Þjóðviljinn - 22.11.1959, Page 7
Sunnudagur 22. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Kæri vin — Síðbúinn er ég,
að óska þér hamingju í trö’p-
um hins heiiaga tugar. En
gjöri það nú.
Ekki þarf ég að eyða orð-
um að því, hversu mikið við
soknum þ'n héðan og þar sem
nú hefur 'engzt gatan millum
okkar, langar mig að senda
þ)ér línu En fleiri varðar efni
þess erindis. Kýs ég því að
birta bréfið í víðlesnu blaði.
Ég heyrði að þú hefðir ver-
ið kosinn formaður í samtök-
um rithöfunda, livar ég er
með’.:‘mur, en kjör listamanna
liggja mér þungt á hjarta.
Eg vil því ræða við þig hug-
leiðingar m:nar um hvernig
ráða megj hér bót á miklu
vandamáli.
Það væri þér verðugt verk-
efni að vera foringi fyrir
baráttuliði an^rra listgreina,
til að knýiá fram þá sjálf-
sögðu kröfu. að íslenzka rík-
ið tryggi nú þegar öllum
sæmilegum listamönnum lág-
marks lífeyri. Laun svipað
því og t.d. prestar og kenn-
arar hafa.
Vissulega mætti það vekja
undrun að þetta mál skuii
ekki þegar vera leyst. Það
ætti raunar ekki að vera okk-
ar hlutverk, að berjast fyrir
því, einfaldlega hefði ríkis-
vaidið átt að taka þetta upp
hjá sjálfu sér fyrir löngu.
Eg hef sem fyrr segir hugs-
að þetta nokkuð og rætt við
ýmsa nú í sumar, skal því
reyna að rökstyðja þessa hug-
mynd, ef ske kynni að ein-
hverjum fyndist hún mikil
krafa og ósanngjörn.
Allir þekkja hinn langleiða
skrípaleik. sem kenndur er
við „styrki“ til listamanna.
Nafngiftin sjálf er tífalt öf-
ugmæli. T.d. væri réttara að
kalla þetta „styrki" til þeirra
bæjar- og sveitafélaga, sem
eru svo óheppin að hýsa lista-
menn. Við erum allajafna litl-
ir fjáraflamenn og langoft-
ast renna þessih ,,styrkir“
beint uppí vangreidd opinber
gjöld og hrökkva þó ósjaldan
illa. Okkur geta þeir jafnvel
orðið hálfgjör.ð. hefndargjöf,
þar sem þau eru ekki einu
sinni skattfrjáls. í einstaka
tilfelli geta þeir beinlínis
rænt þiggjanda liærri styrkj-
um t.d. sé hann öryrki ell-
egar ellilaunaþegi, með því
að hækka aðrar smátekjur yf-
ir hungurtakmark þeirra rétt-
indaaðstöðu. Þessir blessað-
ir „styrkir“ hafa svo óneit-
anlega dregizt aftur úr í vaxt-
arhraða annarra hækkana í
landi voru. sem vitað er. Þá
þarf ekki að fjölyrða um þá
aðferð, að einn úr hverjum
flokki úthluti þessu náðar-
brauði. Hvað tákna eiginlega
slík vinnubrögð ? Hefur
kannski Sjálfstæðisflokkur
verið skikkaður til þess af
Alþingi að skipa þar til sér-
fræðing sinn í tónlist, Al-
þýðuflokkur leiklistarrýni,
Sósíalistar mvndlistarsérfræð-
ing ellegar Framsókn bók-
menntaráðunaut. Nei, þess
'hefur fæþlega orðið vart. Eg
held við drögum því tjald
íyrir þessa löngu /,,revíu“, áð-
ur en hún snýst uppí full-
kornið drama.
Áður en rætt er nánar um
sæmilega lausn þessara mála
er nauðsynlegt að fá jákvætt
svar við eftirfarandi spurn-
ingu. Telur þjóðin sér vegs-
auka og andlega þörf að hér
séu framleidd listaverk? I
trausti þess, að svo sé skal
áfram haldið bréfinu.
Það er kunnara en frá
þurfi að segja, að hver ein-
asti fjölskyldufaðir á Islandi,
verður að þræla myrkranna
á milli til þess að geta full-
nægt brýnustu nauðþurftum
sínum og sinna. Einstaklingar
eru þar litlu betur settir.
Við sem berum i brjósti þrá
til listsköpunar, erum vitan-
lega undir sömu sök seldir.
Hvernig er þá hægt að bú-
ast við því að við höfum
móð í okkiir til að skapa og
fága list í hjáverkum svo
nokkru nemi? Sumir okkar
verða jafnvel að bygg^a yfir
sig um nætur, alveg eins og
svo margir hafa slitið sér út
á árum saman.
Nei, listskö^un krefst ó-
þreytts og óþreytandi manns.
