Þjóðviljinn - 30.04.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.04.1960, Blaðsíða 9
«3 — ÖSKASTUNDIN SÖGUR AFALLA NALLA Alli Nalli er að kom- ast á þann aldur, að hann er farinn að velta fyrir sér stærri vanda- málum heimspekilegs eðl- is. Á hverjum degi upp- götvar hann eitthvað nýtt. Hann verður líka bráðum þriggja ára. Reyndar heldur hann sjálfur að hann geti al- veg eins orðið sex ára, ef það dettur í hann þá stundina að langa til að vera sex árá. Allt sem er ókomið er á morgun, það SKRITLUR Ljónamamma: Barn, hvað ertu að gera? Ljónsunginn: Ég er að elta veiðimann kringum ,tré. Ljónamamma: Er ég ekki búin að margbanna þér að leika þér að matn- um? ★ Maður: Hefur þú veitt nokkuð? Veiðimaður; Hef ég sem er liðið var í gær. Hann hlakkar mikið til að verða stór og fá skóla- tösku á bakið eins og strákurinn í kjallaranum, og þá ætlar hann að fara einsamall í fiskbúðina og kaupa ýsu hjá fisksalan- um. Hann heldur að þegar hann verður stór, verði þeir sem nú eru stórir litlir eins og hann er núna. Þess vegna sagði hann einn morguninn, veitt! Ég hef tínt f jörutíu upp úr ánni í dag? Maður: Veiztu hver ég er? Ég er eigandi árinnar. Veiðimaður: Veiztu hver ég er? Ég er mesti lygari í heimi. ★ Siggi: Hvernig líkaði þér annar þáttur leikrits- ins? Viggi: Ég sá hann ekki. t>að stóð á prógraminu: Annar þáttur gerist eftir þegar hann langaði til að kúra, en mamma þurfti að fara í vinnuna: „Mamma, þegar ég er orðinn stór, en þú lítil, ætla ég í Austurbæjar- skólann, en þú átt • að bíða heima“. Annan morgun sagði hann þegar verið var að klæða hann: „Þegar ég er orðinn stór, en pabbi minn lítiil, þá ætla ég að gefa pabba gömlu bux- umar mínar“. (Framh.) tvö ár. Ég mátti ekki vera að því að bíða eftir því. í þessu blaði byrjar ný myndasaga. Ragnar Lár., teiknari Þjóðviljans, teiknar myndirnar, en textan semur Vilborg Dagbjartsdóttir. Skrifið okkur og segið hvernig ykkur líkar að hafa myndasögu í Óskastund- inni. Þátttakendur í ár eru rúmlega helmingi fleiri en í fyrra. Við höfðum þann sið að birtá jafn- óðum nöfn þeirra er sendu bréf. Þátttakendur skiptust þannig í fiokka: 6 ára 1, 7 ára 4, 8 ára 11, 9 ára 14, 10 ára 15. 11 ára 15, 12 ára 14, 13 ÚRSLIT í skriftarsam keppninni Þátttakendur 97 ára 13, 14 og 15 ára 6. Aldur vantar á 4 bréf. Þeir sem hljóta verðlaun; 1. FLOKKUiR: Friðrik Gíslason. Se!- dal, Norðfirði. Bryndís Guðmundsdótt- ir, Hofsósi', Skagafirði. 2. FLOKKUR: Vigdís Hansdóttir. Hjalla, Kjós. Sigríður Þórdís Einars- dóttir, Hólaveg 15, Siglu- firði. 3. FLOKKUR: «Eva Benediktsdóttir, Suðurgötu 19, Siglufirði. Sigrún Sveinsdóttir. Tunguveg 5, Reykjavík. 4. FLOKKUR: Þóra Pétursdóttir, Nóa- túni 18, Reykjavík. Kolbrún Ingólfsdóttir. Krossgerði við Djúpavog. 5. FLOKKUR: Áslaug Helgadóttir. Silf- urteig 4, Reykjavík. Helga Hannesdóttir, Hjalla, Kjós. 6. FLOKKUR Björgvin Sigurjónsson. Álfhólsvegi 34, Kópavogi. María Birna Þórarins- dóttir, Fellskoti, Biskups- tungum. 1 Framhald á 2. síðu. ^Uyréi JUJ o Kcuinj-Xjrvurrt., KGJfct U-OLT (aCLT fcÓXi-á vo/' fxu~ groiúí, BiXÁotvoun dLJLAojSi. fccrrn/J-rrv dGLuLrrv,: JyyguLnjru., Jícrvgujrwú. t blAAjurunj., &rukuj\njL, SijírJkuronJ., So-Lhujnru., 'lÆrCfwujruu., Súggwjvru./ 1/íggunjxi. xASaXuwréi L Orrrucugojr^i, og Guwni. / Og clxliðJc STti dMvfc KjuLfc*. jlcj QrUnxur t fzcrtf: jaó, kjoJJuur mjug þaJk •**fc ’ -'fe j CcrCL cfcrct, SuuíujrgdtiJi. Sfcgfcu|úr<L Ritstjóri: Frímann Helgason 37 starfandi knattspyrnu- dómarar eru í Reykjavík Svo sem knattspyrnufélögin hafa verið að undirbúa menn sína undir leiki sumarsins, hafa knattspyrnudómarar verið með sínar ráðstafanir í sambandi við dómaramálin. Á fundi sem Knattspyrnudómarafélagið hélt fyrir stuttu gaf formaður félags- ins, Einar Hjartarson yfirlit um hvað gerzt hefði í undirbúningi fyrir sumarstarfið. Hann gat þess að stjórnin hefði sent 56 dómurum bréf og fyrirspurnir xim þátttöku i störfum í sumar, en jákvæð svör komu frá 37. Skiptast þeir þannig: Valur 10, KR 8, Þróttur 8, Víkingur 4, Fram 4, ÍA 2 og ÍBH 1. Þar sem þetta væri of fá- mennur hópur hefði stjórnin efnt til