Þjóðviljinn - 12.11.1959, Page 4

Þjóðviljinn - 12.11.1959, Page 4
&) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 12. nóvember 1959 Myndin er frá félagsfundi í ÆFK verið fjölbreytt ár ,0~láttu það vaða Um móral hjá verkalýðnum Húsfyllir var á aðalfundinum sl. mánudag Aðalfundur Æskulýðsfylkingarinnar 1 Reykjavík — ÆFR — var haldinn mánudaginn 9. nóvember sl. Fund- urinn var haldinn í félagsheimili ÆFR að Tjarnargötu 20 og var hann mjög fjölsóttur. Hin mikla fundarsókn var greinilegt vitni þeirrar öfl- ugu félagsvakningar, sem átt .'héfur s'ér stað innan ÆFR á síðasta ári. Formaður félagsins, Örn Erlendsson, flutti skýrslu frá- farandi stjórnar. Kom fram i skýrslunni að starfsemi ÆFR á liðnu sumri hefur verið mjög fjölbreytt og öfl- ug. Enda þótt annasamt hafi verið vegna tvennra alþingis- kosninga, hefur önnur etarf-^ semi ekki verið látin sitja á hakanum. Skipulögð hafa ver- ið ferðalög innanlands, svo inni enda þótt hún missti um 50 félaga við stofnun Kópavogsdeildarinnar — ÆFK, en ungir sósíabstar í Kópavogi störfuðu áður í ÆFR. Vmislegt fleira markvert kom fram í skýrslu fráfar- andi stjórnar, svo sem um rekstur félagsheimilis ÆFR, endurbætur á skála félagsins og fyrirhugaðan fagnað í til- efni af 10 ára afmæli hans, um störf nefnda o.fl., sem ekki verður rakið nánar hér. Því næst var gengið til stjórnarkjörs. Örn Erlendss. var einróma endurkjörinn for maður félagsins. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Haf- steinn Einarsson varaformað- ur, Þuríður Magnúsdóttir ritari, Ólafur Thorlacius gjaMkeri, Einar Ásgeirsson, Þórir Hallgrímsson og Leifur Vilhelmsson meðstjórnendur. 1 varastjórn voru kjörnir: — Hörður Bergmann, Borgþór Kærnested og Ólafur Einars- son. Að lokum voru frjálsar Framhald á 3. síðu. Fyrir nokkru birtist í Þjóð- viljanum grein eftir fréttarit- arg, blaðsins í Moskvu um: „Afrek, erfiðleika og störf sovézks verkalýðs“. Þar var nokkuð fjallað um: „Hvað rekur þennan verkalýð á- fram? Hvernig starfar hann? Hvað er ólíkt með afstöðu hans til starfsins og afstöðu stéttabræðra hans I kapítal- ískum löndurn?" Það gæti ver ið fróðlegt að gera hér dálít- inn samanburð og spyrja: Hvað rekur íslenzkan verka- lýð áfram? Hvernig starfar hann og hvað er ólíkt með afstöðu hans til starfsins og afstöðu stéttarbræðra hans í sósíalískum löndum? Ef reynt er að svipast um eftir markmiðum með starfi íslenzks verkalýðs, verður heldur fátt fyrir. Það er held- ur ekki annars að vænta. Is- lenzkum verkalýð getur ekki fundizt, að hann sé að vinna þjóðfélaginu sérstakt gagn með starfi sínu, að hann þurfi að leggja sig fram til þess að þjóðinni farnist bet- ur. I stéttaþjóðfélagi, þar sem arðurinn af vinnunni rennur til atvinnurekandans verða slík markmið æði fjar- læg launþeganum. Maður vinnur til að geta hirt kaup- ið sitt, það er nærtækasta og oftast einasta markmiðið. Og tímavinnukerfið skapar mór- alinn: Mér er andskotans sama hvort ég afkasta miklu eða litlu, kaupið er það sama. ----------------------------------<s> Örn Erlendsson sem í Landmannalaugar, í Borgarf jörð, Þórsmörk og víð- ar. Auk þess hefur félagið tekið þátt í hópferðum til út- 1 landa, svo sem á æskulýðs- mótið við Eystrasalt (Eystra- ■ saltsvikuna) og á heimsmót ; æskunnar í Vínarborg. Formaður skýrði frá því að ' félaginu hefði bætzt 95 nýir meðlimir á sl. sumri. Hefur því fjölgað töluvert í deild- Alyktanir 18. þings Æ.F. Ályktun um verkalýðsmál 18. þing ÆF vill benda á, að verkalýður landsins hefur verið í stöðugri varnarstöðu um kjör á undanförnum ár- um. Þrátt fyrir einstaka sigra verkalýðeins í hörðum vinnudeilum hefur auðvald landsins skert kjör hans aft- ur með gengisfellingum og lögvernduðum kaupránum. Af þessum sökum blasir sú staðreynd við verkalýðnum í dag ,að kaupmáttur launanna er minni en fyrir áratug og einn mikilvægasti sigur verka lýðshreyfingarinnar, stytting vinnudagsins í 8 stundir, hef- ur verið að engu gerður í framkvæmd. Þingið telur að við svo bú- ið megi ekki sitja, heldur v beri nú að hef ja sókn til bættra lífskjara og jafnframt til þess að endurheimta aftur 8 stunda vinnudag þannig að kaupmátur launa minnki ekki. Brýnustu verkefni sem fyr- ir liggja telur þingið vera: I. að krefjast fullra bóta fyrir það kauprán sem ríkis- stjórn Alþýðuflokksins —1 með stuðningi Sjálfstæðis- L Ritstjóri: Franz A. Gíslason flokksins og Framsóknar- flokksins framkvæmdi með gildistöku kaupránslaganna 1. febrúar s.l. og að hindra að sú gengislækkun sem á- formuð er, eftir kosningar, nái fram að ganga. II. Jafnframt þessu telur þingið að verkalýðshreyfing- in þurfi að undirbúa víðtæka og öfluga sókn til að öðlast á ný raunverulegan 8 stunda vinnudag. Ályktun um menningarstarf í verkalýðsfélögunum. 