Þjóðviljinn - 10.12.1959, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 10.12.1959, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 10. deseniber 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (11 H. E: RAIÐA SLÉTTAN þau áhrif: rekið það frá hrörlegum, daunillum, sólbök- uðum heimkynnum sínum og út á óendanlega þjóðvegi, þar sem engrar bjargar var von, og þar lét það lífið, þúsundum saman vonlaust, áttlaust, fórnarlömb frum- stæðrar hræðslu við dauðann sem beið þess svo í misk- unnarlausu sólskininu. Og nú, þegar hann hlustaði á hækkandi raddirnar allt í kringum sig í myrkrinu, vissi hann að hann var að hlusta á hið sama. Meðan hann hlustaði beygði hann sig ósjálfrátt niður og-tók upp langan' barmbusstaf af hlaðinu. Hann vó hann í hendi sér, næstum óafvitandi. Eftir andartak gekk hann í átina til hússins. Hann vissi ekki vel hvað hann átti að gera. Enn dokaði hann við og hlustaði. Raddkliðurinn hækkaði og nálgaðist sífellt. Og stundum heyrðist einstakt hróp: eitt orð sem var eins og skot út í myrkrið, afdráttarlaust og ákveðið, og síðan heyrðist hávær kliður fjöldans eins og svar. Og þá vissi hann hvað var að gerast. Hann vissi að fólkið ætlaði að flýja. Þótt nótt væri ætlaði það að flykkjast burt, eitthvað út á sléttuna. Nóttin og loftárásin í sameiningu urðu að ógn- andi mætti sem rak það burt. Það var eins og japanirnir hefðu gefið merki um' að þeir kæmu aftur. Með stafinn í höndunum gekk hann inn í húsið. Hann hitti ungfrú McNab í dyrunum. ,,Það er eitthvað að gerast,“ sagði hann. „Hlustaðu á“. Hún stóð grafkyrr, róleg og hlustaði. Jafnvel innan úr stofunni heyrði hann raddakliðinn. Hann var svo hávær og sterkur að hann virtist geta brotið niður húsið. „Það ætlar niður að ánni,“ sagði hún. „Mér er ekki um þetta.“ „Þetta er ekki Indland, Forrester,“ sagði hún Meðan hún talaði svipaðist hann um í herberginu. Þar voru læknirinn, móðirin, systirin og hinir særðu. Stúlkan var horfin, og sem snöggvast fann hann til skelfingar, eins og þeirrar sem raddirnar úti fyr-ir túlkuðu. „Þetta er ekki Indland, og meðan þú heldur að svo sé, geturðu aldrei skil- ið fólkið,“ sagði un.gfrú McNab. „Hvar er Anna?“ sagði hann. „Hún fór yfir í lyfjabúðina.“ Þegar hann fór út úr húsinu, niður pallþrepin og yfir hlaðið í áttina að ljósinu í litla kofanum, heyrði hann af raddakliðnum, að fjöldinn vaf enn í tvö eða þrjú hundr- • uð metra fjarlægð. .■y.'S-riiruf Þegar hann • var-« kominn hálfa leið yfir hlaðið, sá hann f 1 1 !.-* ^.I^^iúlkuna koma út um kofadyxnar. Og um leið og hann sá •• " ' • '•'• '^' ■ ''hana mundi hann allt í einu eftir jeppanum. Hann stóð þar sem Harris hafði skilið við hann, á stígnum og lokaði til hálfs leiðinni sem mannfjöldinn þyrptist eftir. Og For- ester flaug í hug að það væri hættulegt að láta hann standa þarna. Hann hélt að fólkið bryti hann í spón. Meðan hann hugsaði þetta var hann kominn til stúlk- unnar. Hún leit undrandi á hann, ekki hrædd lengur. Og þegar hann minntist á það við hana að fólkið væri að flykkjast niður að ánni, sá hann hana lyfta höfðinu undr- andi, eins og hún væri fyrst að heyra þennan skelfing- arklið. „Ég ætla að færa jeppann,“ sagði hann. „Vertu kyrr hérna.“ Hann hljóp yfir hlaðið og út um hliðið og klifraði upp í jeppann. Hann lokaði næstum stígnum og Forrester varð ljóst að mannfúöldinn kæmist aldrei þarna framhjá. And- artak sat hann og þreifaði eftir startaranum og horfði nið- ur á mælaborðið. En þegar hann leit unp aftur, sá hann móta fyrir mannfjöldanum, óljósum sæg andlita milli girðinganna meðfram stígnum. Hann v-r aðeins í hundrað metra fjarlægð. Og í raddakliðnum grrindi hann nú gegn- um skelfinguna nýjan tón sem hann hafði óttast. Það var að vakna reiði við eitthvað og hann mundi hvað hann hafði sagt við Harris — að enginn þeirra hefði neinn rétt til að vera þarna, að þeir væru yfirgangsmenn með allar sínar flugvélar og farartæki og óskiljanlegar hern- aðarðgerðir. Ilugsnir hans lömuðu hann og hann sat grafkyrr og hlustaði á raddirnar sem hækkuðu óðum og nálguðuSt. Hann gat ekki hreyft sig. Jafnvel áður en hann sá Stúlk- una koma út um hliðið og klifra upp f jeppann, vissi hann að það var um seinan að gera nokkuð. „Það er öllu óhætt,“ sagði hún. „Hleyptu þeim framhjá.“ „Þau komast aldrei framhjá,“ sagði hann. „Leyfðu þeim að komast,“ sagði hún. í þessu barst kliðurinn frá þrjú eða fjögur hundruð röddum beint eftir stígnum. Það var eins og hljóð frá sprengingu. „Farðu út og hlauptu,“ sagði hann. Hún hreyíði sig ekki, sagði aðeins: „Kveiktu á bílljós- unum.“ Hann gerði eins og hún sagði næstum án þess að hugsa. Ljósin á jeppanum beindust allt í einu, skær og . , $pasifi yður WaUp 6 miUi.!ttiargra. ver7,]fli3.af ||^ OÓRUDOL iöltUM tóÚM! . BARNARÚM Húsgagnabúðin hú Þórsgötu 1. Allar tegundir trygginga. Höfum hús og íbúðir til sölu víðsvegar um baeinn. Höfum kaupendur að íbúðum. Austurstræti 10, 5. hæð. Sírni 13428. Eftir kl. 7, sími 33983. Saumavéla- viSgezðir Fljót afgreiðsla SYLGJA, Laufásvegi 19. Sími 1-26-56. Heimaslmi 33-988 EKKl YFlRMAPA RAFKERFIP! Húseigendafélag Reykjavíkur eftir A. G. Gimter Skáldsagan Ivjördóttirin birtist fyrst á islenzku í byggðuin Islend'.nga í Vestur- heimj árið 19C9 og varð þá ])egar geysivinsæ!. Húii er saga um ævintýr| og' ástir, brögðótta glæframenn, lirausta drengi og fagrar konur, og gerist sumpart í Iandi gullsins og kúrekanna í villta vestrinu, en sumpart í glæstu samkvæmislífi New York-borgar. Sagan er bispurslaus og spennandi, frásögnin fjörleg og atburðarás- in fjölbreytileg. Eonþá eru fáanleg hjá báhaverzlunum örfá eintök af NIÐERSETNING- ÍJRINN eftir Jon Mýrdal. rmTAT11L> J Bohautgafan FJOLNIR.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.