Þjóðviljinn - 05.02.1960, Blaðsíða 5
Föstudagur 5. febrúár 1960 — ÞJÓÐVILJINN
(5
Sovétríkin bjóða nú flugvélar
til sölu á vestuiiöndum
Menn minnast þess e.t.v. að verið seldar flugfélögum á vest-
Mikojan, varaforsætisráðherra urlöndum.
sagði í vO'jur þegar hann kom
við á Keflavíkurflugvelli að Is-
lendingar gætu keypt sovézkar
flu.gvélar ef þeir vildu auka
viðskiptin við Sovétríkin.
Nú er komið á daginn að
þetta hafa ekki verið orðin
tóm. Sovétríkin hafa á undan-
förnum árum selt talsvert af
flugvélum til útlanda, en þær
hafa yfirleitt farið til landa í
Austur-Evrópu, og hingað til
liafa sovézkar flugvélar ekki
Framh. af 12. síðu
andi kom að innbrotsmannin-
um í herbergi sonar þeirra
hjóna, en var skotinn niður
með skammbyssu og síðan
stunginn hnífi margsinnis.
Morðinginn flýði, en reyndi á
flóttanum að skjóta frú Zum-
bach, en hitti ekki. Hann komst
•undan á reiðhjóli.
Frú Zumbach gat lýst morð-
ingjanum í höfuðdráttum, að
hann. hefði verið vel klæddur,
meðalmaður svarthærður, og
einnig gat hún gefið lýsingu
á reiðhjóli hans.
Þegar lögreglan tók að rann-
saka málið fann hún i fórum
sonar þeirra hjóna bréf frá
Jaccoud lögmanni, þar sem
hann hafði í hótunum við unga
Zumbaeh. Af bréfinu var ljóst
að Zumbach ungi hafði verið í
tygjum við stúlku, Lindu Baud,
sem hafði verið frilla Jaccoud
I mörg ár. Lögreglan fann
einnig Ijósmyndir af stúlkunni
nakinni, og var ljóst að Jacc-
oud hafði sent Zumbach þær.
Lögregluna grunaði nú að
Jaccoud hefði ætlað að hafa
upp á bréfunum og nejjjtar-
myndunum. Ýmislegt var til að
styðja þann grun að Jaccoud
væri morðinginn. Þannig fannst
heima hjá honum frakki sem
ú vantaðj einn hnapp, en slík-
ur hnappur hafði fundizt á
morðstaðnum. Einnig fundust
iblóðblettir á fötum og reið-
hjóli Jaccoud, og á boghnífi
í eigu lögmannsins. Efnagrein
ing leiddi í Ijós að þar gat
verið um að ræða blóð úr hin-
um myrta. Og ekki bætti það
úr fyrir Jaccoud að hann hafði
Iátið lita hár sitt.
Hann var handtekinn í ág-
úst 1958. Síðan hefur hann
mestmegnis legið rúmfastur.
Hann hefur jafnan haldið fram
sakleysi s'ínu; og sumt sem
kom fram 'í réttarhöldunum,
m.a. framburður bæði eigin-
konu hans og frillu, virtist
styðja það.
Landvarnamál til
umræðu í Maskvu
Forsætisráðherrar aðildar-
ríkja Varsjárbandalagsins og
framkvæmdastjórar kommún-
istaflokka þeirra undirrituðu 'í
gær í Moskvu sameiginlega yf-
irlýsingu um landvarnamál. Yf-
irlýsingin hafði ekki verið birt
þegar síðast fréttist. Viðstadd-
ir viðræður leiðtoganna voru
fulltrúar frá Kína, Ytri-Mongól-
íu, Norður-Kóreu og Norður-
IVietnam..
En að undanförnu liafa birzt
auglýsingar í sænskum blöðum
þar sem sovézkar flugvélar eru
boðnar til sölu. Er þar um að
ræða hverfilþotuna 11-18 (en
það var einmitt slík vél sem
Mikojan ferðaðist með) og
fjögra manna þyrlu.
