Þjóðviljinn - 11.11.1959, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 11.11.1959, Qupperneq 7
— Miðvikudagur 11. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Moskvu 30. október. AS hlta upp jörð'na I Moskvu býr verkfræðing- ur, Borhof að nafni. Hann lætur sig dreyma um það að hita upp allt norðurhvel jarð- ar, það' munar ekki um þáð. Norðurheimskautsísinn, seg- ir hann í v'ðtali við frétta- ritara, er mannkyninu gífur- legur búdjöfull. Tökum t. d. Sovétríkin. I næstum því helmingí landsins ríkir eilíft frost. 15% landsins eru ó- ’byggilegar túndrur. Kuldinn gleypir '10% af allri fjárfest- ingu í Sovétríkjunum vegna. ■þess hve dýrt er að reisa verksmiðjur og borg;r í norð- 'iægum héruðum. Kanada og Aiaska eru í svipuðum nauð- •um. Og hrísbændur í Japan og vínyrkjumenn í Prakk- 'landi og margt gott fólk ann- -að verða margoft fyrir miklu tjóni sakir veðrabrigða sem tengd eru kulda norðurhafa. Því ber mik'l nauðsyn til að ‘bræða þennan ís. * Fyrst er það að athuga, að hafísinn hefur ekki endi- lega myndazt af því, hvað sjórinn í Norðuríshafi sé kaldur. Hér á hafið ekki sök, heldur þær vatnsmiklu ár, ■eem í íshaf'ð renna: Ob, Lena, Jenesei og aðrar slíkar. Hið ósalta vatn þeirra er léttara ■en hið salta sjávarvatn og :frýs auðveldlegar. Varmi isjávarins verður því eftir ur.dir ísbreiðunni. Það þarf sem sé að út- rýma ísnum. Það gæti Golf- .straumurinn gert, þessi vold- -ugi hlýji straumur, sem kem- ur inn í íshafið úr At'anzhafi. Ef hann kæmist óhindraður inn í Norðuríshafið, myndi hann auðveldlega bræða upp heimskautaísinn smám sam- an. En íshaf;ð verst atlög- unni, það sendir á móti Golf- straumnum kalda straumá og •eru þar illkynjaðastir Labra- ■dorstraumurinn og Austur- ■Grænlandsstraumurinn. Þeir kæla Golfstrauminn og draga úr mætt: han.s, svo að hann hverfur undir ísbreiðuna án þess að skadda hana að ráði. Þessvegna er nauðsynlegt að ídraga úr mætti köldu straumanna evo að Golf- straumurinn fái tækifæri til að beita sér, segir Borísof. Þetta má gera með því að Teisa stíflu milli Alaska og Síberíu yfir Beringssund, — eetja þar upp gríðarmiklar dælur og dæla kö’dum sjó úr Ishafinu suður í Kyrrahaf. Þá gæti Golfstraumurinn sótt fram sunnan úr Atlanzhafi og' brætt ísinn í næði. Hér má og geta þess, að ísinn •endurkastar 90% sólarhitans, hann verður fyrir. Aftur á rinóti gleypir opið haf í sig sólarlrta af mikilli græðgi. Ef íshafið væri íslaustmyndi það þannig taka til varðveizlu hundraðfaldan þann hita, sem á hverju ári. fæst úr jörðu í mynd kola eða olíu. Hita- forði jarðar í heild myndi stórvaxa. Allt er þetta fyrirtæki hið stórfenglegasta og næstum ævintýralegt, samt er þessi áætlun framkvæmanleg, enda væri það mikil hneisa fyr:r mannkynið að geta ekki breytt loftslagi á jörðunni úr því að búið er að ljcsmynda skallann á tungknu. Hefur Borísof gert allýtarlegar á- ætlanir um framkvæmdar- mögu1eika og hugsanlegan kostnað. Að vísu þyrfti stífl- an yfir Beringssund að vera 74 km. að lengd og dýpi er þarna um 50 metrar að með- altalí. Og dælurnar sem létta eiga fyrir sókn Golfstraums- ins, þyrftu gríðarlega raf- orku. En þetta væri sem sé allt framkvæman’egt, ef tek- in yrði upp alþjóðleg sam- vinna um þetta mál, og þá fyrst og fremst ef Sovétríkin og Bandaríkin gerðu með sér samkomulag hér að lútandi. Og ef þetta fyrirtæki heppnaðist, þá myn.du freð- mýrar Síberíu og Norður- Ameríku breytast í akra og engi, franskir vínbændur gætu gengið rólegir til hvílu, öh Skandinavía mætti eflast að frjósemi og öðrum unaðs- semdum. Þá yrði mikið júbl- að um allan heim. Þættir úr lífsbók Walters Reuthers. Menn kannast við Walter Reuther, hann er nefndur verkalýðsforingi, skipar þýð- ingarmikla stöðu, er varafor- seti ban.darísku verkalýðs- samtakanna: A.F.L. — C.I.O. Samt er þessi maður mikill málsvari amerísks kapítal- isma og svo mikill haturs- maður sósíalisma að honum verður einna helzt líkt við Dulles sáluga eða þá Spell- man kardínála. Að minnsta kosti brást hann allra manna verst við heimsókn Krústjoffs til Bandaríkjanna, eins og kunnugt er úr blöðum. Ekki hefur Reuther þessi samt alltaf ver'ð svona ilia innrættur. í dagblaðinu Trúd birtist 29. október bréf frá landa Reuthers og fyrrver- andi samverkamanni, John Rushton. Rushton segist svo frá: Eg kynntist Reuther 1928 er við unnum saman í verk- smiðjum Fords í Dearborne. Við verum þá ungir menn og róttækir, hann reyndar sonur þýzks sósíaldemókrata af gamla skólanum. Bar