Þjóðviljinn - 08.09.1959, Page 10

Þjóðviljinn - 08.09.1959, Page 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þnðjudagur 8. september 1959 Bæjarpósturinn Framhald af 6. síðu. ætti verzlunin á hættu að sitja uppi með birgðir af rán- dýrum kartöflum, þegar þær lækka aftur, og það myndi ekki þykja gott beldur. Og svo hundskamma sumir fram- leiðendur Grænmetisverzlunina og segja, að hún hafi tekið svo eða svo marga sekki af hinurn eða þessum, en ekkert af sér, hún sem sé kaupi kart- öflur af framleiðendunum samkvæmt einhverju mann- greindaráliti, skilst mér. Sjáifsagt má ýmislegt að störfum Grænmetisverzlunar- innar finna, en ég held, að það sé ekki rétt, að hún kaupi kartöflur samkvæmt manngreinaráliti, ég held meira að segja að hún hafi jafnan reynt að taka eitthvað af sem allra flestum framleið- endum fyrst á haustin, en skiljanlega hlýtur að verða aðeins um lítið magn að ræða frá hverjum fyrir sig, og einhverjir hljóta að verða aí- veg útundan, þar sem fram- boðið á vörunni er svo miklu meira en eftirspurnin. Svo eru kaupmennirnir í vandræðum líka, það vilja nefnilega allir selja þeim kartöflur. Það er sveimér ekkert grín að eiga við þetta: Ef það vantar kart- öflur á markaðinn nokkra daga, ætlar allt að verða vitlaust, og neytendurnir skamma Grænmetisverzlunina óbótaskömmum, og ef meira en nóg framboð er á kartöfl- um verður það sama uppi á teningnum, nema hvað þá eru það einkum framleiðendurnir, sem skammast. Er ekki til einhver jafnvægisnefnd, sem gæti tekið þetta til yfirvegun- ar? Annars ræktar pósturinn sjálfur dálítið af kartöflum, og þær eru svo góðar (gull- auga og rauðar 'íslenzkar), að ef þið smökkuðuð þær, þá er ég viss um að 'þið munduð aldrei borða aðrar kartöflur. Bernliarð rekien í neðsta sæti Framsó'knarmenn hafa nú birt framboðslista sína í nokkr- um kjördæmum. I Norðurlands- kjördæmi eystra er listi þeirra þannig skipaður: Karl Kristj- ánsson Húsavík, Gísli Guð- mundsson alþm. Reykjavík, Garðar Halldórsson Rifkels- stöðum, Ingvar Gislason lögfr. Akureyri, Jakob Frímannsson kaupfélagsstj. Akureyri, Björn Stefánsson kennari Ólafsfirði, Þórhallur Björnsson kaupfé- lagsstj. Kópaskeri, Edda Ei- ríksdóttir frú Stokkahlöðum, Teitur Björnsson bóndi Brún og Bernharð Stefánsson alþm. Akureyri. Þjóðviljinn mun síðar birta fleiri framboðslista hinna flokk- anna. Bretar gera npp Framhald af 5. síðu að því að reyna að taka brezka togara en raun varð á. Hann kvaðst hafa meint það sem hann sagði, þegar hann kvaddi togaraflotann við leland með orðunum: „Fari varðskipin bölv- uð“, en sagði jafnframt að ís- lenzka landhelgisgæzlan hefði unnið störf sín vel. „Við mynd- um hafa komið eins fram í þeirra sporum", sagði Ander- son. LTtgerðarmenn sem þurfa að fá stálnótabáta sína sandblásna og málmhóðaða, ættu að láta okltur taka við þeim, nú er síldarvertíð lýkur. — Grunnmálum einnig, ef þess er óskað. Ryðhreinsun & Málmhúðun s.f., Sími 35-400. I SJÖMENN athugið að til sölu er ca: 45 rúmlesta bátur, smíða- ár 1948. — Bátur og allur vélbúnaður ný yfirfarinn. Vél: AIPHA — DIESEL 3ja ára. Báturinn er fullibúinn til veiða fyrir n.k. vetrarvertíð Mjög hagstæð kjör (sama og engin útborgun) fyr- ir duglega sjómenn, sem vildu gera bátinn út frá einni af beztu verstöð\Sm landsins og leggja aflann upp hjá seljandanum. Öll aðstaða í landi mjög góð. Þeir sem óska frekari upplýsinga hringi í 17 - 500 virka daga. Breytt fyrirkomulag Mat- sveina- og veitingaþjónaskóEa 1 Fukien-héraði í Kína er ® verið að Ijúka byggingu raforkuvers, sem árlega á að framleiða 400 milljón kílóvattstundir rafmagns til iðnaðar. Smíði orku- versins hófst fyrir tveim árum. Uppistöðuvá'tnið, sem myndast fyrir ofan stífluna, gerir það kleift að hægt er að veita vatn- inu á 13000 hektara land- búnaðarlands og auka þannig frjósemi þess. Kosningarnar Framhald af 2. síðu. Stjómmálafréttaritarar eru á einu máli um að Macmillan. hafi beðið um hinn sérstaka fund sinn með drottningunni til þess að biðja hana að rjúfa þing og boða