Þjóðviljinn - 20.03.1960, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 20.03.1960, Qupperneq 5
Sunnudagur 20. marz 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Þa'ö má ráða þaö af skrifum brezkra blaöa að undan- förnu að í Bretlandi fer nú ört vaxandi ótti manna viö hið nýja þýzka herveldi og þá stefnu Bandaríkjamanna að hlaöa undir Vestur-Þýzkaland. Emanuel Shinwell, fyrrver- andi landvarnaráðherra í stjórn Verkamannaflokksins, segir í grein í Sunday Expi’ess að hann óttist að „bandaríska stjómin hafi ákveðið að gera V-Þýzkaland að öflugasta her- veldi heims næst Sovétríkjun- um.“ Hann telur að sambúð Bret- Iands og Bandaríkjanna hafi í „áratugi ekki verið- verri en nú“. Svipaðar skoðanir eru látnar í ljós í forystugreinum annarra brezkra blaða. Sknrðir á Marz sprungur í ís? Hinir dularfullu skurðir sem menn hafa þótzt sjá á yfirborði Marz eru ekki annað en sprung- ur í ísnum sem þekur mikinn hluta plánetunnar, segir sov- ézkur vísindamaður, Davídoff, í grein í Komomolskaja Pravda. Pravda- Davídoff álitur að á Marz sé álíka mikið af vatni og á jörð- inni. Hitinn á yfirborðinu er þar milli mínus 10 og mínus 20 stig á Celsíus, vegna þess að Marz er fjær sólu en jörðin. Davídoff telur að jarðskjálftar verði á Marz samkvæmt somu lögmálum og á jörðinni. ísinn springi þá og vel geti verið að líf dafni í sprungunum vegna hitaútstreymis innan úr plánetunni. Af þeim ástæðum fái sprungurnar annan lit en umhverfið og verði þannig sýni- legar. Eisenhower Bandaríkjafor- seti hefur þegið boð um að koma í opinbera heimsókn til Portúgal, þegar hann kemur af fundi æðstu manna í vor. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii:iiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!íiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiEiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii(imuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin:im]iiiiiiiiiiiiHimiiii I mörgum blöðum kemur einn'g frám óánægja vegna þess h'.utskiptis sem Bretum sé ætlað innan Atlanzhafsbanda-1 lagsins. Sunday öraphic segir að í; Washington sitji ráðleysingjar | við völd sem viti hvorki í þenn- an heim né annan: — Svo virðist sem Bretlandi j sé ætlað að vera attaníoss, það 1 eigi að hlíta í öllu fyrirmæium óviturra bandarískra stjórn- málamanna. Ihaldsþingmaðurinn Ted Leather skrifar í, sama blað í grein frá Washington að Bandaríkin séu alls ófær til að gegna forystuhlutverki meðan þeim sé stjórnað af „vingjarn- legum, hálfringluðum og barna- legum forseta". Hann segir að hver höndm sé upp á móti amr- arri í bandaríska utanríkisráðu- neytinu og bætir við að Banda- ríkjamenn sem kunnugir séu öllum hnútum hafi beðið sig að koma þessu á framfæri: — í guðanna bænum gerið þér ríkisstjórn yðar ljóst að hún má alls ekki treysta á nokkurn hátt utanríkisráðuneyti okkar. Þeim sem þar ráða verður helzt líkt við naut í glervöru- verzlun. Konur í Genf fá kosningarétt Kvenfólkið í Genf hefur nú loks öðlazt almenn mannrétt- indi. Karlmenn þar í borg sam- þykktu í almennri atkvæða- greiðslu með 18.152 atkvæðum gegn 14.593 að veita kvenfólk- inu almennan kosningarétt og kjörgengi. Enn hafa konur 1 nítján af 22 kantónum Sviss- lands ekki kosningarétt. Morðmffinn fannst eftir tveggja mánaða leit 27 ára gamall maður, Joseph Byrne, var leiddur fyrir rétt í Binningham á dögunum, sak- aður um að luifa myft 29 ára gamla stúlku í húsi KFUK í Birmingham um jólaleytið- Mþrðinginn hafði hlutað líkið í sundur eftir ódæðið. Leitin að morðingjanum var sú umfangsmesta sem nokkru sinni hefur verið gerð í Bret- landi. I Birmingham og ná- grenni og reyndar víðar í Bret- landi var kvenfóllt gripið ofsa- hræðslu við morðingjann, og engar konur áræddu út fyrir hússins dyr að kvölidlagi. Eitt kunnasta knattspyrnulið Bret- lands hætti við að fara úr borginni til leiks annars staðar, af því að leikmennirnir þorðu ekki að skilja konur sínar eft- ir einar, meðan morðinginn var ófundinn. Það tók lögregluna tæpa tvo mánuði að hafa upp á honum. Nóttina eftir morðið hafði Byrne gist í húsi í nágrenni við morðstaðinn en hann fór úr borginni daginn eftir- Hver ein- asti maður sem dvalizt hafði í grennd við morðstaðinn þegar morðið var framið var yfir- heyrður og lögreglan hafði upp á Byrne 6. febrúar. Hún hafði þó enga sérstaka ástæðu til að gruna hann um morðið, svo að honum var sleppt þá. En hann var aftur tekinn til yfirheyrslu og játaði loks verknaðinn. Enda þótt Kislii, forsætis- ráðherra