Þjóðviljinn - 03.12.1959, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.12.1959, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 3. desember 1959 Æ S K U LÝÐSSH Ð A ‘ Frá s'jopplsfum og cmd~ sjoppisfum i Hóiminum ViÓtal viS Reyni Bjarnason r Höfnin í Stykkishóhni Vœringar í Stykkishó Keynir Bjarnason Hann heitir Reynir Bjarna- son, stúdent úr Menntaskól- anum í Reykjavík, liðlega tví- tugur. Hann er ljóshærður og rjóður í andliti og kennir í vetur við barna- og miðskól- ann í Stykkishólmi. Ég kom honum ekki strax fyrir mig þegar ég hitti hann á förnum vegi um daginn. Svo rifjaðist upp fyrir mér, að ég hafði séð hann á 18. þingi ÆF á Akureyri í sept- ember — einstaklingsfulltrúi fyrir Snæfellsnes — Reynir Bjarnason . . . „Heyrðu Reynir ert þú Hólmari?" „Því sem næst. Fæddur og uppalinn í næstu sveit. „Jæja — og hvað segirðu í fréttum þarna að vestan?“ í fréttum — já, það væri þá helzt frá sjoppustyrjöld- inni“. „Hvað sagðirðu — sjoppu- styr jöldinni ?“ „Já. — Svo er mál með vexti að í haust hef- ur geisað sjoppu- eðaöllu heldur e. k. menningarstyrj- öld í Stykkishólmi. Það byrjaði eiginlega með því, þegar þingmaðurinn bað leyf- is að mega reisa benzínstöð", „Benzínstöð ?“ „Já, því þegar lokið var við byggingu benzínstöðvar- innarj þá var hún ekki leng- ur benzínstöð!“ „Heldur hvað?“ BÆJÁRPOSTURINN © Villandi upplýs- ingar Maður, sem kom að máli við póstinn, kvaðst oftar en einu sinni hafa orðið fyrir því, þegar hann hringdi í verzlun til þess að spyrja um verð á einhverjum hlut, að honum var gefið upp rangt verð, — hluturinn reyndist miklu dýrari, þegar hann kom að kaupa hann, heldur en sagt hafði verið í símann. Mismunurinn var í því fólg- inn, að eftir var að bæta söluskatti ofaná það verð, sem upp var gefið í s'ímann. Það kann að vera hagkvæmt sölu- bragð hjá kaupmanninum að segja vöruna ódýrari en hún raunverulega er til þess að laða kaupendur að, en fyrir kaupandann getur þetta kom- ið sér mjög illa. Ef um dýr- an hlut er að ræða og með liáum skatti, getur meira að segja farið svo, að þeir pen- ingar, sem kaupandinn ætlaði að láta sér nægja, hrökkvi ekki til, þegar á reynir, og verður gróði seljandans þá líbill af bragðinu. Sem betur fer eru það ekki nema sum- ar verzlanir, sem hafa þenn- an hátt á að hæna að sér við- skiptavini, og þær ættu að leggja hann niður sem skjót- ast, því að þær græða ekk- ert á honum, þegar allt kem- ur til alls. Þar sem menn telja sig prettaða á einhvern hátt, koma þeir ógjarnan aft- ur að verzla. • TOP-HAT Og svo er það tímaritið TOP-HAT, sem póstþjónarn- ir sáu fallegu myndirnar í og póstmeistari kyrrsetti. Sam- kvæmt öruggum heimildum hefur rit þetta verið selt á- tölulaust í fleiri ár í bóka- verzlun einni norður á Akur- eyri. Raunar hefur pósturinn sannfrétt, að stundum hafi feimnir menntaskólapiltar veigrað sér við að biðja af- greiðslustúlkurnar um ritið og því fremur tekið þann kost að „nappa" einu og einu hefti svo lítið bar á. En hvað nm það, — staðreyndin er, að ritið hefur verið þarna til' sölu og enginn séð ástæðu til að stugga við ósómanum. Nú er spurningin bara þessi (eins og Gylfi Þ. segir), hvort heldur ber þetta vott um ein- staklega lélega siðgæðisvitund Akureyringa, að láta spill- inguna þannig dafna fyrir .augunum á sér, eða tilviljana- kennd vinnubrögð yfirvald- anna 'í því að hefta útbreiðslu sorprita og annars siðspillandi • les- og myndaefnis? ® • • Hvort man nú 2 enginn? • • Eg er hræddur um, að þaðj verði að svara síðari spurn-J ingunni játandi. Að vísu er* TOP-HAT svo sem mesta • sorprit, sem ekki á neitt er- • indi til íslenzkra unglinga. En • það er bara ekki hótinu verra. • en morg onnur nt erlend, sem • inn eru flutt í stórum búnk- • um sem lesefni fyrir íslenzkag æsku. Og þau eru heldur ekkij allt í sómanum sum ritin.J sem gefin eru út hér á landi. • Það hefur einnig sýnt sigj áður, að íslenzk yfirvöld eruj ákaflega áttavillt í mati sínu* á, hvað sé klám eða siðspill-J andi lesefni, (virðast jafnvel* meta það eftir málinu, sem • það er prentað á), eða hvortj man nú enginn Rauða rúbín-J inn ? •. „Sjoppa!! Þannig er, að í sumar brann hótelið í Stykk- ishólmi og þar með sú skárri af tveimur sjoppum bæjarins. Mátti hið daufa menningarlíf staðarins vart við þessu á- falli, enda hafði Sigurður Ágústsson þegar fyrir brun- ann sótt um leyfi til að reisa nýja sjoppu. Hreppsnefndin er hinsvegar menningarfjand- samleg og neitaði Sigurði. Aftur á móti veitti húti hon- um leyfi til að reisa benzín- stöð. En þegar til kom reisti Sigurður alls ekki benzínstöð. Mannvirkið etóð tilbúið í nokkra daga fyrir kosningar — og var síðan opnað eftir kosningar. Og sjá — þar fyrirfannst hvorki smurolía né frostlögur, heldur borð og stólar, en á veggjum voru hillur hlaðnar myndskreytt- um menningarritum ásamt kók og góðgæti handa bless- uðum börnunum. Þannig „vildi það til“ að byggingu húss þess, sem upphaflega skyldi reisa sem benzinstöð lauk með því, að það varð sjoppa". „En hvað með styjöldina?" „Hreppsnefndin hafði eins og áður er sagt ■ > | neitað Sigurði SKJSI um leyfi til sjoppuhalds. Sjoppumenning- in átti sem sagt erfitt upp- dráttar í Hólminum. Sjopp- unni varð þingmaðurinn að loka á venjulegum lokunar- tíma verzlana og láta sér nægja að gera gælur við ríkj- andi verðlagsákvæði. Grelp hann loks til þess ráðs að safna undirskriftum meðal þorpsbúa undir áskorun á hreppsnefndina um að af- létta banninu. Þegar hér var komið hafði nokkur bardagahugur færzt í ýmsa annars friðelskandi í- búa staðai'ins. Skiptust flest- ir þeirra í tvær andstæðar fylkingar: sjoppista og and- sjoppista. En í þann munid, sem Sig- CiiK«l>Ew urður hafðii rUROIir safnað um það bil helmingi þorpsbúa á bænaskjal sitt til hreppsnefndarinnar bætt- ist óþurftarmönnum „menn- ingarinnar" í Stykkishólml nokkur liðsauki, þar sem vorum við kennararnir við barna- og miðskólann. Við gengumst fyrir foreldrafundi um málið. Urðu þar allharðar orðasviptingar og eru fleyg ummæli eins úr liði „sjopp- ista“, er hann rökstuddi mál" stað sinn með því „að börn" in þyrftu að geta farið í sjoppu á kvöldin til þess að rétta úr skólakryppunni". Fundinum lauk með því að samþykkt var áskorun um að banna allan sjoppurekstur i Stylddshólmi“, „Og la.uk þar með mál-1 inu?“ „Já — með fullum sigri „andsioppista". Nú er aðeins ein sjoppa í Stykkishólmi og henni er lokað kl. níu á kvöldin“. „Jæja — segirðu nokkuð fleira í fréttum. Hvað um félagslíf í-Stykkishólmi ?“ „í Hólminum eru ýmis félög starfandi, en • ■ >■< einna mest líf neilTIIEI mun vera í Ungmennafélag-' inu og Rotary- klúbbnum. Félög á staðnum hafa bundizt samtökum um byggingu félagsheimilis og verður væntanlega byrjað á framkvæmdum í vor. Þetta verður n\jög myndarlegt húa og bætir úr ákaflega brýnni þörf, þar sem húsnæðisieysi hefur hingað til einkum háð félagsstarfsemi á staðnum. Ætlunin er, að í félagslieimil- inu verði rekið hótel, en auk þess verði þar húsrými fyrir allskonar fé'agsstarfsemi og skemmtanir". „Hverníg er atvinnuástand- ið í þorpinu?" Framhald á 10. síðu Ritstjóri: Franz A. Gíslason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.