Þjóðviljinn - 05.02.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.02.1960, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 5. febrúar 1960 f Um „fm“ og „ófín“ sorprit Framhald af 7. síðu. kvenna. Og í því sambandi vaknar þá spurningin, hvort eðlilegra myndi teljast í lýð- ræðissamfélagi, að kvenþjóð- in, helmingur þjóðarinnar í landinu, fengi að hafa nokk- urn atkvæðisrétt um það, hverjum andlegum neyzlu- varningi haldið væri að dætr- um hennar og sonum, eða all- ur ákvörðunarréttur um slíkt skyldi lagður á vald siðleys- ingja eins og Agnars Mykle og kaupahéðna, eem hafa það eitt að tilhvöt að gera sér sorpskrif slíkra rithöfunda að féþúfu. En um leið og ég kalla Agnar Mykle siðleysingja skal ég því til staðfestingar, auk þess að vísa í ritverk hans, vitna í þá heimild, sem væntanlega mun ekki verða véfengd í þessu tilviki, en það eru orð Agnars Mykle sjálfs töluð í eyru alþjóðar, meðan hann dvaldist hér sem heið- ursgestur menningartímarits- ins „Nýs Helgafells" í á- gústmánuði 1958. „Skáldið hefur engar skyldur gagnvart iesendum sínum“, sagði heið- ursgesturinn frammi fyrir hljóðnema íslenzka ríkisút- varpsins, er þulur beindi til hans spurningu um þetta efni. Og hvað merkja þessi ummæli ? Þau merkja það beinlínis og bókstaflega að skáld getur að þessa manns dómi leyft sér að skrifa o gefa út hvað sem vera skal án þess að þurfa að bera þess nokkra ábyrgð gagnvart þjóð- félaginu. Skáldi er þá til að mynda ekki skylt að boða í ritum sínum það, sem er sið- bætandi, fremur en hitt, sem er siðspillandi, ef það telur sér hið síðar nefnda betur henta til að auka söluhorfur rita sinna eða af einhverjum öðrum ástæðum. Mér er fullkunnugt um, að fyrir eigi allmörgum ár- um hefði Jóhannes úr Kötl- um verið mér samdóma um það, að slík afstaða skálds til köllunar sinnar verðskuldaði að heita kaldrifjaður hund- ingsháttur og ekkert annað. Nú er honum hins vegar svo brugðið, að náungi eins og Agnar Mykle er að hans dómi hásiðrænn rithöfundur. — í grein sinni í Þjóðviljanum 5. þessa mánaðar lætur hann sér jafnvel ekki þetta nægja. Þar lætur hann ekkert minna gagn gera en tákna þessar Mykle-bókmenntir svo sem „rannsóknir og skilgreiningar vísinda og lista á annarri meginhvöt mannsins“. Svo að Mykle er þá ekki lengur að- eins listamaður, heldur er hann crðinn vísindamaður líka, já, og meira að segja lieimspekingur í tilbót sam- kvæmt þeim vitnisburði Jó- hannesar, að í greindum bók- menntum sé enn fremur að finna það, sem honum þókn- ast að kalla „sjálfskrufningu mannsandans"! Annars mætti þykja sem það hæfði naglann betur á höfuðið að skilgreina þessar bókmenntir með orð- inu „sjálfskrufningu“ einu saman, það er að segja krufn- ingu Agnars Mykle á sjálf- um sér. (Franjhald). Til íþróttir Framhald af 4. síðu. Ágústa Þorsteinsdóttir, Á Hrafnhildur Guðm., Í.R 1.08.8 1.25,2 200 ni bringusund kvenna Sigrún Sigurðardóttir. SH 3,07,0 50 m skriðsund drengja Þorsteinn Ingólfsson, ÍR 28,7 Jóhannes Atlason, Á 30,7 Þröstur Jónsson. Æ 32.8 50 m bringusund drengja Þorsteinn Ingólfsson. ÍR 37.7 Ólafur B. Ólafsson, Á 39.8 Sigurður Ing'ólfsson, Á 40,0 50 in bringusund telpna Svanhiidur Sigurðard.Á 44,8 Sigrún Sigvaldadóttir, KR 46,1 Ólöf Ólafsdótir, Á 46,4 50 ni skriðsund telpna Guðl’inna Sigurþórsd.. IBK 37,5 Eftirmæli Framhald af 7. síðu. KRON við stofnun þess, og var það alla tíð síðan, lengst af deildarstjóri í Kronbúðinni í Skerjafirði. Hann var traustur og vellátinn i starfi sínu, jafnt af samstarfs- Jóhanna Sigurþórsd., IBK 39,7 Þorgerður Guðm., IBK 41,5 Eftir sundkeppnina fór fram leikur í sundknattleik milli Norðurbæjar og Suðurbæjar. unnu Norðurbæingar með 4:3. Pétur Kristjánsson skoraði fyrir Norðurbæinga, 2 mörk í hvorum hálfleik, en Einar Hjartarson skoraði öll þrjú mörkin í síðari hálfleik íyrir Suðurbæinga. mönnum sínum sem við- skiptavinum. Ég sem þessar línur rita kynntist Steina fyrst fyrir 15 árum, er ég fór að vinna hjá Kron. Strax tókst með okkur traust vinátta, sem hélzt til æviloka, og aldrei bar skugga á. Hann var óvenjugóður fé- lagi, bæði í leik og starfi, bóngóður með afbrigðum, og ávallt reiðubúinn að rétta hjálparhönd ef með þurfti. Hann var traustur og