Þjóðviljinn - 21.11.1959, Síða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 21. nóvember 1959
IIIÓÐVIUINN
vCkuiuuúi. damemingiiríloKfcur alþyöu - ðOsialistafloKKurlnn. - Kitstjorar.
Ad&iOiús KJartanssor. (áb.t SlgurCur GuBmundsson - Fréttarltstlóri: Jód
ðjarnason - Blafiaraenn Ásmundur Sigurjónsson Eystelnn Þorvaldsson.
GuSraundur Vlgfiisson,. ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður
f FrlðbJófsson. - Auglýslngastjóri: Guðgelr Magnusson. — Rltstjorn aí-
craiðsia. auglýslngar. prentsmiðja: Skólavóröustlg 19 - Slmi 17-500 <M
•tnur» Askrlftarverö kr 30 4 mánuöl - L&usasöluverð kr 3
PrentsmlðJa ÞjóSvlljanB
Með ugg og ótrá
TVTý ríkisstjórn hefur tekið við
■ ' völdum. í því eru ekki
fólgin mikil umskipti, því þeir
tveir flokkar sem að stjórninni
' standa hafa farið með völd
í Jandsmálum um tæplega eins
árs skeið. Öllu heldur mætti
iíkia atburðinum við það, að
hjónaleysi, serp hafa þúið sam-
an um skeið, manni sig upp
i oyinbera giftingu. Og því ber
ekki að gleyma að meirihluti
íslerrzkra kjósenda eru vígslu-
vottar; þeir hafa kosið þessa
stjórn yfir sig og þau verk
sem hún kann að vinna. Af
þeirri reynslu ber kjósendum
að læra.
essi stjórn verður dæmd af
verkum sínum, og þau
verða metin jafnóðum og þau
gerast. Stjórnin hefur birt
stuttaralega og almenna stefnu-
yfirlýsingu; hún talar þar um
að þjóðin hafi lifað um efni
fram og þurfi að koma efna-
hagsmálum á traustan grund-
völl. Ekki þarf að efa að í
þeim ummælum felst sá á-
setningur stjórnarinnar að
skerða lífskjör alþýðu. Um það
efni vitna fjölmargar yfirlýs-
ingar í stjórnarblöðunum, auk
þess sem almenningur hefur
þegar reynslu af verkum þess-
ara sömu flokka, kaupráninu
sem framkvæmt var í ársbyrj-
un. Þá var sagt að sú kjara-
skerðing væri aðeins fyrsta
skrefið, og hagfræðingar eru
nú önaum kafnir við að reikna
út fyrir stjórnina hver og
•hversu stór næstu skrefin skuli
vera. Útkomurnar úr þeim
reikningsdæmum birtast trú-
lega innan skamms. En stjórn-
in lofar einnig að láta sitt-
hvað gott af sér leiða, og mun
tíminn einnig leiða í Ijós hversu
endingargóð þau fyrirheit
verða.
17’itt er sérstætt við þessa
stjórnarmyndun og ólíkt
því sem tíðkazt hefur löngum
áður: almenningur virðist þeg-
ar í upphafi hafa staka ótrú
á henni. Það er að vísu ekki
óvenjulegt þótt stjórnarand-
stæðingar láti sér fátt um finn-
ast. Hitt er einstakt að í sjálfu
stjórnarliðinu mun sá maður
vandfundinn sem bihdur mikl-
ar og góðar vonir við þessa
stjórn; myndun hennar fylgir
enginn áhugi, þaðan af síður
hrifning. Hin sérkennilegu á-
tök sem urðu í miðstjórn Al-
þýðuflokksins undir lokin um
fjölda ráðherra sýndu glöggt
að jafnvel innsta klíka Alþýðu-
flokksins er uggandi út af þessu
samstarfi og leggur út í hinn
opinbera hjúskap hikandi og
hrædd. Einnig innan Sjálfstæð-
isflokksins láta menn óspart í
Ijós fyllstu ótrú á getu og vilja
þessarar stjórnar til að leysa
vandamál og framkvæma já-
kvæð verkefni. Þessi deyfð og
uggur st.jórnarliðsins er þeim
mun kynlegra sem allir helztu
forustumenn stjórnarflokkanna
hafa komið sér fyrir í ráðherra-
stólunum; hvað það snertir hef-
ur vart verið mynduð „sterk-
ari“ stjórn á íslandi. En kjós-
endurnir, sem tryggðu þessum
leiðtogum meirihlutann í haust.
virðast nú miklu vantrúaðri á
hæfileika þeirra og getu; það
mun sizt ofmælt að mikill
meirihluti þjóðarinnar heilsar
þessari stjórn með ugg og ótrú.
