Þjóðviljinn - 19.07.1959, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.07.1959, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN —- Suimudagur 19. júlí 1959 Axel Helgason Framhald af 1. síðu. ansson, um fjögurleytið ’í g'rr, var enu verið að leita Axeis. Höfðu menn úr Slysavarna- félaginu í Vík farið uppeftir í fyrrinótt og leitað einnig í gær. Frá Reykjavík voru lögreglu- menn væntanlegir með tæki til að leita betur í vatninu en tök voru á fyrir heimamenn. Veður var gott í Mýrdal í fyrradag, vestankul, en í gær var komin myrkraþoka. Heimabruggun verði bonnuð Forseti Æðsta ráðs Sovét- rikjanna hefur kunngjört nýtt lagafrumvarp, sem miðar að því að draga úr áfengisneyzlu í' landinu. Frumvarpið verður lagt fyrir almenning til um- ræðna um öll Sovétríkin. Laga- frumvarpið stefnir að því að útrýma bruggun í heimahús- um og á bannið að ná til vodka og hverskonar brenndra drýkkja. í frumvarpinu eru íbúar hinna ýmsu byggðarþaga hvatt- ir til þess að sjá um að bann- ið verði haldið og ræða á al- mennum fundum um þá, sem igerast brotlegir. Ef bruggarar láta sér ekki segjast við það að bruggun þeirra sé fordæmd á almennum fundum, er ætlast til að máli þeirra verði skotið til dómstólanna og verður þá hægt að sekta menn um 300 rúblur fyrir athæfið. Gerist þeir brotlegir í annað sinn á að vera hægt að dæma þá í allt að fimm ára fangelsi. Dýr iimrn ór í sígarettareyk en fengu ekkl lungnakrabba Vísindamenn bjartsýnir eftir tiiraunir sem benda til að sambandið milli krabbameins og reykinga sé óbeint það í för með sér að dýrin verða grennri en ella, og sama máli gildir um reýkingamenn", segir í skýrslunni. Brezkir krabbameinsfræöingar hafa skýrt frá því aö þeim hafi ekki tekizt að valda lungnakrabba í tilrauna- dýrum meö því aö láta þau anda aö sér sígarettureyk. Tilraunir þessar voru hafnar eftir að sannað þótti að lungna- krabbi í mönnum og sígarettu- reýkingar fylgdust að. Stóð fimm ár Tilraunin sem nú er lokið stóð d fimm ár. Tilraunadýrin voru höfð í lofti menguðu mjög þykkum sígarettureyk. Á þessu tímabili kom aðeins fram iungnakrabbi 'í eiani rottu, en vísindamennirnir segjast hafa gengið úr skugga um að meinið hafi þar stafað af lungnakvefi en ekki reyknum sem húii andaði að sér. Athyglisverð niðurstaða I ársskýrslu The British Em- pire Cancer Campaign, sem stóð straum af tilrauninni seg- ir: ,,Það er stórathyglisvert að niðurstaðaii skyldi verða eins neikvæð og raun ber vitni“. Hér eftir liggur beint við að álykta að sambándið milli sígarettureykinga sé e'kki beint orsakasamband heldur óbeint, þar sem önnur atriði en erting á siímhúð lungnanna vegna efna í tóbaksreyknum hafa úrslita- áhrif. Þetta vekur vonir um að frekari tilraunir geti veitt þýðingarmikla vitneskju, segir í skýrslunni. 27 mýs jaf 40 lifðu af Vísindamenn við háskólann í Leeds önnuðust meginþátt til— raunarinnar. Þeir höfðu til- raunadýr að staðaldri í s’ígar- ettureyk og óhreinu stórborg- arlofti. Þegar tilraunin hófst voru notaðar 40 mýs. Af þeim hóp eru 27 enn á lífi og engin merki sjást um lungnakrabba í neinni. Ekkii er þess getið hvað varð hinum 13 að . aldur. • tila. Veldur kyrkingi I sjúkrahúsinti St. Bartho- lomews í London komu 'læknar efiium úr sígarettureyk og ó- hreinu stórborgarlofti fyrir í lungum rotta og naggrísa, en engra meina hefur orðið vart áf þessum sökum enn sem kom- ið er. Tilraunin hefur hinsvegar staðfest rækilega þá gömlu kenni igu, að reykingar dragi úr vexti. Kyrkingur kom í ungar mýs sem settar voru 'í reyk- klefann. „Vist í sígarettureyk heftir Ónæmi ? 