tillögu- góður, róttækur í skoðunum, stéttvís og áhugasamur um allt er til heilla horfði vinn- andi fólki í landinu. Við þökkum honum sam- verustundirnar, og sendum ættingjum hans okkar inni- legustu samúðarkveðjur. B.S. .....................HHIHMIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍIIIIIIIIIIIIIIIII.....11II11111111 i III1111...Illllllllll.......IIIIIIIIIIIIIIUIIIII M. s. Dronning fllexandrine Iiggur leiðin iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiininiiniiiniiiiiiimmninniinmiinHmmninnmmniimiiiiiiinnniniiiiiiniiiiiiiininiiiniiinniiiiiiiminii., Ferð m/is Dr. Alexandrine frá Kaupmannahöfn 4. febr. og frá Reykjav'ík 12. febr. fellur niður Áætlað er að vöruflutningaskipið m/s H. J. Kyvig fari frá Kaupmannahöfn 10. febr. til Færeyja og Reykjavík og frá Reykjavík ca. 17. febrúar. Áætlun um ferðir m.s. Rinto milli Kaupmannahafnar og Reýkjavíkur með viðkomu í Færeyjum: Frá Kaupmannah.: 25. febr., 15. marz, 5. og 22. apríl, 11. og 31. maí og 17. júní. Frá Reykjav'ík: 5. og 26. marz, 13. apríl, 2. og 21. maí, 7. og 27. júní. Áætlun um sumarferðir m.s. Dronning Alexandrine Frá Kaupmannah.: 1. júlí, 15. júlí, 29. júlí, 12. ágúst. Frá Reykjavík: 8. júlí, 22. júlí, 5. ágúst, 19. ágúst. Skipið kemur við ’í Færeyjum í báðum leiðum. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen bollur iiiMiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmii Tékkneskf nýtízku eldhús Hér koma nokkrar fljótgerð- ar og góðar kökuuppskriftir fyrir saumaklúbbana og þá er fyrst . . . Hunangskaka 200 gr. hunang, 150 gr. smjör, 150 gr. sykur, 3 egg, 4 msk. rifinn appelsínubörkur, 1 tsk. ^ngifer, 14 tsk. salt, (4 tsk. negull, 1 tsk. kanill, 225 gr. hveiti, 1 tsk. lyftiduft. Hitið hunangið. Hrærið smjör og sykur þar til það er létt og hvítt, blandið hunanginu saman við. Setjið eggin saman við og hrærið vel. Setjið appel- sínubörkinn og kryddið næst saman við. Hveitið með lyfti- duftinu síðast. Bakið í vel smurðu formi. Stráið 10 til 15 grófsöxuðum möndlum yfir. Leggið smurðan smjörpappír yfir formið og bakið kökuna í meðalheitum ofni ca 1 klukkutíma. Stingið prjóni í kökuna og athugið hvort hún er bökuð. Takið hana út úr ofninum strax og hún er bökuð, annars getur hún orðið of þurr. Geymið kökuna í þéttu íláti. Borðist eftir 2—3 daga. Sykurbrauð 3 egg, 2 bollar sykur, 10 van- iilu- eða sítróndropar, 1 bolli sjóðandi vatn, 1 bolli hveiti, 1 bolli kartöflumjöl, 1 tsk. lyftiduft. Eggjarauðurnar hrærðar vel með sykrinum, vatninu bætt út í smám saman. Hveitið. kartöflumjölið og lyftiduftið sett út í. Stífþeyttar eggjahvít- urnar settar varlega saman við, hrærið varlega saman. Bakist í vel smurðu og hveitistráðu kökuformi við meðal hita. 1 dl. mjólk, 20 gr. þurrger, 250 gr. hveiti, 2 msk. smjör, 1—2 msk. sykur, 1 egg. Sulta og jurtafeiti. Lagið venjulegt hveitideig og látið hefast. Fletjið út stóra köku 1 sm þykka. Mótið und- an glasi kringlóttar kökur. Setjið sultu á helminginn af lcökunum og leggið hinn helm- inginn yfir. Þrýstið börmunum vel saman svo sultan renni ekki út við suðuna. Setjið kök- urnar á smurða plötu og látið hefast í 15—30 mín. Steikið þær í jurtafeiti og veltið þeim hálfköldum upp úr sykri. Upp- skriftin nægir í 20 bollur. 1 egg, 1 dl. sykur, 1 bolli mjólk, 2 bollar hveiti, 1 tsk. karde- mommur, 1 msk appelsínu- marmelaði, 1 dl. bráðið smjör, 2 tsk. lyftiduft. Hrærjð egg og sykur vel saman , blandið mjólk, kryddi og síðast hveitinu, með lyfti- duftinu og brædda smjörinu. Bakist í kringlóttu jólaköku- formi ca 30 mínútur. í mörgum ‘iékkneskuin íbnðarliúsum eru nú gerð nýtízka eklhús eins og það sem sýnt er á myndinni. Farið er að taka tillit til þarfa húsmóðurinnar og meta framla.g hennar að verð- leikum og vinnustaður hennar því gerður eins hentugur og iiotadrjúgur og unnt er. Öllu er svo þægilega komið fyrir að húsmóðirin getur unnið í eldhúsinu án þess að þreyta sig um of á óþarfa sporum. ..........................................................................................................Illilllltlllllllll....llllillllllllMllltlHIIHH.....IHHIIIIIIHHHHHHHHI.............HHHHHHHHHHHHHHHHI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.