Þjóðviljinn - 01.09.1959, Blaðsíða 12
RácSsfefna AlþýcSusambands Islands:
liKSsynleif að sðiuningum verði $agf
upp af þeim félögum sem er það kleift
fioðoð sé til nýrrar ráBstefnu með fulltrú-
um þeirra félaga sem segja upp samningum
„Ráöstefna Alþýðusambandsins haldin í Reykjavík 29.
cg' 30. ágúst 1959 teluir nauðsynlegt, að samningum verði
sagt upp af þeim sambandsfélögum sem er það kleift
á næstunni vegna uppsagnarákvæða samninga. Jafn-
íramt telur ráðstefnan rétt, að miðstjórn sambandsins
boði til nýrrar ráðstefnu meö fulltrúum þeirra félaga,
er þá hafa sagt upp samningum, þegar frekari vitneskja
liggur fyrir um verðlagningu landbúnaðarafurða og aðra
þróun efnahagsmála þjóðarinnar.“
Smóðviuinn
Þriðjudagur 1. september 1959 — 24_ árgangur — 186. tölublað.
«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■"■■
■
■
ennur fundur um
riðarmálin í kvöld
í tilefni af því að liðin eru 20 ár s'íðan heimsstyrj-
öldin síðari skall á boðar íslenzka friðarnefndin til
almenns fundar í Framsóknarhúsinu (uppi) kl. 9 í kvöld.
Dagskrá fundarins verður sem hér segir:
Ása Ottesen: Ávarp.
Björn Þorsteinsson: Upphaf heimsstyrjaldarinnar
síðari.
Eirný Sæmundsdóttir: Viðhorf æskunnar til
friðarmálanna.
Jónas Árnason: Atlanzhafsbandalagið og
landlielgismálið.
María Þorsteinsdóttir: Máttur áróðursins.
Fundurinn hefst klukkan 9 í kvöld, eins og fyrr segir,
og er öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir.
Óhugnanlegur atborður á Akranesi
Drukkinn maður brýzt inn til veiklaðrar konu
og er að var komið sat hann yfir henni látinni
Aðfaranótt sl. sunnudags geröist sá óhugnanlegi at-
burður á Akranesi, að drukkinn maður brauzt inn í her-
bergi veiklaðrar konu á elliheimilinu. Er að var komið
lá konan örend á legubekk en maöurinn sat við höfða-
lagið á bekknum. í gærkvöld skýrði bæjarfógetinn á
Akranesi Þjóðviljanum svo frá aö krufning hefði bent
til að konan hefði veriö kyrkt.
Um s'íðustu helgi sátu 38
fulltrúar verkalýðssamtakanna
ínnan Alþýðusambands Islands
■víðs vegar af landinu ráðstefnu
um kaup- og kjaramál, ásamt
jniðstjórn Alþýðusambandsins.
Ráðstefnunni lauk á sunnudags.
kvöld og var þá einróma sam-
þykkt framanskráð ályktun.
Ráðstefnan var sett kl. 4
Krústjoff kvaðst vona að
Bandaríkjastjórn vaeri sama
sinnís og sovétstjórnin í þessu
efni.
Krústjoff var í heimsókn hjá
skáldinu Mikail Sjólókoff í
kósakkaþorpi einu nærri Rostoff
og ávarpað þorpsbúa.
Hann kvað sovétstjórnina
staðráðna í að leggja sitt af
mörkum til að eyða viðsjám í
heiminum og treysta friðinn.
Krústjoff vék að svarinu sem
Adenauer hefur sent við sein-
asta bréfi hans. Lýsti hann
ánægju sinni yfir hófsamlegum
tón í bréfi Adenauers. Vestur-
þýzki forsætisráðherrann hefði
iátið í ljós von um bætta sam-
Lá við sfysi á
Bjarnadal
Þegar áætlunarbíll Vestfjarða-
leiðar frá Bjarkarhindi var á
suðurleið á sunnudagskvöldið
vildi það til við Bjarnadalsá að
'neðri vegbrúnin brast undan
frámhjólum bílsins. Iýáði hann
sér ekkj aftur upp á v'eginn, en
seig og hallaðist allmikið, en
Frámhald á 11. síðú.
