Þjóðviljinn - 13.03.1960, Síða 9

Þjóðviljinn - 13.03.1960, Síða 9
Sunnudagur 13. marz 1960 — ÞJÓÐVILJINN —- ,(9 :u ÍEÍÍ' fép iá ni'J Bi; lo Rifstjóri: Frímann Helgason Landsliðsmenn i fr|á9sum ífsróffum œfa ser- staklega einu sinni í viku undir handleiðslu Benedikfs Jakobssonar og Gabors þjálfara Að því hefur verið vikið hér, að frjálsíþróttamenn hafa í mörg horn að líta á komandi sumri. Öll venjuleg mót hér á landi fara eðlilega fram sam- kvæmt áætlun og undirbúning- ur undir þau er alltaf eða að minnsta kosti á alltaf að vera í fullum gangi. En það er meira en þetta, sem frjálsíþróttamenn hafa í að horfa. Það er í fyrsta lagi lands- ieikur í Osló í fjögurra landa keppni með einn mann í hverri grein. í öðru lagi heimsókn til Kanada með hóp frjálsíþrótta- manna. Þá kemur í þriðja lagi olymþíuför, þar sem gera má ráð fyrir að nokkrir beztu manna okkar fari, og svo í fjórða l'agi landskeppnin við Austur-Þjóðverja í september. Eins og frá hefur verið sagt hér á íþróttasíðunni, hafa æf- ingar hafizt fyrir löngu úti í félögunum, en þau annast eðli- lega þjálfun manna sinna í að- alatriðum og þá sérstaklega að því er þol snertir, hafandi huga hvað iramundan er hjá úr- valsmönnum okkar. FRÍ ræður Bénedikt og Gabor til aðstoðar Stjórn Frjálsíþróttasambands- ins hefur með tilliti til þess sem framundan er hjá sambandinu í sumar valið 25 menn til sér- stakra æfinga einu sinni í viku, og fengið tvo færustu kennara í frjálsum íþróttum sem völ er á hér til aðstoðar við æfingar þessar. Fara þær að nokkru leyti fram í íþróttahúsi Háskól- ans, en að sumu leyti úti, eftir því sem hægt er. í tilefni af þessu brá fréttarit- ari íþróttasíðunnar sér á æf- ingu til að kynnast þessu af eig- in r.aun, og eins til að ræða við Benedikt um þetta mál. — Hvað vilt þú segja um æf- ingar þessar; mæta menn vel til þeirra? — Það er nú varla hægt að segja að þetta sé komið í full- an gang, og allir þeir sem boðað- ir hafa verið hafa ekki komið. Það hafa verið svona 13 til 14 að jafnaði á æfingu. Annar.s æfa menn þegar þeir geta og fara þá eftir tímaseðli, sem þeim er fenginn, eru þa§ sérstaklega langhlaupararnir . sem æfa úti. Það sem fyrst og fremst er lögð áherzla á er tæknin, þolæf- ingarnar eiga og hljóta að fara fram í félögunum. Þessar æfingar eru líka þáttur í því að piltarnir séu saman og að þeir kynnist sem bezt. Annars má segja að æfingar þessar séu á byrjunarstigi. og' ekki næg festa komin í þær. — Þið annizt tveir æfingarn- ar? — Já, annars er engin sér- stök verkaskipting okkar í milli, Gabors og mín; í framkvæmd- inni er það kannski svo að ég sé um upphitun manna en við það tæknilega aðstoðum við piltana og gefum þeim ráð og tilsögn eftir því serh með þarf. — Hvernig lýst þér á piltana? Þorsteinn Löve æfir sig með stórri leðurkúlu. eru mjög misjafnir. í mjög góðri þjálfun — Þeir sumir eru á þessum tíma, aðrir eru sæmi- legir, og enn aðrir mjög slappir. Það má eiginlega segja að þeir séu eins misjafnir og þeir eru margir. Sumir þeirra, sem vald- ir hafa verið, hafa ekki komið enn til æfinga og ekki heldur til þolreynslu á hjólinu. Er þolreynsluhjólið notáð mikið? Hilmar Þorbjörnsson á „þoIhjólmu“. Benedikt Jalcobsson fylgist með hjartslættimim meðan Hilmar hjólar. —Ljósm. Þjóðviljinn, f/ ■— Ekki nálægt því sem skyldi, og í því efni erum við langt á eftir öðrum þjóðum. Forustu- mennirnir hafa enn ekki gefið þessu tæki gaum, og eru ekki nógu lifandi fyrir nauðsyn þess að það sé tekið meira í notkun við þjálfun manna. Ástæðan er ef til vill sú að stærri sambönd- in hafa ekki tök á félögunum og félögin hafa ekki tök á félags- mönnum sínum, og því verður ekki hægt að framfylgj.a því sem 'viturlegt er og sjálfsagt. Hér kemur sem sagt til hið margumtalaða agaleysi meðal okkar Islendinga. Rétt og stöðug notkun þol- hjóls þessa miðar að því að hægt sé að fylgjast svo vel með íþróttamönnum sem þjálfa með keppni fyrir augum, að í tíma sé hægt að fyrirbyggja að menn geti beðið tjón á líkama sínum við iðkun íbr.ótta, og skilja allir hversu þýðingarmikið það er. Auk þess geta menn fylgzt með sjálfum sér, hvort þeir taka raunverulegum framförum eða ekki. Þess vegna hljHur það að verða fyrr eða síðar að þetta tæki verði meir. notað á vísinda- legan hátt og í sambandi við læknisskoðun, í sambandi við allar íþróttagreinar. Það er því lágmark, að allir þeir sem valdir eru til að leg'gja sérstaklega að sér við þjálfun að þeir noti . þolreynsluhjólið reglulega, allan tímann meðan æfingatíminn og keppnistímabilið stendur yfir. Gæti ég sagt nokk- ur dæmi um það hvers ég hef orðið vísari með hjálp hjólsins um líkamlegar veilur, og þær sumar hættulegar, en sleppi því að sinni, sagði Benedikt að lok- um. OIympíu-„kandidatar“ í Haukadal um páskana? Íþróttasíðan hefur það eftir allgóðum heimildum að um páskana fari allt að 10 manna. hópur til æfinga i Haukadal, og æfi í íþróttaskólanum en sem kunnugt er starfrækir Sigurður Greipsson hann árlega. Ekki mun vera búið að velja þá sem fára eiga, en það mun gert áður en langt um líður. Er ætl- unin að nota tímann til áefmga og fræðslu. Leiðir allra sem ætla kaupa eða selja BlL liggja til okkar. BlLASALAN Klapparstíg 37. Sími 1-90-32. eð Rammalistar myndarammar gott úrval gott verð InarömmunarsfofðR Njálsgötu 44 Trúlofunarhringir, Steir.. hringir, Hálsmen. 14 og 18 kt. gull. Til sölu Allar tegundir BÚVÉLA Mikið úrval af öllum teg- undum BIFREIÐA. Bíla- og Búvélasalan Baldursgötu 8. SímJ 23136.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.