Óendanlegs tíma, en þó um
fram allt rð viðkomandi sé
ekki þrúgaður af áhyggjum
vegna lífsafkomu sinnar, eða
finnist hann vera að steia
stundum þeim, sem heigast
listinni. Og listin sjálf geldur
slíkra kjara verst. Enda- er
meirihluti verka okkar aðeins
hálfslípaður kristall og verð-
ur aldrei annað nema létt sé
af okkur oki brauðstritsins
listamenn eigi að setja á föst
ríkislaun? Við því er aðeins
eitt svar: Stofna þarf list-
ráð, er skipað sé a.m.k. tveim
sérfróðum mönnum um hverja
listgrein. (Þurfa e'kki að hafa
flokksmerki í barmi). Þeirra
dómi yrðum við að lúta. Verk-
efni listráðsins yrði þá fyrst
að skera úr um það, hverjir
dkkar séu búnir að skapa
eða líklegir til að skapa þau
verðmæti, er réttl^ti - þetta
tækifæri efnahagslega frjáls
manns til einbeitingar. Sýni
það sig að listamaður þoli
ekkj slíkt ,,meðlæti“ má mín
vegna fella hann útaf launa-
skrá að liðnum nokkurra ára
revnslutíma, og ætti þó sína
rétt ef úr rættist.
Einnig skal ráðið vaka yf-
ir efnilegum byrjendum og
koma skjótlega til hjálpar með
tækifæri til náms óg starfs
— þyki sýnt að það beri
ekk; árangur, efniviðurinn sé
ekki árangur, efniviðurinn sé
leyfi — þá má senda þá sinn
veg.
Annars er rétt að undir-
strika, að tíu „óverðskuldað-
ir“ listamenn á launum, eru
ódýrari en sá einn snillingur
sem núverandi aðstaða kæfir
eða hrekur á annan vinnu-
markað. En þess eru dæmin.
Þá kemur að þeirri spurn-
Kristján írá Djúpalæk:
litlir fjárplógsmenn. Hvernig
má þá draga úr útgjöldum
ríkisins okkar vegna ? Hvað
fær það í staðinn? (sleppum
tilverurétti þjóðar, sem
menningarþjóðar). Hreint og
beint fjárhagslega? Áthugum
það nánar: Viðkomandi
nokkrum listgremum er vand-
inn nokkuð auð’eystur. Tök-
um tónlistarmenn, aðra en
Jóliannes úr Kötlum
tcnskáld og t.d. leikara. Rík-
isstofnanir svo sem þjóðleik-
hús, ríkisútvarp og fleiri
menningarfyrirtæki þurfa á
síauknu starfsliði að halda,
og ég tel þeim listamanni vel
Bréf tíl
Jóhannesar úr Kötlum
og stríðustu áhyggjum vegna
þess.
Öruggar tekjur, þótt lágar
séu, eru listamann; það sama
og vængur fuglinum.
Vilji nú einhver spyrja:
'Hvernig fóru fyrirrennarar
ykkar að, og voru ykkur þó
um flest fremri? Þeim vil
ég t.d. benda á 28. kaflann
í Bréfi til Láru og kynnast
þeir þá kjörum nok'kurra
skálda og fræðimanna. En
þó væri ekkj síður rétt að
lesa bréf Stephans G. Ekkert
grætur það ofurmenni meir
en að geta ekki snyrt og fág-
að kvæði sín, sökum ófrjórra
anna. Og stundum fannst
honum skáldgyðjan myndi yf-
irgefa sig, svo mjög sem hann
hafi hana útundan í skipt-
ingu tíma síns er allt kallaði
að. Og hver veit svo um
þann arf, sem við fórum á
mis við, vegna skilningsleys-
is liðinna valdhafa gagnvart
gengnum listamönnum. Hung-
ursvipan skapar ekki list.
Hún knýr aðeins fram ang-
istarvein eða í bezta falli
bitra ádeilu og ekki æfinlega
sungna eftir nótum.
Næst yrði þá kannski
spurt: Hverjir eiga svo að
skera úr um það hvaða
ingu, sem margir myndu setja
fyrsta? Hefur ríkið efni á
þessu? Já, og meir en það.
Hinu hefur þjóð vor ekki
efni á, að tilviljun ráði ein
um listsköpun hennar. Óbæt-
anlegt er hvert það manns-
efni, sem í súginn fer, en þó
mest sé þar skapandi andi.
Eg er óglöggur reiknings-
maður. En ætli 50—60 þús.
króna árslaun til ea 100
listamanna næmu meir en
V2 prósenti af þjóðartekjum
okkar? Það skyldi svo ekki
vera sameiginlegt, að lista-
menn okkar greiði hærri op-
inber gjöld samanlagt, en
hinu rausnarlega framlagi til
þeirra nemur — ja, svo er
það a.m.k. hér í sveit.
Fjármál þessi má enn og
lengi ræða, meta og und’rbúa.
List er ekki einskis virði.
Verður jafnvel metin til fjár.
Það má selja bók, mynd, tón-
smíð og ekki fæst ókeypis að-
gangur að söng og leik. Van-
sköpuð þyrping húsa, sem
kallast bær og borg þyrfti
vissulega á læknishöndum
listamanna að halda. Arktitekti
myndhöggvari, skreytimeist-
ari. Nóg er starfið. En af-
komuöryggið vantar okkur
alla, bakhjarlinn. Við erum
borgið, sem ráðinn er á líf-
vænleg kjör í sinni sérgrein
hjá ríkinu.
