Þjóðviljinn - 19.12.1959, Síða 3

Þjóðviljinn - 19.12.1959, Síða 3
Laugardagur 19. desember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (15 Petrosjan gegn Sinisloff Sovétmeistarinn Tigran Pet- rosjan tapaði einungis fjór- ■um skákum á kandidatamót- inu. Þar af tapaði hann, sem kunnugt er tveimur fyrir Friðriki Ólafssyni, en auk Jpess einni gegn Gligoric og einni gegn Smisloff. Þar sem tapskákir Petrosjans á mót- um nálgast það að vera eins sjaldgæfar og hvít tígrisdýr, þá má segja, að af þeim sök- um einum væri nokkur feng- ur í að skoða þær. Þar við bætist, að Petrosjan verður yfirleitt ekki lagður að velli nema með afburða snjallri Smisloff taflmennsku, þannig að ýms- ar tapskákir hans slaga upp í það að vera eins góðar sicákir, þegar á heildina er litið og sumar beztu vinnings- skákir hans. I skákinni sem við tökum hér til meðferðar úr 16. um- ferð kandidatamótsins, er Vasili Smisloff greinilega í essinu sínu, og þótt Petrosjan gæfi honum nokkuð undir fótinn í byrjuninni, þá var ekki á allra færi að notfæra sér það. Skýringar við skákina eru laus'ega þýddar úr „Deutsche Schachzeitung". Hvítt: Petrosjan Svart: Smisloff Drottningarbragð 1. Rf3 d5 2.- c4 dxc4 3. e3 . Rf6 4. Bxc4 e6 5. 0—0 c5 6. d4 a6 7. De2 b5 8. Bb3 Bb7 9. Rc3 Rb-d7 10. Hdl Bd6 11. e4 Þessi eðlilegi leikur, sem hentar oft svo vel í mót- teknu drottingarbragði, virð- ist hér vafasamur, sjá næstu skýringu. 11. ----- cxd4 12. Rxd4 Db8! Sama staða með örlitlu fráviki þó, kom upp í skák úr einvígi þeirra Najdorfs og Reshevskýs 1952. Þar stóð svarta drottning- in þegar á c7 og svartur lék 12. -— — Bd6. En eins og brátt kemur í ljós gerir það gæfumuninn hér, að drottn- ingin stendur á b8 í stað c7. 13. RÍ3 I hinni nefndu skák gat hvítur leikið 13. g3 án þess að þurfa að óttast leikinn b4, þar sem honum mátti svara með 14. Rc—b5 o.s.frv. I þessari stöðu reynist b4-leik- urinn hins vegar mjög trufl- andi og færir svörtum betra tafl. Svart: Smisloff ABCDEFGH ABCDEFGH Hvítt: Petrosjan 13. -------------- b4 - 14. Rd5 Petrosjan gerir sitt bezta, en vafasamt er, að skákinni verði bjargað úr þessu. ' : 14. ------------ exd5 15. e5 Rxe5 16. Rxe5 0—0! Tilraun, af svarts hálfu til að vinna mann mundi aðeins færa honum verra tafl. 16. ------Bxe5 17. Bf4!, Re4. 18. Bxd5 o.s.frv. Nú rennur hins- vegar upp erfiður tími fyrir hvítan. 17. Rf3 Ef til vill var 17. Rg4 betri leikur. 17. ------------- He8 18. Dd3 a5 Þessi leikur hefur tvíþætt- an tilgang. 19. Bg5 Rg4! Nú vofir nefnilega dauð- inn yfir hvítum:--------Bxh2f Kfl, Ba6 o.s.frv. 20. g3 Svo virðist sem 20. Bxid5 bjóði ennþá ýmsa varnarúr- kosti. Eftir skiptamunstapið, sem nú fylgir, er hvítur glat- aður, þótt hann geti enn sett fram nokkrar hótanir. 20. — Bc5 21. Hd2 Da7 22. Hfl li6 23. Bf4 Ba6 24. Df5 Bxfl 25. Dxg4 Bc4 26. Bxh6 g6 27. Bxc4 dxc4 00 Hd7 Da6 29. Hc7 Pefrosjan Greinilega var hér í algleymingi. tímahrakið 29. Dd6 30. Bf4 Dd5 31. Hd7 De6 32. Dxe6 Hxe6 33. Hc7 Bb6 34. Hb7 c.3 35. bxc3 bxc3 36. Kfl Hd8 37. Rg5 Hf6 38. Rxf7 Hxf7 39. Hxb6 Hxf 4! Og Petrosjan gafst upp. Þátturinn vill minna les- endur á skákdæmin í jóla- blaði Þjóðviljans, sem gætu verið góð dægrastytting yfir hátíðarnar. Að svo mæltu óskar liann öllum lesendum sínum gleðilegra jóla. ★ Skemmtileg ferðabók rituð af mikilli s*tílsnilld. Heillandi náttúrufræði á kjarnmiklu máli. Lifandi sagnfræði um hugnæmt efni. Ein fegursta bókin Ferðabók Dr. Heiga PJeturss í bókinni eiu um 50 ferðapistlar, sem hinn frábæri ritsnillingur og víðförli náttúrufræðingur ritaði á langri ævi sinni. Þessi ferðabók á vafalítið eftir að verða sígilt verk svo fagurlega er hún rituð, svo fjumleg er hugsun höfundar og slík tilþrif eru í lýsingum hans á löndum og þjóðum. — ★ JÓN EYÞÓRSSON: ,,Ferðabók Dr. Helga er fjölbreytt að efni og víða mjög skemmtile.g að iesa.“ PÁLL BERGÞÓRSSON: I Ferðabókinni „sést snilld hans og hugkvæmni að Iesa á bók nátóúrunnar. Helgi Pjeturss unni öllu lífi og vildi fegra það. — Bókin er góð og göfgandi og ættu sem flestir að eiga liaiia og lesa.“ SÍGURÐUR ÞÖRARINSSON: „Hverjum Islendingi, er vanda vili síns inóðurlands málfar, er hollt að lesa ferðabók Dr. Helga Pjeturss og það oftar en einu sinni.“ GUPMUNDUR EINARSSON FRÁ MIÐDAL: „Það er hress- andi að lesa þessa bók, sem sýnir stóílþróun eins mesta snill- ings vors á þessari öld. — Oft lætur höfundur .gamminn geysa með skáldlegu innsæi. Einmitt þessi eigindi gera rit- gerðir höfundar svo aðgengilegar fyrir almenning.“ Bókfellsútgáfan

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.