Þjóðviljinn - 01.09.1959, Blaðsíða 11
VICKI BAZJM:.
MTT ER MITT
eftirvæntingunni. Allt í einu barði hann hamrinum
harkalega í gólfið og spurði:
— Jæja, hvernig finnst þér það?
— Það er ekki svo afleitt. Var það Gershwin stæling?
spurði hún til að stríða honum. Hann tók samstundis
við sér.
— Uss, Gershwin! Líttu hærra. Þetta er nýjasta lag
Luke Jordans. Tónlist eftir Luke Jordan. Texti eftir
Luke Jordan. Hljómsveit — Luke Jordan 1 eigin persónu.
Með hrifningu tók hann aftur um hamarinn og skrúf-
lykilinn. Hvernig fannst þér það?
— Ég veit það ekki vel, sagði Bess. Hún hafði hlustað
með mikilli athygli, áköf í að grípa lagið undir eins.
Fyrstu fjórir taktarnir — þeir voru ekki vel góðir —
þeir eru dálítið . . . dálítið líflausir, finnst þér ekki? Þú
getur ger^-þá‘miklú,í!)^i'.:' dSS'O.fíltiÖMiSí
— Hvað segirðu, líflausir? Má ég heyra. Syngdu þá
fyrir mig. : ' ./ .
— Þetta hljómar svona: tataa-taataa-tumtaa, ætti víst
frekar að vera svona: tidde-tiddle do, booboob tiddle-
dohho ....
— Hættu. Hættu þessu gargi — ég þoli þetta ekki!
æpti Luke.
— Þú veizt að ég hef enga rödd! æpti Bess á móti. Af
hverju ferðu ekki með lagið þitt til einhverrar af söng-
pípunum hennar maddömu Kuprin?
Hann svipaðist um í herberginu eftir einhverju til
að túlka hugmyndir sínar á.
— Hamingjan góða, er það nú ruslakista. Ekki píanó
í öllu húsinu og tónlistargyðjan er laglaus stelpuasni
sem getur ækki sungið hærra. en ánamaðkur. Jæja, hvern-
ið var þetta hérna tiddle-tiddle-boo?
Hann tók aftur til við einmenningshljómsveitina,
flautaði, raulaði og urraði — því að rödd hans var engu^
bétri en röddin í Bess! Hann svitnaði, sló taktinn, stapp-
aði í gólfið með stórum fótunum pg sló með hamrinum
í gasvélina, m.eðan vinstri höndin lék bassann á vegg-
inn og þannig endurskapaði hann nýja lagið sitt — án
þess að forsmá umbótatillúguna frá Bess. Þau voru á
kafi í sköpuninni, þegar íbúar hússins fóru að láta í ljós
kvartanir. Frú Calender barði á hurðina sem lá á milli
herbergja hennar og Bess og bað veinandi röddu um
þögn. Niðri í dagstofunni varð uppi fótur og fit og rétt
á eftir kom Isensteen gamli stynjandi upp stigann til
að biðja Bess í guðs bænum að hætta þessum hávaða.
Veslings móðir hennar væri með hræðilegan höfuðverk.
Á meðan þjáðist frú Poker sjálf 1 ruggustólnum niðri
með þögn og þolinmæði, sem var háværari en allur
glymjandinn í Bess og Luke.
— Já, það var nú það, Luke, sagði Bess, þegar dyrn-
ar höfðu lokazt á eftir1 hei’ra Isensteen. Nú er ánægjan
búin í kvöld.
Luke tók hamarinn og skrúflykilinn og rölti til dyra
og andlitið á honum var glettnislegt.
; — Heyrðu mig, Pókerfés, sagði hann rólega. Liði þér
betur, ef ég tæki þig.m.eð í bíó eftir matinn?
— Já, það geturðu reitt þig á. Æ, Luke, hvað ætti ég
að gera án þín? spurði hún þakklát.
Hann stakk höndunum í .vasana á slitnum, flauelsbux-
unum og dró upp fáeina smápeninga.
