Þjóðviljinn - 19.12.1959, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 19.12.1959, Qupperneq 4
36) •— ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 19. desember 1959 Rætt við Jsi*|áíe konur Framhald af 13. síðu öðru sem heimilið þarfnast. Satt að segja er alls ómögu- legt að lifa af þessum tekjum fyrir svona stóra fjölskyldu, það væri ekkert líf, ef engin aukavinna kæmi til“. „Svo hafið þið einhvern barnalífeyri; er það ekki?“ „Jú, við höfum kringum 6 þús. kr. um árið í barnalíf- eyri“. „Fannst þér muna mikið um verðlækkanirnar í fyrravet- ur?“ „Ekki get ég sagt ’það, mér fundust þæ'r ósköp léttvægar, maður varð eigihlega mest var við þær þegar þær voru aug- lýstar' í útvarpinu, þær voru minni í framkvæmdinni, eða svo fannst mér, a.m.k. ef und- an eru skildar landbúnaðaraf- urðirnar, sem eins og allir vita voru lækkaðar með niður- greiðslum, svo að það er bara tekið aftur í auknum sköttum á almenning. Grunur minn er sá að atvinnurekendur hafi þar grætt drýgri fúlgu en við húsmæður, það hefur sjálfsagt munað miklu fyrir þá sem æ ■ VORUVAL hæðum AUSTURSTRÆTI marga hafa í vinnu þegar kaupið var lækkað um 13,4%. „Svo að þú ert þá ekki þeirr- ar skoðunar, að verkafólk geti í'órnað einhverju af núverandi lífskjörum sínum til að bjarga þjóðarbúskapnum?" ;,Nci, það held ég að sé alveg ómögulegt, ég skil ekki annað en að það yrði beinlín- is neyð núna; ef það ætti að fara að skerða lífskjörin. Ann- ars getur fólk svo sem sjálfu sér um kennt, ef farið er að þrengja að því og rýra lífs- kjörin, við hverju er að bú- ast eftir að hafa kosið þetta yfir sig. Fólk á að hugsa um það áður en það gengur að kjörborðinu að það er að greiða atkvæði um hvernig málum þess er stjórnað næstu 4 árin, og það er of alvarlegt mál til þess að atkvæði sé greitt umhugsunarlaust, eða jafnvel fyrir beiðni einhvers eins og hendir margt svokallað „ópólitískt" fólk, sem að jafn- aði gerir sér ekki grein fyrir því hve mikið er í húfi á kjör- dag“. „Nú fara fram aðrar kosn- ingar innan skamms, viltu ekki segja eitthvað í sambandi við þær?“ „Já, kosningar í verkalýðs- félögunum. Það væri nú von- andi að fólk hefði eitthvað lært af þeim boðskap sem hin nýja ríkisstjórn lætur dynja yfir okkur, þannig að það sæi að málum þess væri ekki bezt komið í höndum íhalds í krata, enda væri það e.t.v. eina leið- in til að sporna ofurlítið við þeirri kjaraskerðingu sem okk- ur er boðuð, ef hin vinnandi verkalýður kemur sterkur út úr því stjórnarkjöri. Það getur ekki verið létt að skerða lífs- kjörin; ef Alþýðusambandið og stjórnir allra verkalýðsfélaga verða á móti, þá er a.m.k. von um að verkalýðshreyfingin verði á verði og kunni ein- hvern mótleik við ósköpun- um“. Þannig farast þeim orð, þessum þremur alþýðukonum og ætli þetta sé ekki nokkuð almenn skoðun, ætli þau séu ekki fá alþýðuheimilin, sem séu fær um að taka á sig þær kjaraskerðingar, sem nú eru boðaðar? Eru þá engin ráð fyrir hendi? Erum við alveg varnarlaus gegn þeirri óstjórn, sem yfir okkur hefur verið kosin? Það má segja að það sé seint að iðrast eftir dauðann og einn- ig seint að sjá að sér eftir kosningar, hafi menn kosið gegn hagsmunum sínum. En einar kosningar eru þó eftir, Það eru kosningarnar í verka- lýðsfélögunum. Ég vil benda þeim á það, ef einhverjir eru, sem sjá nú um seinan að þeir hafa látið blekkjast til að kjósa yfir sig ríkisstjórn sem mun rýra lífskjör þeirra eins og hún getur og þorir, að það verður ekki eins hægt um vik að rvra lífskjörin, ef verka- lýðsfélögin bera gaefu til að reka af hiindum sér stjórn í- lialds og krata hvar sem hún er og' kjósa sér stjórn sem stjórnar í samræmi við hags- muni hins vinnandi fólks. María Þorsteinsdóttir. Látið konuna sjálfa velja jólagjöfina. Gjalakorfin I frá okkur er bezta jólagjöfin. MARKADURI Hafnarstræti 5 — Laugavegur 89 — Hafnarstræti 11. i dragtir Dragt er fallegur og góður klæðnaður á öllum árstímum. Gefið konunni vetrardragt MARKAÐURINN Laugavegi 89.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.