þó vera þung og eins og að það vantaði í hana meira fjaðurmagn. Svo get- ur líka verið, bætti hann við, að kuldinn hafj orkað svona á mig, en mér finnst kalt hér. Ég er ánægður með árangurinn, þar fiem þetla er fyrsta keppni mín í 5000 m hlaupi í ár. Hann lék Hka lofsorði á Krisfleif, og áleit hann mjög efnilegan lang- hlaupara. Kállevágh sagðist taka þátt í víðavangshlaupum heima í Sví- þjóð og heima { sinu héraði hefði hann unnið hlaupið í vor, 4000 m. Hann sagðist einnig hafa reynt við 1500 m og fékk tím- ann 3,52,8 sem er góður tími. Hvassviðrið sem gengið hef- ur yfir landið að undanförnu hefur haft miklar tafir á flug- eamgöngum innanlands 'í för með sér. Allt fram yfir 17. júní varð að fresta flugferðum og fella niður, svo til á hverj- um degi og suma daga féllu ferðir alveg niður, t.d. til Vest- mannaeyja og til staða á Vest- fjörðum. Þá hömluðu þokur og dimmviðri einnig flugi til Norð- urlands um tíma. Eftir 18. júní hefur hinsveg- ar breytzt til batnaðar og hafa flugsamgöngur innanlands síð- an farið fram samkvæmt áætl- un. Viscountflugvélarnar eru nú í vaxandi mæli notaðar til innanlandsflugs, evo og Sky- masterflugvél Flugfélags ís- lands, Sólfaxi. Flugvélar Flug- félags íslands hafa það sem af er þessu ári farið fleiri leiguflugferðir til Grænlands, en nokkurntíma áður á sama tíma. Mest hefur verið flogið til Kulusuk, Syðri-Straumfjarðar og Thule, en einnig til Meistara- Aftaka í Teheran Einn af leiðtogum hins bann- aða Tudeh-flokks í íran, Ali Olovi, hefur verið tekinn af lífi í fangelsisgarði í Teheran. Hann hafði verið dæmdur fyrir „samsæri gegn keisaranum og ríkisstjórninni". Hann var fyrst handtekinn árið 1948 og þá dæmdur til dauða, en tókst að sleppa úr fangelsi 1949. 1956 var hann handtekinn aft- ur. Miskí í umslögum Ymsir munu kannast við að það getur verið óþægilegt að burðast með viskíflösku í vasan- um til að dreypa á þegar þörf krefur. Nú hefur verið ráðin bót á vandræðuní slíkra manna, því að brezkt viskífirma hefur nú tekið upp á því að selja smáskammta af viskí í alumin- íumumslögum sem lítið fer fyr- ir og ekkert ber á. víkur og Narssarssuaq. Áætlunarflug félagsins milli landa hefur þrátt fyrir erfiða veðráttu gengið mjög vel og hafa tafir verið fátíðar. Eins og skýrt var frá í fréttum ný- lega, áformar Flugfélag íslands að opna nýja áætlunarflugleið í haust fáist til þess nauðsyn- leg leyfi. Þessi nýja áætlunarleið er frá Reykjavik til Palma á eyj- unni Mallorca, sem eins og kunugt er, er ein Spánareyja og cr mjög annáluð fyrir feg- urð og gott loftslag. Harður bardagi háður í Alsír Einn harðasti bardagi styrj- aldarinnar í Alsír var háður við hafnarborgina Bone á aust- urströnd Alsír, skammt frá landamærum Túnjs, í fyrrinótt- Allstór herflokkur Serkja gerði áhlaup á úthverfi borgarinnar og hörfaði ekki fyrr en eftir átta klukkustunda bardaga. Þá sögðust Frakkar hafa fellt 45 þeirra. Um tíma var vegasam- band milli borgarinnar og flug- vallarins fyrir utan hana rofið og borgarbúar heyrðu greinilega vopnagnýinn. , Fátt er svo með öllu illt. . . Fangi nokkur í fylkisfangels- inu í Cincinnati í Bandaríkjun- um, Travis Zellis að nafni, sem afplánaði þriggja mánaða fang- elsi fyrir þjófnað, hefur verið látinn laus fyrir lok refsitímans. Ástæðan var sú, að Zellis hraut svo óskaplega, að meðfangar hans höfðu aldrei svefnfrið. Auglýsið í Þjóðviljanum Hjartans þakkir flyt ég ykkur öllum er glöddu mig meö heimsóknum, skeytum og gjöfum á sjötugs afmælinu mínu, 26. júní. Guð blessi ykkur öll. ODDUR JÓNSSON, Fagradal, Sogamýri. Geislaverkun evkur krabbamein Þeir sem lifðu af kjarnorku- árásina á Hirosliima liafa reynzt vera mun móttækilegri fyrir krabbamein en fólk al- mennt. Þetta er niðurstaða rann- sókna sem hópur japanskra lækna hefur gert. Samkvæmt skýrslu þeirra er manndauði af völdum krabbameins fimmtungi algengari þegar um að að ræða fólk sem orðið hefur fyrir geisla verkun en þegar það eru „venjulegir krabbameinssjúk- lingar". Krahbameinsdauðinn var al- gengastur meðal þeirra sem staddir voru næst sjálfum sprengistaðnum í Hiroshima. íslandsmótið — Meistaraflokkur í kvöld kl. 8.30 leika Fram — Akranes Dómari: Helgi H. Helgason. Línuverðir: Gunnar Vagnsson og Baldur Þórðarson. Leikjaskrá K.R.R. er til sölu hjá Lárusi Blön- dal, Vesturveri, og Bókaverzlun Braga Brynj- ólfssonar og veitingasölunni íþróttavellinum. MÓTANEFNDIN. Auglýsið í Þjóðviljanum Þakka af alhug þeim er minntust mín á 70 ára afmœlinu, 20. júní. Lifiö heil. ANNA JÓNSDÓTTIR, Brœðraborgarstíg 49. KAPUSALAN auglýsir: Úrval af léttum sumarkápum. Tízkusnið og litir. — Einnig stórar stærðir. — Svartar, grá- ar og bláar dag- og leikhúsdragtir. — Selt með miklum aflsætti. Kápusalan. Laugaveg 11. (efstu hæð). Sími 1—59—82. Ath. Kápusalan er á efstu hæð. í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.