— Ef svo er, ungfrú Poker, sagði hann hátíðlegur í
bragði, neyðist ég til að viðhafa margbrotin fjárskipti.
Með öðrum orðum, ef þér getið lánað mér tuttugu og
þrjú sent, er mér unnt að bjóða yður í bíóið hér í ná-
gi’enninu og bjóða yður meira að segja upp á mjólkui’-
glas á eftir.
Bess fór að hlæja.
— Hættu, kjáninn þinn, sagði hún og fann allt í einu
til óvæntrar gleði og hamingju. Ég skal taka þig að
mér. Ég skal bjóða þér. En farðu nú og gakktu hljóðlega,
því að annars hrópar mamma á ilmsalt.
Hún oppaði dýrnar fyrjr, honuin og hor.fði . á eftir hoii-
um þar sém’hann stikaði blísti’andr'niðtir Isti'gann. Hún
Þriðjudagur 1. september 1959 — ÞJÖÐVILJINN — (11
gleymdi aldrei þeii’ri stundu, því að þáð var í síðasta
skipti sem hún var grunlaus og örugg um að Luke
tilheyrði henni og hún honum. Og Luke -yrði alltaf
fastur þáttur i lífi hennar, hvað sem á dyndi.
Já, að vissu leyti hafði Luke alltaf verið til taks í
öll þessi ár og hún hafði fengið allt sem hún óskaði
sér — eða var ekki svo. Nei, bara nœstum því allt. Og
hvar var Luke nú?
Andartak vaknaði Bess af minningum sínum og var
aftur stödd á lögreglustöðinni og spyrjandi augnaráð
Fowlers fulltrúa hvíldi á henni og hraðritarinn hélt
hendinni á lofti, reiðubúinn til að skrifa.
— Ég man meira að segja daginn, hvíslaði hún. Það
var tólfta nóvember 1936. Og sva beindi hún huganum
aftur að þeirri stundu, þegar Luke gekk niður stigann
og stúlkan Marylynn kom upp hann.
Þau mættust í miðjum marrandi stiganum og Luke
þrýsti sér upp að handriðinu til að hléypa ungu stúlk-
unni framhjá. Hann gerði það með stríðnislegri lotn-
ingu og unga stúlkan gekk framhiá honum og horfði
beint framfyrir sig og vaggaði- dálítið í mjöðmunum.
Stiginn var mjór og líkami hennar s+raukst við hann.
Svo hélt hann áfram niður og hún imo.
Hún var í regnkápu, ódýrri en é.berardi rognkápu,
sem var farin að trosna hjá*vösunum. Þe^ar hún hneppti
kápunni frá sér, gaus upp 'hlý og sæt dmvatnslykt, og
þegar hún tók af sér hettuna birtist hárið í allri sinni
dýrð, þykkt og hrokkið og virtist lifa sínu eigin lífi.
Það var með þessum sjaldgæfa lit, sem minnti á ný-
höggvinn við og í því glóðu regndropar. Dálítið skásett
áugu hennar "Vóru úrill undir þéttum, illa lituðum
bráhárunum, og neðri vörin var þykk og rök. Með dá-
litlum sting f hjartastað, Velti Bess því fyrir sér hvern-
ig hægt væri að vera svona aðlaðandi eftir langa göngu
í köldu og ónotalegu nóvemberregni. Og andartaki síðar
tók hún eftir því að Luke var hættur að blístra.
Nú stóð hann fyrir neðan stigann. Hann var búinn
að taka út úr sér sígarettuna og starði á eftir ungu
stúlkunni. Á andliti hans var svipur sem Bess hafði ekki
áður séð; undarlegt sambland af hungri, hrifningu og
fyrirlitningu. Honum virtist líka vera skemmt og auk
þess sá hún bóla á ruddaskap í svip hans. Aldrei hafði
nokkur maður horft á hana með þessum svip — sízt
af öllu Luke Jordan. Snarpur sársauki, sem hún áttaði
sig. ekki á strax, nísti hana sem snöggvast og var síðan
horfinn. Bess gat ekki að sér gert að gera það sem
hún gerði. Hún fór niður stigann, snart hapdlegg hans
og sagði lágt:
Hentugur kfóí!
