Þjóðviljinn - 21.11.1959, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.11.1959, Blaðsíða 1
Laugardagur 21. nóvember 1959 — 24. árgangur — 256, tbl. M þurfa öll samtök vinnandi stétta að vera vel á verði nm hag og rétt Einar Olgeirsson varar rikisstjórnina v7ð ráSstöfunum sem skerSi kaupgetu og afkomu almennings mennska I fréttum ríkisútvarpsins í gærkvöld var flutt í heild ræða Ólafs Thors um stefnu núver- andi stjórnar; hins vegar var aðeins mjög lauslega vikið að ræðum Einars Olgeirssonar og Eysteins Jónssonar. 1 þing- fréttatíma síðar um kvöldið var ræða Ólafs Thors enn flutt í heild (í þriðja sinn), en ekki minnzt á það einu orði að Ein- ar og Eysteinn hefðu lýst af-1 stöðu sinna flokka. Er þetta vægast sagt kynleg frétta- mennska hjá hinu „hlutlausa'* ríkisútvarpi; og er mönnum spurn hvort þetta sé fyrirboði þess sem koma skal. Á þingfundi í gær lýsti Einar Olgeirsson yfir andstöðu Alþýðubandalagsins við hina nýju ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokksins og Alþýðuflokksins. Ræddi hann sérstaklega ummæli Ólafs Thors um að þjóðin hefði lifað um efni fram, varaði ríkisstjórnina alvarlega við því aö gera enn frekari ráð'stafanir til aö skerða kjör verkfólks og skoraði á öll alþýðusamtök aö vera vel á verði um hag sinn og rétt. Einar komst þannig að orði í ræðu sinni: „Alþýðubandalagið er í and- stöðu við þessa ríkisstjórn. Góðum málum mun það vissu- lega fylgja, hvaðan sem þau koma, en oss uggir að alþýða manna megi vænta ihra tíð- inda og árása á hag sinn, þeg- ar ein ríkisstjórn byrjar að berja, barlóminn um að þjóð- in hafi lifað yfir efni fram. Slíkur barlómur er venjulega yfirskyn afturhalds og yfir- stétta til þess að skapa það pólitíska andrúmsloft, er geri hægara fyrir um árásir á lífs- kjör alþýðu. Óstjórn á þjóðarbú- skapnum. Það er ekki aðalmeinsemd ís- ienzks efnahagslífs, að þjóðin hafi lifað yfir efni fram, — heldur 'hitt að í heilan áratug var vanrækt að auka svo efni hennar, — þ.e. framleiðslutæk- in, — að þau stæðu undir eðlilegum og vaxandi kröfum fólks til lífsins, og að enn hefur ekki verið komið heild- arstjórn á þjóðarbúskap Is- lendinga, er sameinj krafta þjóðarinnar til voldugra, sam- stilltra átaka í uppbyggingu at- vinnulífsins á grundvelli rétt- látrar skiptingar þjóðartekn- anna, 111 reynsla þegar fengin. Þeir tveir flokkar, sem nú hafa myndað sameiginlega rík- • sstjórn, hófu í vetur harkalega árás á lífskjör alþýðu og rétt- índi verkalýðssamtakanna. Stefnuyfirlýsing hæstvirtrar ríkisstjórnar og ummæli stjórn- 5,rblaðanna gefa ástæðu til að óttast að reynt verði að halda áfram á þeirri óheillabraut lífskjararýrnunar og réttinda- skerðingar „Sérfræðingar" slæmur fyrirboði. Það er venjulega vá fyrir dyrum hjá almenningi, þegar ríkisstjórn fer að boða rann- sókn sérfræðinga, til að skapa „traustan efnahagsgrundvölT*. Frá því íslenzk yfirvöld hættu að treysta eigin dómgreind í slíkum málum og tóku að sækja til útlenzkra efnahags- ráðunauta til þess háttar ráð- Framhald á 11. síðu. Forseti íslands flytur þingsetningarræðu sína. Hann er í nýjiim rœðustól, og eru frainan á