Fuchs stjórnar at-
ómrannsóknum
Klaus Fuchs, sem sat í niu
ár í ensku fangelsi fyrir að iáta
sovézku leyniþjónustunni í té
vitneskju um kjarnorkurann-
sóknir Vesturveldanna á striðs-
árunum, hefur verið skipaður að-
stoðarforstjóri kjarnorkurann-
sóknarstöðvar Austur-Þýzka-
lands nærri Dresden. Hann veit-
ir þar forstöðu rannsóknadeild.
Fuchs hélt beina leið til föð-
ur síns í Leipzig í Austur-Þýzka-
landi, þegar hann var látinn iaus
í sumar.
síðdegis eftir að henni hafði
verið frestað um tvær stundir
vegna þess að fulltrúar höfðu<
ekki náð í tæka tíð vegna
slæms flugveðurs. Forseti Al-
þýðusambands íslands, Hanni-
bal Valdimarsson hóf almenn-
ar umræður er stóðu til kl.
7,30. Kl. 9 hófst fundur aftur
er stóð til kl 11 og kaus hann
búð við Sovétríkin og vikið að
þýðingarmiklum viðfangsefnum.
Verði þessum orðum fylgt eft-
ir með verkum, getur orðið um
verulega framför að ræða, sagði
Krústjoff. Okkur leikur hugur
á að fá nánari upplýsingar um
skoðanir vesturþýzku stjórnar-
innar á afvopnun, ráðstöfun á
arfi styrjaldariniiar og nánari
samvinnu ríkja í austri og
vestri.
nefnd til að gera drög að á-
lyktun. í nefndina voru kosn-
ir einróma: Eðvarð Sigurðsson,
Óskar Hallgrímsson, Óskar
Garibaldason, Hermann Guð-
mundsson, Hermann Jónsson og
Björgvin Sighvatsson.
Fundur hófst aftur kl. 2 e.h.
á sunnudag og skilaði nefndin
þá störfum. Eðvarð Sigurðsson
hafði framsögu fyrir nefndina
og Iýsti tillögu hennar að á-
lyktun. Ályktun þessi var sam-
þykkt einróma síðar á fundin-
um.
Fulltrúar sjómannafélaganna
á ráðstefnunni héldu með sér
sérstakan fund þar sem rædd
voru kaup- og kjaramál tog-
arasjómanna. Samþykkti fund-
urinn einróma að rétt væri að
segja upp samningum togara-
sjómanna í haust og hafa þá
lausa.
Það virðist nú augljóst að
kjör togarasjómanna verði mun
lakari í ár en þau voru árið
1958 og veldur því allt I senn,
minni afli, lækkun fastakaups
og fiskverðs.
Framhald á 3. síðu
Staðinn að verki
Klukkan rúmlega þrjú að-
faranótt sunnudagsins hand-
samaði lögreglan mann á inn-
brotsstað hér í Reykjavík.
Hafði hann brotizt inn í kjöt-
verzlun á Grettisgötu 64, brot-
ið þar upp peningakassa en
engu tekizt að stela.
Samkvæmt upplýsingum bæj-
arfógetans á Akranesi, Þórhalls
Sæmundssonar hét konan Sig-
ríður Ásta Þórarinsdóttir og var
43 ára að aldri. Var hún van-
gefin og hefur síðustu árin ver-
ið alger öryrki og mjög heilsu-
tæp. Hefur hún dvalizt á elli-
heimilinu á Akranesi síðan hún
hætti að geta unnið nokkuð.
Laust fyrir klukkan 4 aðíara-
nótt sunnudagsins varð fólk á
elliheimilinu þess vart, að brot-
izt hafði verið inn í herbergið til
Ástu, en það er uppi á lofti og
hafði verið farið inn í skúr bak
við húsið. Þegar að var komið
lá Ásta örend á legubekk í
herberginu, en drukkinn maður
sat hjá höfðalaginu á bekknum.
Lá konan uppi í legubekknum
nema annar fóturinn hvíldi á
gólfinu. Þegar í stað var náð
í lækni og lögreglu.