Grein Lúðvíks ;
Framhald af 7. síðu.
að þrýsta að o'kkur, þá verð-
ur vitnað til vestrænnar sanv
vinnu og þá getur lýðræði
vesturlanda verið í hættu
o s. frv. — og þá skiptir
öllu máli að ekki séu við
völd á íslandi hálf-vankaðar
hernámsundirlægjur, sem rið-
að hafa til falls í þessu stór-
máli landsins æ ofan í æ að
undanförnu.
Almenningsálitið í landinu
hefur bjargað landhelgismál-
inu fram til þessa, nú þarf
það með virkum aðgei’ðum að
tryggja fullnaðarsigur í mál-
Óhugnanlegur
Framhald af 12. síðu
og Ölafur Bjarnason læknir sá
um. Segir þar, að við krufning-
una hafi fundizt marblettir á
hálsi líksins og blæðingar í
munni, hálsi og lungum, er ein-
dregið bendi til þess, að konan
hafi verið tekin kverkataki og
kyrkt. Engin merki fundust um
hjartabilun.
Rannsókn málsins verður hald-
ÍÓ, áfram í dag'. ifi.-'váiS’
Fi’amhald af 8. síðu.
byggingu. Ameríska ríkið
keypti myndina ,,Prometheus“
og var henni komið fyrir í
MacArthur-garðinum í Los
Angeles, stærsta skemmtigarði
borgarinnar Þá er einnig stór
höggmynd eftir Nínu Sæmunds-
son í Griffith-garði í Los Ang-
eles og nefnist hún „Leifur
Eiríksson".
Kjóllinn á myndinni er úr
lonjersey og einn þeirra sem
nýtilegur allt árið um kring.
Blússan hefst dálítið við und-
slétta kragátxum og pílsið er
þröngt og við hann er notað
belti úr leóparðaskinni.
Kjóllinn t '4$ allur fóðraður,
með því móti heldur allt jersey
betur lagi dg' sniði.
Lá við slysi
Framhald af 12. síðu.
varnargirðingin á vegbrúninni
kom í veg fyrir að bíllinn ylti
út af veginum.
Þetta gerðist rétt við brúna
á Bjarnadalsá og eru alldjúp
gljúfur fyrir neðan, og munaði
þarna mjóu að illa færi. Fengn-
ir Voru bílar til að flytja far-
þega niður í véitingaskála Vig-
fúsar Guðmundssonar og sátu
þeir þar ■ "cðu yfirlæti þar til
bíll hom ríS sunnan eftir þeim
og kcmu þe:r í bæinn í gær-
morgun kl. rúmlega 8.
Þrír tondiírspillar
"''■amhnld af 1. síðu
Langánesi. Þr.r var tundur-
spillirinn Trafalgar og í kring-
um hann fimm brezkir togar-
ar, en 22 togarar voru utan
við mörkin.
Þriðja riánssvæðið var út af
Glettingatíesi. Þar var tund-
urspillirinn Jutland og hjá
; lionum oinn Ýeiðiþjúfur, en 6
’togárár ýoru fýíir utan land-
'helgismörkin.
í gær tilkynnti brezka
flotamálaráðuneytið að Tra-
falgar hefði komið í veg fyr-
ir að varðskipið Þár setti
menn um borð j brezka tog-
ara. Þessi frétt var þó að-
eins byggð á ótta. Trafalgar
þurfti að talxa ol;íu í gær
úr birgðaskipi og tilkynnti
að ránsvæðinu yrði lokað á
meðan. Um sömu mundir
liafði Þór bátaæfingu — en
þegar Bretar urðu varir við
að bátur var settur út frá
Þór, liætti Trafal.gar þegar
að taka olíuna og kom þjót-
antli á vettvang