Málarar og myndhöggvar-
ar skapa mjög verðmæta list.
Listasafnið gæti keypt af
þeim 1 — 2 verk árlega
fyrir fyrrgreind lágmarks-
laun þeirra til öryggis þeim,
og ríkisstofnun um leið eign-
azt gu’lgild verðmæti, sem
jafnvel mætti breyta í gjald-
eyri ef of mikið safnaðist fyr-
ir.
Vegna okkar rithöfunia
skal stofna ríkisútgáfu, og ég
skal fúslega leggja henni
handrit upp í mín laun á
nokkurra ára fresti a.m.k. til
útgáfu eitt sinn. Sérsamning
þyrfti að gera vegna þýðinga,
útvarpsflutnings og erfðarétt-
ar. Þótt bókaútgáfa þyki ekki
gróðafyrirtæki að jafnaði,
starfa hér bókaforlög með
öruggan áskrifendafjölda og
þetta nýja ríkisfyrirtæki
stæði ekki verr að vígi. —
Þannig ynnist það tvennt, að
okkur væru sköpuð vinnuskil-
yrði ög ríkið fengi nokkuð
fyrir sinn snúð, og í þriðja
lagi, að verkin kæmust fyrir
augu þjóðarinnar, en það er
ekki minnst um vert fyrir
höfunda.
Tónskáld eru sennilega sú
stétt manna, sem örðugast er
án að vera nú. En sala verka
þeirra hérlendis óarðbær að
sögn. Ég býst því við að
þau teldu sér sæmilega borg-
ið ef svipað form væri við-
haft um þeirra hag, og
minnzt hefur verið á viðvíkj-
andi rithöfundum, þ.e. sjá
þeim fyrir vinnufriði og
koma verkum þeirra á fram-
færi.
Það er kannski hægt að
lifa án mynda, ljóða og leiks,
og mörgum nægja eflaust
■ iagblöð og æsirit til lestrar.
Ég vona svo bara að þús-
und ára fyrirlitning og sult-
arkjör listamanna hafi ekki
sýkt svo þá, er nú lifa, að
þeir líti á sjálfa sig sem ölm-
usu- og utangarðslýð. Að sú
hugmynd borgarans, að list
skuli vera ' cgreidd aukavinna
um alla framtíð, hafi ekki
fest rætur hjá okkur, er sár-
ast finnum til þess að geta
aldrei helgað listinni krafta
okkar. Því verki sem á hug-
ann leitar í það og það sinn-
ið. Þó er það þrjóðin sjálf er
sárast geldur þess, ef list
hennar er aðeins hálfunnin —
hráefni, sem skapandi var
neyddur til að senda frá sér
vegna sljóvgandi brauðstrits
—, því hvað er þjóð í augum
heimsins, annað en sá orðstír,
sem andinn skcp?
Fyrst þjóðin hefur ekkert
lært á ur.dangengnum öldum.
Þótt hvert ,,séníið“ af öðru
fari í hundana vegna sinnu-
leysis valdhafanna, þá verð-
um við sjálfir að taka í taum-
ana. Ekki fyrst og fremst
vegna okkar, ' heldur vegna
framtíðar- og fósturlands.
Boginn er sannarlega ekki
hátt spenntur hér — og þetta
er ekki án fordæmis. Aðrar
stéttir hafa fyrir löngu tryggt
sér lágmarkskjör og sumar
he’dur betur. Bændum er á-
byrgzt fullt verð á sínar af-
urðir. Útgerðarmönnum einn-
ig. Verkalýður hefur a.m.k.
aflað sér siðferðilegs réttar
til starfs og launa. Ég vona
að þingmenn séu ekki í þagn-
skylduvinnu og gefi sér því
betri tíma til að ganga frá
frumvarpi um framtíðar
lausn á vandamá'um lista-
manna. — Þetta bréf gæti
verið þeim holl ábending.
Þing er komið saman. Við
viljum fá að starfa ótrufl-
aðir í þeim víngarði er for-
lög vistuðu okkur í. Það er
erda oftast lítið lið í okkur
á almennum vinnustað. Okk-
ur næg’r ekki þótt nokkrir
listamenn njóti þeirra „rétt-
inda“ að hið opinbera gjaldi
sjálfu sér skatt útá þeirra
nef.
Kæri vin. Þetta er orðið
nokkuð langt, en af nógu er
að taka, og málið þolir ekki
bið. Kveiktu nú enn elii í
brjóti baráttuliðs fyrir góðu
máli. Þú og þínir jafnaldrar
sem svo mikið hafið gefið
þjóðinni, ættuð að búa i höll
og á heiðurslaunum, því þið
hafið skapað ódauðleg verð-
mæti þegar. •
Ég kveð þig með bróður-
kveðju og bið að heilsa öll-
um vinum og ættingjum lista-
gyðjunnar á íslandi.
Hv. í nóv. 1959.
Kristján frá Djúpalæk.1