20 ára afturhvarf!
TTeildsalablaðið Vísir er ekki
í neinum efa um hvað nýja
stjórnin muni afreka í efna-
haí'smálum. Blaðið segir í for-
ustugrein í gær; .^Það er barna-
legt af kommúnistum að bera
á móti því að almenningur hér
á : Undi hafi síðustu 15—20 ár-
in tamið sér ýmsar lífsvenjur
sem almenningur í öðrum lönd-
um leyfir sér ekki ... Þeir sem
halda því fram í alvöru að
hægt sé að gera ráðstafanir að
gagni í efnahagsmálunum, án
þess að almenningur verði eitt-
hvað á sig að leggja, virðast
iVgaQj i>Uitaddin, júti jájveiri|hvfirEÍ
annarlegri þekju“, svo notuð
séu orð Þjóðviljans. Menn sem
auglýsa einfeldni sína svo átak-
anlega girða sjálfir fyrir það
um leið, að nokkurt mark sé
tekið á skrifum þeirra um þjóð-
mál“.
að á sem sé að skerða lífs-
kjörin svo myndarlega að
fólk neyðist til að leggja niður
„ýmsar lífsvenjur" sem það hef-
ur támið" sér í allt áð því 20
ár. Samanburðurinn er sem sé
sóttur til ársins 1939 — sein-
asta kreppuársins fyrir stríð;
það sem síðan hefur áunnizt
í bættum lífskjörum almenn-
ings skal aftur tekið! Það skal
iððiJ(ÍStt;jClregiðaíjjirfa stjpjia-
in leggi í slík stórræði, en
skrif Vísis sýna glöggt vilja
þeirra sem að henni standa.
Debré ha8 Míiferand oð sýna sér
effir póíifískf morS i Alsir 1957
Vélbyssuskothríð á bíl franska
öldungadeildarmannsins
Francois Mitterands á götu í
París nótt eina í haust hefur
dregið dilk á eftir sér. Rann-
sókn málsins er enn skammt á
veg komin, en það vetður því
flóknara sem lengra líður. Frá-
sögnum af hótunum um póli-
tísk morð, ásökunum um svik
og undirferli og hverskonar
uppljóstrunum rignir niður.
Francois Mitterand.
I-Ivernig sem málinu lýkur hef-
ur það leitt í ljós að Frakkland
undir stjórn de Gaulle er sama
pólitíska myrkviði og það var
á síðustu árum fjórða lýðveldis-
ins. Launmorðingjar eru á
sveimi, lævísleg svikráð eru
brugguð og við hvert fótmál
skrjáfar í beinagrindum igam-
alla hneykslismála, sem aldrei
hafa fengið formlega útför.
ilræðið við Mitterand var
framið nóttina eftir að
franska þingið ræddi tilboð de
Gaulle um sjálfsákvörðunarrétt
Alsírbúum til handa. f umræð-
unum klofnaði flokkur gaull-
ista, nokkrir æstustu stríðssinn-
arnir lýstu yfir fullri andstöðu
við stefnu íorsetans. Neuwirth,
einn af stuðningsmönnum de
Gaulle í flokknum, lýsti yfir að
launmorðingjar væru komnir
yfir Pyreneafjöll og sæktust eft-
ir lífi ýmissa franskra stjórn-
málamanna. Daginn eftir birtu
blöðin myndir af sundurskotn-
um bíl Mitterands og húsrann-
sóknir voru gerðar hjá sam-
tökum ofstækisfullra hægri-
manna víða um Frakkland. Þá
gaf sig fram Robert nokkur
Pesquet, fyrrverandi þingmað-
ur skattsvikaraflokks Pierre
Poujade. Hann kvaðst hafa
framið tilræðið að beiðni Mitt-
erands sjólfs, sem hefði viljað
siga lögreglunni á samtök
hægri manna. Mitterand er
fyrrverandi innanríkisráðherra
og einn af þeim sem harðast
beittu sér gegn valdatöku de
Gaulle en fyrir samningum við
Serki í Alsír. Pesquet studdi
mál sitt bréfum, þar sem til-
ræðinu var lýst nákvæmlega.
Bréfin hafði hann skrifað sjálf-
um sér og sett í ábyrgðarpóst
áðuÆn?n Yðk.mL..
I
Mitterand kvaðst kannast við
Pesquet, og sagði að sér
værí nú ljóst að hann hefði
tælt sig í hugvitsamlega gildru.
