Þjóðviljinn - 31.03.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.03.1960, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 31. marz 1960 Æ S K ULÝÐSSÍÐAN \ ___________ að stóra átakið félagar! „Þegar mikið liggur við reyn ast félagarnir bezt” 1 gær hóíst happdrætti bygg- ingarsjóðs Æskuiýðsfylkingar- innar. „Það er mesta fjárhags- lega átak. sem hreyfingin hef- ur Iagt útí“, sagði Örn Erlends- son formaður Æ.F.R. þegar við koraum að taka viðtalið. — Markið er sett hátt að þessu sinni. — Þetta er eðlilegt mark. Það takmarkaða húsnæði, sem samtökin hafa nú ráð á, setur öllu íélagsstarfi þröngar skorð- ur. Meiriháttar fundir og skemmtanir hafa verið haldn- ar í Fram- sóknarhús- inu. Við bú- um við minni húsakost en önnur póli- tísk samtök. En við svo búið má ekki Örn standa von úr viti. Æsku- lýðsfylkingin hefur nú riðið á vaðið. Það er búið að stofna byggingarsjóð og þetta verður fyrsta stóra fjáröflunin í hann. Sósíalistaflokkurinn mun svo væntanlega koma til samstarfs við okkur um að levsa hús- næðisvandamál sósíalista var- anlega. — Heldurðu að nú náist sá árðngur, sem þarf til að geta hafizt handa? — Þessu happdrætti er hrundið af stað af bjartsýnum óhugamönnum innan félagsins. Þeir hafa haft veg og vanda af undirbúningnum. Ég efast ekki um, að sá áhugi og bjart- sýni á eftir að smita út irá sér og virkja alla félaga í þessu þýðingarmikla átaki. Fé- lagarnir hafa jafnan sýnt, að þegar mikið liggur við, geta þeir gert stóra hluti. Þetta er heldur ekki eins erfitt og kann að virðast í fljótu bragði. Hver l'ylkingarfélagi þarf t.d. ekki að selja nema fimm blokkir til að við seljum upp. Það verða 50 miðar á tveim mánuð- um. Ég efast ekki um að við munum selja upp. Þess má geta, að til þess að örva söl- una verða haldnar nokkrar skemmtanir, og það verða veitt glæsileg söluverðlaun. En frá því verður sagt síðar. — Er meiningin að þetta verði samkomuhús. líkt og önnur pólitísk samtök eiga? — Við stefnum að því að þetta verði hús sem kemur æskulýð bæjarins að betri not- um en þau. Það er ekki brýn nauðsyn að fjölga danshúsum fyrir borgarana. Aftur á móti er mikil þörf að fjölga þeim stöðum þar sem æskan á eitt- hvað athvarf í tómstundum og með ýmsa félagsstarfsemi. Við vonumst til að geta orðið að liði við að bæta úr því. • — Og það sem þú vilt segja að lokum? — Við alla fylkingarfélaga vil ég segja; látum árangurinn af þessu happdrætti verða slík- an. að við getum fljótlega far- ið að vinna saman við að reisa myndarlegt hús. Ég veit að hin- ir ýmsu meðlimir samtakanna s.s. arkitektar, verkfræðingar, rafvirkjar, múrarar, verka- menn og svo íramvegis eru fúsir að leggja fram mikla vinnu til að koma takmark- inu í framkvæmd. En til þess að 'þeir kraítar fái notið sín verða félagar að bregðast rösk- lega við, þegar leitað verður til þeirra með miða og nota vel allan tímann. — Og það sem þú vildir segja að lokum? — Við hefjum þetta happ- drætti á sögulegum degi úr baráttu alþýðunnar gegn inn- lendu og erlendu afturhaldi. Við verðum að láta árangur þess varpa enn meiri Ijóma á þann dag. Sumum kann að virðast í fljótu bragði, að það sé of hátt markmið hjá okkar samtökum að ætla að koma upp stórhýsi. En við eigum margar vinnufúsar hendur og eigum von á góðu samstarfi við Sósíalistaflokkinn. Og ég vil undirstrika. að ef sá áhugí, sem þegar er f.yrir hendi, heldur ófram að breiðast út þá mun þetta frumkvæði Æskulýðs- fylkingarinnar verða til að gera þetta markmið að raunveru- leika. Við eigum margar vinnu- fúsar hendur” — Sala happdrættismiðanna mun fara fram um allt land, sagði Guðmundur Magnússon forseti Æskulýðsfylkingarinnar. — Hver verður þá hlutur sambandsins og deildanna úti um land í b.yggingarsjóðnum og happdrættinu? spyrjum við fyrst. — Hlutur sambandsins í byggingarsjóðnum er Vi á móti % hlutum Æ.F.R. Þess vegna munu 25% af nettó ágóða í sölu deild- anna úti á landi renna í byggingar- sjóðinn. Af- gangurinn fer til starfsemi deildanna þar og einnig í erindrekasjóð Æ.F., sem auðvitað