Þjóðviljinn - 21.11.1959, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.11.1959, Blaðsíða 12
Fjögra manna póker, ný skáld- saga eftir Halldór Stefánsson Heimskrinqla gefur út fimm nýjar bækur, þ.á.m. nýjar barnabækur eftir Jóhannes úr Kötlum og Jakobínu Sigurðardóttur Bókaútgáfan Heimskringla hefur gefið út nýja skáld- sögu eftir Halldór Stefánsson rithöfund. Nefnist hún Fjögra manna póker. Þetta er önnur skáldsaga Hall- dórs Stefánssonar; hin fyrri var Innan sviga, sem út kom hjá Máli og menningu 1945. Annars hefur Halldór getið sér mest orð sem smásagnahöfundur; hafa komið eftir hann fjögur smá- sagnasöfn; einnig gaf Heims- kringla í hitteðfyrra út úrval úr þeim; hafa margar smásögur Halldórs vakið mikla athygli, Alþýðubandalag Vesturlands efnir til Kvöldfagnaður í samkomuhúsinu í Borg- arnesi í kvöld kl. 9. Ðagskrá: 1. Skemmtunin sett. 2. Upplestur: Gísli Hall- dórsson. 3. Gamanvísur; Sólrún Ingvadóttir. 4. Eftirhermur; Karl Guðmundsson. 5. Ræða: Ingi R. Helga- son. 6. Dans. FuIItrúaráðið. einnig erlendis þar sem þær hafa verið þýddar. í>á hefur Hall- dór einnig samið stutt leikrit og sum þeirra verið flutt í út- varpi; auk þess er hann sem kunnugt er mikilvirkur og snjall þýðandi. — Skáldsagan Fjögra manna póker er 279 síður, prent- uð í Hólum. Hún gerist í Reykja- vík, og mun mörgum forvitni á að kynnast henni. Þá hefur Heimskringla gefið út safn smásagna eftir færeyska rithöfundinn William Heinesen, og nefnist safnið í töfrabirtu. Þetta er þýðing á bókinni Det fortryllede lys sem út kom í Kaupmannahöfn 1957, og hefur Hannes Sigfússon rithöfundur annazt þýðinguna. Áður hafa komið út þrjár bækur Heinesens á íslenzku, Nóatún, Ketiilinn (sem útvarpssaga) og Slagur vindhörpunnar. f töfrabirtu er 147 blaðsíður og smásögurnar eru níu talsins. Bókin er prentuð í Ilólum. Halldór Stefánsson. Þá hefur Heimskringla gefið út þrjár barnabækur. Sagan af Snæbjörtu Eldsdóttur og Ketil- ríði Kotungsdóttur nefnist ævin- týri eftir Jakobínu Sigurðardótt- ur skáldkonu, sem kunn er af snjöilum Ijóðum sínum. Bókin er 84 síður og skreytt teikning- um eftir listakonuna Barböru Árnason. Vísur Ingu Dóru nefn- ist bók sem hefur að geyma 10 barnaljóð eftir Jóhannes úr Kötlum. Henni fylgja teikningar eftir Gunnar Ek, og eru þetta hvort tveggja hinar smekkleg- ustu bækur og munu vekja mikla ánægju hjá yngstu lesendunum. Þá kemur fjórða bindið af hin- um vinsælu Skottubókum, og nefnist þessi Skotta fer enn á stúfana, en Málfríður Einarsdótt- irl þýðir. Allar eru bækur þessar prentaðar í Hólum. Serkir er Frakkar rændu skipaðir i samninganefnd Útlagastjórn Serkja hefur skipaö fimm menn sem Frakkar náðu á sitt vald með svikum til að semja við de Gaulle um vopnahlé í Alsír. Maður fellur af vinnupalli Laust fyrir kl. fjögur í gær varð það slys í rafstöðinni við Elliðaár, að maður sem var að vinna þar féll niður af vinnu- palli og meiddist allmikið, bæði handleggsbrotnaði og skarst nokkuð. Maðurinn sem heitir Óskar Þórðarson og á heima í Blesugróf, var þegar fluttur á slysavarðstofuna. Fulltrúar 51 ríkis greiddu at- kvæði með tillögu Afríku- og Asíuríkja, þar sem látinn er í ljós uggur vegna fyrirhugaðra tilrauna með kjarnorkusprengjur