Þjóðviljinn - 19.12.1959, Síða 1

Þjóðviljinn - 19.12.1959, Síða 1
ii!iii!iiiji)i(iiiiiM||iiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiimiimiiiiiiii|i; Hmmmmmmimmmimimmmmmimmmmmmmih ,,Þið lifið um efni fram, við neyðumst til að iækka lífskjör ykkar all verulega til þess að þjóðarbúskapurinn geti borið sig“. Þannig hljóðar boðskap- ur hinnar nýju ríkisstjórnar til almennings í landinu. Mörg- um alþýðumanni og konum mun finnast þetta nokkuð harður boðskapur nú rétt eftir að laun almennings hafa með valdboði verið skert um 13.4% á sl. vetri og mun nú mörg- um finnast skammt stórra högg’a á' milii. Samkvæmt manntali 1950, en nýrra mann- tal er ekki fyrir hendi, eru launþegastéttirnar 73,5% af þjóðinni; þar af verkamenn 58%, samkvæmt tölum frá hagstoíunni eru meðaltekjur verkamanns 50 þús. kr. Fram- leiðslutekjur þjóðarinnar voru árin 1957 4900 millj. kr. Það ár var 700 millj. kr. varið til rekstrar ríkis og bæja og' 1600 millj. til fjárfestingar, eftir verða 2600 millj. til almennr- ar neyzlu og mun það gera nálægt 100 þús. kr. meðalárs- tekjum, svo að á því getur ekki leikið neinn vafi að ekki mun það vera verkalýðsstétt- in, sem lifir um efni fram. Opinberar skýrslur segja okk- ur einnig að kaupmáttur tíma- kaups Dagsbrúnarverkamanns sé minni en á árunum 1944— ’47. Öll verkalýðsbarátta sem háð hefur verið síðan. að með- töldu 6 vikna verkfallinu. ár- ið' 1955, sem er íhaldinu mest- ur þ.yrnir í augum æ síðan, hefur ekki einu sinni nægt til að halda uppi þeim launakjör- um sem voru á nýsköpunarár- unum hvað þá að bæta þau. Auðvaldið hefur alltaf lag á því að velta afleiðingum kaup- hækkana yfir á verkalýðinn í aukinni verðbólgu, það iætur aldrei neitt af sínum gróða af hendi, og svo seg'ir það við alþýðuna: ,,Þið lifið um efni fram, þið verðið að fórna til þess að þjóðarbúskapurinn geti borið sig“. Það væri nú eiginlega fróðlegt að heyra á- lit einhverra alþýðukvenna á þessum boðskap svo að ég sneri mér tíl nokkurra kvenna úr ýmsurn alþýðustéttum þjóð- félag'sins. m m i m i m 11111111111111 m 1111111111111111111111111111111111111111111111111 i 1111111111!111111111111111111111111m11mi: i■ 11111111 í 111111111111 ■ e 111111111111111111111 i 111111111:11111111 ii 111 lifið um efni fram, þið verðið að fórna” | Fyrst' talaði . ég við Ástu Gíslgdóttur, ■ einhieypa verka- konu. , : ,,Blöð ríkisstjórnarinnar keppast :nú við að segja okk- ur að fólk ’ lifi yfirleitt um efni .'fram; hvað heldur þú að hæftrsé; í. því?“ ; ^Árelðanlega; ekki það fólk sem .ég -þekki‘ti!?“ : „Hvar. vinnur þú, Ásta?“ ' ..Ég ■ vinn , hjá Tryggva Ófeigssyni“.- . • „Hyaða^ kaup hefur þú?“ : ,,Ef .ég vinn við pökkun hef ég 16,48 kr. um klst. en oft ér ég í flökun og' ég hef karl- mannskaup við það“. : „Hefur verið sæmileg vinna hjá ykkur undanfarið?" „Ég hef alltaf haft nóga vinnu, því að ég vinn við skreiðina þegar ekkert er að gera í frystihúsinu, en það var anzi rýrt í sumar hjá þeim sem ‘aðeins unnu í frystihúsinu. Nú éru svo togararnir farnir að sigla: með fiskinn óunninn svo að það verður engin vinna þar fyrst um sinn“. ,,Hvað finnst þér um kaup- mátt launanna, hvernig hefur þér gengið að hrökkva?" láta þau „Ástandið mætti jnú vera bágt ef einhleyp kona, sem oft vinnur fyrir karlmanns- kaupi gæti ekki látið launin sín hrökkva. Þar að auki tek ég sjaldan sumarfrí og þó að það sé ekki af sparnaðarástæð- um, þá er heilmikill sparnað- ur í því, svo á ég þessa íbúð og iæt mér hana duga., en hún ‘er braggi ásamt svolítilli við- byggingu. Ég lifi því sæmi- lega, ef ég gerði meiri kröf- ur yrði lífsaíkoman verri, og ég veit að þeir sem haía svip- uð laun og ég' og einhvern hafa á framfæri sínu hljóta að berjast í bökkum og sízt að vera aflögufærir“. ,,Þú telur þá ekki að verka- fólk væri fært um að fórna nokkru af kaupi sínu núna?