Þjóðviljinn - 31.10.1959, Síða 11

Þjóðviljinn - 31.10.1959, Síða 11
Laugardagur 31. október 1959 — ÞJÖÐVILJINN — (11 VlGKl.BAVM: l ^ . sínum, er ekki hæfur til að sjá um almenn hagsmunamál, samsinnti hinn. — Nei, ert þú þarna, A. W., kallaði hinn fyrri. Við vor- um einmitt að spjalla um þennan Corbett. Telur þú ekki líka víst að hann sé búinn að vera? — Að mínu áliti hefur hann aldrei haft neina mögu- leika. Hann er ekki annað en vesæll auglýsingamaður og hefur ekki einu sinni útsjónarsemi til að vera það. — Ég vildi óska að hann kæmj ekki með þennan Fergu- son með sér í klúbbinn. Hann er ekki af þeirri mann- tegund sem við æskjum eftir. Geturðu ekki minnzt á það mál á næsta stjórnarfundi, A. W. — Það er ekki útilokað, sagði Hujrsmans og hélt ófram. Nú leið honum betur. Já, honum leið svo vel að fáein- um mínútum síðar gekk hann út í hornið, þar sem Corbett sat í lágværum en áköfum samræðum við þennan Fergu- son náunga. — Gott kvöld, sagði hann og nam staðar við borðið hjá þeim. Corbett snerí sér við og Ferguson varð svo dol- fallinn þegar hann sá erkióvininn, að hann lyfti bak- hlutanum með lotningu upp úr stólnum. — Það var leitt að Herald skyldi taka yður svona í gegn. Jafnvel þér hljótið að viðurkenna að Star Tribune slær aldrei undir beltisstað — það tæki ég aldrei í mál. En það skjptir engu máli, sagði Huysmans með uppgerðar uppörvun. Ég er gömul blaðarotta og veit að fólk gleymir á morgun því sem það las í dag. — Þér haldið þó ekki að mér standi ekki á sama um það sem stendur í þessum sneplum? Sem gömul blaða- rotta hljótið þér líka að vita að slæmt umtal er betra en alls ekkert umtal, svaraði Dale Corbett mjúkmáll. Ég get að sjálfsögðu ekki keppt við yður í því. Hvernig áhrif hefur það að láta lýsa sér sem rómantísku fyrir- brigði og einum stórkostlegasta elskhuga veraldarsögunn- ar? En þér eruð kannski ekki búnir að lesa Evening Post? Huysmans hafði farið af skrifstofunni í svo miklum flýti, að hann hafði ekki verið búinn að líta yfir Evening Post. Ákafi Corbetts þegar hann dró samanvöðlað dag- blað upp úr brjóstvasanum og lagði það á borðið, kom svitanum út á Huysmans. Hann sá aðeins röð af þoku- kenndum myndum sem huldu næstum heila opnu. En hann vissi þá þegar að eitthvað illt var í vændum. Hon- um tókst að brosa föðurlega. — Auðvitað er ég búinn að lesa það — það er býsna kyndugt? tautaði hann og hafði ekki hugmynd um hvað hann var að tala. Allt í einu var búið að brjóta dagblaðið saman aftur og stinga því í hönd hans. Það voru eins og galdrar. Það sem byrjaði sem sigurstrangleg árás á Dale Corbett, endaði sem ömurlegur flótti. En nú var stóll Huysmans auður og bauð hann vel- kominn með mjúkum, bólstruðum örmum. Sjúss var bor- inn til hans og kveikt í vindli fyrir hann. Hann lagfærði leslampann, sneri stólnum frá anddyrinu og þarna í ein- verunni setti hann upp gleraugun og þorði að líta á opnuna í óvinadagblaðinu. Við fyrstu sýn voru myndirnar leiðinlegar, eins og ljósmyndir í fjölskyldualmbúmi: safn ljósmynda undir fyrirsögninni: Kárlmennirnir í lífi henn- ar. Það var sundurleitur hóþUr sem bar vitni um