Þjóðviljinn - 22.11.1959, Page 4

Þjóðviljinn - 22.11.1959, Page 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 22. nóvember 1959 Keres: Tal Keres — Tal Þótt Tal ætti mikilli sigur- sæld að fagna á kandidata- mótinu, þá varð hann þó að lúta í lægra haldi fyrir Paul Keres en milli þeirra féllu vinningar 3:1 þeim síðar- mefnda í hag. Erfitt er að segja hvað gert hefur gæfu- imuninn (í þessu einvígi tveggja efstu manna, en svo er að sjá sem sú viðleitni Tals að leysa öll stöðuvanda- mál á taktiskan hátt hafi strandað á gífurlegri hæfni Keresar á sama sviði. Fyrst þegar Keres kom fram sem s'kákmaður fyrir meira en 20 árum, þá var skákstíll hans' ekki svo ó- líkur skákstíl Tals nú. Skák- ir hans leiftruðu af leikbrögð- um og leikfléttum og voru hið mesta augnayndi fagur- kerum á þvi sviði. !Þ5 xá& segja að hann beiti yfirleitt ekki jafn egghvössum stíl og Tal. Með aldrinum breyttist svo stíll Keresar, varð ró- legri, íburðarminni en örugg- ari. Glóð æskuáranna logaði þó jafnan undir og brauzt öðru hvoru fram af krafti og tíguleik ósnortinnar nátt- úru. Við slík tækifæri fædd- ust þær skákir hans, sem ó- dauðlegar mega kallast. Á nýafstöðnu kandidata- móti var skákstíll Keresar ofinn saman úr tveimur þátt- um. 1 fyrsta lagi komu oft glögglega fram hinir igífur- legu leikfléttuhæfileikar hans, og birtust þeir jöfnum hönd- um í vörn og só!kn, og í öðru lagi beitti hann rólegri bar- áttuaðferð, hægfara stöðu- þróun, sem borin var uppi af öruggu og framsýnu stöðu- mati hins reynda stórmeist- ara. Hvor þátturinn hefur verið giftudrýgri er erfitt að segja, en báðir saman entust þeir Keresi til mikillar sigursæld- ar, þótt ekki nægðu þeir til að hreppa efsta sætið. Þar varð annar sigursælli. Við skulum nú líta á fyrstu skákina milli þeirra Keresar og Tals á kandidatamótinu, en hún var tefld í þriðju um- ferð. Hvítt: Keres — Svart: Tal Kóng-indversk vörn 1. c4 Rf6 2. Rc3 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 0—0 5. f4 Óvenjuleg uppbygging, sem sannar ekki réttmæti sitt í þessari skák. 5. c5 6. Rf3 d5 7. cxd5 Rxd5 8. 0—0 Rc7 9. b3 Rc6 10. Bb2 Hb8 11. Ra4 Bxb2 12. Rxb2 b6 13. Rc4 IBb7 14. e3 Rd5 15. a3 e6 16. Dc2 De7 17. g4 b5 18. Rc-e5 Rxe5 19. fxe5 Keres líkar ekki 19. Re5 vegna — — f6. Hann veikir því peðastöðu sína, til að ná tökum á f6-reitnum. 19. Hb-c8 20. a4 b4 21. Hf2 a5 22. h4 Undirbýr að leika Rf3-g5- e4. Tal sneiðir með lagni hjá þeirri hættu. 22. Dc7 23. Db2 c4 Hótar c3. 24. bxc4 Dxc4 Þar sem g-peð hvíts er nú valdlaust, getur hann ekki hrundið áformi sínu í fram- kvæmd. 25. Rd4 Ba8 26. Bfl Dc5 27. Rb3 Dc7 Nú átti hvítur að leika 28. Kli2 og gat þá svarað 28. De7 með 29. Kh3. 