Þetta mun vera í fyrsta sinn
sem Sovétríkin bjóðast til að
eelja þessar flugvélar á vest-
Urlenzikum markaði. 11-18 flug-
vélin sem ætluð er til flugs á
millilengdum hefur vakið mikla
athygli og bæði brezkir og
bandarískir sérfræðingar hafa
lokið hinu mesta lofsorði á
hana. Meðalflughraði hennar er
650 km á klukkustund og hún
getur tekið upp undir 100 far-
þega. Fyrsta reynsluflugið var
árið 1957, en sovézka flugfé-
lagið Aeroflot (sem meðal ann-
arra orða er stærsta flugfélag
heims) hefur haft hana í notk-
un síðan í fyrra.
Þess er ekki getið í auglýs-
ingunum hvað vélar þessar
kosta.
Um sama leyti og þessar aug.
týsingar birtust bárust fréttir
af vaxandi örðugleikum í flug-
vélaiðnaði á vesturlöndum.
Brezku flugvélaverksmiðjurnar
hafa átt erfitt með að koma
framleiðslu sinni í verð og hafa
nú gripið til þess bragðs að slá
saman reitum sínum í þeirri
von að það gæti orðið til að
draga. úr kostnaði og styrkja
sameiginlega aðstöðu þeirra á
heimsmarkaðnum. Svipaða-
Sögu er að segja frá Frakk-
landi þar sem helztu flugvéla-
verksmiðjurnar Sud-Aviation og
Nord-Aviation berjast í bökk-
um. Sumar verksmiðjur 'í
Bandarikjunum eru einnig illa
staddar, einkum þær sem orð-
ið liafa á eftir í smíðj flug-
skeyta.
Framhald af 1. síðu
mun aldrei hafa treyst honum
fyllilega, þótt hann væri náinn
samstarfsmaður hans á stríðs-
árunum.
Aðrar breytingar á ríkis-
stjórninni sem taldar eru lík-
legar eru að Guillaumat land-
varnaráðherra verði lækkaður
I tign og fengið embætti Sou-
stelle. Búizt er við að herfor-
ingi úr hópi gaullista verði
skipaður landvarnaráðherra.
Nær v'íst er talið að Debré
muni áfram gegna embætti
forsætisráðherra, enda þótt for.
setinn hafi ástæðu til að gruna
hann um græsku.
í gær voru gefnar út tilskip-
anir um handtöku 60 hægri-
manna í Norður-Frakklandi, en
ekki er vitað hve marga þeirra
lögreglan klófesti, en einhverj-
ir munu hafa komizt undan.
Um 40 liðsforingjar og ó-
breyttir borgarar voru hand-
teknir í Algeirsborg. Einn
helzti foringi franskra land-
nema i Alsír, Serigny, eigandi
blaðsins l’Echo d’Alger, hefur
verið settur í stofufangelsi.
Hann var tekinn höndum um
borð í kaupskipi í höfninnj í
= Fallhlífasveitirnar sem
fyrs»t áttn að gæta upp-
reisnarmanna í Algeirs-
borg stóðu illa á verðin- =
um og voru þá aðrar =
fheltar til borgarinnar E
utan af landinu. Hringur- 5
E inn var þrengdur og loks =
E gáfust uppreisnarinenn E
E upp. — Hér hefur her- =
E bílum verið lagt fyrir =
| framan aðalpóst/iúsið í =
= Algeirsborg, en eit»t af =
= götuvígum uppreisnar- =
= manna er í baksýn. =
11111111! 11111111111111111111111111111111111111
Algeirsborg. Skipið átti að fara
til Spánar.
Nokkrir háttsettir foringj-
ar í franska hernum í Alsír
hafa verið handeknir, þ.á.m.
Godard, yfirmaður öryggislög-
reglunnar, sem var hægri hönd
Massu hershöfðingja.
Ekki hefur enn hafzt upp
á uppreisnarforingjanum Jos-
eph Ortiz sem komst undan
þegar uppreisnarmenn gáfust
upp.
