Þjóðviljinn - 19.05.1960, Side 7

Þjóðviljinn - 19.05.1960, Side 7
6) — ÞJÓÐVILJINN.— Fimmtudagur 19. maí 1960 Fimmtudagur 19. maí 1960 — ÞJÓÐVILJINN —=■ (7 mt r.sz tStt: «rr TX LIINN tnx szx 53. src i« u mt Uö Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sig- urður Guðinundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson. Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla. áuglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Síml 17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 45 ú mán. - Lausasöluv. kr. 3.00 PrentsmiðJa ÞJóðviljans. Augljós sannindi C'undur æðstu manna í París leystist upp áður en hann hófst, og kemur það engum á óvart eftir það sem á undan var gengið. Það er ekkert áhlaupaverk að tryggja bætta sambúð ríkja, til þess þarf meira en pennastrik, og forsendan er sú a.ð ríkisstjórnir geti borið lágmarkstraust hver til annarrar. Þessa forsendu hafa bandarísk stjórnarvöld gert að engu að undanförnu. Þau undirbjuggu ráðstefnuna með því að skerða full- veldi Sovétríkjanna með freklegu ofbeldisverki, sem bæði var brot á alþjóðalögum og stofnskrá Sameinuðu þjóðanna. Þau bættu gráu ofan á svart með því að verða uppvís að lygum frammi fyrir öllum heimi- En :þó tók í hnúkana þegar Eisenhower forseti og nánustu samverkamenn hans lýstu yfir því eftir ósannindin að ofbeldis- verkið hefði verið sjálfsagt, eðlileg framkvæmd á utaföríkisstefnu Bandaríkjanna. Á slíkum forsend um geta auðvitað engir samningar tekizt. ■tliðhorf Bandaríkjastjórnar koma ekki heldur neinum á óvart. Sovétríkin hafa haft forustu fyrir því að reyna að bæta ástandið í heimsmál- unum; þau hafa beitt sér mjög fyrir fundi æðstu manna og notið stuðnings almenningsálitsins um heim allan. Bandarísk stjórnarvöld hafa alla tíð streitzt á móti, en eftir að þeim var ekki lengur stætt á þeirri framkomu gengu þau til fundarins af fullum óheilindum, með framkomu og stefnu sem gerði allar viðræður tilgangslausar. Það voru t.d. ákaflega lærdómsrík viðbrögð að daginn sem fundur œðstu manna átti að hefjast í París var fyrirskipun gefin um það að allur árásarflugfloti Éandaríkjanna ætti að vera til taks á öllum her- stöðvum þeirra, m.a. í Keflavík. Slík framkoma er siðlaus ögrun, sem skýrir betur en flest ann- að hið raunverulega viðhorf bandarískra stjórnar- valda til friðar og sátta í heiminum. lð afturhaldsblaða um heim alian við málalokunum í París tala einnig sínu skýra máli. Það er eins og gefið hafi verið merki og allir leigupennarnir reka uipp sömu óhljóðin. Her- námsblöðin hér láta ekki sitt eftir liggja. Þannig hrópar Morgunblaðið, málgagn forsætisráðherr- ans, í gær í forustugrein: „Framferði Krúsjeffs og Rússa verður naumast við annað líkt en fram- komu Hitlers og nazista þegar frekja þeirra og yfirgangur var á hápunkti. . . Nikita Krúsjeff hefur afhjúpað sig sem ábyrgðarlausan æsinga- segg“. Og Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra lætur blaðið hafa eftir sér bessi ummæli: „Fram- koma á borð við þá, sem Krústjeff viðhefur nú í París, hefur tvívegis