Þjóðviljinn - 23.12.1959, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.12.1959, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 23. desember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Eftir hádegi í fyrrad. fóru blaöamaður og Ijósmyndari frá Þjóöviljanum í nokkrar verzlanir í bænum til þess að taka myndir af önnum köfmi verzluharfólki og fá fréttir af pví hvernig salan gengi í jólakauptíðinni. Alls staðar var margt fólk að verzla og nóg að g,era fyrir afgreiðslu- fólkið, þótt þetta vœri taunar ekki mesti annatími dagsins. — Allir, sem til var leitað, brugðust þó góofúslega við, gáfu sér tíma til þess að svara nokkrum spurningum og leyfðu að teknar vœru af þeim myndir. Og viðskiptavigirnir biðu þolinmóðir (?) á meðan. I ' TémsfundðbiiðÍEiíil Livsrpoo I Markaðnum Fyrsti áfangastaðurinn var kjötbúð Sláturfélags Suður- lands á Skólavörðustíg 22. Þar var margt fólk að kaupa í jóla- matinn og við vorum svo lieppnir að ná mynd af sjálfum verzlunarstjóranum, honum ,,Lárusi í Sláturfélaginu“, þar sem hann stóð við afgreiðsluna. Á eftir töfðum við hann stund- arkorn með nokkrum spurning- um. — Er ekki mikið að gera fyrir jólin? — Jú, það er gríðarmikil verzlun, hún er alltaf að auk- ast, en maður ætti nú að vera farinn að kunna á þetta. — Hvað ertu búinn að vera lengi við verzlun? — 29 ár. Eg hef verið hér á Skólavörðustignum síðan 1940. — Hver er mesti annadagur- inn fyrir jólin? — Það er mest keypt á Þor- láksmfsaiijfttiii;,vigöeílfflfcrj# þlúri ín að undirbÚQ þetta anzi : vel með því að vakp dag og inótt. Annars ev orðið miklu léttara að eiga við þetta núna en áð- Ur var, ba?ði vegna bættra að- stæðna og svo er fólkið orðið skilningsbetra. — Það er nvlokið gagnger- um breytingum á verzluninni og Lárus sýnir okkur húsakynnin, sem eru bæði rúmgóð og vel búin. — Borgarlæknir sagði, að þetta væri alveg til fyrirmynd- ar, segir Lárus, og við erum ihonum samdóma um það. Að lokum sýnir Lárvis okkur e’d- húsið, þar sem heitur matur er framleiddur. —- Salan á heita matnum er alltaf að aukast segir Lárus Við revnum að hafa þann mat sem fólki hentar bezt. einfaldar mat og eins ódýran og hægt er ¥ Við komum næst í Markað- inn að Laugavegi 89. Þar hitt- um við verzlunarstjórann, Rúnu Guðmundsdóttur, sem er að sýna viðskiptavini nýjustu kjólana á markaðnum. Á með- an konan fer inn að máta skjótum við að nokkrum spurn- ingum. — Er ekki mikil verzlun núna ? -— Jú, sem betur fer. — Svipað og undanfarin ár? — Ekki lakara. Það er dá- lítið öðruvísi en áður. Við selj- um meira af eigin framleiðslu, flytjum ekki eins mikið inn. Það er eiginlega fyrst núna og rriiocf In tali af Hermanni Kristjánssyni verzlunarstjóra. -—• Er keypt mikið af gler- vöru og búsáhöldum núna? — Já, það er alltaf mikið verzlað fyrir jólin. — Hvenær byrjar jólaösin? — Ja liún er nú aðallega síðustu vikuna, en þess fer að verða vart strax í byrjun des- ember, að jólin eru í nánd. I þessu kemur ljósmyndarinn til okkar harðánægður á svip- inn. Hann náði mynd af tveim afgreiðslustúlkum í einu ,skoti“ þeim Kristínu Pálsdóttur og Sigríði Sigurbjörnsdóttur. i fyrra, sem fólk er farið að Skilja að innlend framleiðsla er mikið betri og auk þess ódýr- ari miðað við gæðin. — Það tekur sinn tíma að fá fólk til þess að meta inn- lenda framleiðslu. — Já það var erfitt fyrst. En nú höfum við líka meira úr- val á boðstólum, meiri fjöl- breytni bæði I efnum og gerð- um. I Bókabúð Kron er Þorvarð- ur verzlunarstjóri ekki við, en við tölum við Ingu Dóru í hans stað og erum ekkert sorg- mæddir yfir" þeim skiptum. — Hver er mest keypta jóla- bókin í ár? — Áreiðanlega Virkisvetur. -— Hverjar heldurðu að gangi næst ? — Það er ekki gott að segja, þær eru margar nokkuð jafnar. Kannske þessi bætir Inga Dóra við og leggur höndina á ævi- söguna hans Kristmanns. — Hvað eruð þið venjulega mörg víð afgreiðslu hérna í búðinni ? — Við erum þrjú. — Þurfið þið ekki að bæta við mörgu fólki, þegar svona mikið er að gera ? — Jú, við eru núna ein 8, eða 9. * Síðasti áfangastaðurinn að þessu sinni er Tómstundabúðin í Austurstræti. Þar er þröng á þingi, en við náum þó snöggv- ast tali af verzlunarstjóran- um, Þórhalli Filippussyni og leggjum fyrir hann nokkrar spurningar. _ — Hér er mikið að gera sé ég. — Já, þetta eru beztu jól hjá okkur fram að þsssu. —- Hvenær hófst jó’aösin? — Hún byrjaði eiginlega í miðjúm nóvember. Þá var áber- andi mikið af utanbæjarfólki að verzla. — Hvað -v.erzlið þið. aðallega með? r — Efni til tómstundavinnu fyrir unglinga. Við erum eina verzlunin, sem hefur eitthvað á boðstólum til slíkrar dægra- styttingar. Svo erum við líka með lei'kföng — Er þetta ekki ung verzl- un? — Hún er 5 ára. Við. vorum þrjú ár á Laugaveginum, urð- um að flytja þaðan vegna þrengs’a og erum b'i;n að vera tvö ár hér. Við erum að sprengja þetta utan af okkur lika. Nú voru bæði blaðamsðurinn og ljósmyndarinn orðnir þreytt- ir á að ganga búð úr búð, svo að þeir urðu ásáttir um að hætta þessari verzlanaferð að sinni. En í dag v.erðið það þið, lesendur góðir, sem gangið búð úr búð að kaupa jólagjaf- irnar og þá fær afgreiðslufólkið áreiðanlega nóg að gera. Frá markaðnum liggur leið- | in i Liverpool, búsáhaldadeild. Á meðan ljósmyndarinn situr um færi til þess að ná mynd : af fallegum afgreiðslustúlkum, tekst blaðamanninum að ná

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.