Þjóðviljinn - 21.11.1959, Page 9

Þjóðviljinn - 21.11.1959, Page 9
51 — 'ÓSKASTUNDIN JÓLABÆKURNAR gjarnan skoða myndiivaf krumma og kisu. Jóhannes þekkir þetta fólk, enda eru vísurnar ortar fyrir dóttur hans sjáifs, þegar hún var þriggja ára. Þetta eru vís- ui um dýrin. Vísurnar um kindina og lambið hennar, vísurnar um kúna( þær má kveða við stemmuna Bágt á ég með börnin tvö), vísurnar um hestinn ortar við lag eftir Sig. Ágústsson, vísurnar um hundinn og vísurnar um köttinn undir laginu Ég þekkti eina kerlingu. Þá koma vísur um hæn- una, sem verpir eggjun- um og um rottuna sem stelst í pottana, þær má syngja með sama lagi og Einn var að smíða ausu- tetur og vísurnar um fluguna með sama iagi og Gamli Nói. Síðan koma vísurnar um fifil- inn, sem vill ekki déyja. Þetta eru allt vísur við barna hæfi, einfaldar og léttar með mörgum end- urtekningum. Teikning- arnar í bókinni eru sér- staklega lifandi og skemmtilegar. Sænskur maður, Gunnar Ek, gerði þær... Bókin kemur út ein- hvern næstu daga. Heimskringla: Vísur Ingu Dóru Tíu barnaljóð eftir Jó- hannes úr Kötlum með myndum eftir Gunnar Ek. Þau eru ekki mörg skáldin, sem leggja sig hiður við það að yrkja fyrir börnin. Þó telur þjóðskáldið Jóhannes úr Kötlum það engan veginn neðan við sína virðingu að kveða fyrir yngstu mennina, þá sem kunria ekki einu sinni að lesa, en finnst þó svo skelfing gaman að bókum og vilja SKRÍTLA Húsmóðir: Þú ættir að skammast þín fyrir að láta sjá þig fyrir utan húsið mitt að betla. Klækingurinn; Góða frú ekki hugsa svona. Ég hef séð miklu verri hús en þetta. Laugardagur 21. nóv. 1959 — 5. árg, — 38. thL Ritstjóri Vilborq Dagbjartsdóttir — Útgefandi ÞjóSviljinn • ••••••• •ENN U M • ------------ • klippmynda- • samkeppnina • ••••••• Aðeins ein vika er eftir þar til keppninni lýkur. í þessari viku kom bezta bréfið frá Akureyri í því voru fimm ijómandi vel gerðar klippmyndir. Les- ið bréfið: Kæra Óskastund! Mér þykir reglulega gaman að lesa greinarnar Óskastund, það er margt skemmtilegt og fróðlegt þar og mér þykir svo gaman að lesa bréfin frá krökkunum. Fyrst þegar ég las um klippmyndasamkeppnina ætlaði ég ekki að taka þátt í henni, en; svo kom þetta Ieiðinlega veður hérna á Akureyri og þá leiddist mér, svo að ég klippti út fáeinar myndir að gamni mínu. Ég tók kápur utan af gömlum stílabókum og klippti myndir úr hvítum pappír Framhald á 2. síðu. • • • Á þesari mynd eru reglulegir Kínverjar • • teiknaðir af Kínverja. — Myndin heitir • • „Horft á sjónvarp hjá nágrannanum“ og • • er teiknuð af sjö ára Wang Ming-ming. • Handknattleiksmótið: Leikir 2. fl. kvenna betri og betri - vanhöld bjá dómurum Á laugardagskvöldið var fóru fram 7 Ieikir og voru sumir þeirra skemmtilegir og tvísýnir allt frá byrjun. Annar flokkur kvenna: Valur—Víkingur 4:3 (3:2) Fyrsti leikur kvöldsins var í öðrum flokki kvenna og kepptu þar Valur og Víkingur og var hann nokkuð jafn. Bæði liðin léku nokkuð fjörlega og miðað við aldur. oft vel og með mun meiri krafti en maður hefur átt að venjast á undanförnum árum. Víkingur bvriaði á bví að skora, en Valur ’jafnaði og tók forust- una 2:1. en Víkingur nær að Jafna 2:2. Það verður gaman að fylgjast með bessum ungu stúlk- um í framtíðinni, og þarna eru góð efni sem munu áður en langt líður sjást í meistaraflokkunum. Víkingsstúlkurnar léku ef til vill heldur meira, en Valsstúlk- urnar skutu meira og stundum í ótíma. Annar flokkur kvenna Fram—KR 6:0 (3:0) Leikur þessi var óiafn hvað mörk snerti, þar sem Fram skor- aði 6 en KR-stúlkurnar ekkert. Úti á gólfinu léku KR-stúlkurnar oft laglega saman, en að brjót- ast inn í vörn Fram, var þeim ofurefli, og það sem verra var þá þær gátu ekki skotið, eða vantaði allan kraft í þær til- raunir sem gerðar voru. Fram- stúlkurnar voru aftur á móti mjög skotharðar og hikuðu ekki við að skjóta, léku líka oft