hleypt af stað styrjöld og er því ekki að undra þótt menn séu nú svartsýnir“. Fróðlegt væri að fá nánari skýringu á slíkum vanstillingarópum. Er- það tilefni nýrrar heims- styrjaldar að Sovétríkin neita að una því að þau séu beitt ofbeldi og brotin á þeim alþjóðálög? Hvað ó ráðherrann við? i[fj i lþjóðlegt samkomulag næst aðeins á jafnréttis- ||c grundvelli; auðvaldsríkin þurfa ekki að ætla pli sér þá dul að þau geti sett Sovétríkjunum og öðr- §§ , , ,. . , , ... _ int ÚJK n i r% Qíi um sósíalistískum ríkjum kosti, gengið á rétt þeirra og beitt þau ofbeldi. Á meðan valdamenn ___ Vesturveldanna viðurkenna ekki þessi augljósu rn5 tmn i5I . . »n sannindi getur ekki tekizt örugg friðsamleg sam- búð í heiminum, og á meðan grúfir mikil hætta ^ yfir öllu mannkyni. — m. Ariö 1949 fól Alþingi rikis- . st.iórninni að gerast stofnaðili fyrir íslands hönd áð svonefnd- um Norður-Atlantshaíssamn- ingi. Með undirritun þéss samn- ings var ákveðin og . innsigluð hlutdeild hinnar vopnlausu ís- lenzku þjóðar í hernaðarbanda- lagi. Þéirri hlutdeild fylgdu réttindi og skyldur. Skyldurnar hefur islenzka ríkið rækt. Rik- ið hefur ekki aðeins staðið við þær skuldbindingar, sem það undirgekkst, heldur hafa og verið lagðar á þióðina þungar byrðar, sem hún í upphafi áskilið sér rétt til að vera laus við. Nægir : því sambandi að minna á herinn og herstöðvarn- ar í landinu, Samningurinn var undirritaður með þeim fyrir- vara af íslands hálfu, að ekki kæmi „til mála, að. útl.endur her fengi að hafa aðsetur á íslandi á friðartímum, né yrðu þar leyfðar herstöðvar“. Síðar létu íslenzkir valda- menn undan ásókn Bandaríkj- anna og leyfðu hersetu i land- inu. Með því var þjóðin látin takast á herðar þunga byrði umfram allt annað, sem hún hafði skuldbundið sig til með undirritun Atlantshafssamnings- ins, en bað er meira en sagt verður um ýmsa aðra aðila þessa hernaðarbandalags. Tvær voldugustu þjóðir Atlantshafsbandalagsins, Banda- ríkjamenn og Bretar, hafa nú um langt skeið háð miskunnar- lausa baráttu við íslendinga, beitt sér með öllum ráðum gegn brýnasta hagsmunamáli þeirra og hvorki sparað til þess fé, né fyrirhöfn. Bretar hafa látið herskip sín ösla um í íslenzkri fiskveiðilandhelgi veiðiþjófum til verndar, og brezkir sjóliðs- foringjar hafa þrásinnis hótað íslendingum lífláti, ef þeir dirf- ist að gæta laga og réttar í eigin landhelgi. Þessari vopnuðu árás Breta hefur bandaríska varnarliðið á ístandi svarað með fullkomnu aðgerðarleysi, og sannaðist með lendinga að tefla og engra ann- arra, og g'egn þeim hagsmúnum berjast þeir með kj’ó,;:: og kjafti. Erú þessar aðfarir tvíggj'a forustuþjóðá Atiántshafst >nda- því, að Bandaríkin hafa hér herlið einhverjum öðrum til verndar en íslendingum, ef á er ráðizt. Á alþjóðavettvangi hafá Bandar'kin frá upphafi stutt brezku ríkisstjórnina í land- helgismálinu, og þau hafa gert það með vaxandi þunga. Á sjó- réttarráðstefnunni í marz — april 1960 tóku Bandaríkin blátt áfram forustuna i baráttunni gegn hagsmunum íslands og . neyttu þar allra bragða, sem