í Sahara og skorað á frönsku stjórnina að hætta við þær. Árásaraiaðiir haadtekiim Dómstóll í París úrskurðaði í gær Robert Pesc,uet, fyrrver- andi þingmann, í varðhald. Pesq(uet viðurkennir að hann hafj skipulagt skothríð á bíl Francois Mitterand, eins af þingmönnum vinstriflokkanna, en segist hafa gert það að beiðni Mitterands. (Erlend tíð- indi fjalla í dag um þetta mál). Útlagastjórnin lýsti yfir í Tún- is í gær, að Ben Bella aðstoðar- forsætisráðherra og fjórir Serk- ir aðrir hefðu umboð hennar til að ræða við frönsk stjórnarvöld um skilyrði og tryggingar fyrir framkvæmd gefins loforðs um sjálfsákvörðunarrétt alsírsku þjóðarinnar. Ben Bella og hinir mennirnir fjórir hafa setið í frönskum Sextán fulltrúar greiddu atkvæði gegn tillögunni, en 15 sátu hjá. Tillagan er afgreidd sem á- lyktun ^AIlsherjarþingsins, en við atkvæðagreiðslu í stjórnmála- nefndinni fvrir nokkrum dög- um náði hún ekki því atkvæða- magni, tveim þriðju, sem til þess þarf. Aukið fylgi við tillöguna kom mörgum á óvart. Þrjú A-bandalagsríki, Dan- mörk. ísland og Noregur, greiddu atkvæði gegn Frakklandi, og tvö, Grikkland og Tyrkland, sátu hjá. Bandaríkin og Bretland stóðu með Frakklandi. Jules Moch, fulltrúi Frakk- lands, sagði að franska stjórn- in myndi hafa ályktunina að engu og sprengia sínar kjarn- orkuspreng'jur eftir nokkra mán- uði. fangelsum síðan haustið 1956, þegar franskar herflugvélar neyddu flugvél sem þeir ferðuð- ust með til að lenda í Algeirs- borg, þrátt fyrir loforð um að hún skyldi látin óáreitt. Útlagastjórnin segir, að vopnahlé komi ekki til greina fyrr en fengin sé trygging fyrir að Alsírbúar fái í raun og veru að neyta sjálfsákvörðunarréttar. de Gaulle sagði í gær í Col- mar, að hann hefði boðið Serkj- um sem berðust í Alsír en ekki mönnum sem gerðir hefðu verið óvígir til, viðræðna um að koma á friði. Embættismenn í París sögðu, að boði útlagastjórnarinnar yrði ekki tekið, en þar með væri ekki sagt að friðarumleitanir væru farnar út um þúfur. Boðið væri aðeins einn leikur í flóknu tafli. Úrslit í smásagna- keppni Vikunnar I gær voru veitt verðlaunin í þeirri smásagnakeppni sem Vikan efndi til á s.l. vori. 65 smásögur bárust og varð dóm- nefndin sammála um að veita Ingimar Erlendi Sigurðssyni í Reykjavík fyrstu verðlaun (flugferð til Kaupmannahafn- ar), Davíð Áskelss. Kópavogi 2. verðlaun (2000 kr.) og Guð- nýju Sigurðardóttur í Reykja- vík 3. verðlaun (1000 kr.). Dómnefnd skipuou Sigurður Á. Magnússon blaðam . Ándrés Björnsson mag. og GiÁIi S'g- urðsson ritstjóri Vikunnar. Yfirgnæfandi meirihluti á móti kjarnsprengingu Vítur á fyrirhugaðár kjarnorkusprengingar Frakka voru samþykktar í gær á Allsherjarþingi SÞ með yfir- gnæfandi meirihluta. blÓÐVIUINN Laugardagur 21. nóvember 1959 — 24. árgangur — 256. tbl. Rafmagnsskortur enn á orkusvæði Laxár Akureyri í gær. Rafmagnsleysi þjáir enn A'kureyringa og aðra sem á orkuvirkjunarsvæði Laxár búa. . I gærkvöld varð rafmagnslaust um stund vegna smá- bilunar við Laxá. í dag hefur verið rafmagnsskortur frá kl. 11 í morgun og mun orsökin sú að jakahröngl barst niður í túrbínu í nýju virkjuninni, og er unnið að hreins- un hennar. Á meðan er aðeins eldrj virkjunin í gangi, en hún framleiðir aðeins nokkuð á 4. þús. kw., en raf- magnsþörf Akureyrar einnar er nokkuð yfir 6 þús. kw. Heildarorka Laxárvirkjunarinnar er talin 12 þús. 560 kw I dag hefur aðeins u.