Þjóðviljinn - 03.12.1959, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.12.1959, Blaðsíða 12
Einstæð embættisafglöp Jónas- ar Haralz vítt á Alþingi í gær Einar Olgeirsson: íslenzkt þjóðlíf er of dýrt fyrir tilraunastöð Það tiltæki Jónasar Haralz ráðuneytisstjóra að ræða málefni ráðuneytis síns með þeim hætti sem hann gerði 1 desember í útvarpsræðu, var vítt á fundi sameinaðs þings í gær sem einstæð embættisafglöp. Einar kvað þetta óvenjulegan og einstæðan atburð, að ráðu- neytisstjóri taki að tala frammi fyrir alþjóð um viðkvæm vanda- mál er heyri einmitt undir hans ráðuneyti, og taki að slá um sig með fullyrðingum hvað rik- isstjórn og Alþingi beri að gera í málum sem einmitt nú séu á rannsóknarstigi. Var samráð haft við ríkisstjórnina? Taldi Einar, að hafi Jónas Haralz flutt ræðu sína án sam- ráðs við ríkisstjórnina sé hér um einstæð og óverjandi emb- ættisafglöp að ræða. Hafi ræð- an hins vegar ekki verið flutt í samráði við ríkisstjórnina sé ráðuneytisstjórinn að blaðra um málefni ráðuneytis síns á mjög óviðkunnanlegan hátt. Fullyrti Einar að enginn annar ráðu- neytisstjóri stjórnarráðsins væri líklegur til að láta sig henda slík embættisafglöp. Þá væri hitt ekki síður und- arlegt ef ríkisstjórnin hefði haft þennan hátt á að tilkynna þjóð- inni stefnuna í efnahagsmálum, en um hana fengju ekki alþing- ismenn að vita, enda þótt þeir spyrðust fyrir um hana á Al- þingi. Og hafi það sem fólst í ræðu Jónasar Haralz verið efna- hagsmálastefna ríkisstjórnarinn- ar, væri sannarlega kominn tími til að segja Alþingi frá því. Einar varaði við því, ef ein- hver skyldi glæpast á að halda að Jónas Haralz hafi verið að boða einhver algild hagfræðivís- indi í ræðu sinni 1. desember. Þá væri enn sárfátæk þjóð á íslandi Ef þeirri stefnu sem ráðu- neytisstjórinn boðaði hefði verið fylgt á íslandi undan- farin 20 ár, þá byggi íslenzk alþýða enn við sömu fátækt- ina og fyrir stríð. Það hefði ekki verið gert og nú gortaði Gylfi Þ. Gíslason og fleiri yfir því við útlendinga að hér séu beztu lífskjör í heimi. ís- lendingar byggju ekki við þau Framhald á 11. síðu 1 stuttu máli Sinfóníuhliómsveitin efnir fil hliómleika annað kvöld Þetta verða síðustu tónleikar, sem hljóm- sveitin heldur á árinu sem er að ljúka Sinfóníuhljómsveit íslands heldur tónleika í Þjóöleik- húsinu annaö kvöld klukkan 8.30. Stjórnandi hljómsveitarinnar verður að þessu sinni tékknesk- ameríski hljómsveitarstjórinn Henry Swoboda, en hann Btjórnaði tónleikum hljóm- sveitarinar í síðustu viku og hlaut ágæta dóma. Ungur Reykvíkingur, Einar G. Sveinbjörnsson, leikur ein- leik á fiðlu með hljómsveitinni. Einar er nýbúinn að ljúka námi í fiðluleik við Curtis tón- listarháskólann í Fíladelfíu I Bandaríkjunum. Hér heima Jl 11111111111111 [ 11111111111111111111M111111 [ 11 stundaði Einar nám í tónlist- arskólanum og útskrifaðist þaðan vorið 1955. Þetta er í fyrsta sinn, sem Einar kemur fram sem einleikari hér í Reykjavík. Viðfangsefnin á tónleikunum verða „Þríhyrndi hatturmn“, balletmúsík eftir spænska tón- skáldið De Falla, Fiðlukonsert eftir Mendelsohn og Sinfónía nr. 2 í há-moll eftir rússneska tónskáldið Borodín. iSinfóníuhljómsveitin hefur ekki flutt áður fyrst og síðast- töldu verkin tvö, en hvort tveggja eru mjög áhrifamikil tónverk. Þetta eru 5. tónleikar Sin- fóníuhljómsveitarinnar á þessu starfsári og verða hinir síðustu o Þjóðleikhúsið minnist aldarafniælis Einars H. Iívaran skálds á sunnudaginn með sam- komu í leikhúsinu. Flutt verð- ur erindi um skáldið, lesið upp úr verkum þess, sungin lög við Ijóð Einars og sýrot atriði úr einu leikrita bans, ,,Jósafat“. ■Jr Leikfélag Kópavogs sýn- ir „Músagildruna“ eftir Agötu Christie í 16. sinn í kvöld. Að- eins þrjár sýningar til viðbót- ar fyrir jól. □ Fors'töðumenn tveggja erlendra ferðaskrifstofa j Kaup- mannahöfn, svissneskrar og vestur-þýzkrar, hafa dvalizt hér á landi undanfarna daga, og kynnt sér möguleika á auknum ferðalögum almennings milli landanna. þJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. desemher 1959 — 24. árgangur — 266. tbl. Flöskuskeytinu hefur verið kastað í sjóinn rétt norðan við Nýfundnaland, en beinasta leið þaðan til Seyðisfjarðar er merkt hér á kortið. Flöskuskeyti frá Ameríku rak í Seyðisfjarðarbotn Sej'ðisfirði — Frá frétta- ritara Þjóðviljans