Þjóðviljinn - 19.07.1959, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.07.1959, Blaðsíða 4
*) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 19. júlí 1959 þlÓÐVILJINN Útscefandl: Samelnlngarflokkur alþýUu - Sóslallstaflokkurlnn. — Rltstjórars BCasnús KJartansson (áb.), SigurBur Guðmundsson. — Préttaritstjórl: Jón BJarnason. — Blaffamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Eystelnn Þorvalasson. Guðmundur Vigfússon,, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Olafsson, Sigurður ▼. Friðþjófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgelr Magnússon. — RitstJórn, af- sraiðsla, auglýslngar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — 8ími 17-500 (• línur). — Askriftarverff kr. 30 6 mánuffl. — Lausasöluverð kr. 2. Camalt hús enn VT'itt af einkennum á stjórn "Sjálfstæðisflokksins á Reykja- víkurbæ er ásókn forráða- mannanna í gömul hús. Þegar ‘ekki hefur lengur orðið undan því vikizt að leysa vanda vissra starfsgreina í bæjarrekstrin- um og íhaldið hefur árum sam- an fellt rökstuddar tillögur um aðgerðir eða svikizt um framkvæmd þeirra hafi það loks neyðst til að sam- þ.vkkja þær, hefur það gjarn- an gripið til þess ráðs að kaupa gamiar byggingar og verja ó- hemju fé til breytinga í því skyni að gera þær nothæfar til þeirrar starfsemi sem ætlað er að fari þar fram. Þessi dæmi þekkja Reykvíkingar einkar elöggiega frá baráttunni fyrir byggingu barnaheimila, sóma- samlegs húsnæðis fyrir Bæjar- bókasafn og nú síðast fæðing- arheimiii, svo fátt eitt sé nefnt. í öllum þessum tilfellum og ótalmörgum fleiri varð það Jokaráð að láta bæinn kaupa gömul íbúðarhús og breyta þeim með ærnum kostnaði. Auðvitað verða slíkar fram- kvæmdir aldrei að sama gagni eða gerðar af sama myndar- skap og þegar byggt er frá grunni í samræmi við kröfur tímans. Og enn heldur íhaidið fast við' þessa reglu með því að fella niður samþykktina frá 1957 um byggingu fullkomins hraðfrystihúss fyrir Bæjarút- getð Reykiavíkur en hverfa að því ráði að kaupa Fiskiðjuver ríkisins. ]lVeð þessari furðulegu ráð- stöfun er horfið frá því að leggja Bæiarútgerð Reykjavík- ur, stærstu togaraútgerð á ís- landi, til fullkomið nýtízku hraðfrystihús á bezta stað við Re.ykjavíkurhöfn. Hraðfrysti- húsi Bæjarútgerðarinnar var ætluð úrvalslóð norðan við Faxaverksmiðjuna, beint upp ai nýju togarabryggjunni. Á þeim stað var ætlunin að reisa stærsta og fullkomnasta hrað- frystihús á íslandi, með að- stöðu til siálfvirkrar löndunar á afla og til útskipunar á fram- leiðslunni. Þetta hafði árum saman,* verið baráttumál. sósíal- ista oy Alþýðubandalagsmanna í bæjarstjórn Reykjavíkur. Fimm sinnum hafði Sjálfstseð- isfiokkurinn fellt tillögur þeirra um byggingu hraðfrystihússinS og jafn oft í útgerðarráði. þeg- ar fulltrúar hans létu loks und- an í janúar 1957 og féllust á hraðfrystihússbygginguna. Þeir höfðu í þessi fimm ár skaðað Bæjarútgerðína um gííurlegar fjárhæðir með því að hindra að hún fengi aðstöðu til hrað- frystingar á afla skipa sinna. Hins vegar unnu einstaklingar úr hópi gróðamanna Sjálfstæð- isflokksíns.