1 skýrslunni er rætt af mik- illi bjartsýni um aðra tilraun sem gerð hefun, verið í Leeds, og talið að hún bendi til að unnt kunni að vera að fyrir- byggja krabbamein og jafnvel lækiia það__ með innspýtingum. Vísindamennimir telja full- reynt, að á þennan hátt 'hafi mótstöðuafl rotta gagnvart krabbameini verið sóraukið. Volkswagen Framhald af 12. síðu. Vegna síáukinna vinsælda Volkswagen CÖifreiða liérlendis er núverandi húsnæði Heklu hf. og P. Stefánsson lif. orðið of lítið, og létu forráðamenn fyr- irtækjanna þess getið við blað- ið að hafinn væri nú uiidirbún- ingur nýrrar byggingar að Laugavegi 170. Að iokum lét Hiller þess get- ið, að hann hefði nú haft tæki- færi til að ferðast um landið og getað þannig kynnzt af eig in raun öllum staðháttum hér, og að ágæti hinnar litlu en þrautreyndu fólksbifreiðar sönnuðust ekki síður á okkar vegum, en á hinum eggsléttu „Autobanen" 'í heimalandi hans. 1 sumarleyfið ÓDÝRflR Calypso-sportbuxur telpna, verð kr. 95,— kvenna, verð kr. 125,— Umboóssalan, Laugavegi 81. 13 daga ferð um Sprengisand, Öskju, Akureyri og Hveravelli, miðvikudag 22. júlí. 5 daga ferð í Veiðivötn, mið- vikuag 22. júlí. Ferðaskrifstofa Páls Arasonar Hafnarstræti 8 sími 17641. Trúlofunarhringir, Stein- hrmgir, Hálsmen, 14 og 18 kt gull ní iiggur ieiáíB BÆJARPOSTURINN þar allir landsins straumar höfðingjans stolt og tötra- Svipmyndir írá Þingvöllum. saman flóðu. Minning um grimmd og göfgi, þrek og sár, geymist hér, þar sem heilög véin stóðu, „Sólskinið titrar hægt um hamra og gjár, en handan vatnsins sveipast fjöllin móðu. Himinninn breiðir faðm jafn fagurblár, sem fyrst er menn um þessa velli tróðu.“ OG HÉR sitja þeir vinirnir í sólskininu, annar er á fimmta ári, hi-in tæplega hálfsextug- Tur.: Þettá .er úm Jónsmessþ 'leytið fýrir fimm 'áfiím, og það var margt um manninn á Þingvöilum þennan sunnv.Æag. Heil borg hvítra lítilla tjalda hafði risið upp, dökk her- mannatjöld sáust ekki á Þing- völlum þá. Og drengurinn litli sofnaði í fangi afa síns; sólskinið hélt áfram að titra „hægt um hamra og gjár,“ golan sem bærði laufið, var kitlandi mjúk og hlý. „Og hingað mændu eitt sinn allra þrár, ótti ó'Á vtíú á þ'es'áum ’’ stein- um glóðu, og þetta berg var eins og ólgusjár, þrælsins tár, sem tími og dauði í sama köstinn hlóðu. Nú heyri ég minnar þjóðar þúsund ár sem þyti í laufi á sumar- kvöldi liljóðu.“ (Jakob Jóh. Smári). SEINNI myndin er líka frá Þingvöllum, tekin eitt laugar- dagskvöld í byrjun júlí, árið 1959. Þann dag var líka sól- skin á Þingvöllum, og margt um manninn; en myndirnar tvær eru gerólíkar. Sú fyrri er íslenzk, sýnir fulltrúa tveggja kynslóða njóta sum ars og sólar á frægasta sögu- stað landsins. Á síðari mynd- inni sést, að bandarísk doll- aramenning er búin að leggja þennan stað undir sig, eins og svo marga aðra staði á íslandi. Fr'ðsamir, íslenzkir borgarar heyra ekki lengur sinnar þjóðar þúsund ár sem þyt í laufi' ,á sumarkvoldi hljóðu, af því að bandarísk íslenzk skrílmenning gefur þeim ekki tóm til að njóta kyrrðar og friðar. Já, sú tíð er liðin, að stoltir höfðingjar gangi til Lögbergs að flytja mál sitt, hungraður tötralýð- ur reikar ekki lengur um vell- ina og leiður ölmusubgrður þræll með þrjózku í svip og óbugaða glóð í augum gistir ekki lengur sakamannatjald á Þingvöllum. Og lítill drengur hefur ekki lengur frið til að sofna þar í fangi afa síns. Nú slangrar emjandi drykkjulýð- ur um vellina, þeytir blóðug- um spjörum sínum á víð og dreif; og sumir verða óðir, þegar líður á kvöldið. Og er- lendir hermenn slá tjöldum sínum hvar sem er á völlun- um og hefja kvennaveiðar; og framkoma þeirra öll eýnir, að þeir tilheyra voldugri þjóð, sem á „plenty dollars". Já, svona hyldjúpt erum við sokkin í hernámsspillinguna, og þó eigum við eftir að sökkva enn dýpra, ef ekki verður spyrnt við fótum, STRAX.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.