Þjóðviljinn - 28.02.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.02.1960, Blaðsíða 6
6) ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 28, febrúar 1960 W Utgcfandi: Sáineinínparflokkur alþýðú — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sig- urður Guðmundsson. — Préttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — AuglSsingastjóri: Guðgeir Magnús:>on. — Ritstjórn, afgreíðsla auglýsingar, prentsmiðja: Skóiavörðustíg 19. — Bími 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 35 á mán. — Lausasöluv. kr. 2. Prcntsmiöja Þjóðviljans. ‘áxí Er kjarasberðing þakkarverð? § ¥ Tm þessa helgi eins og endranær þegar kosið er í verkalýðsfélögunum bregður svo við að mál- gagn Vinnuveitendasambandsins, Morgunblað- ið, fyllist áhuga fyrir kjörum vex'kafólksins. Að vísu er áróður málgagns Vinnuveitendasam- bandsins óvenju hjáróma þessa dagana því rit- stjórarnir eru búnir að öskra sig hása undan- farnar vikur til að sanna lesendum sínum að kjaraskerðing gengislækkunarinnar sé verka- mönnum kjarabót, að horfurnar á stórkostlegum samdrætti framkvæmda og vinnu sé alþýðu- fólki til blessunar, að vaxtahækkun upp í okur- vexti sé einkar hagstæð ráðstöfun því fólki sem er að reyna að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Þetta er allt eftir hinni alkunnu formúlu í eld er bezt að ausa sjó eykst hans log við þetta gott er að hafa gler í skó þá gengið er í kletta. A lveg í stíl við þennan gáfulega áróður er beiðni Morgunblaðsins að verkamenn í iðn- aðinum í Reykjavík og trésmiðirnir geri nú svo vel og afhendi útsendurum ríkisstjórnarinnar og Vinnuveitendasambandsins stjómina í stéttar- félögum sínum, Iðju og Trésmiðafélaginu. Það er nákvæmlega þetta sem ríkisstjórn Vinnuveit- endasambandsins og Sjálfstæðisflokksins vantar til þess að koma fram til fullnustu kjaraskerð- ingaráformum sínum: Að geta tryggt sér að verkalýðshreyfingin liggi lömuð og máttvana, og geti engu áorkað til varnar, þegar þjarma á að alþýðuheimilunum. xm itii KtÍ m a ,'iií ss *n|s ipii íilTT qpi iæ T-H zxr XX i~¥g það er sannarlega ekki til lítils mælzt að ^einmitt fólkið í Iðju og Trésmiðafélaginu gangi nú á kjörstað og þakki með atkvæði sínu fyrir kjaraskerðingarráðstafanir stjórnarflokk- anna. Fjöldinn allur af Iðjufólki fær ekkert af sárabótum ríkisstjórnarinnar, fjölskyldubótum og tekjuskattslækkun, en dýrtíðarflóðið sem rík- isstjórnin er nú að skipuleggia skellur á því með öllum sínum þunga. Og trésmiðunum er rétt sú huggun að ríkisstjórnin reiknar með að bygg'- ingar dragist saman um helming þegar á þessu ári. Samt verður ekkert atvinnuleysi, samt er engin minnsta hætta á atvinnuleysi, segja tals- menn ríkisstjórnarinnar hver eftir annan á Al- þingi og í blöðum þessa daga, það vantar nefni- lega þúsund menn á fiskiflotann! Það gleymist alveg að trésmiðir og aðrir byggingariðnaðar- menn eiga næg þjóðnýt verkefni að vinna í sinni grein ef hér væri í landi dugandi ríkis- stjórn með heilbrigða stjórnarstefnu. En þeir trésmiðir sem nú kjósa lista stjórnarflokkanna í félagi sínu eru um leið að þakka ríkisstjórninní fyrir þá ætlun að láta neyðina reka annan hvern byggingariðnaðarmann út á sjó frá ótal óleyst- um þjóðnýtum verkefnum. dag reyna þeir, útsendarar ríkisstjórnarinnar í fínu bílunum, að lokka og hræða félaga tveggja stórra verkalýðsfélaga til að kjósa kjara- skerðingu og atvinnuleysi. í dag biðja þeir iðn- verkamenn, karla, konur og sérstaklega ungu stúlkurnar, og trésmiðina í Reykjavík að lama stéttarfélögin svo í þeim verði engin vörn gegn árásinni á alþýðuheimilin. Von þeirra er að nógu margir verkamenn verði svo skilningssljóir að vega að sjálfum sér og félagi sínu, líkt og þegar maður veitir sér áverka í ósjálfræði. Verð- i ur þeim enn að von sinni? — s. Til er gamalt félag hér á ís- landi, en sem að jafnaði lætur svo lítið yfir sér að enda þótt þetta sé eitt af elztu félögum landsins mun finnast fólk er ekki veit að það er til. Félag þetta er Hið íslenzka náttúru- fræðifélag. Það er ekki fag- félag vísindamanna, heldur geta allir verið í því, og þar munu líka finnast nxenn af ílestum stéttum þjóðfélagsins. Timarit félagsins, Náttúrufræð- ingurinn, hefur nú komið út um 30 ára skeið. Á sumrum gengst félagið fyrir ,,náttúru- skoðunar“ferðum undir leið- sögn vísindamanna, en á öðrum missirum heldur