- ötullega- að því að auká siihí1'éígin ffysltíihúihkost'í! og afköst hans, m.a. í .skjóli Guðmundur Böðvarsson: þess að eiga vísan afla bæjar- togaranna sem hráefni til vinnslu! Hefur þessi afstaða Sjálfstæðisflokksins átt beinan þátt í þvi að auka hallann á Bæjarútgerðinni á undanförn- um árum og skaðað hana stór- lega. Á sama tíma hafa frysti- húsin í eigu einstakra aðila rakað saman ómældum gróða. Skemmdarstarfsemi íhaldsins í sambandi við frystihús- mál Bæjarútgerðarinnar hélt áfram eftir að það í orði kveðnu neyddist til að viður- kenna þörfina. Þá var tekin upp hin þögla andstaða og engra alvarlegra ráða leitað til að afla fjár til byggingarinnar eða nauðsynlegra leyfa til fram- kvæmdanna. Og svo óskamm- feilið var íhaldið að fulltrúar þess felldu beinlínis tillögu í bæjarstjórn í ársbyrjun 1958 um að skora á fjárfestingaryf- irvöldin að veita leyfi til frysti- hússbyggingarinnar. Mun slík frammistaða algert einsdæmi, en sýnir greinilega afstöðu í- haldsins í málinu. Það vildi ekkert hraðfrystihús fyrir Bæj- arútgerð Reykjavíkur, þótt það neyddist loks til að ljá máls á því í bæjarstjórn eftir margra ára andstöðu, sem var orðin því til margháttaðrar minnk- unnar. Og aldrei sýndi íhald- ið lit á því að leggja neinn fjárhagsgrundvöll að hrað- frystihússbyggingunni eða sýna fjárfestingaryfirvöldunum fram á að sú hlið málsins væri í lagi, þótt slíkt væri algert skil- yrði fyrir jákvæðri afgreiðslu. l^egar íhaldið hleypur nú end- *• anlega og opinberlega frá ákvörðun bæjarstjórnar um byggingu hraðfrystihúss fyrir Bæjarútgerð ReykjavíkUr með því að kaupa Fiskiðjuver ríkis- ins, þurfa menn að hafa í huga^ að Fiskiðjuverið er illa stað- sett fyrir togaraútgerðina, 13 ára gamalt og hefur tiltölulega litla afkastagetu. Kaupverð Fiskiðjuversins er 29,350,000.00 krónur og það verður ekki stækkað eða endurbætt nema verja til þess a.m.k. 10 millj. kr. Er þá kostnaðarverð Fisk- iðjuversins komið í nær 40 millj. krónur. Hafnarfjarðar- bær hefur nýlega reist fullkom- ið nýtízku hraðfrystihús sem kostar tæpar 20 millj.' við s.l. áramót og er telcið í notk.un. Móttökuskilyrði þess eru mikl- um mun meiri en Fiskiðjuvers ríkisins og frystigeta þess tvö- falt meiri. Má segja að ólíkt sé aðhafzt af stjórnum þessara tveggja nágrannabæja. Hafn- arfjörður. undir stjórn verka- lýðsflokkanna, byggir fullkomn- asta og vandaðasta hraðfrysti- hús landsins og ver til þess tveimur milljónatugum, en höf- uðborg lándsins, undir endem- isstjórn Sjálfstæðisflokksins, Gildi útileikja 09 iþrótta ómetanlegt Hinn 9. júlí sl. minnist Bæj- arpóstur Þjóðviljans ofurlítið á íþróttafréttir 'í útvarpinu, og þykir fullmikið af góðu. Vera má að fleiri séu sama sinnis, en ég er þó einn af þeim sem lita öðruvísi á það mál. Mér þykja fáar fréttir betri eða skemmtilegri. Lýs- ingar Sigurðar Sigurðssonar á íþróttaviðburðum eru það út- varpsefni sem ég reyni að missa ekki af, ef ég á nokk- urn hátt get komið því við að hlusta. Hraði hans í frá- sögn og lifandi áhugi gera það að verkum að hann tek- ur mann með sér til leiks og fyllir mann þeim