Þjóðviljinn - 17.03.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.03.1960, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 17. marz 1960 r Stórkostleg hækkun f járlaga Framh. af 1. síðu má nefna, að í greinargerð fjár- lagáfrumvarpsíns hin's 'síðara segir svo orðrétt um söluskatt: „Ekki er áformað að breyta nú- g'ildandi söluskatti af innflutn- ingi. . . .“ En í lagaf'rumvarpi því um söluskatt, sem ríkis- stjórnin leitar nú eftir að fá lögfestingu á, er gert ráð fyrir að hækka gildandi söluskatt af innflutningi um 8.8%, þannig að heildarsöluskattur af innflutn- ingi innheimtur á tollafgreiðslu- verði 16,5%. En þrátt fyrir þessa hækkun, sem lofað var að ekki skyldi verða, áforma stuðnings- menn ríkisstjórnarinnar í fjár- veitinganefnd nú að lauma allri þessari skattaviðbót inn í texta frumvarpsins um söluskatt án þess að breyta þar nokkurri tölu um áætlaðar tekjur áf hinni nýju skattheimtu. Það er þó staðfest af opinberum aðilum, að hinn nýi 8,8% söluskattur eigi samkvæmt innflutningsáætlun stjórnarinnar sjálfrar að leggj- ast á rösklega tveggja milljarða skattstofn og mundi því nema um 170 millj. kr., miðað við heilt ár. Á beim 3 ársfjórðungum, sem eftir eru þessa árs, yrði þessi skattur því um 130 millj. kr. Hér hefur því annað tveggja skeð, að stjórnin hefur litla ná- kvæmni við haft við áætlanir sínar í upphafi eða hún ætiar að næla sér í drjúglegt skotsilfur fyrir Rugsaniegum umfram- gréiðslum. 'k Tekjuskattsfrum- varpið ósýnilegt Enn hafa ekki verið sýndar á Alþingi neinar tillögur um breyt- ingu á tekjuskatti. Hins vegar stendur í fjárlagafrumvarpinu á- ætlunartala um tekjur ríkis- sjóðs af þeim skatti og er í al- geru ósamræmi við núgildandi skattalög. Meðan svo stendur, að veruleg- ur hluti tekna ríkissjóðs er áætl- aður ýmist eftir frumvörpum, sem óséð er, hvort samþykkt verða, eða eftir hugarórum stjórnarinnar, sem aldrei hafa verið svo mikið sem sýndir á þingskjali. þykir Alþýðubanda- laginu ekki ástæða til að leggja fram sérstakar tillögur um tekju- hlið fjárlagafrumvarpsins við þessa umrðeðu, en bað miðar töl- ur sínar við, að fjárlag'aafgreiðsl- an verði hallalaus. Með sérstöku tilliti til þess, hve stórkostlegt bil reynist vera milli þess, sem ríkisstjórnin hef- ur fullyrt í fjáriagafrumvarpi, og og hins, sem hún gerir að tillögu sinni í söluskattsfrumvarpi, hlýt- ur Alþýðubandalagið að krefjast þess, að endanleg afgreiðsia fjárlaga fari ekki fram, fyrr en sýnt er, hverjar verða tiliögur stjórnarinnar um breytingu á tekjuskatti. ^ 42% hækkun fjárlaga Fjárlög ársins 1959 nema 1033 milij. kr. í tekjur og gjöld. í frumvarpi þessa árs er niður- staðan 1464 millj. kr. og á þó greinilega eftir að hækka í með- ferð þingsins. Þessi hækkun nemur um 42%. Það er ekki nýtt á okkar landi, þótt fjárlög hækki frá ári til árs. En hér er þó hækkunar- skrefið miklum 'mun risalegra en venja er til, og veldur þar um mestu gengisfelling sú, sem rík- isstjórnin fékk samþykkta nú í febrúarmánuði. Tekna ríkissjóðs er næstum eingöngu aflað með sköttun á þjóðfélagsþegnana og nú að langmestu í einhvers kon- ar vöruverðsálagningu. Hækkun fjárlaga hlýtur því að koma svo að segja öll fram í vaxandi dýr- tíð. Nú er það ekki heldur ný- lunda, þótt vöruverð fari hér hækkandi. En það, sem nýtt er og sérstakt við alla þá4,fjáfmála- löggjöf sem nú er framkvæmd og í ríkum mæli miðar að dýr- tíðarhækkun, er ráðstöfun stjórnarvaldanna til þess að halda kaupgjaldi öllu óbreyttu og lögbanna verðlagsuppbætur á laun. Stjórnarráðstafanir skipa öllum þorra landsmanna þannig' að draga saman seglin um út- gjöld og spyrja engan, hvort hann geti þetta að skaðlausu. Gegn samdrætti verk legra framkvæmda Á sama t'ma og ráðherrar g'efa út sínar tilskipanir um þetta með lagaboðum, verður vart talið. að til of mikils sé mælzt. ’þótt Alþingi gefi þeim hinum sömu samdráttarboðend- um í stjórnarráðinu fyrirmæli um að spara svo seni 10% af út- gjöldum stjórnarráðsins, utan- ríkisþjónustunnar og nokkurra stofnana, er heyra beint undir ráðuneytið. Af háli'u Alþýðu- bandalagsins er gerð tillaga um þetta. Alþýðubandalagið telur. að svo vel og öruggiega hafi þjóð- inni miðað