lélegan smekk. Þar voru ungir ménn, 'mlðaldra menn, gamlir menn. Sumir voru grannir og fríðir, aðrir feitir — og sjálfsagt voru veskin þeirra vel úttroðin. Sumir minntu á glæpamenn, aðrir á búðarlokur og örfáir á heldri menn. Þetta var mjög lýðræðislegt safn, þarna voru nöfn og andlit sem voru dæmigerð bandarísk, írsk, gyðingsleg og rómönsk, tvö eða þrjú voru með miðevrópusvip. Þarna var greifi og þjónn, þarna var lögreglufulltrúi og sömu- leiðis maður sem nú var að afplána refsingu í Sing Sing fyrir víxlafölsun og meinsæri. Þarna voru ótján menn alls — Huysmans taldi þá vandlega. Ekki einu sinni blaðamaðurinn lét sér sæma að dylgja um að Marylynn hefði haldið við þá alla. En samt sem áður var þetta sundurleitur og lítillækkandi hópur ;— og hann, A. W. Huysmans, var í þessum hópi. Fimmtán þesara mynda innrömmuðu þrjár stórar myndir í miðju: Luke Jordan, Lee Crenshaw og Huysmans. Æfð augu Huysmans sáu á svipstundu að myndin af Luke var fegruð auglýsingamynd. Hinn raunverulegi Luke Jordan hafði aldrei verið svona aðlaðandi, athyglisverð- ur og skemmtilega kæruleysislegur í útliti. Hinum meg- in stóð Lee Crenshaw, snotur og fríður í einkennisbún- ingi sínum með bátinn á skakk og bros hans var opin- skátt og ómótstæðilegt eins og hjá kvikmýndaleikara. Á ermi hans voru sex ræmur sem táknuðu að hann hefði verið í Evrópu, og þótt hann væri breiður um brjóstið, var varla rúm fyrir allar orðurnar. Og milli þessara tveggja manna fann A. W. Huysmans sjálfan sig: augna- bliksmynd sem sýndi hann sem ófélega mannveru í blaut- um og kryppluðum sundbuxum, gamlan apa sem geiflaði sig ógnandi framan í myndavélina. Allt í einu mundi hann hver átti sök á þessum ósóma — óþolandi þrettán ára stelpufífl — sumargestur hjá einhverri frú — sem álpaðist um baðströndina, læddist að fólki með litlu kassavélina sína og tók myndir þeffar verst gegndi og hljóp síðan burt með ærandi óhljóðum. Þegar Huysmans var búinn að lesa gaum' æfilega öll atriðin í „Karlmennirnir í lífi hennar“, braut hann blað- ið vandlega saman og sat í fimm mínútur 02 starði fram fyrir sig án þess að segja neitt. Hann sauo á drykk sín um, en það var óbragð að honum og hann hélt honum varla niðri. Hann þurfti eitthvað til að róa taugarnar og hann saug vindil sinn ákaft og rétt á eftir fann hann til svo mikillar ógleði, að hann minntist þess ekki að hafa liðið eins illa síðan hann reykti í fyrsta skipti. Hann drap í vindlinum í öskubakkanum og ýtti drykknum frá sér. Blaðinu vöðlaði hann saman í þéttan vöndul — allt í einu fékk hann viðbjóð á prentsvertulyktinni, sem hann hafði annars elskað alla sína ævi. Hann sundlaði vitund þegar hann reis á fætur, en honum tókst að ganga settlega að bréfakörfunni og þangað fleygði hann dagblaðinu með votti af gamla hrokanum í fasi. Að því búnu lagði hann upp í annan áfanga ferðarinnar og gegn- um vaxandi þoku komst hann leiðar sinnar fram á sal- erni karla. — Gott kvöld, herra Huysmans. Það er heitt í dag, sagði þeldökki, hvítklæddi náunginn sem var eins og Ijós vofa fyrir augum Huysmans. — Gott kvöld, Washington. Já, það er býsna heitt, sagði