28. Ba6 Á þennan hátt hugðist hvítur eyða hættunni á c- linunni. Svart: Keres ABCDEFQH 28. — Rxe3!! Óvænt árás. Hvítur má hvorki drepa hrókinn eða riddarann, þar sem hótunin Dc6 er of sterk. T.d.: 29. Bxc8, Dc6 30. Hh2, Rxg4 31. Hcl, Df3 32. d3, De3f 33. Hf2, Rxe5 34. Ba6, Dh3 35. Hg2, Rf3f 36. Kf2, Rxh4 og vinnur. 29. Hcl De7! 30. dxe3 Þvingaður leikur því eftir 30. Hxc8, Hxc8 31. Bxc8, Dxh4, ætti hvítur enga vörn gegn 'hótuninni------Dhlff. 30. -----Dxh4 31. Kfl Eftir 31. Hh2, Hxclf 32. Rxcl, Dxg4f 33. Kf2, Df3f 34. Kel, Dxe3f hefði svartur þegar náð fjórum peðum fyrir mannin og héldi sókninni. 31. -----Dh3f 32. Ke2 Dxg4f 33. Kd2 Hf-d8f Skakkur hrókur, en hver hefði ékki gert það sama? Eftir á uppgötvaði Tal, að hann gat haldið vinnings- stöðu með 33.--------Hc-d8f. 34. Rd4, Dg5! og síðan Dxe5. 34. Rd4 Dg3 Keres heppnast að byggja hér óvinnandi virki á mið- borðinu. Þegar til lengdar lætur orkar svo maðurinn sem hann hefur framyfir til úrslita. 35. ------Hxcl 36. Dxcl Dg2f 37. Be2 Dd5 38. Dc7 Valdar e5 og ræðst á f7. Hinn eiginlegi tilgangur leiks- ins er þó að ná drottningar- kaupum. 38. ------------- Hd7 39. Dc4 Nú strandar 39.------Dxe5 á 40. Dc8f. 39. -----Kg7 40. Dxd5 Bxd5 Auðvitað ekki 40. — — Hxd5 vegna 41. Bf3. I enda- taflinu hefur svartur að vísu þrjú peð fyrir manninn, en þau reynast of svifasein til að mynda fullnægjandi mót- vægi. 41. Bb5 Hc7 42. e4 Ba8 Biðleikurinn. 43. Ke3 IIc3t 44. Bd3 b3 Svartur hefur engan tíma til að leika 44. Ha3 vegna 45. Rb5, Hxa4 46. Rd6 osfrv. 45. Hfl Hér virðist 45. Rb5 einnig sterkt. 45. Hc5 46. Rxb3 Hxe5 47. Hcl Keres leggur af stað á biskupsveiðar. 47. Hh5 Freistandi en tilgangslaust væri 47. — — f5 vegna 48. Kd4 Kf6. 49. Rd2!, fxe4 50. Bxe4! og hvítur vinnur. 48. Hc7 Kf6 49. Rc5 Ke5 50. Rd7f Svartur myndi verjast 50. Hc8 með--------Kd6. 50. — — Kd6 51. Ha7 e5 52. Hxa8 Kxd7 Nú á Tal enga vörn gegn framrás a-peðsins. 53. Hh3t 54. Kd2 Hh2t 55. Kc3 h5 56. Ha7t Kc6 57. Hxf7 g5 58. a5 g4 59. a6 Ha2 60. Bc4 Hal 61. Hfl Hxfl 62. Bxfl h4 63. Be2 g3 64. Bfl og Tal gafst upp. Keres hefur notfært sér vel hina smávægilegu ónákvæmni andstæðings síns. Skýringar lauslega þýddar úr „Deutsche Schaehzeitung“. Gólffteppa- hreinsun Hreinsum gólfteppi, dregla og mottur fljótt og vel. Gerum einnig við SÆKJUM — SENDUM Gólfteppagerðin h.f. Skúlagötu 51, simi 17360 Beiðni um hjcslp í sumar bað séra .Takob Jóns- son um hjálp fyrir ungan pilt, sem verið hefur lamaður og ó- vinnufær frá barnsaldri. Um hjálpina var beðið vegna bif- reiðákáupa fyrir piltinn. Var það í von og raunar nokkurri vissu um að honum þá tækist að afla sér vinnu, sér til lífs- framfæris. Nokkur