okkur þá margt í tal um framfarir hins unga Sovétlýðveidis. Ár- ið 1932 var ég rekinn úr vinnu fyr'r að safna fé til út- farar verkamanna, sem fallið höfðu í átökum við’ lögregl- una í hungurgöngunni til River Rouge. Um það leyti réðu Sovétríkin faglærða er- lenda verkamenn og. verk- fræðinga til að aðstoða við byggingu bílaverksmiðjunnar Gorkí. Eg réð mig þangað. Eftir nokkra mánuði kom Walter Reuther þangað einn- ig til starfs ásamt bróður sínum, Victor. I Gorkí unnu þeir hálft annað ár. Við héldum kunningsskap okkar. Walter var mjög hrif- inn af framförum Sovétríkj- anna og hann lét ekkert tækifæri ónotað til að for- mæla . kapítalismanum. Þá tók ég eftir ýmsu fráhrin.d- andi í fari hans nú þegar við vorum svo mikið saman og á ég þá fyrst og fremst við óvenjulega peningagræðgi mannsins. En við fyrirgáfum honum þetta að nokkru, hugs- uðum sem svo, að enginn maður sé gallalaus með öllu. Síðar kom 'á daginn, eins og segir í bréfinu, að þessi klofningur persónuleikans reyndist Reuther nokkuð háskalegur. Eftir endur- komu sína til Bandaríkjanna gaf hann smám saman allan sósíalisma frá sér, enda hafa róttækar skoðanir aldrei þótt vænlegar til framdráttar í þvísa landi. Árið 1938 gekk hann úr sósíalistaflokknum. Síðar hefur hann hafizt til mikilla metorða, orðið hálf- opinber verkalýðsfulltrúi landsins og um leið svarinn fjandmaður sósíalisma. Þess er og getið, að árstekjur Reuthers muni nú nema 22 þúsund ídollurum. Það er því auðséð, að maðurinn hefur „komið sér áfram í lí?inu“. Fréttamaður frá Trúd hef- ur sýnt bréf Rushtons öðrum fyrrverandi samverkamönn- um Reuthers við Gorkiverk- smiðjuna. Þeir taka mjög í sáma streng, en eru þó enn harðorðari í garð Reuthers og tala mjög um brasktil- hneigingar hans. Segja þeir, að þeir bræður hafi haft með sér frá Vestur-Evrópu ýmis verkfæri, sem hin nýreista verksmiðja kynni að þurfa á að halda í vöruhungri fyrstu framleiðsluáætlananna, og selt síðan með góðum hagn- aði, einnig prangað með vinnufatnað. Þá lætur kona ein rússnesk til sín heyra í sama b’aði, en hún liafði verið gift Walt- er Reuther í átta mánuði. Reuther var, segir hún, róm- antískur byltingarmaður í til- hugalífinu og talaði mikið og fallega um þá þyrnibraut, sem þau hjónin ættu ógengna í stéttabaráttunni. En þegar búskapur hófst hætti Walter mikið umræðum um slíka hluti, og eftir átta mánaða sambúð tók hann hatt sinn og fór til Bandaríkjanna, og skrifaði konunni aldrei. Lífsbók Reuthers er auð- sjáanlega ekki sérstaklega hrífandi, en hún er að minnsta kosti mjög fróðleg. Bréf frá Hemingway. I e'nhverju boði í Banda- ríkjunum voru sovézkir blaða- menn spurðir að því, hvernig því yrði tekið ef Hemingway yrði í fylgd með Eisenhower, þsgar forsetinn kæmi í heim- sókn til Sovétríkjanna. Blaða- menn sögðu að rithöfundin- um yrði vel fagnað. Blaða- maður frá Newsweek spurði Hemingway síðan um álit hans á málinu, og átti Hem- ingwey að hafa svarað því til að hann skipti atdrei á nauti og borsj (rússnesk kálsúpa), en um þetta leyti horfði Hemingway á nautaat. Eftir nokkurn tíma fær ritstjóri Litératúrnaja gaz- éta í Moskvu svohljóðandi bréf frá Hemingway: Kæri herra. Þegar blaðamaður nokkur hitti mig í Murcia í hléi milli þriðja og fjórða nauts og hópi finnskra, ítalskra og rássneskra verkamanna við by.ggingu bílaverksmiðjunnar í Gorkí. Reuther situr fremst á myndinni \ ljósn svuntu. i — Walter Reuther bros- ir blítt framan í einn af for- stjórum General Motors, Levv- is Seaton. spurði, hvort ég hygði á Moskvuferð ásamt Eisenhow- er forseta, þá hélt ég þetta væri grín og svaraði honum: „Hvernig get ég farið til Moskvu, þegar meistarar Ror.daskólans taka þátt í nautaatinu á morgun“. Og ég hélt áfram í sama tón: „Ef ég yrði boðinn ásamt vini mínum Antonio Ordones, sem mun ganga á móti næsta nauti, þá myndi ég máske fara“. Eg gat ekki gert ráð fyrir því, að þessu yrði síðan dreift sem svari mínu við formlegu boði um að heim- sækja Moskvu ásamt Eisen- hower forseta. Eg myndi aldrei leyfa mér ókurtelsi eða Hemingvvay ruddaskap gagnvart blaði yð- ar, og því skrifa ég þessa at- hugasemd í þeirri von að þér birtið hana. Nú sem stendur er mér ó- mögulegt að fara tii Moskvu, þar eð ég er á ferð um Spán og fylgist með nautaati til að skrifa síðan framhald við „Death in the afternoon'* (verk, sem nú er verið að prenta í styttri þýðingu í Sóv- étríkjunum, að því að mér er Framh. á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.