það fundi mánaðarlega þar sem flutt eru erindi um náttúruvísindi. Á einum slíkum fundi nýlega flutti Guðmundur Kjartansson erindi um rannsóknir sínar á ísaldarminjum hér á landi og setti fram þá kenningu sína að Hvítá hafi runnið norður Kjöl. Að erindi hans loknu urðu nokkrar umræður þar sem m. a. jarðfræðingarnir Jóhannes Áskelsson, dr. Sigurður Þórar- insson, Jón Eyþórsson veður- fræðingur o.fl. viðurkenndu áðurnefnda kenningu Guð- mundar og luku lofsorði á rannsóknir hans. FYRIR MILLJÓN ÁRUM Þessi kenning Guðmundar Kjartanssonar hefði einhvern- tíma þótt saga til næsta bæjar, en heldur en fara að endursegja erindi hans eftir minni tók ég það ráð að biðja hann að segja okkur sjálfur nánar frá þessu. — Hvað er átt við, Guð- mundur, þegar talað er um ísöld og jökulskeið og hvenær var ísöldin? — ísöldin byrjaði fyrir eitt- hvað um milljón árum, svarar Guðmundur. Á þeim tima sem siðan er liðinn hefur. landið hvað eftir annað hulizt jökli; varla sjaldnar en fjórum sinnum. Á milli þess sem landið huldist jökli voru hlé, með engu ó- mildara veðurfari en nú er, sem hvert um sig hefur verið mun lengra en sá tími sem nú er liðinn frá því síðasti jökull bráðnaði af landinu. — Eigum við kannski von á því að fá jökulskeið enn? — Já, óneitanlega eru allar líkur fyrir því að þetta hlýja tímabil sem við liíum nú sé aðeins eitt hlé. SÍÐASTA JÖKULSKEIÐIÐ — Og hvað um rannsóknir þínar á jökulminjunum? — Þær jökulminjar sem ég hef gert að rannsóknarefni eru eingöngu eftir síðasta jökul- skeið. Eldri jökulminjar eru ýmist máðar burt, eða huldar bergi sem hefur varðveitt þær. Jökulminjar niðri í berglög- unum voru sérstakt rannsókn- arefni dr. Helga Pjeturss. Það var hann sem sannaði það fyrstur manna að jökulskeiðin hefðu verið mörg hér á landi með hléum á milli. — Hvað veitir beztar upplýs- ingar um síðasta jökulskeiðið? — Þær jökulminjar sem mér hafa reynzt lærdómsríkastar um háttalag jökulsins eru jök- ulrákir á klöppum. — Hvað er nú það? — Það eru rákir sem jöklar hafa sorfið í klappir sem þeir ýtast framyfir — og þær eru til sýnis hér á Skólavörðuholt- inu, og nærri því á annarri hverri sléttri klöpp á landinu. Rákirnar sýna í hvaða átt yfirborði jökulsins liallaði og di þeim má ráða í þykkt hans eftir því hve þær ná hátt upp eftir háum fjöllum. Jöklar geta skriðið uppímóti halla undirlagsins, heldur Guð- mundur áfram, en þcir skríða alltaf undan hallanum sem er á þeim sjálfum að ofan. Nú er það kenning mín að undir Iok síðasta jökulskeiðs- ins hafi jökullinn verið geysi- lega þykkur á sunnanverðu miðhálendinu, einkum á svæð- inu milli Köldukvíslar ög Skaft- ár. Og þaðan liafa gengið skriðjöklar, ekki aðeins til suðurstrandarinnar helduv einnig norður yfir vatnaskilin sem nú eru á landinu. STRAND- LÍNUR JÖKULLÖNA — Og hvað hefurðu til scnn- unar þessari kenningu? — Jökulrákir á Sprengi- sandi og Kili vitna um þetía. Þessar rákir stefna norður: á Sprengisandi allt sunnan frá Kistuöldu og á. Kili allt frá því drjúgan spöl sunnan við Kerlingarfjöll. Síðustu tvö sumurin hafa at- huganir mínar fyrst og fremst beinzt að Kili. Einar af skemmtilegustu jökulminjum á Kili eru strandlínur eftir forn jökullón meðfram undirhlíðum Langjökuls. Þetta lón var stifl- að upp af jöklinum fyrir sunn- an, — eftir að jökullaust var orðið norðan vatnaskila og sennilega um allt Norðurland. ÞERAR HVÍTÁ RANN NORÐUR — Efsta strandlina á Kili, heldur Guðmundur áfram, virðist í sömu hæð og þávcr- andi vatnaskil milli norðurs og suðurs, en það er 630 metrar yfir sjó, að vísu voru vatna- skilin þá nokkru lægri en nú því síðan hefur Kjalhraun hlaðizt ofan á þar sem þau vöru. íMeðán vatnsborðið lá við þá strandlínu hefur lónið haft útfail til norðurs og má raunar orða það svo að þá rann Hvítá norður Kjöl. Lónið — Hvítárvatn hið forna — hefur þá náð norður undir Hvera- velli og Hvítá runnið norður eins og Blanda rennur nú. Þetta var meðan hæst var í lóninu, en þegar jökulstíflan í suðri þynntist lækkaði vatns- borðið að sama skapi og áin fékk framrás meðfram vestur- jaðri jökulsins og hefur síðan runnið suðuraf. iiiiiiiiiiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin iii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin iii iin iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiii

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.