Japans, hafi nýlega undirritað samnin.g við Banda- rikin um áframlialdandi bandaríska hersc>tu í Japan, linnir ekki baráttunni gegn samningnum, enda á þingið eftir að fullgilda hann. Verka- lýðslireyfingin, sósíaiistar og kommúnistar, standa fyri r þeirri baráttu sem kemur fram í ýmsum myndimi, eins- og t.d. þeim nýsO'Arlega ,,körfuakstri“ sem sést á myndinni. Marka'tengur Sauðaklippur Hrossakambar Járnvöruverzlun Jes Zimsen h.f. Reykjavík Östytt og óbrengluð útgáfa af œviminningum Casanova Hið þekkía þýzka forlag F.A. Brockhaus boðar „viðburð sem bókmenntaheimurinn hef- ur beðið eftir í 140 ár“: 21. ap- ríl n.k. hefst útgáfa á æviminn- ingum ítalslia ævintýramanns- ins Giocoumo Casanova, sú fyrsta þar sem engu er sleppt og engu breytt. Bókin er gefin út eftir frum- textanum, en Casanova skrif- aði endurminningar sinar á frönsku, sem er oft nokkuð ítölskuskotin. Æviminningarnar, Histoire de ma vie (Ævisaga mín), skrif- aði Casanova (1725-’98) á efri áruip sínum og mun aldrei hafa ætlazt til að þær yrðu gefnar út. Hann segir þar með furðulegri nákvæmni frá um- hleypingasamri ævi sinni og f jöl mörgum ævintýrum, ekki hvað sízt ástarævintýrum, sem hann lenti í um dagana. Hann lét sér fátt mannleg óviðkomandi, var doktor í lögum, prestlingur, diplómat, einkaritari kardínála, melludólgur, fiðluleikari, leilc- hússtjóri, iðnrekandi, fjárhættu spilari, skáld og afkastamikill rithöfundur — hann skrifaði 43 bækur um hin óskyldustu efni —, en hvað sem hann tók sér fyrir hendur, lauk því ævinlega svo að hann varð gjaldþrota- Fyrir 200 dali Um 20 árum eftir dauða Casanova komst Brockhausfor- lagið yfir handritið að ævisögu hans, 1.800 þéttskrifuð blöð. Það keypti það af fjarskyldum ættingja Casanova fyrir 200 dali, og mun forlagið sennilega aldrei hafa gert betri kaup. Það hefur hingað til gefið út tvær útgáfur af ævisögunni, báðar mjög ritskoðaðar, styttar og beinlínis brenglaðar. Sú fyrri kom út á árunum 1822—1828 og var þýzk þýðing. Sú síðari, á frummálinu, kom út á ár- unum 1826—1838, og allar aðr- ar útgáfur þessa mikla verks, og þær skipta áreiðanlega hundruðum á langflestum tungumálum heims, byggja á þessum tveimur útgáfum. Stórfalsaðar Það hefur lengi verið vitað að útgáfur Brockhaus hafa verið mjög brenglaðar, svo ekki sé meira sagt. Casanova var sonur átjándu aldarinnar, fríþenkjari og efasemdamaður, batt yfirleitt ekki bagga sína sömu hnútum og samferða- mennirnir, og forlagið taldi sér ekki óhætt að gefa út æviminn- ingarnar óbreyttar. Það mun hafa haft nokkuð til síns máls því að jafnvel hinar ritskoð- uðu útgáfur voru hvað eftir annað bannaðar í ýmsum lönd- um. Það eru ekki einungis ást- arfarslýringarnar sem hafa verið „lagaðar til“, en að sögn hefur þeim verið breytt svo að þær eru óþekkjanlegar með öllu. Þannig er ástmeyjum Casa- nova t.d. í hinum fyrri útgáfum jafnan líkt við rómverskar eða grískar gyðjur, a.m.k- meðan allt leikur í lyndi, en nú á eft- jir að koma í ljós að lýsingar I hans voru fremur líffræðilegs ’eðlis en goðsagnalegs. Enginn hefur fengið að sjá handritið I um 140 ár hefur handrit Casanova legið harðlæst inni í peningaskáp Brockhausforlágs- ins, og hefur éngum verið hleypt í það nema stjórnendum forlagsins, ekki einu sinni vís- indamönnum og sagnfræðing- um sem hafa þó haft ástæðu til að ætla að þarna væri mik- ill fjársrjóður fólginn, fróðleiks- náma um sögu átjándu aldar. Fram eftir nítjándu öld var því trúað að ævisaga Casanova væri uppspum emn, og var jafnvel efast um að hann hefði sjálfur nokkurn tima verið til. Ýmsar getgátur voru um höf- undinn, og hölluðust margir helzt að því að hann myndi vera Stendhal, hið .fræga franska ská’d, — og var það i sjálfu sér ekki slæmur vitnis- burður um bókmenntagildi ævi- sögunnar. Það er þó fyrir löngu ljóst orðið að endurminningar Casa- nova eru frábær sagnfræðileg' heimild, má heita að hvert at- i’iði í bókinni sem skiptir má'i og liægt er að sannprófa hafi staðizt slíkt próf. Það er þvl ekki að furða þótt fræðimönn- um og reyndar- almennum les- endum líka hafi lengi leikið hugur á að fá æv’söguna óstytta og óbrenglaða í liend- ur. Þetta verður mikið rit, um 4.C00 síður, kemur út í sex tvö- földum bindum og kostar hvert þeirra 25 þýzk mörk. Síðar er ætlunin að gefa út ljósprentaða útgáfu af handritinu, ef nægi- lega margir kaupendur fást, og ætti það að vera frekari trygg- ing fyrir því að nýja útgáfan sé áreiðanleg.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.