Þjóðviljinn - 21.11.1959, Page 4

Þjóðviljinn - 21.11.1959, Page 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 21. nóvember 1959 -- ------------------- — ? 81. þáttur. 21. nóv. 1959 ISLENZIÍ TUNGA Ritstjóri: Árni Böðvarsson >•— ■ ....- --------------------------• Að þessu sinni er þáttur- inn helgaður blaðamönnum og nokkrum mállýtum sem eftir þá hafa sézt. Fyrst verður hér fyrir mér k'.ausa úr Þjóð- viljanum, fyrstu síðu blaðs- ins 13. þ.m., í 1. dálki: ,,Sir William. . var ekkert hrygg- ur yfir því að honum skyldu þykja horfur á að Islending- ar mjrndu vinna fiskveiðideil- una við Breta“. William þessi er brezkur íhaldsþingmaður og var að spá löndum sínum ósigri í deilunni við Islend- inga, og eftir fréttinni að dæma harmar hann það ekki. En orðalag blaðsins á fregn- inni er næsta klúðurslegt, notaðar eru samsettar tíðir sagna þar sem miklu eðli- legra hefði verið að nota ó- samsettar. Það hefði verið mun skárra að setja viðtengingarhátt þá- tíðar, ynnu (að íslendingar ynnu. . . ), í stað samsettu sagnbeygingarinnar (mynldu vinna) á síðari staðnum, jafn- vel þótt fyrri staðurinn hefði fengið að stanida, og enn betra hefði verið að segja „hryggur yfir því að honum þykja horfur á að íslending- ar vinni fiskveiðideiluna.“ — Töluvert ber á þessari til- hneigingu meðal ungs fólks nú, að setja samsetta sagn- beygingu (svo nefnda, skil- dagatíð“) í stað einfalds við- tengingarháttar: „Eg myndi hafa 'kallað til þín, ef ég myndi hafa séð þig.“ Slík of- notkun samsettra orðasam- banda ríður nú húsum hjá ’ blaðamönnum mörgum, en þeir munu nú gera sér nokk- urt far um að losna undan áhrifum þess draugs. Það hef- ur þó mistekizt í þetta sinn, og mun mega finna fleiri dæmi úr dagblöðum, þótt hér skuli staðar numið um það efni. Þá er hér undarlegt orða- lag úr Alþýðublaðinu 7. okt. sl.: (5. bls.): „Fyrir skömmu síðan var fulltrúi Túnis í nefndinni kallaður heim til skyldustarfa sinna í París, en í dag fengu nefndarmeðlim- irnir aftur fulla tölu, þegar sendiherra Túnis í Bonn bætt- ist í hópinn“ — Látum okk- ur litlu skipta hér, þótt þessi tilvitnaða málsgrein byrji á ,,fyrir skömmu síðan“. Sein- asta orðinu er þar með öllu ofaukið, notkun þess í slíkum tímaákvörðunum er engin íslenzka, heldur danska („for længe siden“). Gildir einu hvort tímaákvörðunin á við ákveðna .tímalengd • („fyrir skömmu, löngu“): atviksorð- inu síðan er altaf ofaukið í slíkum samböndum. — En þetta var sem sé ekki aðal- gallinn á þessari málsgrein. Klaufaskapurinn í orðalag- inu gnæfir hér yfir einstak- ar útlendar slettur. En til að geta rætt þetta á nothæfu máli verðum við að breyta „nefndarmeðlimirnir“ í „nefndarmennirnir“. Talað er um að hópur náj fullri tölu, en það er ekki íslenzk mál- venja að segja .nefndarmenn- irnir fengu fulla tölu“. Af- káraskapur orðalagsins er í því fólginn að sögnin að fá er notuð skakkt; hún merkir að réttu lagi að ná yfirráðum yfir einhverju, fá eitthvað til sín, og á í slíkum sambönd- um við eitthvað utan við þann sem hlutinn fær. Þegar talað er um að nefndin fái fulla tölu, er því eftir mál- venju átt við eitthvað annað en nefndarmennina sjálfa. •Loks er svo orðið meðlim- ur sem notað er í þessari málsgrein. Það er mjög algengt nú á tímum, en er leiðinleg bók- stafsþýðing úr dönsku (med- lem, komið þangað úr þýzku mitglied). Ef ætti að túlka það eftir íslenzkum reglum, • væri merking þess nánast „limur, sem er með, auka- limur“. Síðari liðurinn er einnig til í samsetningunni sveitalimur, en í því orði er ekkert forskeyti til að setja aukabragð í merkinguna. Venjulega má nota önnur orð í staðinn fyrir meðlimur, t.d. félagsmaður eða einhverja aðra samsetningu með maður sem seinnj lið, og er nefndar- maður í stað nefndarmeðlimur dæmi þess. Þá hefur fyrir all- löngu komið fram tillaga um að taka upp orðið meðili í staðinn fyrir ,,meðlimur“, heygja það eins og aðili (um meðil(j)a). Raunar eru orð- in „aðili“ og „aðild“ skyld ,,óðal“ (með að-, ekki at- í fornu máli), svo að hlið- stæða orðsins meðili við að- ili er aðeins á yfirborðinu í nútímaipáli. En það skiptir ekki höfuðmáli í þessu sam- bandi; aðalatriðið er að fá eitthvert nothæft íslenkku- legt orð í staðinn fyrir þenn- an vandræðagrip, meðliminn. Og til þess dugir „meðili“ mæta vel. Svo er hér að lokum ein gömul málsgrein úr Tíman- um (25. jan. 1957, 1. bls.): „5000 sterlingspundum höfðu verið lögð til höfuðs öllum þessara fjögurra leiðtoga.“ Þessi setning er merkileg fyr- ir þá sök hversu mörgum am- bögum hefur verið hrúgað saman á einn stað. Upphaf hennar, „sterlingspundum höfðu verið lögð“ eru eins og eftir útlending sem veit ekki að sögnin að leggja tekur með sér þolfall (leggja pen- inga til höfuðs....), en ekki þágufall (leggja peningum). Síðari hlutinn er klúður. — Ástæðulaust var að láta „öll- um“ stjórna eignarfalli, held- Framh. á 11. síðu Sýning á framleiðsluvörum okkar er i sýningarglugga Málarans. TEDDY kuldaúlpan er nýjung, sem vekur mikla atliygli. TEDDY úlpan er smekkleg, þægileg, hlý. Hún er unnin úr al- ullarefni. Fást hfá: Verzlunin Valborg, Austurstræti 12 Verzlunin Sóley, Laugavegi 33 Verzlunin Marteinn Einarsson & Co., Laugavegi 31. Það má ætíð treystæ gæðum R 0 Y A L lyítiduíts. Gólfteppa- hreinsnn Hreinsum gólfteppi, dregla og mottur fljótt og vel. Gerum einnig við SÆKJUM — SENDUM Gólfteppagerðin h.f. Skúlagötu 51, sími 17360 Finger píanó falleg, vönduð og góð. Til sýnis Ránargötu 8. Helgi Hallgrímsson. Sími 1-16-71. Höfum opnað nýja verzlun — Komið og sjáið falleg, nýtízku htís- gögn í nýrri5 glæsilegri verzlun Sindra hnsgögn Hverfisgötu 42 — Sími 24064

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.