stórveldi eru tiltæk. Þess er vert að minnast. að bæði þessi stórveldi hafa, eins og aðrar þjóðir, viðurkennt þá staðreynd, að fiskimiðin um- hverfis landið séu íslendingum lífsnauðsyn. Þau neita ekki í orði þörfinni á verndun fiski- miðanna, og þau þykjast skilja sérstöðu íslendinga sem fiski- manna. Allt um það berjast þau á móti. Þau gera sér ljóst, að hér er um lífshagsmuni ís- lagsins gegn Íslandi'j'sán.ræmí. við gerðan samning? í 1. gr. Atlantshafssamr.ings- ins segir svo: „Aðilar takast ó hendur, svo sem segir í sáttmála iiínna Sameinuðu þjóða, að leysa. hvers kouar milliríkjadeilumál, sem þeir kunna að lenda í. á friðsamlegan hátt, þannig að al- þjóðafriði, öryggi og réttlæíi sé eigi stofnað í h;ett.u, «? að beita ekki hóturium né valdi í milliríkjaskiptum á nokkurn þann hátt, sem ósamrýmanleg-. ur er markmiðum Sameinuðu þjóðanna“. Þannig hljóðar 1. gr. þessa samnings. Ákvæði hennar um friðsamlega lausn deilumála hlýða Bretar með því að senda sjóher sinn á. íslandsmið til árása á þá bandalágsþjóð siriá, sem er 'sú minnsta og um leið sú eina, er ekki getur með morðvopnum borið hönd fyrir höfuð sér. í skiptum sínum við íslendinga beita Bretar bæði hótunum og valdi. Þeir hafa hótáð að .skjóta íslenzk skip i káf, revnt að sigla þau í kaf, og þeír hafa hernumið íslenzka menn að skyldustörfum við strendur landsins. Slíkur hefur réttur íslendinga orðið í reynd í samskiptum við eina öndveg- isþjóð Atlantshafsbandalagsins. ■ í 2. gr. samningsins segir m.a. á þessa leið: ..Aðilar munu stuðla að frek- ari þróun íriðsamlegra og vin- samlégra milliríkjaviðskipta'1. — Hafa ekki Bandaríkjamenn og Bretar gætt þess í viðskipt- um við jsiendinga? Nei, þróun- in hefur orðið öfug, síðan ' samningurinn var undirritaður. Árið 1952 var sett löndunar- bann á íslenzkan fisk í Bret- landi og þá átti að svelta ís- lendinga til hlýðni. Árið 1958 var gengið feti lengra og send- ur til íslands herskipafloti þeirra erinda að traðka rétt bandalagsþjóðarinnar. Á þá lurid hafa Bretar látið „hin friðsamlegu og vinsamlegu vopnuð árás á einn þeirra eða fleiri í Evrópu eða Norður- Ameríku skuli. talin árás á þá aila". Samkvæmt bessu átti herhiaúp Breta á íslandsmið og vopnuð váldbeiting þeirra þar að jafngilda árás á t.d. sjálf Bandaríki Norður-Ame- riku. Þó snerust hvorki þau né önnur bandalagsríki til varnar. og var með því aðgerð- arleysi framið enn eitt samn- ingsbrot á ísiendingum. Voru. öll aðildarríki bandalagsins samsek um það brot, þótt höí- uðábyrgðin hvíli á Bandaríkj- unum sem voldugustu þjóðinni og þeirri, sem herstöðvar hefur hér á landi. Mikill hluti íslendinga gerði sér frá upphafi ljóst, að þátt- taka íslands í Atlantshafs- bandalaginu var ósamrýmanleg afstöðu íslendinga. sem friðelsk- andi, vopnlausrar þjóðar. er lýst hafði yfir ævarandi hlut- leysi í ófriði, er vér öðluðumst fullveldi 1918. Einnig var mikl- um hluta þjóðarinnar l.jóst, að þátttakan í þessu hernaðar- bandalagi gat valdið tortimingu " ! JL '■h :■ •' Bandarískir hermenn á hergöngn á Keflavík Greinargerð