Þjóðviljinn - 08.09.1959, Qupperneq 12
VfSræSur austurs og vesturs um af-
vopnunarmálin hef jast á næsta ári
Samkomulag um nefnd líu þjóða er kemur saman
í Genf snemma á næsta ári
Stjórnir Sovétrikjanna, Bandaríkjanna, Frakklands og
Bretlands hafa náð samkomulagi um að stofna nefnd tíu
rikja til þess að fjalla um afvopnun í heiminum.
Fulltrúar í nefndinni verða frá
stórveldunum fjórum, sem
standa að stofnun nefndarinnar,
og auk þess frá Kanada, Pól-
landi, Tékkóslóvakíu, Búlgaríu,
Rúmeníu og ftalíu.
Verða þannig fimm vestræn
ríki, sem eiga fulltrúa í nefnd-
I
Lítill drengur
höfukúpubrotnar
í bílslysi
Fimm ára gamall drengur
varð fyrir bifreið hér í Reykja-
vík sl. sunnudag og höfuðkúpu-
brotnaði.
Slysið varð skömmu eftir há-
degi í fyrradag í Mávahlíð, er
drengurinn Sveinbjörn Egill
Hauksson, Mávahlíð 43, hljóp
skyndilega út á götuna og varð
fyrir bifreið. Drengurinn var
fluttur í slysavarðstofuna og
þaðan í Landspítalann,
inni og fimm af sósíalisku ríkj-
unum eiga þar fulltrúa.
Opinberar tilkynningar um
stofnun nefndarinnar voru birt-
ar samtímis í Moskvu, París,
Washington og London í gær.
í tilkynningunum segir einnig
að nefndin muni taka til starfa
í Genf snemma á næsta ári. Mun
nefndin ræða möguleika og leið-
ir til að takmarka vígbúnað og
fækkun á herliði einstakra ríkja,
og einnig mun nefndin ræða al-
Báturinn lá aí sér
veður á Fljótavík
í gær og fyrradag lýsti Slysa-
varnafélagið eftir trillu frá Flat-
eyri, Biika, sem farið var að
óttast um, þar sem ekkert hafði
til hans frétzt í nokkra daga.
Síðdegis í gær spurðist svo til
bátsins. Hafði hann legið af sér
veður á Fljótavík og var ekk-
ert að. Á Blika eru tveir menn.
menna afvopnun í heiminum.
Nefndin mun veita Sameinuðu
þjóðunum stöðugar upplýsingar
um störf sín, og standa vonir
til að störf nefndarinnar geti
skapað grundvöll undir sam-
komulag um afvopnunarmál inn-
an S. Þ.
Eisenhower í
Washington
Eisenhower Bandaríkjaforseti
kom í gær til Washington úr
Evrópuför sinni, sem stóð í 13
daga. Nixon varaforseti og
nokkrir ráðherrar tóku á móti
honum á flugvellinum, svo og
nokkur hundruð áhorfendur.
Eisenhower hafði í hyggju að
koma við á Keflavíkurflugvelli
á heimleiðinni, en hætti við
það vegna veðurs en hafði þess
í stað viðdvöl á Nýfundnalandi.
Forsetinn lét vel yfir för
sinni og kvaðst hafa komizt að
raun um að vesturveldin væru
sammála um grundvallaratriði
heimsmálanna en nauðsynlegt
væri að umræður milli æðstu
manna vesturveldanna færu
sem oftast fram.
Önnur fegurðarsamkeppni sum
arsins í Tívolí um sl. helgi
Fegurðarsamkeppni fór fram
í skemmtigarðinum Tlvoli á
sunnudaginn. Var þá keppt um
titilinn „Ungfrú Reykjavík
1959“.
Þetta var fyrrihluti kepon-
innar; síðari hlutinn, úrslita-
lceppnin, átti að fara fram i
gærkvöld en var þá frestað um
óákveðinn tíma vegna veðurs.
Á sunnudaginn komu fram
sjö stúlkur í keppninni: Ester
Garðarsdóttir, Grenimel 25, 24
ára, Svanhildur Valsd., Berg-
staðastræti 60, 20 ára, Heiða
Guðjónsdóttir, Stórholti 14, 23
ára, Sigríður Clausen, Snekkju-
vogi 15, 17 ára, Bergljót Berg-
sveinsdóttir, Melgerði 32, 17
ára Dóróthea Sturludóttir,
Efstasundi 79, 17 ára og Sig-
rún Jónsdóttir Kleppsveg 36,
17 ára.
Fyrstu verðlaun í fegurðar-
samkeppni þessari eru ferð og
nokkurra daga dvöl á Mallorca,
2. verðl, flugferð til Lundúna
og Kaupmannahafnar,
I dómnefnd eiga sæti Albert
Guðmundsson heildsali, Erling-
ur Þorsteinsson læknir, Gestur
Einarsson Ijósmyndari, Helgi
Oddsson verzlunarmaður, frú
Elín Ingvarsdóttir og ungfrú
Rúna Brynjólfsdóttir.