“ „Nei, mér finnst sannarlega nóg komið, lífskjaraskerðingin í fyrra kom hart niður á verkafólki og ef lengra ætti að halda á þeirri braut yrði maður að fara að vinna allan sólarhringinn til að hafa í sig og á. Nú er ekki að tala um að vinna skemur en 10. klst. á sólarhring. Það er að segja nema verkamenn eigi að fara að keppa við skuldugustu menn landsins, en þá yrðu þeir háu herrar sem bankamálum okkar ráða að opna fyrir okk- ur bankana og ætli það skeði ekki eitthvað áður en það yrði g'ert“. Næst talaði ég við Petrón- ellu Bentsdóttur, hún er gift iðnaðarmanni. „Álítur þú það sanngjarna kröfu að alþýðufólk skerði eitthvað lífskjör sín núna til að bjarga þjóðarbúskapnum?" „Nei, það álít ég ekki“. „Hvernig fundust þér þær ráðstafanir ríkisstjórnarinnar á sl. vetri koma við þig', fannst þér vörulækkanirnar vega upp á móti kauplækkununum?“ „Ég fann nú ekki mikið fyrir vörulækkunum. Maður verð- ur ekki mikið var við þó kiló- ið af matvöru lækki e.t.v. um 5 aura eða parið af skóm um 10 aura. En þannig var þetta í fyrra, og' svo var verið að guma af lækkunum. Svo ei- vöruverðið ekki allsstaðar það sama, ég veit það hér í kring um mig. Hér er margs konar vöruverð, næstum því eins margs konar og búðirnar eru margar og þá er ekki von að maður átti sig' svo vel á 5 aura vörulækkun“. „Hverpig finnst þér afkom- an yfirleitt hérna?“ ,;Áður en við komum til Reykjavíkur bjuggum við aust- ur í Ölfusi, þar fannst mér aíkoma heimilisins miklu betri, en svo brann hjá okkur og þá fluttum við hingað til Reykja- víkur upp úr því. Eftir að við komum hingað hefur mér fundizt sem aldrei megi einn einasti dagur falla úr með vinnu til þess að komast af. Ég vann úti líka, en það hækk- aði skatta mannsins míns all verulega. Eitt árið', þá voru börnin komin yfir 16 ára ald- ur svo að við höfðum ekki lengur frádrátt veg'na þeirra, voru skattarnir hærri en laun- in mín. Þetta fannst mér anzi hart, en þá voru dætur okkar í skólum; mér finnst það rnikil ósanngirni að ekkert tillit skuli tekið til þess hvort börn eru í skólum og enginn frádráttur fáist fyrir þau þegar þau eru orðin 16 ára, þó að þau séu eftir sem áður á framfæri for- eldra sinna, því að ekki þurfa þau minna þegar þau eru orð- in svo gömuþ þvert á móti mun það reynsla allra foreldra að það séu jafnvel dýrustu ár- in í námsferli barnanna". „Finnst þér dýrtíðin fara vaxandi?“ ,;Já, mér finnst. það. Að vísu erum við aðeins orðin 2 í heimili, svo að heimilið þarf auðvitað ekki eins mikið og á- meðan við vorum fleiri, en mér finnst hverjar 100,00 kr. vera strax búnar. og það alveg sérstaklega ef ég' kaupi fyrir þær matvörur, fiskurinn er einna ódýrastur. én það er þó ekki betra í fiskbúðunum en annars staðar, það er eins og það séu dagprísar þar. Mér finnst húsmæður gera allt of lítið af því að fylgjast með því hvað þær kaupa“. „Þú áttir hér heima árið 1937, hvaða atvinnu hafði mað- ur þinn þá?“ „Hann var iðnaðarmaður eins og hann er enn“. ;,Hvort finnst þér betra-að lifa af launum ykkar þá eða nú?“ „Þá voru allt aðrir tímar, þá var svo mikið atvinnuleysi. Ef atvinna hefði verið allt ár- ið þá eins og nú. þá hugsa ég að það hefði ekki verið lakara að komast af hér árið 1937, það yrði áreiðanlega allt ann- að en glæsileg afkoma hérna núna ef það kæmi atvinnu- leysi. Sem sagt, mín reynsla er að aldrei megi vanta einn ein- asta dag úr vinnu hér í Reykjavík, ef afkoman á að vera þolanleg“. Sú síðasta er Kristín Jóns- dóttir, g'ift verkamanni og' 6 barna móðir. „Mig langar til að rabba svolítið við þig núna um af- komu heimilisins og þess hátt- ar.“ „Blessuð vertu. þetta er ekk- ert sem í frásögur er færandi, ætli ég lifi ekki um efni fram eins og allir aðrir, er það ekki það sem alltaf er verið að bera okkur á brýn núna? Við verðum að fórna, þannig hljóð- ar boðskapurinn í dag —eftir áð kosningarnar eru um garð gengnar — og ekki þarf leng- ur að biðja okkur um atkvæð- ið okkar í bili“. „Hvernig gengur þér að láta launin endast núna?“ „Alveg afleitlega. Maðurinn minn hefur eitthvað í kring um 60 þús. kr. í árslaun. Við erum 8 í heimili, við hjónin og 6 börn. í húsaleigu borg'- um við 2000,00 kr. á mánuði f.vrir utan Ijós og hita. svo að þú getur séð hvernig afgang- urinn muni endast fyrir öllu Framhald á 16. síðu Kristín Jónsdóttir Petrónella Bentsdóttir Rœií v/5 verkakonu og fvœr husmœSur um launakjör og afkomu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.