Þjóðviljinn - 03.04.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.04.1960, Blaðsíða 4
'4) ÞJÓÐVILJINN •— Sunnudagur 3. apríl 1960 Fráfall Eggerts Gilfers var mikið áfall fyrir íslenzkt skáklíf og stendur þar eft- ir vandfyllt skarð. Flann var hin sígilda fyrirmynd upp- vaxandi skákkj'nslóða og fyrir Lein og óbein áhrif frá hon- um höfum við eignazt all- marga skákmeistara vel fram- hærilega á erlendum vett- vangi. Gilfer var óþreytandi við að tefla til hins síðasta og hafði t.d. nýlokið keppni á Skákþingi Reykjavikur, er hann féll frá. Af þv’i mátti raunar ljóst vera, að hann gekk ekki heill til skógar, en ekki hvarflaði að honum að gefa upp baráttuna meðan enn var dagur. Gilfer var í vissum skiln- ingi a.m.k mesti skákmaður, sem við höfum eignast. Um nær því hálfrar aldar skeið stóð hann í fylkingarbrjósti islenzkra skákmanna og sex- tugur að aldri teflir hann á fyrsta borði á Olympíuskák- móti og verður sama ár skák- meistari Reykjavíkur á sterkt mönnuðu móti. Það var ekki fyrr en nú hin allra síðustu árin 2—3. eða svo, að þess : sáust merki, að hinn aldni meistari væri farinn að þrevtast og gefa nokkuð telj- andi eftir af styrkleika sínum. ‘ Er þó talið almennast að menn fari að gefa nokkuð eft- ir af skákstyrkleika sínum, þeear halla fer í fimmtugs- .aldurinn. En það var hinn ó- drepandi áhugi og sífrjói andi sem gæddi Gilfer þessu fá- • dæma úthaldi, enda mvnduðu sömu eiginleikar bakgrunn- inn að skáksnilld hans í ár- anna rás. En nú sem Eggert Gilfer er allur, þá stöndum við ekki eftir tómhentir án vegsum- merkja eftir meistarann. Eins og . aðrir miklir lista- menn þá ávann hann sér ó- dauðleika, þannig að nafn hans og verk munu eigi fyrn- ast. Beztu skákir hans eru kiassisk listaverk, sem ekki munu falla í gleymsku með- a.n skák er tefld. Þær eru si- gild dæmi um mikinn anda, sem varð ekki unninn með líkamlegri hrörjiun, en hélt áfram að skapa list á meðan hjartað sló. \ I dag lítum við á eina af hinum eldri skákum Gilfers, sem margir kannast sjálfsagt við. Mér hefur alltaf fundizt hún einhver skemmtilegasta skákin, sem ég hef séð eftir hinn látna meistara, þótt aðr- ar kunni að vera meiri að dýpt. . Skákin er tefld á Skákþingi íslendinga á Akureyri 1927. Hvítt: Ari Guðmundsson Svartr: Eggert Gilfer SKOZKUR LEIKUR 1. e4 eo 2. Rf3 Rc6 3. cI4 Skozki leikurinn er nú mjög fátíður. Það er ekki talið eft- irsóknarvert fyrir hvítan að sprengja upp miðborðið svo snemma. 3. ----- exd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rxc6 bxc6 6. Bd3 d5 7. De2 Be7 Eggert Gilfer hefði gert sig ánægðan með jafntefli, hefði hann sennilega leikið 7. — dxe4 8. Bxe4, Rxe4 9. Dxe4f, De7 og náð drottningakaup- um. Biskupar svarts mundu þá vega upp á móti hinni veiktu peðastöðu. 8. 0—0 0—0 9. e5 Rd7 10. Dh5 Leikið til að framkalla „veik- inguna“ g6. Leikurinn er þó vafasöm tímaeyðsla á þessu stigi málsins. 10. ---- g6 11. De2 Rc5 12. Bh6 He8 13. f4 f5! Rétti leikurinn. Hindrar só’kn- aráform hvíts á kóngsvæng og gerir biskup hvíts á h6 viðskila við meginherinn. 14. Rd2 a6 15. Khl Be6 16. Rf3 Bf8 .17. Bg5 Dc8 18. Rd4 Bd7 19. Ha-cl Þar sem hvítur fær ekki tækifæri til að leika c4, miss- ir þessi leikur algjörlega marks. 19. ----Hb8 20. Rb3 Ef 20. b3,- aö 21. c4,;ía4 22. cxd5, cxd5, bg hvítur lendir í erfiðleikum. 20. --------------Hb8 21. Rxco Bxc5 22. c3 Ef 22. c4, þá gat svartur leikið d4 og stillt síðan „stór- skotaliði" sínu í rólegheitum á b-línuna ásamt a6 -— a5 -—- a4 o.s.frv. 22. ------Be7 23. Bh6 Hvítur vill enn halda í drottn- ingarbiskup sinn sem eins- konar kóngssóknarframvörð — kóngssóknar, feem þó kemst aldrei í framkvæmd. Vafa- laust var bezt 23. Bxe7. 23. — — c5 24. b3 a5 25. Hf-el a4 «>- 26. Bc2 a3 Ósvikinn „Gilfersleikur'1 Svarta a-peðið er síðar gert hreyfanlegt. með l'ítilli en snoturri leikfléttu. 27. Hbl Bh4 28. He-dl 28. g3 mundi gefa svörtum of gott færi á skákiínunni hl-a8. Auk þess hefur hrók- urinn á el ekki frá miklu að hverfa. Nú er allt til reiðu fyrir eft- irfarandi leikfléttu. 