íyrir þingsályktunartillögu þingmanna Alþýðubandalagsins um úr- sögn íslands úr Atlanzhaísbandalag- inu og brottvísun Bandarikjahers. miilir'kjaviðskipti“ þróast, að því er viðkemur íslendingum, og til þess hafa þeir notið stuðnings Bandaríkjamanna í vaxandi mæli. Loks er í 5. gr. þessa ágæta samnings svofelld klausa: „Aðilar eru sammála um, að þjóðarinnar, ef til striðs kæmi. Og smátt og smátt gerðu sí- fellt fleiri íslendingar sem áður voru fylgjandi samningn- um, sér ljóst, að Atlantshafs- samningurinn er einskis virði, þegar hagsmunir íslands eru annars vegar. Þó gekk fyrst alveg fram af þeim, er þeir fréttu af háttalagi Bandaríkja- stjórnar á síðustu Genfarráð- stefnu. Þar beittu Bandaríkin skefjalausum áróðri og bak- tjaldamakki gegn íslenzka mál- staðnum og virtust næstum einskis svífast til þess að fá vilja sínum framgengt, þótt það til allrar hamingju mistækist. íslenzku þjóðinni er nú nóg boðið. Hún getur ekki náð rétti sínum með vopnavaldi né með áhrifavaldi stórþjóðar, en hún getur svarað samningsrofunum og ofbeldinu á annan hátt. Hún getur sagt sig úr bandalagi við yfirgangsseggi, heimtað herinn brott úr landinu og herstöðv- arnar jafnaðar við jörðu. Þetta ber henni að gera. Með því vinnur hún á í áliti allra þjóða, einnig þeirra, sem nú traðka á rétti hennar. Sá manndómur íslendinga að ganga úr Atlants- hafsbandaiaginu og vísa hern- um burt vegna ágengni og kúg- unar tveggja stærstu þió 1a þess mun um það er lýkur að- eins skapa aðdáun og virðingu annarra þióða, ekki sízt þeirra, sem við harðrétti búa og fyr.ir sjálfstæði sínu berjast. Hér hefur verið rætt um úr- sögn íslands úr Atlantshafs- bandalaginu og brottvísun Bandar.'kjahers sem nauðsyn- lega og eðlilega mótaðgerð gegn þeim órétti, sem landsmenn eru beittir æ ofan í æ. Fjölmörg önnur rök hníga og í sömu átt og hafa verið borin fram á Aiþingi 1949 og síðan. íslend- ingar hafa ekkert gagn af hlut- deild í hernaðarbandalagi, heldur kalla með því yfir sig ægiiegar hættur. Erlendur her og herstöðvar eru þjóðinni- hættulegar á margan hátt, Vopnlaus og fámenn þjóð eins og íslendingar á að skipa sór í raðir hinna hlutlausu rikja- og vinna að friðarmálum á vettvangi þjóðanna. Það hlut- verk eitt sæmir henni og skap- ar henni virðingu. Skilyrðis- laus tryggð og þjónkun við ákveðin herveldi hæfir ekki is- lendingum. Þeir vilja ekki hafá húsbónda, sem öðru hvoru fleygir i þá beini til að naga, en sparkar í þá eins og rakka þess á milli. Annars skal ekki frekar rakið allt það, sem með því mælir. að ísland standi utan hernaðarbandalaga, enda þess ekki þörf hér, svo oít'sem- um þau mál hefur verið rætt áður. ..................................................................................................................................................