Sveinbjörn Hjálmarsson hér á Seyðisfirði fann 24. f.m. flösku- skeyti rekið í fjarðarbotninum. í bréfinu í flöskunni segir að því hafi verið fleygt í sjóinn af bandarískum strandvarnarbáti 27. október 1958 á 52. gr. 6. mín. vestur-lengdar og um 49. gr. norður-breiddar. Skeyti þetta hefur því verið tæpa 13 mánuði á leiðinni. Seyð- isfjarðarbotn er á 65. gr. 16 mín norður-breiddar og 14. gr. vest- ur lengdar. Til þess að komast inn í Seyðisfjörð (sunnan við landið að vestan) hefur skeyt- ið þurft að fara fyrir Dalatanga, sem er á 65. gr. 16. mín. norðl. breiddar og 13. gr. 34 mín. vest- lægrar lengdar. AKEL leyft að starfa á Kýpur Hinum sósíalistíska Fram- faraflokki alþýðu á Kýpur sem bannaður var í desember 1955 hefur nú verið leyft að starfa aftur, einnig þrem öðrum sam- tökum sem voru í tengslum við hann og bönnuð voru sam- tímis honum, og fimm málgögn flokksins fá aftur að koma út. Alþingi íær ekki að ræða íjáröílun til íbúðarbygginga Hver einasti viðstaddur þingmaður Sjálfslæðisflokks- ins og' Alþýðuflokksins grciddi í gær atkvæði gegn því að fjáröflun til íbúðabygginga yrði tekin til umræðu og af- greiðslu á næsta fundi sam- einaðs þings. Báru allir þingmenn Fram- sóknarflokksins fram tillögu um að þingsályktunartillaga Þórarins Þórarinssonar og fieiri um fjáröflun til Bygg- ingasjóðs yrði tekin fyrir. Forseti, Friðjón Skarphéðins- son, vísaði tilmælunum til at- fyrir jól. ...1111..111111111 i 111111111111111111111 [ 1111111111111111 ■ 11111111 i 11 ■ 11111111111111 ■ 111111111111111111111111111 ■ 1111111 ■ 111111III ■ ■ I ■ IM NÝ IIMFERBARMERKI 1 REYKJAVfK I Myndin hér til hliðar er af einu umferðarmerkjanna nýju, sem sett hafa verið upp ó 15 gatnamótum hér í bænum, jj.á.m. mótum Ægisgötu og Vesturgötu (norðan megin), þar sem myndin er tekin. Þetta er stöðvunarmerki og, cins og segir í 4. málsgrein 48. greinar umferðarlaganna, „þar sem sett hefur verið stöðvunarmerki, ber öku- manni skiiyrðislaust að nema staðar. Þegar ekið er af stað aftur, er skylt að sýna ýtr- ustu varúð og víkja fyrir um- ferð frá báðum liliðum, livort sem um aðalbraut er að ræða eða ekki.“ Samkvæmt upplýsingum Ól- afs Jónssonar, fulltrúa lög- reglustjóra, eru þetta fyrstu merkin sem sett eru upp samkvæmt reglugerð þeirri um umferðarmerki og notkun þeirra, er út var gefin í marzmánuði sl. Leysa þau af hólmi gömlu aðalbrautarmerk- in, sem voru biðskyldumerki, þ.e. ökumönnum var ekki skylt að nema staðar á gatna- mótum þeim sem merkt voru með fyrrnefndum merkjum, heldur aðeins gert að skyldu að víkja fyrir umferð aðal- brautarinnar. Þar sem hin nýju merki hafa hinsvegar verið sett upp, er um algera stöðvunarskyldu að rreða, sem fyrr segir. Með tilkomu hinna nýju merkja er því um þrennskonar umferðarrétt að ræða við gatnamót: vinstri- handarrétt, biðskyldu skv. aðalbrautarmerkjunum gömlu kvæða þingmanna, og voru þau FELLD að viðhöfðu nafnakalli með 32 atkvæðum stjórnarliðSins gegn 26 at- kvæðum þingmanna Alþýðu- bandalagsins og Framsóknar- flokksins. Er það sýnilega ætlun rík- isstjórnarinnar og stjórnar- flokkanna að fjáröflun til í- búðabygginga verði ekki riedd á Alþingi fyrr en að loknu þinghléi í janúarlok. Þannig er í rcynd áliugi Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins fyrir íbúðalánum og annarri aðstoð við íbúðabyggjendur. Skemmtun á föstudaginn og stöðvunarskyldu skv. nýju merkjunum. Ólafur Jónsson tjáði Þjóð- viljanum í gær, að fleiri um- ferðarmerki samskonar og myndin er af yrðu sett upp síðar í bænum eftir nánari ákvörðun bæjaryfirvaldanna, bæði við aðalbrautir og eins á gatnamótum, þar sem á- rekstrar og umferðarslys E væru tíð. Síðar verða svo 5 Á föstudaginn helclur Æsku- tekin í notkun önnur þau um- Elýðsfylkingin í Kópavogi ferðarmerki sem um getur í Eskemmtun í félagsheimili Kópa =vogs. E Skemmtiatriði verða f jöl- Ebreytt, dansað til kl. 1 eftir Emiðnætti og leikur hljótnsvéit Ehússins fyrir dansinum. E Skemmtunin hefst kl. 9 og =er fólk eindregið hvatt til að áletrun Efjölmenna á þessa síðustu =skemmtun ÆFK fyrir jól. fyrrgreindri reglugerð. en þau eru í öllum aðalatriðum af sömu gerð og tíðkast annars staðar í löndum. Stöðvunarmerkin, sem mynd- in er af, eru tvílit: gulur grunnurinn, en rauður hring'- ur óg þríhyrningur, svört.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.