Þjóðviljinn - 23.12.1959, Page 6

Þjóðviljinn - 23.12.1959, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — MiJvikUdagun 23. desember 1959 þlÓÐVILIINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmunds- son. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsinga- stjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar. prent- smiðja: Skólavörðustíg 19. - Sími 17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 30 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 2.00. Prentsmiðja Þjóðviljans. V. Sarnviimustarf’ er það ekki Camvinnumenn harma að svindlmál olíufélaganna ^ skuli í áróðii andstæðinga samvinnustefnunn- ar og samvinnusamtakanna tengt við þau samtök. Að vísu hafa forystumenn Sambands íslenzkra sam- Vinnufélaga ýmsir gefið tilefnj til þess, þeir hafa kappkostað að klessa hlutafélögum sínum og sam- ílokksmanna sinna sem fastast upp að samvinnu- hreyfingunni, ausa í þau fé hennar og telja þau hluta af „samvinnustarfinu“ á íslandi. Þannig er í bók þeirri, sem Benedikt Gröndal reit' um starf- semi Sambands íslenzkra samvinnufélaga og gefin er út á ábyrgð þess, eindregið reynt að kom'a þyí inn, að hlutafélög ýmis sem fé samvinnufélaganna hefur verið veitt í, séu grein á meiði samvinnu- hreyfingar landsins engu síður en samvinnufélögin, einungis liafi þótt hentara af ýmsum ástæðum að hafa þann rekstur í hlutafélagsformi. A ð þessum hlutaféiögum hefur einkum verið unn- ið sftir stríð fyrir forgöngu Vilhjálms Þórs og Eysteins Jónssonar. Þessu rekstrarformi hefur fylgt sá kostur fyrir auðbraskara Framsóknarflokksins, að þeir gátu tryggt sér og persónulegum gæðingum sæti í stjórn fyrirtækjanna og forstjóra þeirra, og gefið þeim í sumum tilfellum færi á að auðgast með ævintýralegum hætti. í fyrrnefndri bók Benedikts Gröndals er það sérstaklega tekið fram að hluta- félögum þessum sé ekki hætt við spillingu né óheið- legum rekstri einmitt vegna þess að til forystu í þeim veldust menn úr innsta hring Sambandsins. Höfundur bókarinnar og samvinnuhreyfingin fékk þó af þessu þá erfiðu reynslu, að milli þess að! hann gaf forstjórum hlutafélaganna þetta algjöra heið- arleikavottorð og þar til bókin kom úr prentsmiðj- unni, hafði þótt ráðlegra að láta tvo forstjóra olíu- félaga Framsóknarmanna víkja úr störfum sínum. Og upp hófst rannsóknin á því þokkalega atferli sem þar hefur viðgengizt undanfarin ár. TJins vegar er ekki við það unandi fyrir íslenzka samvinnuménn að andstæðingum stexnunnar takist að klína óhróðrinum af svindilbraski Fram- sóknarleiðtoganna í hinum og þessum hlutafélögum á samvinnuhreyfinguna. Samvinnumenn verða í eitt skipti fyrir öll að gera sér ljóst, hvert forysta Vil- hjálms Þórs og Eysteh^ Jónssonar er líkleg til að leiða hreyfinguna. Þeir og flokksfélagar þeirra ýms- ir hafa beitt sér fyrir stofnun hlutafélaga er sam- vinnuhreyfingin hefur lagt fé í, en hafa síðan sökkt sér 1 fen svindilbrasks og spillingar, í samvinnu við auðklíkur Sjálfstæðisflokksins, erlenda auð- hringa og bandaríska hernámsliðið á Keflavíkurflug- velli. Það stoðar ekki þó einn forstjóri taki á sig alla klækina fyrir dómstólum og haldi fram svo fábjánalegum framburði, að hann einn hafi vitað um alla þá löngu keðju lögbrota sem blasa nú þeg- ar við eftir rannsókn olíumálanna, og er þó ekki líklegt að þar séu öll kurl komin til