*iMmiiiiiii1imi«iiiimiiimimiiiíiiiiii|iiiiiiiHiiHiimtiiiiiHii«iniii»HiiM«ii«»i«««,H,,,,,,,,,,,.,,,«,,»,,MmH«ni«H«HH»«iM««,,,,M,,,,,,,«,,,l,,l,,,«,,,l,,,,l,,,llllu,.,l,,,,,,IHI,,l,,,,,,,,,l,M,,,,,w,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,l,,,,,M Noiðurferð Um bókvitið og askana Önnur grein Múrmansk Blessuð sértu sveitin mín Múrmanskhéraðið er harð- býlt land eins og áður er sagt. Hér er stormasamt og umhleypingasamt, hér rignir i janúar og snjóar í júní. Hér er löng vetrarnótt. Hér er oft erfitt með grænmeti og ávexti. Hér er kynnt í húsum 300-320 daga ársins. En þetta er líka auðugt land. Hér er gnægð fiskjar og mikið um sel. Hér fæst nikkel, sem er svo bráðnauð- synlegt til stálframleiðslu, og hér fæst apatít, sem hefur mikla þýðingu í efnaiðnaði. Þýðing þessa svæðis fyrir þjóðarbúskapinn er ómetan- legt. Auðæfi þess verður að hagnýta. En til að svo megi verða, þarf að tryggja nægi- legt vinnuafl. Þetta er erfitt vandamál, því eðlilega lang- ar fáa til að híma einhvers- staðar fyrir norðan heim- skautsbaug, þegar til eru jafn blónúeg og sólrík héruð í Sovétríkjunum og Ukraína Kákasus, Kúban. Hvernig hefur þeim sov- ézku þá tekizt að manna þennan eyðiskaga með rúmri hálfri milljón íbúa á stuttum tíma og stofna til blómlegs avinnulífs? Þessi spurning er þeim mun merkilegri vegna þess, að önnur héruð á svip- uðum breiddargráðum: Norð- ur-Skandinavía, Alaska, Norð- ur-Kanada, — allt eru þetta strjálbýl lönd með heldur þyrkingslegt atvinnulíf og varla ástæða til að úr ræt- ist á næstunni. Lífskjör Fyrst er það til að taka, að Múrmanskhérað liefur sér- stakt launakerfi, eins og reyndar önnur norðlæg svæði Sovétrikjanna. Fyr'r hvert ár sem maður- inn starfar í Múrmanskhér- aði fær hann 10 % kaup- hækkun, og he’dur svo áfram þar til hann hefur tvöföld laun miðað við fyrsta ár sitt á staðnum. Þannig er það venjulegt i Múrmansk, að menn fái 2500 rúblur á mán- uði, en það er miklu meira en gerist t.d. i Moskvu. Enda sér gesturinn fljótt á fólki, að það hefur úr töluverðu að spila: Það er tiltö’ulega vel klætt, og miklu betur en vöru- úrvalið í verzlununum gefur til kynna. Og aldrei hef ég séð jafnmikið af kampavíni á borðum í veitingasal og í Ark- tíka í Múrmansk, þar sátu sjóarar og drukkii koníak með kampavíni. Svo hafa héraðsbúar át- Bergmann ján dögum lengra sumarfrí en aðrir menn, eða 46 vinnu- daga í allt, — og auðvitað á fullu kaupi. Enn ein fríðindi má nefna: Þriðja hvert ár fá menn ókeyptó ferðir frá Múr-- mansk og til staðarins, þar sem menn vilja verja sumar- leyfi sínu, já og svo heim aft- ur. Einnig: eitt ár í Múr- mansk reiknast sem tvö við útreiknan eftirlauna. Auk þessa er vitanlega reynt að efla menningarlíf á staðnum og veita íbúunum þjónustu í öllum greinum,. sambærilega við önnur héruð landsins. Ég hefi rétt aðeins minnzt á menningarmál (leik- vangurinn, leikhúsið) og mun ræða þau mál ýtarlegar. Hin hlið þessa máls: almenn þjón- usta. Hér er það höfuðverk- efnið að sjá íbúum hinna ört vaxandi byggða skagans fyrir öllum nauðsynlegum neyzlu- varningi. Sögðu þeir í héraðs- stjórninni. að hér væri margt óunnið, þrátt fyrir mikið starf. Áður þótti vonlítið um alla ræktun hér um slóðir, en starfsmenn rannsóknarstöðv- arinnar í Khíbini (stofnuð 1923) hafa framið mörg ágæt kraftaverk; með djörfum