þ.b. helmingur bæjarins haft rafmagn í senn. — Gert er ráð fyrir að hreinsun og viðgerð ljúki í nótt. Svoboda, heimskoimr stjómandi stjérnar Siffcínlljónisveitinni á hljémleikum heunar á þsiðjudagskvöldið Sinfóníuhljómsveit íslands heldur tónleika n.k. þriðju- dagskvöld og verður stjórnandi sveitarinnar þá Tékkinn Henry Svoboda. Jón Þórarinsson framkvæmda- stjóri Sinfóníuhljómsveitarinn- ar skýrði fréttamönnum frá þessu í gær. Kvaðst hann árum saman hafa haft augastað á því að fá Svoboda til að stjórna sveitinni, og hefði tvisvar, þrisvar setið fyrir honum á flugvellinum er hann hefði átt leið um hér, og nú loks hefði þetta tekizt. Henry Svoboda er fædidur í Prag og nam við tónlistarskól- ann þar og háskólann og síðar í Vín. Hann varð tónlistar- stjóri tékkneska útvarpsins í Prag, en stjórnaði auk þess Minningarathöfn á Húsavík Húsavík í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Þriðjudaginn 17. þ. m. fór fram hér á Húsavík minningarathöfn um Kristján Stefán Jónsson og Aðalstein Ara Baldursson, er fórust með vélbátnum Maí 21. október sl. Prófasturinn, séra Friðrik A. Friðriksson flutti minningarorð og kveðjur, Valdi- mar Hólm Hallstað flutti kveðju- Ijóð, Jóhann Konráðsson frá Ak- ureyri söng einsöng og Haraldur Sigurgeirsson lék einleik á orgel. Auk þess sungu bæði kirkjukór Húsavíkur og karlakórinn Þrym- ur. Öllum skrifstofum og sölu- búðum var lokað og vinna féll niður frá hádegi. Athöfnin var fjölmennari en hér hefur sézt um árabil og fór mjog virðu- léga fram. sem gestur sinfóníuhljómsveit- um í Edinborg, Berlín, Dresden og Vín. Á valdadögum Hitlers fór hann til Bandaríkjanna og hefur átt heima þar síðan. I Bandaríkjunum hefur hann stjórnað tónlistarflutningi og upptöku tónlistar á plötur. Á síðustu árum hefur hann ferð- azt um og stjórnað fjölmörg- um frægustu hljómsveitum í Suður-Ameríku og flestum löndum Vestur-Evrópu. Á þriðjudaginn mun Sinfón- íuhljómsveitin flytja Fantasíu — nótt á reginfjöllum, eftir Mosussorgský, Sinfóníu kons- ertante eftir Haydn, og Sinfón- íu nr. 7 op. 92 eftir Beethoven, sem stundum hefur verið nefnd danssinfónían. Svoboda kvað sér hafa leikið mikil forvitni á að kynnast því hverskonar tónlist þróaðist í svo litlu landi sem íslandi. Hann kvaðst hafa vitað að Is- lendingar væru mikil og gömul bókaþjóð, og hann hefði séð verk eftir íslenzka málara, en sér væri alls ókunnugt um tón- listarlífið. Ágæt síldveiði I gær komu 49 bátar til Grindavíkur með um 4 þúsund tunnur síl'dar. Rafnkell var hæstur af hringnótabátunum með 167 tunnu en Júlía hæst reknetabáta með 160 tunnur. Tíu bátar komu til Sandgerðis með um 800 tunnur og fjórir til Keflavíkur með 250 tunnur. gsvist annað kvöld kl. Spilakvöld Sósíalistaféla.gs Reykjavíkur verður ann- að kvöld kl. 9 í Tjarnar.götu 20. Auk félagsvistarinnar munu þrír félagar skemmta með söng og slagliörpu- leik. Veitingat' verða á staðnum og verðlaun veitt. Þessa verður nánar getið í blaðinu á niorgun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.