grafar. Gamvinnuhreyfingin er ein af fjöldahreyfingum al- þýðunnar á íslandi og á sér um margt hina merkustu sögu. Og hugsjón samvinnuhreyfingai'- innar hefur aldrei verið sú, að tengjast auðklíkum innanlands og erlendu hringavaldi til þess að ein- stakir menn gætu safnað sér ofsagróða með lögbrot- um og svindilbraski innan lands og utan. Þeir menn sem fyrir svindlinu standa, verða að hætta að klína auðgunarfélögum sínum utan í samvinnu- samtökin, hætta að nota fé samvinnumanna í þágu þessara félaga. Þeir menn eiga ekki samleið með samvinnuhreyfingunni á íslandi hvort sem þeir heita Haukur Hvannberg, Vilhjálmur Þór eða eitt- hvað annað. —< s- 1 leit að betri heimi Vilhelm Moberg: Vestur- fararnir — Jón He’gason þýddi — 498 b’.s. — Bóka- útgáfan Norðri — Reykja- vík 1959. ★ Vilhelm Moberg þarf ekki að kynna fyrir íslenzkum les- endum, því að flestir munu kannast við einhverjar bóka hans, t.d. Konu manns eða VILHELM MOBERG Þeystu þegar í nótt, sem báðar hafa verið þýddar á íslenzku og vei'ið mikið lesn- ar. Vesturfararnir kom út á frummálinu árið 1949 og er fyrsti hluti lengra ritverks um vesturfarir sænsks sveita- fólks um miðbik síðustu ald- ar. Segir í þessari bók frá tildrögum fararinnar og skips- ferðinni vestur yfir hafið og henni lýkur er innflytjend- urnir stíga fæti á ameríska jörð á Jónsmessu árið 1850 eftir langa og stranga vist í hafi. Þau fáu orð, sem hér verða sögð um þessa bók, ber ekki að skoða sem ritdóm heldur fremur sem ritfregn. Ber það tvennt til, að ég er ókunnug- ur verkinu á frummálinu og hef heldur ekki haft tíma til að lesa þýðinguna svo hluta bókarinnar af mikilli gerhygli. Það er Ijóst, að Moberg þekkir og skilur vel þá tíma, sem hann er að lýsa, aídar- farið, lífskjörin og síðast en ekki sízt fólkið sjálft. Og það er margt líkt með þessum sjálenzku bærdum og ís’enzku vesturförunum síðar á öld- inni. Við lestur bókarinnar kemur ýmislegt kunnuglega fyrir og hugurinn hvarflar heim á íslenzkar slóðir um 1870—1880. Moberg lýsir því skilmerkilega, hvað það er, sem knýr fólkið til þess að leita nýrra heimkynna. Það er örbirgð, jarðnæðisleysi, harðæri, þröngsýni og skiln- ingsleysi kirkjunnar, mann- úðarleysi aldarfarsins. En hann leggur áherzlu á, að fólkið er ekki að flýja af hólminum heldur er það að leita að betri heimi, betri lífskjörum, meiri mannrétt- indum. Kjarni útflytjendanna er dugmikið fólk, sem neitar að láta örbirgðina beygja sig og hefur kjark og áræði til þess að berjast fyrir lífi sínu og sinna. I eíðara hluta bókarinnar er sagt fi'á hinni löngu sjó- ferð, siglingunni miklu, sem ríður þeim veikbyggðustu að fullu. Þeir hljóta gistingu í votri gröf ásamt þrem skófl- um sænskrar moldar og fá a'drei að sjá fyrirheitna landið. Þá, sem lifa, kveðjum við að sinni, þar sem þe'r staulast á land í New York. : Mannlýsingar Mobergs erú ákaflega glöggar og nœ'rfærni ar. Við gerþekkjum allt þetta fólk bæði kosti þess og veik’eika. Þetta eru ekki nemar glæsilegar hetjur held- ur það sem meira er —- menn. Þarna er fólk. sem lesandinn gleymir seint: -4- Fastlynidi bóndinn Karl Ósk- ar sem tók með sér skó dótt- urinnar látnu, kona hans og bróðir, jarðeigandinn Daníel, sem Kr’stur vitraðist eina nóttina, vinnumaðurinn fá,- ráði, skækjan Úlrika, Inga Lena, sem var svo, veik í trúnni, að hún gat ekki var- izt sjóveikinni, jafnvel auka- persónur eins og Eylands- bóndinn gamli, sem ætláði að færa syni sýnum hverfistein- inn til Ameríku. Það er trú mín, að allt þetta fólk eigi eftir að verða góðkunningjar íslenzlcra les- enda. Hér hefur verið tekið lausatökum á miklu efni, en því miður er ekki kostur a.