Þegar læknir hafði skoðað lík-
ið, kvaðst hann ekki geta úr-
skurðað dánarorsök nema gerð
væri krufning á likinu og' var
það því strax í gærmorgun sent
til Reykjavíkur til krufningar.
Drukkni maðurinr; situr nú í
gæzluvarðhaldi á Akranesi.
Hann er 22 ára gamall sjómað-
ur og er ekki búsettur á Akra-
nesi en á foreldra þar. Á und-
anförnum árum hefur hann viða
farið og sætt alls 14 sinnum
sektum fyrir ölvun á almanna-
færi, en það er í Reykjavík,
Keflavík, Vestmannaeyjum, á
Akureyri og Siglufirði. Auk þess
hefur hann einu sinni sætt all-
hárri sekt fyrir líkamsárás. Var
það á Siglufirði fyrir tveim ár-
um.
Maðurinn kveðst sjálfur ekk-
ert muna eftir þvi, sem gerðist
í herberginu. Hann segist haía
þekkt Ástu áður en hún fluttist
á elliheimilið, en starfsfóik þar
kannast ekkert við, að hann hafi
komið þar áður, en þrátt fyrir
það rataði hann með einhverj-
um hætti á herbergi hennar.
Piltur á Akranesi hefur borið,
að maðurinn hafi komið til sín
um 12 leytið um kvþldið með
flösku af víni og sátu þeir
heima hjá honum til um klukkan
3 um nóttina. Átti maðurinn eft-
ir ofurlítinn slatta í flöskunni er
hann fór þaðan og var orðinn
alldrukkinn. Er ekki vitað um
ferðir mannsins fyrr en hann
brýzt siðan inn í herbergi Ástu
skömmu fyrir klukkan 4 eins og
áður' segir.
Þegar blaðið átti tal við Þór-
hall Sæmundsson bæjarfógeta á
Akranesi í gærkvöld, hafði hon-
um borizt skýrsla um niðurstöðu
krufningar á líkinu er fram fór
á Landsspitalanum i Reykjavík
Framhald á 11. síðu
Umferðarslys á •
Suðurlandsbraut
Umferðarslys varð á Suður-
landsbraut, skammt frá gatna-
mótum Réykjavegar, aðfaranótt
s.I. sunnudags.
Slysið vildi til um klukkan
fjögur um nóttina. Langferða-
bifreið, sem var á leið niður í
miðbæ, hafði stanzað þarna á
Suðurlandsbrautinni og einn
farþeganna, Guðjón Einarsspn
til heimilis að Kálfafelli í
Skaftafellssýslu, farið út og
gengið aftur fyrir bifreiðina og
yfir götuna. I sama mund var
bifreið ekið austur Suðurlands-
braut og varð Guðjón fyrir
henni, Kastaðist hann upp á
vélahlíf bílsins og síðan í göt-
una. Hlaut maðurinn slæmar
skrámur og marðist illa, en
beinbrotnaði ekki.
HLUTFALLSLE6 ST/Eftt)
mismunandi fiskveiðil a nomel g/
ÍSLANDS
Línurit sem sýnir breytingar þær sein gerðar liafa verið á
stærð Iandlielginnar. 3 mílna Iandhelgin, sem í gildi var til
1952, var að flatarmáli 24.530 ferkílómetrar, en lengd sjálfr-
ar landhelgislínunnar var 1240 sjómílur. 4 sjómilna landhelgin
sem þá tók við var að flatarmáli 42.905 ferkílómetrar, en
lengd landhelgislínunnar var 934; hún hafði sem sé stytzt
vegna þess að grunnlínum var breytt. 12 sjómílna landhelgin,
sem nú hefur verið í gildi í eitt ár, er að flatarmáli 68.533
ferkílómetrar, en lengd landhelgislínunnar er svipuð og meðan
4 mílur voru í gildi. Stækkun fiskveiðilandhelginnar síðan
1952 nemur iira 180%; hún hefur næstum þyí þrefaldazt.
Einskis látið ófreistað til að
bræða ís kalda stríðsins
Krústjoff lýsti yfir í gær að á fundum sínum með Eis-
enhawer á næstunni myndi hann einskis láta ófreistað
til að bræða ís kalda stríðsins.