stólnum landvættir Islands, skornir af Sveini Ólafssyni. Fyrir aftan sést „virki“ það sem gert hef- ur verið kringum stól þingforseta o.g ritara; bæði það og ræðu- stóllinn eru úr reyktri eik, en Hörður Bjarnason og Sveinn Iíjarval hafa staðið fyrir Iiimim nýju íramkvæmdum. Sérfræðingar eru að reikna úf „bjargráð" nýju stj ór nar innar Ólafur Thors forsætisráðherra flutti í gær á þingi stefnuyfir- lýsinau hinnar nýju stjórnar. Fer hún í heild hér á eftir: „Að undanförnu hafa sérfræð- inear unnið að ýtarlegri rann- sókn á efnahagsmálum þjóðar- innar. Skjótlega eftir að þeirri rannsókn er lokið mun ríkis- stiórnin leaeja fvrir Alþingi til- löeur um löefestingu þeirra úr- ræða, er hún telur þörf á. At- hueanirnar hafa þó þegar leitt í liós, að þjóðin hefur um langt skeið lifað um efni fram, að hættulega' mikill haili hefur ver- ið á viðskiptum þjóðarinnar við útiönd, tekin hafa verið lán erlendis til að greiða þennan halla og að erlend lán til stutts tíma eru orðin hærri en heil- brigt verður talið. Munu tillög- ur ríkisstjórnarinnar miðast við að ráðast að þessum k’jarna vandamálanna, þar eð það er meginstefna ríkisstjórnarinnar að vinna að því, að efnahagslíf þjóðarinnar komist á traustan og heiibrigðan grundvöll, þannig ■að skiiyrði skapist fyrir sem örastri framleiðsluaukningu, aliir hafi áfram stöðuga atvinnu og lífskjör þjóðarinnar geti í fram- tíðinni enn farið batnandi. í því sambandi leggur ríkisstjórnin á- herzlu á, að kapphlaup hefjist ekki á nýjan leik miili verðlags og kaupgjalds og að þannig sé haldið á efnahagsmálum þjóðar- innar, að ekki leiði til verð- bólgu. Til að tryggja, að þær heildar- ráðstafanir, sem gera þarf, verði sem réttiátastar gagnvart öllum almenningi, he.fur ríkisstjórnin ákveðið: 1) að hækka verulega bætur al- mannatrygginganna, einkurrt fjölskyldubætur, ellilífeyri og örorkuiífeyri. 2) að afla lánsfjár til íbúðabygg- inga almennings. 3) að koma lánasjóðum atvinnu- veganna á traustan grundvöll. 4) að endurskoða skattakerfið með það fyrir augum fvrst Framhald á 10. síðu. Fríverzlunarsvæðið komið á laggirnar í gær var gengið í Stokkhólmi frá samkomulagi sjö Vestur-Evrópuríkja um stofnun fríverzlunarsvæöis. Ráðherrar frá Austurríki, Danmörku, Bretlandi, Noregi, Portúgal, Sviss og Svíþjóð settu fangamörk sín undir samning um stofnun fríverzlunarsvæðis- ins. Ríkin sjö hyggjast afnema tolla á iðnaðarvörum hvert gagnvart öðru á tíu árum. Gert er ráð fyrir að þing allra aðildarríkja staðfesti samninginn fyrir marz- lok, svo að fyrsta tollalækkunin geti komið iil framkvæmda í júlíbyrjun. Frystur fiskur Eitt síðasta ágreiningsefnið var útflutningur Norðurlanda aí frystum fiski til Bretlands. f fyrrinótt náðist samkomulag milli fulltrúa Norðmanna og Breta um að Bretar flytji inri árlega ailt . að 24.000 lestir af frystum fiski frá Danmörku,- Noregi og Svíþjóð með sömu tollaívilnunum og iðnaðarvarn- ingurinn nýtur. Á síðasta ári seldu þessi ríki 5000 lestir af Framhald á 11. síðu, Deíldafundir Fundir í öllum deildum á mánudagskvöld. Sósíalistafél. Reykjavíkur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.