ð gera þessari bók betri skil nú, — hún mælir Ííka bezt með sér siálf. Um þýðingu Jóns Helgasonar skal ég vera fáorður, hann er orðhag- ur og lipur þýðandi, og við hraðan lestur stakk fátt í augu. Um nákvæmni þýðing- arinnar og hversu hann nær stí’blæ höfundar get ég hins vegar ekki dæmt, þar sem ég hef ekki lesið bókina á frummálinu. S. V. F. íiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu Fögur og góð bók illa þýdd Edward Weyer: Frum- stæðar þjóðir. Snæbjörn Jóhannesson íslenzkaði. — Almenna bókafélagið. 167 bls. + 128 myndasíður. ★ Vart getur forvitnislegra lesefni en frásagnir af þeim sífækkandi þjóðum sem búa gaumgæfilega sem skyjdi til enn við forna menningu og þess að fella um bókina við- hlítandi dóm. Hins vegar vil ég ekki láta undan berast að vekja athygli lesenda blaðs- ins á þessari bók í öllum þeim hafsjó bóka, sem nú eru á jólamarkaðnum, því að minni hyggju er hún tvímæla- laust með þeim beztu sinn- ar tegundar. Sagan segir frá smálenzku bændafólki, er flyzt búferlum vestur um haf. Þetta eru fyrstu vesturfararnir úr þessu byggðarlagi. Enginn þeirra þekkir neitt til nýja landsins nema af óglöggri afspurn og þeir ráðast ekki í þessa erfiðu för af ævin- týramennsku. Það er nauð- ur sem knýr þá til þess að yfirgefa fi’ændur og feðra- land og flytjast búferlum um óravegu í aðra heimsálfu. Rekur Moberg þá sögu í fyrra hafa lítil eða engin kynni af vélamenningunni sem óðum er að leggja undir sig hvern blett hnattarins. Sú var tíð- in að hinn sigursæli hvíti maður kallaði allar slíkar þjóðir villimenn, taldi sjálf- sagt að láta þær þjóna sér, fyrirleit listir þeirra og trú- arbrögð. Fj'rir atbeina hóps hugrakkra, yfirlætislausra og þrautseigra fræðimanna er nú svo komið að öllum sæmilega menntuðum mönnum er ljcst að frumstæðu þjóðirnar eru stórmerkilegar og allrar at- hygli verðar, hjá þeim má kynnast mismunandi stigum mannlegs samfélags, allar götur frá steinaldarmönnum, háttum og siðum sem þró- azt hafa um aldir eða ára- þúsund án teljandi utanað- komandi áhrifa, kanna aðlög- un manna að mismunandi náttúruskilyrðum, rannsaka hin geysilega fjölbreyttu trú- arbrögð og siðareglur sem menn hafa sltapað sér. Edward Weyer, höfundur bókarinnar sem nú er komin út á íslenzku, hefur umgeng- rálfl ÉftiriítetáéðúK'þjóðirtoár og ■ skrifar nú um þær af'hleyþi- dómalausu viðhorfi mann- fræðingsins, sem veit einung- is mismunar.di þjóðir og kyn- þætti en viðurkennir ekki að þ>ar sé hægt að telja einn öðrum æðri. Hann hefur þann h:\tt á að greina í stuttu máli frá því sem einkennir verklega og andlega menn- ingu nokkurra þjóðflokka í öllum heimsálfum. Eins og eðlilegt er hjá Ameríku- manni skipa indíánar mest rúm, enda mála sannast að þjóðflokkum í frumskógum Mið- og 'Suður-Ameríku hefur tekizt betur en nokkrum öðr- um að halda sér einangruð- um frá umheiminum fram á síðustu ár. Það gefur að skilja að ekki er unnt að gera hverri þjóð ýtarl'eg skil, en þá koma myndirnar til hjálpar. Þær eru margar og næstum und* Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.