Samkvæmt frásögn þingmanns-
ins kom Pesquet til hans á
laun og þóttist vilja vara hann
við að setið væri um líf hans.
Lagði hann síðan á ráðin,
hvernig Mitterand ætti að haga
sér til að komast undan morð-
ingjunum. Á þennan hátt voru
samsærismennirnir fullvissaðir
um að geta náð sér niðri á
mér. sagði Mitterand. Heppnað-
ist þeim tilræðið var ég dauð-
ur, og heppnaðist það ekki átti
þeim að vera auðvelt að eyði-
leggja mannorð mitt.
VT'firvöldin veittust þegar í
stað gegn Mitterand og á-
kærðu hann fyrir að hafa reynt
að blekkja dómstólana með
því að þegja yfir aðvörun
Pesquets í skýrslu sinni um til-
ræðið. Michelet innanríkisráð-
herra bað öldungadeildina að
svipta Mitterand þinghelgi, svo
að unnt væri að lögsækja hann.
Þingnefnd mælti nær einróma
með að beiðni ráðherrans yrði
sinnt, en eftir umræður í öld-
ungadeildinni á miðvikudaginn
var samþykkt með töluverðum
meirihluta að vísa málinu aftur
til nefndarinnar til frekari
rannsóknar. Úrslit þeirrar at-
kvæðagreiðslu voru mikill sig-
Robert Pesquet.
ur fyrir Mitterand og vinstri
öflin á þingi.
l|Test stoð var Mitterand í
yfirlýsingum 2ja fyrrver-
andi forsætisráðherra. Mendés-
France. sem hafði hann í stjórn
sinni, kvaðst sjálfur hafa kom-
izt í slíka aðstöðu. Ákafur and-
stæðingur sinn í stjórnmálum
hefði komið til sín og varað
sig við banatilræði, en tekið
jafnframt af sér loforð um að
láta ekkert uppi um aðvörun-
ina. Mendés-France kveðst
sannfærður um að þessi mað-
ur hefði bjargað lífi sínu, og
nafn hans fengist aldrei fram
af sínum vörum. Hitt vitnið
sem kom til liðs við Mitterand
var Bourgés-Maunoury, sem átti
manna mestan þátt í að fella
Mendés-France frá forustu i
Róttæka flokknum. Hann kunni
frá því að segja að Pesquet
hefði komið til sín um svipað
leyti og til Mitterands og í
sömu erindum, að vara sig við
launmorðingjum. Bourgés-Mau-
noury sneri sér strax til Verd-
iers, yfirforingja frönsku leyni-
lögreglunnar, og skýrði honum
frá erindi Pesquets. Þrátt fyrir
þessa vitneskju tók dómsmála-
stjórnin orð Pesquets trúanlegri
en Mitterands, og engin eðlileg
skýring hefur fengizt á þeirri
afstöðu.
T oks rak Mitterand sjálfur
smiðshöggið á málsvörn
sína í umræðunum á miðviku-
daginn. Hann minnti á annað
tilræði; sem framið var fyrir
rúmum tveim árum, þegar hann
var dómsmálaráðherra. Þá var
skotið úr skriðdrekabyssu á
Raoul Salan, yfirhershöfðingja
í Alsír. Ilershöfðingjann sak-
aði ekki, en majór sem stóð
við hlið hans beið bana. Að
tilræðinu stóðu ofstækisfullir
hæarimenn. Þegar þetta gerðist,
sagði Mitterand, kom þingmað-
ur og sjórnmálaandstæðingur á
skrifstofu mína. Hann fór þess
á leit, að rannsókn á tilræðinu
yrði ekki hraðað úr hófi fram.
Jafnframt bað hann um lög-
regluvei'nd og tíma til að út-
búa vörn við ásökunum um að
vera í vitorði rrieð . tilræðis-
mönnum. Loks bað hann dóms-
málaráðherrann þess. lengstra
orða að fara ekki fram á að
hann yrði sviptur þinghelgi.
„Þessi maður. þessi stjórnmála-
andstæðingur minn sem- bað
um tækifæri til að verja sig,
og fékk það, er Michel Debré,
núverandi forsætisráðherra".
Steinhljóð hafði verið í þing-
salnum meðan Mitterancl tal-
aði. Tilræðið við Salan er ein
af óráðnum gátum franskra
stjórnmálarefja síðustu ára.
Eftir að Debré komst til val.da
var tekið fyrir rannsókn máls-
ins, og forsprakki tilræðis-
manna komst úr landi til Spán-
ar. M.T.Ó.
Mlchel Debré.