38. Be7 Hvítur uggir ckki að, sér, enda á hann • engra 'góðra kosta völ. T;d. 38í; Hc-cl, Bd5 39. Bd3; Beéf 40. Hdl, c5 með hótuninni Bxd3 og sið- an c4 o.s.frv. 38. ---------Hxb3! 39. axb3 a2 40. Hxa2 Hxa2 Svartur hefur að vísu ekkí ■f. unnið neitt iið, en brotizt i gegnum varnir hvíts og lagt grundvöllinn að hinni laglegu leikfléttu, sem gerir endan- lega út um skákina. 41. Kfl Bd2 42. g3 Bel 43. Bb4 Hvíta taflinu verður engan veginn bjargað, en þessi leikur flýtir fyrir úrslitun- um, og nú fær Gilfer tæki- færi tii að vinna á hinn æskilegasta hátt. Hvítt: Ari ABCDEFQH Svart: Gilfer 43. — — g5! 44. fxg5 14! f 45. gxf4 cl3!! Kjarni leikfléttunnar. Ef nú t. d. 46. Bh5 þá 46. — Hxh2 47. Bdl, Bh3f 48. Kel, Hhl mát. f 46. Bxd3 Bh3t 47. Kel Bf2f 48. Kdl Bg4f Og hvítur gafst upp, því mát er óverjandi. 28. Be6 29. De3 Be7 30. Hd2 Da6 31. Bdl d4! 32. cxd4 Dflf 33. Dgl Dxglf 34. Kxgl cxd4 35. Be2 Ekki 35. Hxd4 vegna Bc5. 35. Bb4! 36. Hc2 37. Bg5 Bc3 Ha8 'j&LJýixÁ.: SWvtw. Útlendr karl mannaskór sérlega þægilegir og liprir. Amerískir leistar og stærðir Telpu og drenggaskór — gamla verðið — Skóverzlun Péturs Andréssonar. Laugavegi 17 og Framnesvegi 2 Afmœlishóf M IR að Hótel Bcrg sunnudaginn 3. apríl 1960 klukkan 21.00. Ávörp Söngur Hljóðfærasláttur * Dans. Aðgöngumiðar í M.Í.R.-salnum, Þingholts- stræti 27, frá klukkan 13 og við inngang- inn. Menningartengsl íslands og Ráðstjórnarrikjanna ................................................................................................................................ I náinni andlegri snertingu við Storkinn Eitt af „menningar“tímarit- m beim. sem nú eru gefin út ér á landi heitir „Storkur- in“. Rit þetta birtir ýmísiegt fni af léttara tagi.iu, sem inkum mun ætlað til „skemrnt- nar og fróðleiks" unglingum kynþroskaskeiðinu. Sem æmi um efni það, sem ritið flytur, má nefna, að í síðasta hefti er allrækileg lýsing á ferli og starfsaðíerðum eins af- kastamesta morðingja, sem uppi hefur verið í Bandar.'kj- unum, reykvísk kvennafarssaga og tvær erlendar sögur í lík- um dúr, sakamálaþraut, ýmis konar smæiki og skrítlur, sumar í grófara lagi, og loks nokkrar „djarfar" myndir af léttklæddu kvenfóiki. Eitt er þó enn ótalið af efni þessa heftis, en það er eins konar ávarp til lesenda blaðsins. Þar kemur fram, að aðstándendur þess eru orðnir dálítið uggandi um sinn hag, ekki vegna þess, að áhugi unglinganna fyrir svona eíni sé að minnka, heldur fyrir þá sök, að samkeppnin er að aukast á hasarblaðamarkaðnum. Sér- stakiega er það eitt blað, sem ritstjórinn segir, að hafi apað eftir Storkinum, og er auð- heyrt, að hann óttast að nem- andínn slái lærimeistarann út, þótt hann reyni að bera bratt hala sinn. Hvaða blað skyidi það nú vera, sem Storkurinn telur svona „skæðan keppi- naut?“ Ja, hvað haldið þið les- endur góðir? Ef til vill Ásinn eða eitthvert þess háttar blað segið þið. Nei, ónei. Við skuium láta Storkinn svara sjálfan fyr- ir sig Ávarpið til lesendanna hljóðar þannig óstytt: „Kæru lesendur. Vinsældir blaðsins okkar fara sívaxandi. En eins og við mátti búast hlaut slík velgengni eins blaðs að vekja eftirtekt og öfund annarra blaða. Við höf- um af þessum ástæðum eignast skæðan keppinaut: Alþýðublað- ið. Þannig liggur í málinu, að hinir hugmyndasnauðu aðstand- endur. Alþýðublaðsins hafa tek- ið upp róttæka eftiröpun á efni Storksins og er það senni- lega það eina róttæka sem þeir góðu drengir geta státað af. Reyndar hafa fleiri dagbiöð farið út á þann hála ís að til- einka sér hinn bráðskemmti- lega „litteratúr" Storksins, en ekkert þeirra komist í jafn nána andlega snertingu sem Alþýðubiaðið. Þess vegna segir Storku-inn: Viðreisn Alþýðublaðsins er (>rugg.“ Já, fjárhagsleg viðreisn AI» þýðublaðsins er ef til vill ör- ugg með þes^ari nýju aðferð, en skyldi ritstjórn Alþýðu- blaðsins aldrei finnast tómlegtj í því andlega samfélagi, sem Áki Jakobsson hefur kjörið henni að starfa í? (J! M /OJ ■ >íí» ilA '5 ■ iUZ n l. -3V íga ö.Jástr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.