Þjóðviljinn - 21.11.1959, Blaðsíða 5
Laugardagur 21. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (5
nGeriS skyldu ykkar",
agSi Dale dómari
s
álsókn
Um tveir tugir grímu-
manna ruddust í apríl
í voru inn í fangelsi í
Poplarville í Mississippi
í Bandaríkjunum 'og
höfðu fangann Mack
Charles Parker, 23 ára
svertingja, á brott með
sér. Nokkrum dögum
síðar fannst lík Parkers
með mörgum skotsárum
1 á í nágrenninu.
í fyrri viku úrskurð-
aði kviðdómur í Pearl
River sýslu, að engin á-
stæða væri til málshöfð-
unar gegn þeim sem
myrtu Parker.
Rannsókn morðsins var fal-
in alríkislögreglu Bandaríkj-
anna, sem komst að þeirri
niðurstöðu að ekki hefði ver-
ið farið með Parker yfir
fylkjamörk og því ætti fylk-
iedómstóll en ekki alríkis-
dómstóil að fjalla um mál
hans.
Tíu nefndir
Alríkislögreglan skilaði 378
blaðsíðna skýrslu um rann-
sókn sína til Colemans fylk-
isstjóra í Mississippi. Þar
voru tíu menn úr morðingja-
hópnum nafngreindir.
Þessi skýrsla var send
Vernon Broom, opinberum
saksóknara í Pearl River
sýslu.
I fyrri riku kom svo kvið-
dómur saman til að kynna
sér .málavexti í málum sem
búið er að rannsaka og kveða
á um málshöfðanir.
Kviðdómurinn starfaði und-
ir yfirumsjón Sebe Dale idóm-
ara, en Parker var tekinn úr
fengelsinu og myrtur tveim
dögum áður en hann átti að
koma fyrir Dale og svara á-
kæru um að hafa nauðgað
hvítri konu.
„Þið heyið nú orustu“
Áður en kviðdómurinn tók
til starfa hélt Dale dómari
ræðu yfir kviðdómendum, þar
sem hann sagði meðal ann-
ars:
„Þið heyið nú bardaga fyr-
ir lög okkar og dómstóla, fyr-
ir varðveizlu frelsis okkar og
lífshátta . . . Okkur ber að
standa teinréttum gegn
hverskonar harðstjórn . . .
þar á meðal félagsfræð-
inganefndinni sem klædd er
dómaraskikkjum og sækir
foridæmi sín til Gunnars Myr-
dal“.
Síðustu orðin eru sneið til
Hæstaréttar Bandaríkjanna,
lengi verið krafizt að hóp-
morð verði látin koma undir
alríkislöggjöf, en því hefur
ekki fengizt framgengt.
Til athugunar
Rogers, dómsmálaráðherra
Banidaríkjanna, hefur ákveð-'®"
ið að höfða mál fyrir alríkis-
dómstóli gegn morðingjum
Parkers með þe:m rökum að
þeir hafi brotið borgararétt-
indi á fanganum og gert sam-
særi um að meina honum að
njóta lögverndaðs réttar síns.
Auk þess hefur Rogers gef-
ið í skyn að ríkisstjórnin
kunni að beita sér fyrir laga-
setningu sem koma hópmorð-
um undir lögsögu alríkisdóm-
stóla. Hann hefur kallað að-
farir kviðdómsins í Pearl
River sýslu „skrípamynd af
réttarfari, svo ósvífið og yfir-
vegað réttarbrot að ég hef
aldrei kynnzt neinu þvílíku".
Fangelsisklefinn í Poplarville eins og hann leit út eftir
að morðingjarnir höfðu dregið Parker þaðan burt.
Ættargripir undan rúmi
taldir ómetanleg list
Tíu málverk ítalskra meistara sögð
fundin í Kaliíorníu
Tíu gömul málverk sem ítalskur innflytjandi í Kali-
fomíu geymdi undir rúmi sínu hafa, veriS úrskurðuð
týnd verk meistara ítalskrar málaralistar.
Málverkin fundust í svefn-
herbergi italskrar innflytj-
endafjölskyldu í borginni Sal-
inas. Ættingi fjölskyldunnar
Sebe Dale dómari
Mack Charles Parker
sem vitnaði í úrskurði sín-
um um afnám kynþáttaað-
skilnaðar í skólum til rits
Myrdalshjónanna sænsku um
hlutskipti svertingja í Banda-
ríkjunum.
„Gangið inn í kviðdóms-
herbergið eins og menn, gerið
ekyldu okkar, komið út eins
og menn og gætið tungu ykk-
ar“, sagði Dale dómari að
lokum við kviðdómendur.
Engin niðurstaða
Kviðdómendur leystu störf
sín af hendi þannig að Dale
dómari mátti vel við una.
Þeir úrskurðuðu að engin nið-
urstaða væri fengin í morð-
máli Parkers. I ljós kom að
kviðdómnum var ekki einu
sinni sýnd skýrsla ríkislög-
reglunnar. Lögregluþjónarnir
sem þá rannsókn fram-
kvæmdu höfðu lýst sig fúsa
til að bera vitni, en enginn
þeirra var beðinn að koma
fyrir kviðdóminn.