til- raunum með fljótþroska og harðgerðar kál- og kartöflu- tegúndir hefur þeim tekizt að þoka gróðurbeltinu norður eftir. Nú fá gróðurmeistarar 18-20 tonn af kartöflum og 50 tonn af káli af hektara, þegar bezt gengur. Þá sögðu ráðamenn, að mjólkurmál væru að komast í betra horf en áður, en enn væri mjólk- urskortur á veturna. stórborg í heimi, að hafa nyrztu vatnsaflstöð í heimi og fleira og fleira. Ég kom á tvö böll í Múr- mansk og spurði stúlkurnar, hvort þær langaði ekki í burt héðan, en þvi neituðu þær með öllu. Ein var í iðnskóla, hún hafði ferðazt töluvert og dáðist óendanlega mikið að Leningrad, en samt var hún ákveðin að haMa tryggð við Múrmansk. Aðalskemmtanir hennar: að dansa og lesa rit- höfundinn Pástovskí, uppá- haldsrithöfund allra sovézkra stúlkna næst eftir Tsjékof. Fjodorof er maður nefndur og ritstýrir fiskimannab’aði í Múrmansk, hefur unnið þar í þrjátíu ár. Hann sagði: Árið 1935 var mér boðið að koma til Moskvu og vinna við Prövdu. Kostaboð eins og þér skilj;ð, því það hlýtur að vera draumur hvers sovézks blaða- manns að vinna við Prövdu. En ég afþakkaði. Ég skal játa, að það þarf ofstækis- mann til að neita slíku, en ég hef aldrei séð eftir því. Ég hef séð þessa borg vaxa, séð hana lagða í rúst og rísa á ný. Og hafið, — hvernig hefði ég getað yfirgefið þetta haf ? Vissulega verður hið sér- stæða launakerfi drýgst til að laða menn hingað norður. En ég varð þess einrng var, að beitt er „sálrænum aðferðum“ ef svo mætti að crði komast manna á þessu héraði, fá þá manna á þessu héraði. fá þá til að setjaet hér að. í ræðu og riti og í félagsstarfsemi allri er mikið skírskotað tíl „norðursrómantíkur” : dá- sömuð tígn hafsins og hrika- leg náttúra útskaganna, sú atorka og þrautseigja, sem nauðsynleg er til að sækja gull í greipar henni; ennfrem- ' > ur brýnt fyrir mönnum, að hér hafi þeir verkefni er þeim sæmi, og gefi þeim möguleika tíl að sanna sjálf- um sér og öðrum eigið mann- gildi; erfið, nauðsynleg, gagnleg verkefni. Með öðrum orðum: tónninn í þessu öllu er dálítið svipaður og stund- um hjá okkur Islendingum, þegar við munum alltíeinu eftir því að )íf togarasjó- manna er hreint ekkert grín. Ekkert skal ég fullyrða um það, hvaða árangur svona áróður getur haft. Hitt þótt- ist ég verða var við, að með fólki þar í Múrmansk hefur skapazt töluvert átthagastolt. Þeir hafa gaman af því að eiga hin og þessi heimsmet eða eovétmet í ýmsum grein- um fiskveiða, að vera nyrzta Fyrsti maí I Múrmansk. Hver skyldi ætla að þessi mynd sé tekin norður á Menningarmál Það er vitanlega ekki ein- hlítt að greiða mönnum hærra kaup en annarsstaðar og inn- ræta þeim rómantíska virð- ingu fyrir erfiðu starfi og óblíðri náttúru. Það þarf líka að efla sem mest menningar- líf á staðnum. í Múrmansk er kennara- skóli, sjómannaskóli, nokkrir iðnskólar, 36 almennir skólar. 11 klúbbar, þrjú leikhús, þar af eitt brúðuleikhús. Þar er fiskirannsóknarstofnun og' þrjú söfn. í öllu héraðinu Framhald á 10. síðu. 68. breiddarbaug?

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.