Huysmans, þótt hann fyndi um leið til nístandi kulda, eins og þúsundir ísnála væru í blóði hans. Gólfið vaggaði undir honum eins og þilfar í ósjó. Hann settist í skyndi á stólinn sem ýtt var undir titrandi hné hans. — Eruð þér lasinn, herra Huysmans? Það er sjálfsagt hitinn, sagði Washington, og hann heyrði varla til hans fyrir síhækkandi vatnshljóði. Nú var ekki eftir nema eitt — höfuðverkurmn sem versnaði stöðugt. — Ég verð að fá flösku af sódavatni, sagði Iluysmans ... Bob Simms, gamli fréttamaðurinn á Star Tribune, reik- aði inn í barinn á Þriðju götu eins og hann væri mjög drukkinn, en reyndar var hann algáður aldrei slíku vant. Án þess að stanza við afgreiðsluborðið, þaut hann inn símaklefann, stakk pening í raufina með skjálfandi fingr- um og náði sambandi við Jenkins. — STÓRFRÉTT! STÓRFRÉTT! STÓRFRÉTT! hrópaði hann. Hlustaðu nú á, Jenkins, gamli vinur. Stórfrétt númer eitt: Þegar Marylynn kom til meðvitundar, bað hún ekki um að fá að sjá nýja manninn sinn, heldur sendi boð eftir Luke Jordan, fyrrverandi eiginmanninum. Það líkaði eiginmanninum engan veginn og þeir lentu í slags- málum. Luke hafði betur — já, þér misheyrðist ekki, Luke Jordan, sjötiu og fjögur kíló gegn Lee Crenshaw segant, niutíu og eitt kíló. Þetta er dagsanna. Ég hef þetta beint frá Sid Carp, sem fékk glóðarauga, þegar hann reyndi að skilja þá. Stórfrétt númer tvö: Ef ekkert óvænt kemur fyrir, er Marylynn úr allri hættu, segir Bassington læknir. Stórfrétt númer þrjú: Marylynn varð fyrir slysaskoti. Þetta var allt í spaugi og þessi Poker vissi ekki að byss- an var hlaðin. Þú ræður hvort þú trúir því, en þetta er Marylynn búin að tilkvnna lögreglunni. Jæja, eru þetta ekki stórfréttir? Þetta hlýtur að vera að minnsta kosti fimmtíu dala virði, eða hvað? Friðnn miða Framhald af 12. síðu. annarhvor kjósandi hafi bor- ið nierkið á kjördag og með hví lagt áherzlu á kröfur lijóðarinnar ‘í landlielgismál- inu. Enn er ókomið uppgjör frá allmörgum seljendum merkis- ins og eru það vinsamleg til- mæli nefndarinnar að uppgjör verði sent svo fljótt sem auð- ið er. Islenzk lnnga Framhald af 4. síðu. Efni þessa þáttar er tekið sitt úr hverri áttinni, eine og ég gat um í upphafi. I næstu þáttum vildi ég taka nokkuð til meðferðar málfar blaða- manna nú síðustu vikurnar. Eg hef safnað nokkru efni til þes'-, en ég kemst ekki yfir að lesa öll blöðin, svo að það væri vel þegið ef einhverjir lesendur þáttarins vildu senda mér línu eða hringja til mín og segja mér frá málvillum eða slæmu orðalagi í blöðum undanfarið, þegar þeir rekast á þvílíka hluti. Framhald af 5 siðu. hefur sama fjölcia farartækja og Róm, enda þótt íbúar Ham- borgar séu færri, eða 1.8 millj. en í búar Rómar eru 2 millj. Hamborg er þó allmiklu stærri að flatarmáli og nær yfir 270 ferkilómetra. Og þar eru yfirleitt vel breiðar um- ferðargötur og umferðin til- tölulega greið. . . ■.'pþariÁýýur hlauþ á milU maxgrayeríkuaav ilÖkUOftl AMIÚIÍ HeUM! (SIS) -AiístursWððfi .árKújTiiE 'líVíf Trúlofunarhringir, Stein- hririgir, Hálsmen, 14 oft , 18 kt. gull.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.