spenningi sem er engu minni en þó maður sæti sjálfur á áhorf-^ endabekknum. Sigurður á ekki sinn líka hérlendis á þessu sviði og ég vil tjá honum persónulega þökk mína, — hann er einn af mínum fáu úrvals-' og uppáhaldsmönnum í útvarpinu. Andrés Kristjánsson, blaða- maður, minntist nú fyrir stuttu á gildi þeirra sigra sem unnir eru af íslenzkum mönn- um og Ikonum á sviði lista og íþrótta. Hann taldi að þeir væru okkur, fáménnri þjóð, meira virði en menn gera sér ljóst í fljótu bragði. Eg tek í sama streng. Og þess utan eru þeir ekki lítils virði á þá lund sem snýr að sjálfum okkur inn á við. I hvert sinn sem það ber við að íslenzkt æskufólk gerir okkur sóma á þeim vettvangi þar sem í- þróttafólk annarra landa mæt- ir til frjálsrar keppni í einni eða annarri íþrótt, þá vex með o'kkur sú kennd, sem gerir okkur að þjóð meðal annarra þjóða, það stolt, sem við þó enn eigum eftir, yfir því að byggja þessa eyju í úthafinu, og löngun okkar til þess að mega byggja hana á- fram, frjálsir. menn og óháð- ir öðrum, ef það vildi lukkan Ijá. Eg ætla ekki að fara að skrifa um gildi útileikja og íþrótta, almennt séð. Eg veit að það er mikið, ómetanlegt. Þess vegna skil ég ekki af- stöðu þeirra manna sem sí og æ fyllast upp með arg og leiðinlegheit strax og minnst er á þessi mál. Vilja þessir menn heldur ala börn sín upp á kaffihúsum og knæp- um, eða hangandi á bíóum, skoðandi mannskemmandi glæpamyndir frá Ameríku, jórtrandi seiga gúmmidrullu og áhugalaus um annað en eyða dýrmætri æsku sinni í ekki neitt? ■— Sennilega er hér um að ræða fólk sem aldrei hefur komizt á snoðir um hvílík unum það er að vera með ' leik undir því lög- máli, sem, góð íþrótt setur heilbrigðum, ungum manni. Einu sinni, fyrir mörgum árum, skrifaði Þorsteinn Jó- sefsson ritliöfundur, bók, sem hét I djörfum leik. Eg hef alltaf síðan beðið eftir. fram- haldi þeirrar bókar frá hans hendi. Hann skrifaði þar um liluti, sem hann var öðrum færari að fjalla um, ágætur dþróttamaður, ágætur höfund- ur. — Enj í stað þess að geta gefið ungum víni slika bók í tækifærisgjöf, höfum við um að velja Bennabækur og aðra slíka bölvaða vitleysu. Eg bið ekki um neina of- dýrkun á íþróttum, en ég bið um svo heilbrigt mannvit að menn glæði áhuga bama sinna fyrir íþróttum hverskonar, sem því nafni mega heita með sæmd, heldur en halda að þeim áróðri fyrir manndráp- um og ofbeldisverkum. Guðm. Böðvarsson. Císli R. Guðmundsson, bokbindari hleypur frá teknum ákvörðun- um um byggingu afkastamikils nýtízku hraðfrystihúss á bezta stað við höfnina og festir 40 millj. kr. í kaupum og endur- bótum á gömlu frystihúsi sem þó er ekki síður byggt sem nið- ursuðuverksmiðja óg átti ekki sízt að gegna sliku hlutverki ásamtí%rystingu á bátafisjri: T^essi' óhyggilega ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar á eftir að • verða Reykvíkingum dýr í mörgum skilningi. Aug- Ijóst virðist að næsta skrefið verði að afhenda einkaaðiljum þá aðstöðu við togarabryggj- una á Grandagarði sem Bæjar- útgerðinni var ætluð. Þar rís áreiðanlega fullkomið hrað- frystihús innan fárra ára þótt