Hópmorð á svertingjum
sem ekki hafa þótt tök á að
fá drepna samkvæmt dómi og
lögum hafa legið í landi í
Mississippi áratugum saman.
Morðingjarnir sleppa jafnan
við refsingu, því að mál
þeirra eru látin kom fyrir
fylkisdómstóla. Þess hefur
Stúlkur reknar úr skólum
TÍr að neita flenffingu
Mótspyrnuhreyfi ng gegn hýðingum er komin
meðal stúlkna í unglingaskólum í Skotlandi.
upp
Þar eins og annahsstaðar
í skólum Bretlands tíðkast
22,11 metra fall-
Joseph Killinger, bandarískur
höfuðsmaður í flughernum, varp-
aði sér í1 gær til jarðar úr loft-
belg sem kominn var í 22.800 m.
hæð. Fyrstu 19.800 metrana datt
hann eins og steinn, en í 3000
metra hæð yfir eyðimörkinni í
Arizona þandist út fallhlíf sem
tryggði mjúka lendingu. Fyrra
met í failhlífarstökki var 16.500
metrar.
Sænska stjórnin hefur látið
semja frumvarp um rafmagns-
skömmtun, sem lagt verður fyrir
þingið ef þörf krefur. Rafmagns-
skortur er orðinn svo mikill
sumstaðar í Svíþjóð að rekstur
verksmiðja hefur torveldazt og
jafnvel stöðvazt. Rafmagnsskort-
urinn stafar af því að ár eru
óvenju vatnslitar eftir þurrka-
samt sumar.
líkamlegar refsingar. Börn og
unglingar eru barin með prik-
um og ólum fyrir margvísleg-
ar yfirsjónir.
Skilyrði fyrir skólavist
Um síðustu mánaðamót
gerðist það í unglingaskólanum
Bellshill Academy að tvær 14
ára stúlkur neituðu að láta
leggja á sig hýðingar sem
skólastjórinn hafði úrskurðað
að þær skyldu þola. Foreldrar
stúlknanna stóðu með þeim.
Skólastjórinn rak þá stúlk-
urnar úr skólanum, og kvað
allan aga þar myndi fara úr
skorðum, ef einistakir nem-
endur slyppu við réttmætar
refsingar.
Ósiðlegt
Nokkru síðar kom samskon-
ar mál upp í Battlefield ung-
lingaskólanum í Glasgow.
Fjórtán ára stúlka, Jeanette
Rooney, neitaði að láta James
Garland skólast.jóra flengja
sig fjögur ólarhögg. Hún hafði
lent í stympingum við skóla-
systur sína í skólabíl.
Jeanette var tafarlaust rek-
in úr skóla. Foreldrar hennar
og hinna stúlknanna tveggja
hafa nú snúið sér til fræðslu-
málastjórnarinnar, Andstæð-
ingar líkamsrefsinga benda á,
að auk þess sem þær eru
grimmdarlegar er það blátt
áfram ósiðlegt að karlmenn
skuli hýða hálfvaxnar stúlkur,
jafnvel þótt það sé gert utan
á fötin.
hafði skilið þau þar eftir árið
1948.
160 milijóna virði.
Nú hafa málverkin verið
hreinsuð, og listfræðingur einn
hefur kveðið upp þann úrskurð
að meðal þeirra séu verk eftir
meistarana Tizian, Tintoretto,
Lorenzo og Caravaggio. Met-
ur hann öll málverkin á 160
milljónir 'króna, en tekur fram
að eitt þeirra, María Magda-
lena eftir Caravaggio, verði í
rauninnj ekki metið til fjár.
Bandarísk blöð tala iim
mesta listaverkafund aldarinn-
ar, en ýmsir listfræðingar eru
enn tortryggnir. Benda þeir á
að ekki sé talið öruggt að
svona gömul málverk séu ó-
fölsuð nema að minnsta kósti
þrem sérfræðingum beri sam-
hn um uppruna þeirra.
ítalska fjölskyldan sem í
hlut á, segir að málverkin hafi
verið í eigu forfeðra sinna í
marga ættliði. Á sínum tírna
hafi átt þau kardínáli sem dó
1887, og hann hafi fengið ein-
hver þeirra frá Ferdínand, síð-
asta konungi í Napoli.
Gagntillaga
frá Nehr'u
Nehru hefur svarað tillögu
Sjú Enlæ um afvopnað belti á
umdeildum landamærum Ind-
lands og Kína með gagntillögu.
Vill Nehru að Kínverjar fari
með her sinn í Ladakh austur-
fyrir þá línu sem Indveriar
telja vera landamærin, gegn
því að indverski herinn fari
vestur fyrir linuna sem Kín-
verjar telja að s'kipti löndum.
Nehru segir, að ekki sé til
neins gagns að þeir Sjú hittist
fyrr en búið sé að koma á
bráðabirgðasamkomulagi sem
tryggi kyrrð á landamærun-
um.