Þjóðviljinn - 11.11.1959, Síða 11

Þjóðviljinn - 11.11.1959, Síða 11
VICKI BAUM: MITT — Hvað ég hef saknað þín — guð minn góður, hvað ég hef saknað þín, sagði hann með ofsa í rómnum. Það er mikil þolraun að vera ástfangin af stúlku eins og þér, Pókerfés. —• Þú ert ekki ástfangin af mér, Luke? — Jú, aulinn þinn, ég hef alltaf verið ástfanginn af þér, þótt ég hafi tekið stöku hliðarhopp. Alltaf, sagði hann og fór að strjúka hár hennar. Það var svo mikill innileiki í þessari litlu, óvæntu hreyfingu, að Bess lá við gráti. — Það er farið að birta, Luke. Horfðu ekki á mig, ég er svo Ijót, og nú fór hún að gráta. Vegna þess að Luke elskaði hana og þarfnaðist hennar, vegna þess að hún var ljót og Marylynn falleg, vegna þess að hann myndi bera þær saman og hún eignaðist hann aldrei að fuílu, vegna þess að guð var 'góður og .hafði gefið Marylynn líf og veitt henni, Bess, frest á síðustu stundu. Hún grét af sorg og hamingju og þurrkaði sér um nefið með grænu pokaermi persneska prinsins. — Hvað er að? spurði Luke kvíðafullur. — Ekki neitt. Það er farið að rigna. Fyrih utan opinn gluggann heyrðist eitthvað sem smám saman breyttist í samfellt regnhljóð. Dálítill vindblær feykti gluggatjaldinu til og margra smálesta gufuþrýst- ingur hvarf úr herberginu. Luke hélt enn hægri hönd hennar að hjarta sínu, sem barðist ótt og títt. —^líomdu hingað, Pókerfés, ég þarf að sýna þér dálít- ið, sagði hann, dró hana að háa speglinum milli glugg- anna og kveikti á lampanum á litla borðinu. Líttu á sjálfa þig. Horfðu vandlega á sjálfa þig, Pókerfés. Bess horfði feimin á spegilmync1 sína. En hafi hún búizt við að sjá sjálfa sig í nýrri og breyttri mynd, varð hún fyrir vonbrigðum. Hún sá aðeins sama, gamla, beina- bera vinnujálkinn, sem hún var löngu orðin þreytt á. Ljót? spurði Luke. Sátt er það, að ég man eftir þér sem ófríðri skýrleikstelpu í pensjónatinu í Brooklyn. En hvað heldurðu að hafi gerzt síðan? Annaðhvort hefurðu breytzt geysilega, eða þá að augun í mér hafa breytzt. í mínum augum ertu fallegasta beinasafn, sem ég hef nokkurn tíma séð — og falleg bein tapa ekki lögun sinni né hverfa úr tízku. Svo tók hann hana aftur í faðm sér og kyssti hana í annað sinn. í þeim kossi voru enn meiri fyrirheit en í þeim fyrri. Fyrir utan gluggann jókst regnhljóðið, kærkomið skýfall leið eftir dökkum himni í áttina að fljótinu dökkva. — Fínt crescendo, sagði Luke ánægður um leið og hann sleppti Bess og teygaði djúpt að sér ferska, raka loftið. Svo lagði hann handlegginn utanum hana aftur. En Bess Poker var nú einu sinni Bess Poker og sleit sig lausa. — Nú verðum við að vera skynsöm, Luke, sagði hún. Við eigum margt og mikið ógert. Eigum við ekki að hefjast handa? Luke sleppti henni ófús. — Við getum það svo sem, sagði hann og fylgdi henni auðsveipur að píapóinu. En þá verð ég að fá drykk. Hann byrjaði aftur að leika á hljóðfærið, en Bess gekk Hjartanlega þök'kum við öllum þeim fjær og nær, sem sýndu okkur samúð við fráfall og jarðarför ÁSDlSAR JÓHANNSDÓTTUR, Hveragerði. Jónína Benediktsdóttir María Jóhannsdóttir Sigríður Jóhannsdóttir Álfheiður Jóhannsdóttir Ármann Jóhannsson WTT ER .— Miðvikudagur 11. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (11 að litla vínskápnum og þar stóð hún djúpt hugsi nokkra stund og hugur hennar var víðs fjarri drykknum sem hún blandaði vélrænt handa honum. — Manstu eftir Birdie, Luke? spurði hún um leið og hún setti glasið á píanóið. — Hvaða Birdie? — Þessari litlu, rauðhærðu, sem hafði þögult hlutverk í „Hví ekki í kvöld?“ Manstu ekki eftir henni? Hún kom fólki til að hlæja og hörund hennar var eins og ný- mjólk. Heldurðu ekki að hún hefði möguleika? Luke mundi eftir Birdie af ástæðum, sem Bess var ókunnugt um. — Nú, sú Birdie, sagði hann og bældi niður bros. Jú, hún hefur sjálfsagt möguleika. Hvað um hana? — Ég veit það varla, en mér datt allt í einu í hug að ef við tvö tækjum þariajað pkkur, gætum við ef til vil mótað hanaMálítið og gert, hana að einhverjum per- sónuleika. Hún yrði tíu sinnum betri en Carmen Allison. Hún er alvé^‘ óþékkt,-ren hún-'eíi ung, og við gætum látið Sid Carp auglýsa hana á skemmtilegan hátt. Að hverju ertu að