lag- lega saman og þrengdu .sér inn á línu og skutu stundum þaðan. Þriðji flokkur karla Valur A — KR 7:6 Þessi leikur var skemmtilegasti leikur kvöldsins og sýndu bæði liðin oft skemmtileg tilþrif, með hraða og nákvæmum sendingum. Leikurinn var allan tímann jafn og spennandi. Valur byrjaði á að skora, en KR jafnar 1:1. Aftur tekur Valur forustuna en KR jafnar og tekur forustuna með 3:2. Valsmenn jafna rétt fyrir leikhlé með skoti niður við gólf. Eftir leikhlé byrjar Valur á að skora, en'KR jafnar 4:4. Nú er það Valur sem skorar tvö mörk í röð, og KR-ingum tókst ekki að jafna. Sem sagt skemmtilegur leikur, sem Valur hafði meiri tök á þótt markatala væri svip- uð, en það einkennilega var að þrjú mörk KR komu eftir að knötturinn hafði komið í Vals- mann. Ef piltar liða þessara halda saman og æfa eru þarna sannarlega góð efni á ferðinni. Annar flokkur karla ÍR—Fram 8:6 Leikur þessi var einnig á köfl- um skemmtilegur. og sýndu ÍR- ingar í fvrri hálfleik góðan leik, og rueluðu Fram alveg í ríminu. Skoruðu þeir í fyrri hálfleik 5 mörk á móti 1. Þeir byrjuðu einnig í síðari hálfleik 6:1, en þá var eins og íslandsmeistur- unum væri farið að verða um og ó því nú fara þeir að skora, og léku þá oft nokkuð laglega, en maður hafði það líka á til- finningunni að ÍR-ingar væru heldur að gefa eftir, og næðu ekki sama leik og í fyrri hálf- leik. Þessi endasprettur dugði þó Fram ekki. því leikurinn end- aði með 8:6. en þeir unnu þó síð- ari hálfleikinn 5:3. Fvrsti flokkur KR—ÍR 7:6 í þessum leik mátti vart á milli sjá hvor mundi að lokum Framhald á 10 síðu Þing FRl í dag Frjálsíþróttasamband fslands heldur ársþing sitt um helgina í fundarsal ÍSÍ á Grundarstíg 2. Mörg mál liggja fyrir þinginu og áætlanir um framtíðarstörfin. Laugardagur 21. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Handelsiónleikar Hinn 14. apríl í vor voru liðin 200 ár frá andláti tón- skállisins Hándels. Tónlistar- deild Ríkisútvarpsins minnt- ist þá hins mikla snillings með því að láta flytja nokk- ur af verkum hans, svo og erindi um hann. Nú hefur Hljómsveit Ríkisútvarpsins enn fremur efnt til sérstakra tónleika í minningu Hándels, og fóru þeir fram í Dómkirkj- unni á þriðjudagskvöldið. Áður en tónleikarnir hóf- ust, flutti Páll ísólfsson stutt, en mjög greinargott er- indi um tónskáldið, ævi þess og starf, list þess og áhrif á samtíð og framtið. Hljóm- sveitin lék því næst forleik að einni af fyrstu óperum Hándels, sem ber nafnið „Agrippína“, en hana samdi Hándel árið 1709, þá stadUur á ftalíu, og var hún flutt þar í fyrsta sinni. f næsta verki, sem var „Konsert í h-moll“ fyrir lágfiðlu og hljómsveit, hafði Jón Sen einleikshlut- verkið á hendi og fór vel með það, þó að leikur hans hefði mátt vera hnitmiðaðri. Krist- inn Hallsson söng „Recita- tiv og aríu“ úr óperunni „Xerxes“ og aríu úr óratorí- unni „Messías" og tókst mjög vel, einkum fyrra atriðið. Ágætur var leikur Páls ís- ólfssonar móti hljómsveitinni í „Konsert fyrir orgel og hljómsveit” (op. 4 nr. 6). — Hljómsveitin, sem lék undir stjórn Hans Antolitsch, leysti sitt hlutverk yfirleitt prýðilega af hendi í öllum þessum verkum, svo og „Concerto grosso“ (op. 6 nr. 5), sem var niðurlagsverk tónleikanna. Efnisskráin var vel til þess fallin að veita áheyranda alhliða hugmynd um tón- list Hándels, eftir því sem unnt er á einu tónleikakvöldi. Voru kirkjutónleikar þessir hinir ánægjulegustu í hví- vetna. Sahara wegcp menningar? Franskir fornminjafræðingar telja sig hafa fundið í Sahara minjar um elztu siðmenningu sem kunn er. Við farveg löngu uppþornaðrar ár fundust húsa- rústir og vopn. Þessar minjar um mannabyggð eru taldar 600.000 ára gamlar. » Bíleigendur Nú er hagstætt að sprauta bílinn. GÚNNAR JULÍUSSON, í málarameistari, B-götu 6, Blesugróf. Sími 32-867.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.