fjárhæð safnaðist, en þó ekki nema lítill hluti sem ttl þess þarf að fullnægjandi sé. Góðir Reykvíkingar og aðrir sem þetta iesið. Hjálparbeiðnin Ungliugur piltur eða stúlka óskast til sendiferða hálfan eða allan daginn Sjávátryggingafélag íslands h.f. Borgartúnj 7, sími 18602 Bíleigendur Nú er hagstætt að sprauta bílinn. GUNNAR JÚLÍIJSSON, málarameistari, B-götu 6, Blesugróf. Sími 32-867. í sumar hefur einhvernveginn farið mikið til fram hjá ykkur, fyrir því er þetta endurtekið. Oft og mörgum sinnum hafið þið vel og drengilega veitt hjálp' undir hliðstæðum kringum- stæðum þegar til ykkar hefur- verið leitað og væntanlega verð- ur svo einnig nö. Minnizt þess þið sem heil- brigð eruð, að góð heilsa án allrar líkamlegrar takmörkun- ar er ykkar dýrmætasta og bezta eign. Minnizt þess, þið sem heil- þungur dómur er þeim á herð- ar lagður, sem verða að lifa við mjög verulega takmörkun líkamlega allt frá barnsaldri og æfina út. Það líður senn að jólum. — Trúlega verður mikið starfað og mikið verzlað þann tíma sem eftir er til hinnar miklu hátíðar. En mitt í öllum þeim önnum ættu þó menn og fyrir- tæki að minnast lamaða pilts- ins og réttahonum hjálparhönd. Hver upphæð þó smá sé verður með þökkum þegin og hefur blaðið góðfúslega lofað að veita framlögum til hans viðtöku. Með fyrirfram þakklæti. — S. OTBREIÐIÐ ÞJÓÐVIUANN ; Þrjátíu fermetra íbúðarhúsnæði til leigu. — Bjart og gott. Hentugt fyrir hárgreiðslustofu. Upplýsingar í síma 32-110. Viljið þér vita allt um Kína? CHINA pictorial sem kemur út hálfsmánaðarlega á ensku mun hjálpa yður. ' Þetta stóra og vandaða myndablað tjáir greinilega hvernig hinir ýmsu þjóðflokkar Kína byggja upp land sitt, hvernig þeim vegnar og lífsvenjur þeirra. Það gefur yður innsýn í menningu Kínverja og birtir iðulega endurprentanir fagurra listaverka, stuttar sögur o. fl. Hvert blað er 36 myndasíður, þar af 10 litprent- aðar. Áskriftarverðið er kr. 95,00 árg. (26 blöð). Önnur tímarit á ens'ku frá Kína: Peking Review, vikurit kr. 85,00 árg. , Ohinese Literature, mánaðarrit — 55,00 — Women of China, 6 blöð árlega — 18,00 — Chinas Sports, 6 blöð árlega — 18,00 — Evergreen, 8 blöð árlega — 22,00 — Ef þér gerist áskrifandi einhvers þessara rita, fáið þér í kaupbæti kínv. litprentað listaverk (22x66 cm) með almanaki 1960. Ef þér safnið 2 eða fleiri áskrifendum fyrir 1. jan. 1960 fáið þér að launum bókina „Kínversk frímerki“ innib. 88 síður með myndum af kínverskum frí- merkjum. Greiðsla áskriftarverðs fylgi pöntun. Missið ekki þetta einstæða tækifæri. Pantið ritið frá: KlNVERSK RIT, Pósthólf 1272, Reykjavík, Sími 1-15-76.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.