nýjar kosningar, sem fram skuli fara í næsta mánuði. Fréttaritarar segja að kosning- arnar eigi að fara fram um miðjan næsta mánuð. Búizt er við Macmillan komi aftúr til London, og þá verði gefin út tilkynning um kosningarnar. < Gaitskell og Bevan hraða sér heim Þegar Verkamannaflokksfor- ingjarnir Gáitskell og Bevan, sem nú eru í heimsókn í Moskvu, heyrðu um ferðir Macmillans, brugðu þeir við skjótt og gerðu ráðstafanir til þess að stytta dvöl sína í Sovétríkjunum og hætta við fyrirhugaða heimsókn sína til Póllands, og vilja þeir eðlilega hraða sér heim til kosn- ingaundirbúnings. Þeir Gaitskell og Bevan hafa birt tilkynningu um heimsókn sína til Sovétríkjanna. Segjast þeir þar hafa komizt að raun um að mikið skorti á að brezk og sovézk stjórnarvöld séu nægi- lega fróð um ástand og hagi hvors annars. Nauðsynlegt sé að koma á víðtækari og frjálsari skiptum á upplýsingum um stjðrnarmálefni landanna. Föstudaginn 4. sept. var Mat- sveina- og veitingaþjónaskólinn settur í húsakynnum skólans í Sjómannaskólahúsinu. Við- staddir skólasetninguna voru auk skólastjóra, skólanefndar og nemenda allmargir mat- reiðslu- og framreiðslumenn er luku sveinsprófi fyrir 10 árum, og einnig voru viðstaddir fleiri gestir. Skólasjórinn, Tryggvi Þor- finnsson, setti skólann með ræðu. í upphafi minntist hann nýlátins prófdómara í fram- reiðslu, Páls Arnljótssonar for- manns Sambands matreiðslu- og framreiðslumanna, en hann lézt í sumar eftir stutta en erfiða sjókdómslegu. Heiðruðu allir viðstaddir minningu hans með því að rísa úr sætum. í ræðu sinni lýsti skólastjóri starfsemi skólans og kennara- liði sem í vetur verður svipað og í fyrra. Eftir beiðni skóla- nefndar skólans fól fyrrv. ráð- herra, Hannibal Valdimarsson, skólariefnd ásamt skólastjóra, yfirkennara og fulltrúa ' Iðn- fræðsluráðs, Óskari Hallgríms- syni, að en’durskoða reglugerð skólans, og gerðu þessir aðilar tillögur að nýrri reglugerð fyr- ir skólann er samgöngumála- ráðuneytið staðfesti 31. júlí s.l. Er um að ræða ýmsar breyt- ingar á fyrirkomulagi við kennslu og námsgreinum. Skóla- árinu var breytt þannig að skólinn hefst eftirleiðis 1. sept. í stað 1. okt. áður og lýkur í lok aprílmánaðar í stað lok maímánaðar áður. Er skólastjóri hafði lokið móli sínu tók Sveinn Símonar- son matreiðslumaður til máls, og tilkynnti að hann hefði á- kveðið að gefa peningagjöf sem vísi að stofnun sjóðs sem styrkja ætti efnilega mat- reiðslumenn til framhaldsnáms erlendis, og bað Sveinn Símon- arson skólanefnd og skólastjóra að semja með sér reglur fyrir hinn væntanlega sjóð. Formað- ur skólanefndar, Böðvar Stein- þórsson matreiðslumaður, þakk- aði gjöfina og sagði skólanefnd vera fúsa til að semja þessar reglur eins og beðið væri um. í ræðu sinni minntist Böðvar Steinþórsson fyrsta sveinsprófs í matreiðslu- og framreiðslu sem haldið var í húsakynnum skólans nú fyrir réttum 10 ár- um en Sveinn Símonarson var einn þeirra er þá lauk sveins- prófi og er gjöfin gefin í tilefni þess. Formaður skólanefndar ræddi um ýms óleyst mál varð- andi matreiðslu- framreiðslu- og veitingamannastéttirnar, og hvatti sérstaklega þau samtök er stéttirnar varða að samein- ast um framgang þeirra. Símon Sigurjónsson fram- reiðslumaður tók til máls, og tilkynnti fyrir hönd 11 fram- reiðslumanna er sveinsprófi luku fyrir 10 árum að þeir hefðu ákveðið að gefa skólan- um peningagjöf að upphæð 11 þúsund krónur, og var skóla- stjóra afhent sparisjóðsbók með þeirri upphæð. Skal peningum þessum varið til kaupa á ýms- um kennslutækjum fyrir fram- reiðsludeild skólans eftir nánari ókvörðun skólastjóra, yfirkenn- ara og fulltrúa gefenda. Skóla- stjóri þakkaði hinar höfðing- legu gjafir og þá ræktarsemi við skólann er bak við stæði. Skólastjóri Matsveina- og veitingaþjónaskólans er Tryggvi Þorfinnsson en Sigurður B. Gröndal er yfirkennari. • AUGLÝSIÐ 1 ÞJÓÐVILJANUM Dregíð í 9. flokki á fimmtudðg ÁSeins fveir söludagar effir - Happdrœffi Háskóla Islands

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.