Stúlkurnar sjö, sem þátt tóku
í fegrurðarsamkeppninni í Tí-
volí í fyrrakvöld. Þær eru
(taldar frá vinstri); Ester
Garðarsdóttir, Svanhildur
Valsdóttir, Heiða Guðjóns-
dóttir, Sigríður Clausen, Berg-
ljót Bergsveinsdóttir, Dórót-
hea Sturludóttir og Sigrún
Jónsdóttir. (Ljósm. Studio).
Einn sœkir um
skólameisfara-
embœttið ML
Um embætti skólameistara
við Menntaskólann á Laugar-
vatni hefur borizt ein umsókn.
frá Jóhanni Hannessyni, M.A.,
bókaverði við Fiskesafnið í
Cornellháskóla í Iþöku.
(Frá menntamálaráðu.
neytinu).
þlÓÐVlUINN
Þriðjudagur 8. september 1959 — 24. árgangur — 192. tölublað.
KR-ingar taka við fslandsbikarnum
Síðasti leikur Íslandsmótsins í knattspyrmi (1. deild) fór
fram á Laugardalsvellinum liér í Reykjavík sl. sunnudag.
Kepptu þá KR-ingar, sem þagar fyrir leikinn höfðu
tryggt sér Islandsmeistaratitilinn, og Akurnesingar, ís-
landsmeistarar fyrra árs. Leikar fóru svo að KR-ingar
sigruðu með 4 mörkum gegn 2. — Myndin hér fyrir ofan
var tekin að leik Ioknum, er Björgvin Schram, formaður
Knattspyrnusambands íslands, afhenti sigurvegurunum
Islandsbikarinn, verðlaunagripinn sem um var keppt. Það
er fyrirliði KR-inga á leikvelli, Gunnar Guðmannsson,
sem tekur við bikarnum úr hendi Björgvins. — Ljósm.:
Bjarnleifur,
Fyrsta umferð á kandidata-
mótinu var tefld í gærdag
Mótið var sett á sunnudaginn og dregið um
röð keppenda, önnur umferð tefld í dag
Kandidatamótið í skák var sett sl. sunnudag í borginni
Bled í Júgóslavíu, en fyrsta umferð var tefld í gær.
Á sunnudaginn var dregið um
röð keppendanna og er hún
þessi: 1. Smisloff, 2. Keres, 3.
Þetrosjan,' 4. Benkö, 5. Gligoric,
6. Friðrik, 7,,'Fischer og 8. Tai.
Samkvæmt því hafa þessir telft
saman í fyrstu umferðinni og sá
haft hvítt, er á undan er talinn:
Smisioff og Tai, Keres og Fisch-
er, Petrosjan og Friðrik, Benkö
og Giigoric. í dag teflir Tal við
Gligoric, Friðrik við Benkö,
Fischer við Petrosjan og Smisl-
Framhald á 6. síðu.
Öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna kom í gær saman til þess
að ræða ástandið í Laos. Banda
ríkjamenn lögðu fram tillögu
um að skipuð yrði nefnd fjög-
urra rikja til þess að fara ' til
Laos og kynna sér ástandið.þar
Lögðu þeir til að í nefndinni
verði fulltrúar ítalíu, Argen-
tínu, Japans og Túnis.
Fulltrúar Suðausturasíu-
hernaðarbandalagsins ræddu í
gær við varautanríkisráðherra
Bandaríkjanna um það hvort
hernaðarbandalagið mætti sker-
ast í leikinn í Laos gegn upp-
reisnarmönnum.
Bretar eru aðilar að banda-
laginu, en ýmis brezk blöð vör-
uðu í gær við því glapræði að
senda herlið frá bandalaginu til
Laos.
Forsætisráðherra Norður-
Vietnam hefur sent mótmæli
gegn ásökunum Laosstjórnar
um íhlutun frá Norður-Vietnam
í Laos. Mótmælin voru send
Hammarskjöld framkvæmda*
stjóra S.Þ., forseta allsherjar-
þingsins og Öryggisráðinu.
Sukarno, forseti Indónesíu,
hefur boðizt til þess að reyna
að miðla málum í Laos, ef mál-
ið leysist ekki á vegum S.Þ.
Segir hann að ef skipuð verði
eftirlitsnefnd til að kanna á-
standið í Laos, vérði hún að
vera skipuð fulltrúum hlut-
lausra ríkja.
Styðja mótmæli
Marokkóstjórnar
Arababandaiagið hefur sam-
þykkt að styðja mótmæli stjórn-
ar Márokkó gegn kjarnaspreng-
ingum Frakka í Sahara. Mar-
okkóstjórn hefur feent mótmæli
gegn kjarnasprengingunum til
Sameinuðu þjóðanna.
Þetta var tilkynnt á ráðstefnu
Arababandalagsins, sem nú
stendur yfir í Casablanca.