hlæja? Luke svaraði ekki. Ósjálfrátt stakk hann vinstri hend- inni í vasann en hélt áfram að leika með þeirri hægri. Bess kveikti á eldspýtu, en áður en hún vgr búin að kveikja á sígarettunni, datt honum nokkuð í hug og hann lagði frá sér sígarettuna, hátíðleffirr í bravði. — Fyrirgefðu, sagði hann. Ég var búinn að gleyma að ég ætlaði að hætta að reykja. Fyrirgefðu hugsaði hann, en það var víst einmitt svona sem við byrjuðum. Hann dró Bess þétt að sér á píanöbekknum og 'hélt áfram að leika. Moskvubréf j Framhald af 7. síðu. sagt). Þegar ég lýk því, bíð- ur mín erfitt starf, sem ég verð að ljúka til fulls, þar éð maður veit aldrei hve mikinn tima maður fær til að ljúka af verkefnum. Þegar áríðandi störfum er lokið, myndi ég með ánægju heimsækja Sovétríkin, og enn glaðari yrði ég ef ég gæti tekið með mér vin minn Ant- onio Ordones. Má vera okk- ur tækist að efna til náuta- ats í Moskvu, eða öðrum þar til hentugum stað. Með beztu óskum og virð- ingu fyrir yður og starfs- bræðrum yðar — yðar ein- lægur Ernest Hemingway. Spaiið peninga Vörusalan, Öðinsgötu 3 býður góð kjör ENDIR. Kaupum og seljum Framhald af 6 síðu stund alþjóðalög við laga- skóla þessarar menntastofn- unar og lauk þaðan meistara- prófi (masters degree) — af gagnkvæmri virðingu og kurteisi ávarpa ég Þorvald jafnan sem magister, en hann mig sem doktor). Er mér kunaugt um, að hann naut mikils álits kennara sinna. Hann dvaldi -og -um skeið við Harward háskóla við rannsóknir á sviði al- þjóðalaga. Fyrsta vetur minn í Iþöku borðaði ég hjá Fríðu, konu Þorvaldar, og þó að ég bæri að vísu ekki eins vel þrosk- aðar undirhökur þá og nú, var staðgóð og lystug sú ver- aldlega og andlega fæða, er ég nærðist á hjá Þorvaldi og Fríðu í skó'astræti (College Avenue) í Iþöku. Eftir he'mkomu mína bar fundum okkar Þorvaldar m.a. saman uppi á Tindafjalla- jökli, hvar við í tvær páska- vikur lögðum á okkur mikið erfiði við að nema þá kúnst skíðagarpa, er nefnist krist- janíusving. Árangur varð í löku meðallagi. Þorvaldur og Fríða hafa ferðazt mikið um landið, einkum um óbyggðlr þess. Minnist ég með ánægju nokkurra ferða'aga með þeim um þessa íslenzku töfra- heima. Það eru ca.. 150 skref frá Þinghoítsstræti 31, þar sem ég bjó löngum, að heimili Þorvaldar í Hellusundi, og má jafnframt geta þess, að ég hefi oftast haft jeppa til irarinsson umráða. Auðveldar samgöng^ ur áttu því sinn þátt í því að ég hefi verið tíður gest- ur í Hellusundi og þegið þar beina og gott viðmót líkt og í skólastræti forðum daga. Þorvaldur á mikið af góðum bókum, og nú stofnar hann fjárhag sinum í voða með tíðum kaupum á fagurri hljómlist á grammófónplöt- um. -Og með „spenningi" fylgist maður svo með fram- vindu sögunnar um það, hvort þær kettlingakynslóðir, sem alast upp í Hellusundi og hljóta eingöngu karlanöfn,; séu ef til vill dulbúnir kven- kettir og hafi verið frá fyrstu | tíð. Eg er ekki dórribær um fræði- og vísir.dastörf Þor- i valdar. Vegna mannkosta hans hljóta þau þó að vera vel unnin, en hjá honum fara saman lnigkvæmni og ágæt greind, mikil þekking, vand- virkni og samvizkusemi, eða virðing fyrir staðreyndum. Þorvaldur lætur í ljós skoð- anir sínar skorinort og feimn- islaust, en stundum þykir hann hvassyrtur og óvæginn í orðræðum. Að lokum þetta: Það er ætíð gott að koma á liið lát- lausa og smekklega heimili Þorvaldar og Fríðu í Hellu- sundi. Gestir eða förumenn mæta þar gestrisni og hlýju. Um leið og ég þakka fyrir margar ánægjustundir á þessu heimili, óska ég hjóna- kornunum til hamingju með fimmtugsafmæli húsbóndans. Björn Jóhannesson. Ýmis húsgögn, heimilistæki, kvenkápur, pelsa, kjóla og herraíatnað (nýtt og notað) Lækkið dýrtíðina með hagkvæmum innkaupum. Opið eítir klukkan 1 Sími 17-602 SKIPAVTG6RÐ RIKISENS ;; KLA austur um land í hringferð hinn 17. þlm. Tekið á móti flutningi á morgun og árdegis: á föstudag til Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Mjóafjarðar, Seyðisfjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Kópaskers og Húsavikur. — Farseðlar seldir á mánudaginn. fií Trúlofunarhringir, Stein- hringir, Hálsmen, 14 off 18 kt. gull.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.