18. þing ÆF telur að sú staðreynd, að allt menningar- starf á vegum verkalýðs- hreyfingarinnar hefur legið niðri á undanförnum árum, hafi skapað verkalýðnum verri aðstöðu í baráttu hans fyrir betri kjörum og aukn- um réttindum. Þingið telur að nú þegar eigi að koma á fót marg- þættu menningar- og félags- starfi í verkalýðsfélögunum. Þingið vill leggja á það á- herzlu að það sé verðugt verkefni fyrir æskulýðinn í verkalýðsfélögunum að hefja menningar- og félagestarf til aukins vegs og þar með stuðla að því að verkalýður- inn eignist sín eigin menning- arverðmæti. Þingið vill benda á að sú mikla og almenna alþýðu- menning sem ríkt hefur á ís- landi í þúsund ár hefur ætíð verið undirstaða tilveru þjóð- arinnar. Ályktun um launajafnrétti karla og kvenna. 18. þing ÆF telur að lög- festa þurfi þegar í stað það launajafnrétti karla og kvenna, að sömu laun séu greidd fyrir sömu vinnu í öll- um atvinnugreinum, og álítur núverandi ástand í þeim mál- um óþolandi. Einnig lýsir þíngið yfir óánægju sinni með framkv. þees launajafnréttis, sem þegar hefur verið komið á, þar sem reyndin er í flestum tilfellum sú, að nær engar konur fá störf í hærri launa- flokkunum, en í þeim lægri eru eingöngu konur. Þingið beinir því til við- komandi aðila að hrinda strax í framkvæmd launajafnréttis- ákvæði Sameinuðu þjóðanna, sem staðfest var með stjóm- arfrumvarpi vinstri stjómar- innar. Og skipulagið heimtar meira að segja að þú hlífir þér, vinnir lítið til að geta bætt við eðlilegan 8 stunda vinnu- dag 2—3 ef tirvinnutímum, því annars verða daglaunin ekki sæmileg. Allir vita hver áhrif þetta hefur á sálarheill þeirra, sem við búa. Enda er hin brenn- andi, sígilda spurning: Hvað er klukkan ? Er ekki að koma matur strákar? Og viðkvæðið þegar verið er að ganga frá: O — láttu það vaða. Þetta er andskotans nógu gott. Og það er óhjákvæmilegt að slík- ur mórall skapist í tímavinn- unni hjá okkur — það getur ekki öðruvísi verið. Vönduð vinna og góð afköst eru sjaldnast verðlaunuð. Starfið beinist ekki að marki, sem verkalýðurinn finnur að snertir hann sjálfan. Aukin afköst þýða ekki bættan hag verkafólks heldur meiri gróða til atvinnurekandans. Ýmsir gefast upp við að vinna við slíka hætti og leita í sjómennsku, eina atvinnu- veginn, sem býður upp á á- kvæðisvinnufyrirkomulag. —- Samt er sú vinna bæði erf- iðari og yfirleitt ver launuð en önnur störf og veldur langvarandi fjarvistum frá heimilum og menningarlegum lifnaðarháttum. Ástæðan fyr- ir að þó svo margir fást á sjó. þrátt fyrir þetta, er á- reiðanlega sú að þar bera menn úr býtum í samræmi við afköst og vandvirkni og þurfa ekki stöðugt að bíða eftir að tíminn líði. Þarna eru útgöngudyr en enain lausn á vandanum. Ekki væri bað heldur fullnað- arlausn að auka ákvæðis- vinnufyrirkomulag, þó að það væri auðvitað til bóta. Ekki yrði bað heldur nóg að reyna að ala unglinga upp í virð- ingu fvrir vinnunni. Öll slík unnfræðsla hlvti að rjúka útí veður og vind, þegar útí ráu nVerul e j'kahn kemur. —■ Framtíðarlausnin er aðeins ein: brevttir þióðfélagshætt- ir. Tnnan arðránsskipulags stpttaþióðfélagsins getur nefnhpaa ekki svo aott skap- azt eðlileg, he'lbrigð afstaða til vinnunnar. Hún getur að- eíns. komið fram, bar sem góð vinnubröp'ð og aukin þelcking pnn vprðlaunuð. ■ har sem fólkið finnur að starf þess her ávöxt í þpt.ri kiörum og 'bæftu'm ski1,-rðum til menn- ino'drlep'ra lífshótta. bar sem fnivið f’nnnr nð það er að keppa að ákveðnu marki. H. B. Tek að mér bílaréttingar 1 GUÐMUNDCR ’1 ÞOKSTEINSSON, Ij Laugateig 9 j ,:t*f

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.