í framfaraátt á und- aníörnum árum með aukinni framleiðsiu og vaxandi þjóðar- tekjum, að ástæðulaust og ó- verjandi sé að láta hinar brýn- ustu nauðsynjaframkvæmdir dragast saman. Þannig hlýtur það að átelja þá stefnu ríkis- stjórnarinnar að ætla að minnka þjóðvegalagningu, brúargerðir og hafnarframkvæmdir um fast að þriðjungi með því að veita í krónum talið sömu eða næstum sömu upphæð til þessara framkvæmda nú og í fyrra þrátt fyrir dýrtíðarvöxt- inn. Vera má, að einhverjar framkvæmdir rikisins mættu dragast saman að skaðiitlu, en um vegi, brýr og hafnir gegnir allt öðru máli, og gerir Alþýðu- bandalagið tillögur um þessa liði og miðar við, að fram- kvæmdir haldist svipaðar og á fyrra ári. SKIPAUTGCRi) 1 RIKISINS i Skjaldbreið vestur um land til Isafjarðar hinn 21. þ.m, Tekið á móti flutningi í dag til Ólafsvíkur, Grundarfj., Stykkishólms, Flat- eyjar, Patreksfjarðar, Tálkna- fjarðar, Bíldudals, Þingeyrar Flateyrar, Súgandaf jarðar og Isafjarðar. Farseðlar seldir árdegis á laugardag. iþróttir Framhald1 af 9. síðu. íþróttanna, og er árlega varið 'miklum uþphæðum einmitt í þetta atriði. Munu því allir sem um það hugsa sanníærðir um. að umræður um félagsmál og það hvernig á að stjórna félögum og öðru er að þeim málum lýtur, séu mjög nauðsynlegar. Það: æskilega hefði verið að forystu- menn íþróttahreyfingarinnar hefðu fyrir löngu tekið mál. þetta upp og efnt til fræðslu í þessum efnum. En á rneðan þeir eru að átta sig', mun verða hér orðið við þeim áskorunum að ræða svolitið um þessi mál vítt og breitt, á næstu vikum. Anglvsing n ni umferð c? «/ o í Reykjavík Samkvæmt ályktun bæjarstjórnar Reykjav'íkur hafa bifreiðastöður verið bannaðar í eftirgreindum götum: 1. Smiðjustíg milli Hverfisgötu og Lindargötu. 2. Vesiturgötu norðanmegin götunnar milli Norðurstígs og Ægisgötu. 3. Tjarnargötu milli Kirkjustrætis og Vonarstrætis, Ennfremur hefur umferð vörubifreiða, sem eru yfir ein smálest að burðarmagni, og fólksbifreiða, 10 far- þega og þar yfir, annarra en strætisvagna, verið bönnuð um Laugaveg frá Snorrabraut, Skólavörðustíg neðan Bergstaðastrætis, Bankastræti og Austursræti kl. 16—18 á virkum dögum öðrum en laugardögum, en þá gildir bannið kl. 10—12. Þeta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 16. marz 1960. SIGURJÓN SIGURÐSSON. llllllllllllillllllllllllllllHIIIIIIIIUIIIIIIII' HEIMILISÞ ATTUR. : Wíiitii 1111111111111111 i 111! 111111 e 11111 i 111111111111111111 e i [ 1111111 i 11 e 11111 m 11111111; 111111 m 11 i í 11 Margt er skrýfið 250 gr hveiti, 250 gr rúgmjöl, 2V2 dl rjómabiand ‘lx/1 ma't- Skeið smjörlíki, 2 tsk lyfti- duit, 50 gr sykur, 50 gr kakó. Einstaka sinnum fréttum við af konum sem fæða börn á óiíklegustu stöðum — á fe’jmn, i bílum eða flugvéium. Það hefur komið í ljós nð margar reyna blá‘it áfram að fæða börn sín á ótrúlegustu stöðum. Kona nokkur, sem eignað- ist barn í strætisvagni, sagði frá því að hún hefði ferðazt í strætisvagninum heilan dag Sigtið hveiti, lyftiduft, kakó og rúgmjöl saman. Hnoðlð smjörlíki saman við ásamt sykrinum, þynnið með mjólk. Hiioðið deigið, þar til það er sprungulaust, fletjið út í ca 2 cm þyklía köku og mótið kringióttar kökur undan glasi. Látið kökurnar á hveitistráða plötu ,og bakið þær ca 20 mínútur. Skerið þær í tvennt og borðið með , smjöri. Þetta er barnalier- bergið oidíar- til að barnið gæti fæðzt þar — hún hafði sjálf séð dagsins Jjós í fyrsta skipti í strætis- vagni. Fyrir nokkrum árum fæddi kona barn í listaáafni í París. Maður hennar hafði nokkrum árum áðum sýnt sína fyrstu mynd í þessu listasafni, svo það hlaut að vera mjög heilia- væn’.egt fyrir framtíð barns- ins að fæðast e’nmitt þar. . . . Þýzk kona átti énga csk he'tari en [ '1, að barn lienn- ar — drengur eða stúlka yrði lögfræðingur. Þegar létta sóttin byrjaði- flýtt-i hún sér til næsta réttarsals r— og þar fæddi hún barnið. Seinna sagði hún: „Þetta átti allt að vera eins lögfræðilegt og hægt var“. Þessi vordragt kemur beint frá arftaka Diors, Yves St. Laur- ent. Það sem cinna mest einkennir uttu dragtarjakkana frá honum eru víðú ermarnar og litiir eða engir kragar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.