Tilkynnt var í París 5 gær
að de Gaulle hefði frestað um
óákveðinn t'íma Alsírför sinni,
en til hafði staðið að hann
færi þangað í dag.
Mikil blaðaskrif hafa verið á
ftalíu að undanförnu vegna
slæms aðbúnaðar í fangelsum
þar í landi, en tvö hneyltslis-
mál sem uppvíst hefur orðið
um nýiega urðu tilefni þeirra.
Annað varðar nítján ára
gamlan hjólbarðaþjóf sem dó í
einangrunarklefa þar sem hann
hafði verið látinn dúsa, bund-
inn á höndum og fótum. Hitt
málið er handtaka ungrar móð-
miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiium
| í verkfalli á f
[ 400 metra dýpi [
E 69 ítalskir námumenn E
E liafa nú í heila viku ver- E
E ið í verkfalli og liafa þann E
E ‘tíma liafzt við niðri í E
E náinugöngum í 400 metra E
= dýpi. Náman er í grennd =
= við Spoleto. Verkfallið er =
■= til að mótmæla uppsögn- =
= um, en 400 námumönnum =
= sem vinna hjá sama fyr- =
E irtæki var nýlega sagt =
= upp vinnu „þar sem eng- E
E in verkefni væru fyrir E
E hendi“. =
iiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimimmiimm
ur sem fangelsuð var ásamt
tæplega tveggja sólarhringa
gömlu barni sínu.
Unglingurinn, sem hét Mar-
cello Elisei, hafði verið hand-
tekinn í annað skipti fyrir að
hafa stolið hjólbörðum og tek-
Lð skellinöðru traustataki. Fyr-
ir þetta hafði hann verið
dæmdur % 4y2 árs fangelsi og
átti hann að afplána refsing-
una í hinum ævaforna Regipa
Coeli fangelsi í Róm. Hinn
þungi dómur hafði feng’ð svo
á hann að hann missti alla
stjórn á sjálfum sér og hann
var Þess vegna lokaður inni i
einangrunarklefa, hlekkjaður á
höndum og fótum. Þar fannst
hann látinn einn sunnudags-
morgun. Krufning leiddi í ljós
að banamein hans hafði verið
eitrun. Aðstandendur hans
fengu þó ekkert að vita fyrr en
seint og síðar meir og var þá
heldur ekki leyft að sjá líkið.
Hitt málið liefur vakið enn
meiri hneykslun. Upptök þess
Voru róstur sem urðu í bæn-
um Torre del Greco, nálægt
Napoli, 'í fyrra þegar sló í hart
milli lögreglu og verkfalls-
manna. Fjöldi manns var þá
handtekinn, en nú fyrir
skömmu voru enn fleiri hand-
teknir fyrir þátttöku í þessum
róstum. Meðal þeirra var ung
kona sem alið hafði bam 36
klukkustundum áður. Að venju
fátækra kvenna á Suður-Italíu
var hún þegar komin á fætur
og farin að vinna.
Lögreglan handtók hana og
tók barnið með og ásamt 39
öðrum voru þau lokuð inni í ill-
ræmdu fangelsi, Poggio Reale,
þar sem aðbúnaðurinn er engu
skárri en í Regina Coeli.
FinncE? tcska stórlán
í Soyétríkjunum
Samkvæmt samningi sem nýlega var undirritaður % Moskvu fá
Finnar 500 milljón rúblna lán >til vörukaupa í Sovétríkjunum.
Lán þetta er til 12 ára og ársvextir eru 2y2 af liundraði. Lánið
skal endurgreiðast í vörum. Jafnframt var undirri'iaðiu' samn-
ingur um viðskipti landanna á þessu ári og verða þau svipuð
og á fyrra. Sovétríkin munu þó kaupa meira en áður af fram-
Ieiðslu finnska málmiðnaðarins, m.a. mörg skip.
De Gaulle lætur kné fylgja kviði