dómaranámskeiðs og hefðu 19 skráð sig til þátttöku, en Hannes Sigurðsson hefði ver- íð ráðinn sem kennari nám- gkeiðsins. ; Einar sagði að það væri mark- mið félagsstjórnarinnar að eng- inn leikur félli niður í sumar vegna vöntunar á dómurum, og mundi stjórnin halda uppteknum hætti að vera til taks á völlun- um í sumar. Eigi að síður hvatti hann menn til þess að sýna á- huga í starfi og sinna því með ábyrgðartilfinningu. Sitthvað fleira drap Einar. á í sambandi við þennan undirbúning. Línuverðir, stærð knatta o.fl. Á fundi þessum kom margt til umræðu er varðar störf dómara, og fjölda mörgum spurningum var varpað fram. Urðu umræður hinai; fjörugustu. Ber því að harma það að dómarar skyldu ekki fjölmenna á fundinn til að taka þátt í því sem fór þar fram. Þar var rætt m.a. um stærð knatta, sem leika á með í hinum ýmsu flokkum, en gera má ráð fyrir að í sumar verði leikið með mismuiiandi stórum knöttum eftir því í hvaða aldurs- flokki leikið er. Er það mál brýnt og þá ekki síður að dreng- ir æfi með léttum knöttum. Rætt var um það að sennilega mundi það koma til kasta dóm- aranna að sjá um það að leikið verði með réttum knetti. Þá voru miklar umræður um það að mik- il þörf væri að koma því á að a.m.k. línuvörður væri á öllum leikjum sem leiknir eru, og talið eðlilegt að knattspyrnufélögin og knattspyrnuráðið kæmi með í það að leysa það mál. Mun annar fundur verða bráð- lega haldinn og er þá skorað á alla dómara sem ætla að vera með í sumar að mæta og taka þátt í þeirn umræðum sem fram fara. Á fundinum mætti Jörundur Þorsteinsson úr dómaranefnd KSÍ og upplýsti hann að um 64 dómarar væru starfandi á öllu landinu samkvæmt þeim skýrsl- um sem þeir hefðu, en því mið- ur væru skýrslur utanaf lahdi ekki tæmandi og mikil tregða á að fá þær. Laugardagur 30, apríl 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Þriðji leikur Reykjavíkurmóts- ins í knattspyrnu verður leikinn á morgun og keppa þá Valur og KR. KR leikur þar með fyrsta leik sinn í mótinu. KR-ingar hafa æft vel í vetur að því að talið er og eins og liðið lék í fyrra ætti það ekki að vera í erfið- ieikum að koma fram sterkt og skemmtilega leikandi. Þó iiðið hali tapað fyrir Vík- ing í æfingaleik er ekki ástæða keppa í ámorgun til að taka það sérlega hátíðlega, og ekki verður heldur hægt að bera það saman við sigur Vals yfir Víking um daginn. Þetta gæti þó bent til þess að leikurinn gæti orðið jafn eii þó með meiri möguleika fyrir KR til sigurs. KR mun koma fram í leiknum með svipað iið og í fyrra. Vaiur mun líka leika með sama liði og á móti Víking. Henk Visser stökk 7,98 metra Hollenzki langstökkvarinn Henk Visser tók nýlega þátt í móti í Santa Barbara í Banda- ríkjunum og sigraði í lang- stökkinu, stökk 7,97 metra. í sama móti tók þátt Greg Bell sem varð sigurvegari á síðustu OL í Melbourne, og varð hann annar i keppninni, stökk 7,76 m. Visser stundar nám í háskóla í Kaliforníu um þessar mundir og æfir með bandarískum íþróttamönnum. Virðist hann kunna vel við sig. Annars er hann mjög mistækur í keppni, en Holiendingar eru mjög von- góðir með hann í Róm ef vel teksj; og ef til vill tekst honum að ná meira öryggi meðal keppinautanna þarna vestra, svo að honum takist að ná verð- launum á OL. Er þá jafnframt gert ráð fyrir að honum takist að komast yfir 8 metrana. Visser er 25 ára gamall. Hollendingar gera sér lika nokkrar vonir um það að í lang- stökki kvenna verði Wemrny Spierenburg-Scholtmeyer framar- lega, því í fyrra var hún þriðja í röðinni í heiminum með 6,20 m stökk. Sagt er að hún hafi í huga að gera sem hún geti til þess að slá heimsmetið. Hún er gift íþróttakennara sem þjálfar hann af miklum áhuga. Hann telur að hún fái brátt meiri hraða í at- rennuna, og takist það ætti hún að geta stokkið yfir 6.40 m. Hú-i hefur sérstaklega gott keppnis- skap, og hefur ákaflega rólegr framkomu í keppni sem bendir til þess að hún sé með stáltaug- ar. Hollenzka metið í langstökki kvenna á Fanny Blankers-Koen og er það 6,25 m, Wimmy stökk 8 sinnum yfir 6 metra í fyrra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.