Bæjarútgerðin byggi það ekki. Og þá sjá menn glöggt sam- keppnisaðstöðu Bæjarútgerðar- innar í gömlu og úrelj^u fjcystj- húsi 1 krójcnum uppi ,undi.r Slipp! Fáein kveðjuorð Gísli R. Guðmundsson fædd- ist 20. febrúar 1897 í Gamla Gíslholti í Reykjavík. For- eldrar: Stefanía Gísladóttir og Guðmundur Bergþórsson. Móð- ur sína missti Gísli þegar hann var 7 ára, ólst hann eftir það upp hjá móðurömmu sinni, Rannveigu Jónsdóttur og var með henni þar til að hún lézt árið 1927, en þau dvöldu á vegum Þorbjargar móðursystur Gísla og manns hennar Erlends Guðmundssonar, en hann lézt árið 1938. Gísli var elztur fjögurra al- systkina. Þegar hann var Cy, tveggja ára tók hann sjúkdóm, sem hann fékk aídrei fulla bót á og gekk því. ekki heill til skógar í þessu jífi. Hann hóf nám 1 bókbands- iðri 15. maí1 1915 bg lauk því 15.! 'fnaí ! 1919,; í Félagsbókband- inu og þar stárlaði hann til ársins 1926, en á jieím árum var oft lítil óg stöpul vinna við bókband og varð Gísli þá, eins og fleiri, að leita sér at- vinnu við önnur störf. Lengst af þeim tíma, sem hann vann binda þær bækur, er sérlega átti að vanda til. Gísli var vandaður jnaður I orði og verki og þó að hann væri mjög hlédrægur komst hann ekki hjá því að gegna trúnaðarstörfum fyrir stéttar- félag sitt, hann átti um mörg ár sæti í trúnaðarmannaráði Bókbindarafélags fslands og var auk þess trúnaðarmaður félagsins á vinnustað sínum. Þessi störf eins og önnur, leystí hann af höndum af mestu trú- mennsku. Árið 1922 var félagsskapur bókbindara hér í molum, ef svo mætti segja. Félagið hafði ekki alla starfandi bókbindara innan sinna vébanda og nokk- ur óeining ríkti meðal þeirra fáu, sem í félaginu voru; stjórn- in hafði hvað eftir annað boð- að til aðalfundar en svo fáir komu að ekki varð fundarfært. Stjórn félagsins tók þá það fangaráð að semja tillögu um að leggja félagið niður. Þessi tillaga gekk svo á milli hinna fáu félagsmanna og skyldu þeir skrifa „já“ eða „nei“ aftan við nöfn sín. Það var aðeins einn. sem skrifaði „nei“ við nafn sitt og það var Gísli R. Guð- mundsson, sem þá var aðeins þriggja ára sveinn í iðninni. Ég vil ekki kasta steinum að þeim, lífs eða liðnum, er sam- þykktu tiilöguna, en reynslan varð sú að kjörum bókbindara hrakaði eftir að félagið var:, lagt niður. Það hefði því verið ' happasælla að félagsmenn hefðu állir skrifað „nei“ eins og Gísli gerði. . , Ég hef getið þessa atviks vegna þess að mér virðist það lýsa vel trygglyndi og .stefnu- festu Gísla. Það fór ekki mik- ið fyrir honum, en hann var það sem hann sýndist og vel ekki við bókband, starfaði hann hjá fyrirtækinu O. John- . það. son & Kaaber. Eri árið 1942 . Á síðastliðnum vetri varð hóf hann aftur vinnu við bók- Gísli að dveljast í sjúkrahúsi band í Félagsbókbandinu og um skeið. Hann fékk þar starfaði þar uns yfir lauk. nokkra bót. og hóf vinnu á ný, Gísli vap ágætur .stapfsmaður, . en aðein^ ,;hálíaprðúiagir\»',,■ Fyrir.í' vandvirkur og . samvizkusamur nokkru fór ayo. að eeek'jaf 1» og var honum iðulega falið að Framhald á 7. BÍðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.