mun koma deildunum úti á landi að miklum notum. Þetta hlýtur að teljast eðlilegt fyrirkomulag. Það er mjög mikilvægt fyrir sambandið að eiga góðan samastað, en auð- vitað kemur væntanlegt hús að beinni notum fyrir Æ. F. R. en deildirnar úti á landi. — Verður ekki eitthvað gert til að hjálpa til og örva söluna úti á landi? — Ætlunin er að senda er- indreka til deildanna til að hjálpa þeim í þessu átaki, koma á skemmtunum til að vekja athygli á happdrættinu. Deildunum verða sett mörk og komið á keppni milli þeirra innbyrðis. Einnig verða sölu- verðlaun, sem nánar verður skýrt frá seinna. Guðmundur / o-Avarp Æskulýðsfylkinqin hefur undanfarið verið að auka starfsemi sína, öllum sósíalistum til mikillar ánægju. Það er sönn unun hin- um eldri að sjá vaxandi áhuga þeirra, sem við eiga að taka. Nú efnir Æskulýðsfylkingin til haÐpdrætt- is, til þess að afla fjár í nýstofnaðan bygging- arsjóð sinn, og leggja grundvöll að aukinni starfsemi. Æskan rétftir oss nú örvandi hönd. Lálnm hana finna í verkinu stuðnincr hinna eldri! Eflum hanndrætti Æskulvðsfvlkingarinnar og iátum þá ungu finna að alþýðan metnr áhuga þeirra og starf. Einar Olgeirsson <8>- V ’ & Æ.F.R.-FÉLAGAR! Munið að koma á skrifstofuna frá klukkan 6—10 í kvöld og taka.happdrættismiða til sölu. Happdrættissímar ÆFR eru 17513 og 24651. Glæsileg söluverðlaun verða tilkynnt 20. apríl. Seljum hvern einasta miða! Genfarróðstefnan Framh. af 1. síðu Bandaríska ttillagan er órétt- lát og skilyrði hennar óhæf, sagði fulltrúinn ennfremur. Ó- mögulegt er að hafa eftirlit með því að skilyrðin verði haldin, og allur kostnaður við slíkt mun lenda á strandrikinu. — Hvernig er hægt að þekkja í sundur hver hluti aflans er veiddur innan 12 mílna og hver hluti á úthaf- inu? spurði fulltrúinn. Sérréttindaákvæði bandarísku tillögunnar myndu skerða sjálf- stæði strandríkisins og veita vissum erlendum ríkjum eilíf í- tök í vfirráðasvæði þess. Sam- kvæmt tillögu USA verður strandrikið að bíða með rétt sinn ef deila r:s, þangað til að gerðardómur hefur fellt úrskurð. Þetta samsvarar því að erlerit ríki hafi fullveldi í landhelgi annars rikis, f bandarísku til- lögunni er ekki um söguleg rétt- indi að ræða, heldur er þar hald- ið fram kenningum um áunnin rétt, sem er leyfar nýlendustefn- unnar. Það er ósamrýmanlegt anda Sameinuðu þjóðanna að beita slíkri stefnu og sviíta ríki þjóðlegum auðæfum sínum. Það er engin hætta á að strandríki muni ekki sjálf nýta fiskistofn- inn við strendur sínar til fulls. Viðurkenning svokallaðra rétt- inda myndu aðeins leiða til sí- fellds misskilnings og deilna milli ríkja, en það er nauðsynlegt að forðast slíka árekstra. Júgó- slav'a er andvíg öllum tillögum. sem takmarka réttindi strandrik- is innan 12 mílna, sagði júgó- slavneski fulltrúinn að lokum. Vesturveldin á móti Fulltrúi Róllands studdi tillög- una um 12 mílna landhelgi á fundinum í gær. Fulltrúar Portú- gals, Japans og Vestur-Þýzka- lands vildú hins vegar aðeins þriggja mílna landhelgi. Fulltrúi íslands talar á ráð- stefnunni í dag, og sömuleiðis íulltrúar Mexíkó, Indlands, Ástralíu og Noregs. . Brezka blaðið Daily Telegraph þykist vita, að franska nefndin muni bera fram málamiðlunar- tillögu um að „ sögulegur rétt- ur“ á yfir 6 mílna belti verði látinn gilda í 10—20 ár. Blaðið segir. að brezkir togaraeigend- ur telji þá tillögu sæmilega varðandi veiðar við ísland, Grænland og Noreg. Krústjoff ánægður Krústjoff forsætisráðherra er nú að ljúka ferðalagi sínu um Frakkland og á morgun munu viðræður hans og de Gaulle sennilega hefjast að nýju. í gær kom Krústjoff til Rúðuborgar í Normandí. Krúst- joff var mjög ánægður með vel heppnað ferðalag Hann kvaðst telja mjög góðar horfur á því að samkomulag myndi bráðlega nást um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn. Sovétríkin hefðu nú komið til móts við vesturveldin til að ná samkomulagi, og nú stæði að- eins á því að vesturveldin vildui samþykkja sínar eigin tillögur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.